Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. des. 1960 MORGUlSliLAÐIh 15 til míns kæra fornvinar Sigfúsar Johnsen ÉG held ég verði að segja það svona. — Nú er ég búinn, gegn- um mína tregðu, á allt nema myndlist, að lesa bókina Her- leidda stúlkan. Alexander var búinn að segja mér þetta, að Sigfús væri að gefa út bók, og hann ságði það svoleiðis, að um stórviðburð væri að ræða, og ekki orð um það meir; gekk svo sinn veg upplyftandi öxlum dálítið og hissandi, eins og í miklu and- rúmslofti og í heiminum, eins og hann erf og gæti ekki gert að þvi þótt ekki hafi verið afspyrnu rok af landinu er sú saga gerðist, að hvert skip hefði rekið á haf út eins og hjá galdramanni á Ströndum á sínum tíma, og þá hefði ekkert efni (stoff) veriðtil í svona sögu, og hefði þá verið sannmæli í bréfsefni; Ekkert í fréttum, 1. G., þ. e. lof sé Guði, eins og var góðra tíma siður. En — o-nei kemur svo. Sagan gerðist öðruvísi. Snillingum og söguskáldum var ætlað annað efni en tilgátur um afdrif skipa, sem hrökktu til hafs undan galdraveðri er af stóð landinu, og maður spyr: Hverjum voru guðirnir reiðir í þessari bók, voru landvættirnar í fría? Nýlunda hefir 'oft endurtekið sig hjá þessari fámennu þjóð. Á hálfs hundrað ára fresti og skemur, að menn heilagrar ein- feldni langrar og erfiðrar skóla- göngu, með fjöld af óteljandi prófum, fengjusinngrandvarleik afskrifaðan til þess að vera eins og annað fólk, sem ekki nokk- urn tíma hafði látið sér í hug koma að tortryggja sína með- fæddu einfeldni. Einfeldni, sem er, svo sem ekki neitt annað en gerist og gengur, eða meira en nauðsyn krefur hverju sinni í hversdagsönnum hvers eins. Svona er þetta. Ef vér lítum yfir manntalið, bera fyrir okkur á stjömuhimn- inum menn á mismunandi löngu timabili, menn sem halda kyndl- um við loft, sem bera birtu á jarðriki, svo að mennimir sjást í jarðrikjunum og við þessa birtu þeaara birtuberara, hafa svo tendrazt haldgóðir birt- ur, þar sem áður var dimma við strandlengjur, og flug, eða og þó álitlegar týrur í kotum og bæ og vitaskip. Þessi eðlilegi afstæðismismun- ur sögunhar er eins og andar- dráttur nátrtúrunnar, mismun- •ndi langt sóttur, mismunandi tær, léttur eða hvilandi, og það er sjálfsagt ekki eins ósjálfsagt, eins og vaninn kveður um eitt og annað, sem við ber, að það hafi hitzt svona á um þetta eða hitt, gæti eins verið stjörnuspá. Ég hef alltaf vitað að Sigfús vantaði ekki tækifæri, en tel það karlmennskuatriði að gera út ivona bók meðal hundrað þÚ3- und heimsfrægra skálda, þóitt maðurinn sé snillingur. Eiginlega hefir þú Sigfús alltaf verið ljós á vorum vegum frá fyrstu kynming, og eini íslend- ingur, *em ég hefi kynnzt, sem kunni að sleppa. >ú varst fall- egur um þig, lipur og léttur í hreyfingum og mér finnst þú vera líkur sjálfum þér núna frá þeim tímum. Eg get ekki skrifað um bók- ina þína af því að núna und- anfarin ár hafa bætzt svo marg- ir framámenn við á bókmennta- sviðinu, að það er orðið eins gaman að lesa umsögn þessara snillinga eims og að lesa orgi- nalen. Mér er svo hætt við ofmenntun i öllu, sem eg fer að skrifa um, svo að eg má hafa strangar gætur á því sviði. En blessaður Hafliði er mér nú þar gott ljós á vegi. — Og skrít- ið er það. Eg var svo sem byrj- aður að langloka einhverjum vísdómi um þína bók; hvernig hún myndi helzt vera. Maður á nefnilega að skrifa sjálfstæða póesí um hvað eina. Það er ekki hægt að hraðskrifa um stórvirki eins og bók strax, nýútkomna, nema þá kanski blaðamaður. En nú kemur eitt af því merkilega. Þegar eg er á leið kominn með að skrifa um þírra bók, kemur upp í hendurnar á mér svolítill miði, umsögn um Gerplu, sem hvergi hefir verið prentaður. Fyrirgefðu, umsögnin er svona: Gerpla er ákall skáldsins til beztu mánna sam- tíðar sinnar, að hífa menning- una upp úr mótívinu. Skilning- ur fullorðins manns með barns- hjarta. Nú er hér bók Ragnars vinar míns Ásgeirssonar, frá í fyrra. Hann hefir geít íslendingum og listamönnum marga góða greiða. Einnig nú, með í „Skruddu" sinni að koma á framfæri yfirnáttúrlega fögru kvæði úm Kötlugosið 1918. Höf- undur kvæðisins er Kristleifur á Kroppi. Þetta er nú að slá öðrum upp á þér, herra forn- vinur ,en svona er maður. Og hér kemur svo einn af yngri Kjaranunum — bók Birgis. Enn einn stórviðburður, með mynd af moldarbarði; greinileg manns- mynd — furðuverk. Það er and- inn, sem horfir í gegnum efn- ið. Mætti segja mér vísir að nýrri vísindagrein. Vertu blessaður og allt það. Jóhs. S. Kjarval. M ALFLUTNIN GSSTOF A Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602 Síslétt poplín Sfvpuning- óþörf MINERVA skyrtan fæst hjá MARIEINI STÓRA JÓLAVIKAM KEMDK i DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.