Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 11
Timmtudagur 15. des. 1960
MORGUNBLABIB
11
Guðríður Eiríksdóttir
frá Þjórsártúni
Fædd 24. ágúst 1869.
, Dáin 4. desember 1960.
SAMTÍMAHEIMILDIR greina
frá því, að þegar Þjórsárbrúin
var vígð, hinn 28. júlí 1895, hafi
óvenjumargt manna sótt þangað
hvaðanæva af Suðurlandsuridir-
lendi og einnig úr sveitum og
bæjum vestanfjalls, við Faxa-
flóa. Á þessum síðasta áratug
aldarinnar höfðu tvö stórfljót
Suðurlands verið brúuð, Ölfusá
árið 1891 og nú Þjórsá. Fögnuð-
ur manna var ríkur við þessa
samgöngubót, enda var smíði
þessara brúa hið mesta framtak
þjóðarinnar til þess dags í verk-
legum framkvæmdum. Og nú,
sem austanmenn komu í hópum
til vígslunnar, var þeim beint
vestur yfir brúna, því að þar
skyldi vígslan fara fram í
landi Þjótanda.
Að vígsluræðu lokinni gekk
landshöfðingjafrúin með sín silf-
urskæri út á brúna og klippti
sundur silkiband, sem strengt
var yfir brúarendann, gekk síð-
an vestan úr Árnessýslu austur
í íand Rangárvallasýslu. Síðan
gekk mannfjöldinn austur yfir
og tók sú ganga fulla klukku-
stund.
En þar austan brúarinnar var
„ekkert tún og enginn bær",
þar var óræktarmói kargaþýfð-
ur, svo langt sem sá upp og
austur a hæðina og fram með
fljótinu norðan og sunnan brú-
ar. —.
„En ásirin beið“. Og nokkrum
missirum síðar komu landnem-
arnir, Ólafur ísleifsson læknir
og Guðríður Eiríksdóttir. Það
var árið; 1897, að Ólafur fékk
þar landsvæði og byggði dálítið
hús á hæðinni. Vorið eftir, hinn
31. maí 1898, kvæntist hann
heitmey si'rini, Guðríði frá
Minni-Völlum á Landi, og þau
kölluðu hið litla býli sitt Þjórs-
ártún. Það var mikill gróandi í
því nafni.
Ólafur var fæddur árið 1859.
Hann hafði verið í Kanada um
6 ára skeið og lesið læknisfræði,
og eftir heimkamuna verið að-
stoðarmaður Ásgeirs héraðs-
læknis Blöndal á Eyrarbakka.
Guðríður var fædd á Minni-
Völlum 24. ágúst 1869. Foreldr-
ar hennar voru Ingveldur Eiríks
dóttir og Eiríkur Eyjólfsson, er
þar bjuggu. Þau Minni-Valla-
hjón eignuðust 14 börn. Var
Guðríður næst elzt þeirra syst-
kina. Það kom snemma í Ijós,
að Guðríður var tápmikil og
atorkusöm í hvívetna. Þegar hún
var 16 ára féll faðir bennar frá,
en við það kom mjög í hennar
hlut að annast búreksturinn,
ásamt eldri bróður. Var á orði
haft, hversu vel hún hefði stutt
móður sína við uppeldi yngri
bamanna.
Þau Guðríður og Ólafur hófu
þegar margháttuð störf í Þjórs-
ártúni. Jafnframt ræktun lands-
ins hófu þau brátt greiðasölu og
smáverzlun, en Ólafur stundaði
einnig almennar lækningar. —
Varð Þjórsártún irinan tíðar án-
ingarstaður hinna mörgu, er
leið áttu um þjóðbrautina fyrir
r.eðan túnfótinri, hvort heldur
var vestur eða austur. Er ekki
að orðlengja það, að þarna gerð-
ist eitt af hinum undraverðu
ævintýrum hinn næsta áratug.
Húsið var stækkað og aftur
stækkað og enn þurfti viðbótar-
byggingar. Það var alltaf vérið
að smíoe og byggja og rækta
í Þjórsártúni.
Það voru ekki einungis
rekstramenn eða lestafólk, sem
fylltu húsakynni í Þjórsártúni.
Húsráðendur stofnuðu brátt til
ýmis konar menningarlegra
kynna innan héraðs, og þau
kynni náðu raunar um allt Suð
urland. Var boðað til funda, fé-
lagsstofnana og námskeiða í
ýmsum greinum. Þar voru
haldin bændanámskeið, söng-
námskeið, íþróttanámskeið. Þar
var Búnaðarfélag Suðurlands
sett á laggirnar, einnig Slátur-
félag Suðurlands. Ungmenna-
sambandið Skarphéðinn var
stofnað þar, fyrsta stúka Rang-
árvallasýslu einnig, og mætti
fleira nefna. Þá komu þangað
tíðum ferðamannaflokkar, er-
lendir fræðimenn og vísinda-
menn, auk skemmtiferðafólks
úr ýmsum áttum. 1 þessu sam-
bandi má geta þess, að Þjórsár-
tún var valið sem áningarstað-
ur fyrir Friðrik 8. Danakon-
ung árið 1907, og gisti konung-
ur þar ásamt Hannesi Hafstein
ráðherra og fylgdarliði.
Svo sem að líkum lætur
mæddi mjög á Guðríði sem hús-
móður á þessu gestkvæma
heimili. En hún var í flestu
vaxin því hlutverki, er hún
hafði valið sér. Hún var hin
mesta athafnamanneskja og fyr-
irhyggjusöm. Hún hlifði sér í
engu, og þeim er sáu umsvif
hennar, þegar nokkuð lá við,
mun gjarnan hafá komið í hug,
að flest hlyti að stækka og
verða meira en ella, sem hún
færi höndum um. Guðríður var
heit í lund og dró ógjarnan
dul á skoðanir sínar. — Það
fylgdi henni manndómur. En
svo sem hún var stór í störf-
um og forsjál, þá var hún
rausnarkona. Það var ekki allt-
af seldur biti og sopi i Þjórsár-
túni, þeim, sem um þjóðbraut-
ina fóru.
Guðríður og Ólafur eignuðust
fimm börn, misstu tvö þeirra
smábörn, en þrjú lifa foreldra
sína: Ingveldur, gift Lofti Lofts-
syni útgerðarmanni, er lézt
rúmri viku fyrr en Guðríður,
— Huxley forstjói’i í Keflavík,
kvæntur Vilborgu Ámundadótt-
ur, og Eggert, oddviti í Höfn-
um, kvæntur Sigríði Ásbjarn-
ardóttur.
Þau bjuggu í Þjórsártúni nær
hálfan fimmta áratug og höfðu
snemma gert garðinn frægan
sem menningarmiðstöð mikils
héraðs. Ólafur lézt árið 1943.
Eftir það var Guðríður hjá börn
um sínum og naut þar góðrar
umönnunar í Lárri elli. Hún
hafði mísst sjónina og átt við
líkamlegan þunga að stríða hin
síðari ár, en hugur hennar var
opinn og vakandi fyrir líðandi
stund og framförum nýrra
tíma.
Guðríður andaðist í Keflavík
hinn 4. des. sl. og verður jarð-
sett í dag við hlið Ólafs í Foss-
vogskirkjugarði. Ævistarf þeirra
hjóna var mikið og glæsilegt.
Þau settu svip á umhverfi sitt
og skiluðu drjúgum menningar-
arfi til þjóðarinnar. Guðríður
var mikilhæf kona og gleymist
ógjarnan þeim, er kynntust
henni. Hennar rúm var veglega
skipað meðal samferðamann-
anna.
G. M. M.
Húsnæði
Stórt skrifstofuhúsnæði óskast í miðbænum. Stór
íbúð kæmi til greina. — Tilboð sendist afgr. Mbl.
fyrir 19. þ.m. merkt: „Áramót — 1448“.
Voigtlander VITESSA L
með Color-Skopar 1:3.5/50 og sambyggðum fjar-
lægðamæli og stilli loki: Synchro-Compur 1 sek.
1/500 sek. B og sjálftakari, samtengdur hraði og
ljósop (Ljósgildisstillir), Með vélinni, sem er sem
ný, fylgja: 4 filterar, sólskyggni, 2 nærlinsur (fyrir
20—100 cm). Glæsileg jólagjöf fyrir áhugamenn.
Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „1443“.
Allt á sarna stað
CHAMPION KRAFTKERTIN
Heimsins mest
i
•• s
Oruggari ræsting
V
i
i
S
S
i
s
s
s
s
s
s
s
\
s
s
s
V
s
s
s
s
s
\
s
y
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
\
seldu rafkerti
Það er sama hvaða tegund bifreiðatr þér eigið,
það borgar sig að nota
CHAMPION
rafkerfi, því það bezta er aldrei of gott fyrir
bifreið yðaa*.
Stórkostlegt úrval af varahlutum í flesta bíla.
EGILL VILHJÁLMSSOI H.F.
Laupmtu) 118 Síuti ZZZ40
i
i