Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 24
9 DACAR TIL JÓLA DACAR TIL JÓLA 288. tbl. — Fimmtudagur 15. desember 1960 Koparþjófarnir struku, voru ófundnir í gœrkvöldi í G Æ R brutust piltarnir tveir, sem sátu í gæzluvarð- haldi í Keflavík í sambandi við stórfelldan þjófnað á koparvír, út úr fangageymsl- unni og hurfu á brott. Höfðu þeir ekki enn náðst í gær- kvöldi, þegar blaðið fór í prentun og ekkert til þeirra spurzt. — it Enginn vörður Piltarnir tveir, sem heita Arnór Hannesson og Kristinn Traustason, höfðu verið úrskurð aðir í gæzluvarðhald meðan á rannsókn koparmálsins stæði og settir sinn í hvorn klefann í Ferða- banni ekki afléft I GÆR var í Hæstarétti kveð- inn upp úrskurður uni það, að gildandi ferðabanni á ferð um Hauks Hvannberg fyrrum forstjóra Olíuféíagsins, skyldi ekki alétt. í undirrétti var úrskurður um ferðabannið upp kveðinn í desemberbyrjun fyrra árs. Var úrskurðurinn uppkveð- inn I sambandi við rannsókn á Olíufélagsmálinu svonefnda. Var Hauki Hvannberg þá eigi leyft að fara út fyrir lögsagn arumdæmi Reykjavíkur. Þessi lirskurður var kærður til Hæstaréttar fyrir nokkrum vikum og það gert að köfu að ferðabanninu yrði nú aflétt. Hæstiréttur staðfesti úr- skurð undirréttar í málinu og að krafan um afnám bannsins yrði ekki tekin til greina. fangageymslu lögreglunnar í Keflavík. En þar eð þar er að- eins um bráðabirgðageymslu að ræða, var ákveðið að flytja þá til Reykjavíkur.. Meðan beðið var eftir að bíll kæmi til að Cúðar sölur landi í ÞESSARI vjku hafa nokkrir islenzkir bátar selt mjög vel í Þýzkalandi Á mánudag seldi ÓI afur Tryggvason frá Hornafirði 41 lest fyrir 39.270 mörk. Sama dag seldi Katrín frá Reyðarfirði 37 lestir fyrir 38 þús mörk. Á þriðjudag seldi Guðrún Þor kelsdóttir frá Eskifirði 50 lestir íyrir 39,250 mörk og Pétur Sig urðsson frá Reykjavík 42 lestir fyrir 32 þús. mörk. Ljós komin á • •• S/O jólatré UNDANFARNA daga hefur ver ið unnið að uppsetningu jóla- trjáa hér í Reykjavík, á vegum bæjarins. Nú eru þau öll komin upp og búið að kveikja á 7 þeirra, á Landakotstúni, við Nes kirkju, á Melatorgi, Hlemm- torgi, við Laugarneskirkju, í Kleppsholti og við Réttarholts veg. Eftir er að kveikja á tveim ur stærstu trjánum, en annað þeirra er við Bankastræti, en hitt er tré það, er Osló gefur Reykjavík, er það á Austurvelli og mun um 18 metra hátt. I dag verður hafizt handa um að setja perur í þessi tré og er gert ráð fyrir að kveikt verði á trénu á Austurvelli á sunnudaginn við hátíðiega athöfn. Auk þessara 9 trjáa hefur bærinn látið koma fyrir tveimur smærri trjám við Eiríksgötu og Heilsuverndar- stöðina. Bæjarbúar eru minntir á að tré þessi eru sett upp þeim til ánægju og verða bænum til mestrar prýði, ef þau eru látin í friði. Börn eru einnig strang- lega áminnt um að fikta ekki við perurnar á trjánum, eða taka þær af jólatrjánum og láta þær í önnur ljósastæði, því af slíku geta hlotizt slys, þar sem perum ar eru gerðar fyrir annan straum en er í húsum. flytja þá, þurftu lögreglumenn að bregða sér frá. Hált var á götunum og urðu árekstrar, sem þeir þurftu að sinna. Var þá enginn eftir í fangageymslunni, því lögreglan í Keflavík er mjög fáliðuð. it Braut úr loftræst- ingarristina Fangarnir notuðu þá tækifærið. Annar braut fjöl úr stokknum á rúmi sínu og braut með henni úr rist þá, sem er ofan við dyrnar á klefanum til að hleypa inn lofti. Mun hann svo hafa skriðið þar út og hleypt fé- laga sínum út úr sínum klefa, en slagbrandar eru fyr ir klefahurðunum að utan. Eftir það var greiður gangur út á götuna. Lögreglan auglýsti eftir pilt- unum í útvarpinu og bað þá að gera aðvart, sem yrðu pilt- anna varir. Einnig var lögregl- unni í Reykjavík og Hafnar- firði gert aðvart og sjálf leitaði lögreglan í Keflavík á staðnum. En er blaðið fór í prentun hafði ekkert til fanganna spurzt. Gunnar Gunnarsson Ný heildarútgáfa á verkum Gunnars Gunnarssonar Fyrsta bindi komib út A NÆSTIJ tveimur árum munu Almenna bókafélagið og bókaútgáfan Helgafell í félagi gefa út heildarsafn af Skattabyrbarnar eru léttari en / fyrra í UMRÆÐUM um framleng- ingu söluskattsins hafa stjórnarandstæðingar hamr- að á því, að núverandi stjórn arflokkar hafi íþyngt alþýðu heimilunum stórlega með þeim skattabreytingum, sem gerðar hafa verið á þessu ári. Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, svaraði þessu rækilega á fundi efri deildar í fyrradag. Hann sýndi fram á, að breytingarnar í ár á söluskatti, tekjuskatti og út- svari, legðu ekki þyngri, lítfluininpr á ullarvö.um eykst heldur léttari byrðar á al- þýðuheimilin. Las hann upp útreikninga Hagstofu Is- lands, sem eru á þessa leið: Lækkun og hækkun útgjalda vísitölufjölskyldunnar vegna skattbreytinga Lækkun tekjuskatts — útsvars ... — útgjalda vegna niðurfellingar 9% söluskatts Alls AKUREYRI, 14. des. — Áhuginn 1. ir Gefjunarvörum er nú mjög að færas-t í vöxt í Evrópulönd- unum, bæði austan járntjalds og vestan. Stærsta pöntunin. sem verksmiðjan hefur fengið frá út löndum er frá Rússlandi, þar sem samið er um kaup á 10 þús. teppum fyrir hagstætt verð, að því er Arnþór Þorsteinsson fram kvæmdastjóri Geíjunar segir mér. Þegar hafa verið afgreidd fyrradag, en afgangurinn á að afhendast ryrir febrúarlok. Á sl. ári hefur aukizt mjög mikið sala á húsgagnaáklæði frá Gefjunni einkum til Norður- landa. Með aukinni framleiðslu hefur þurft að fjölga nokkuð fólki í verksmiðjunni. Auk þess sem að ofan er getið hefur Fataverksmiðjan Hekla samið um sölu á 2 þús. peysum til Rússlands. Það er fyrirtækið Marz Trading Co, sem hefur 3 þús. stykki, sem fóru ai stað í milligöngu um söluna. —Stefán. Hækkun útgjalda vegna 3% söluskatts .... Hækkun útgjalda vegna 8% viðbótarsöluskatts Alls. 1.444 kr. 924 — 1.357 — 3.725 — 1.527 kr. 1.700 — 3.227 — 3.725 kr. 3.227 — Mismunur 498 — Urðu stjórnarandstæðingar hljóðir við þessar upplýsingar. Alfreð Gíslason og Björn Jóns- son, sem báðir töluðu fyrir hönd kommúnista á eftir ræðu fjár- málaráðherra, minntust ekki framar á þetta mál. skáldverkum Gunnars Gunn- arssonar í 7 stórum bindum, samtals 5000 blaðsíður. — Fyrsta bindið er nú komið út, en í því eru Borgarættin og Ströndin. Baldvin Tryggvason, fram- kvæmdastjóri Almenna bókafé- lagsins og Ragnar Jónsson, for- stjóri Helgafells, skýrðu blaða- mönnum frá þessari nýju heild- arútgáfu á verkum Gunnars Gunnarssonar í gær. Útgáfa „Landnámu“ uppseld Fyrri heildarútgáfa á verkum skáldsins, útg. Landnámu er al- veg uppseld. Gerðar verða nýjar þýðingar á sumum skáldsögun- um í þessari heildarútgáfu. — Gunnar Gunnarsson, yngri, ger- ir myndir af höfuðpersónu hverrar skáldsögu, og einnig kápuspjöld bókanna úr klipp- myndum, sem skáldið gerði fyr- ir börn sín. Næstu þrjú bindi heildar-^ verksins koma út á næsta áfíT í öðru bindi verða þessi verk: Bruni ó Skóluvörðustíg KLUKKAN liðlega 2 í gær var slökkviliðið kvatt að Skólavörðu stíg 16A. Er það kom á staðinn logaði út um glugga á annarri hæð í bakhúsinu, sem mun vera hlaðið en með timburþaki. Greiðlega gekk að slökkva eld inn. En nokkuð þurfti að rífa innan úr herberginu, þar sem eld urinn kom upp. Töluverðar skemmdir urðu bæði á herbergi og húsgögnum. Á efri hæðinni bjó einn maður, Sigmundur Korn eh'usson. Talið er að kviknað hafi út frá rafmagni. Vargur í véum, Drengurinn, Sælir eru einfaldir, Konungs- sonur, Aðventa. í þriðja bindi verða: Skip heiðríkjunnar, Nótt og draumur, og í fjórða bindi: Óreyndur ferðalangur, Vikivaki og Blindhús. Síðustu þrjú bind- in koma út á árinu 1962. — I fimmta bindi verða Fóstbræður, Jörð og Hvítikristur. í sjötta bindi Jón Arason, Grámann og Svartfugl, og í sjöunda bindi, lokabindi heildarútgáfunnar, verða Heiðaharmur, Sálumessa og Brimhenda. „fslenzk og alþjóðleg“ Gunnar Gunnarsson er einn þeirra örfáu íslendinga, sem bor ið hafa hróður ættjarðar sinn- ar meðal menntaðs fólks víða um heim. Bækur hans hafa ver- ið þýddar á fjölmargar tungur og sumar hafa verið prentaðar í um milljón eintökum. Segja má með réttu, að söguefni Gunn ars Gunnarssonar séu líf is- lenzkrar þjóðar frá upphafi byggðar í landinu. Islenzk náttúra, íslenzkur hugsunarhátt- ur, íslenzk örlög, íslenzkt land- nám í þúsund ár eru viðfangs- efni hans og orkulindir skáld- skapar hans. Þessi efni hefur hann sveigt undir kröfur strangrar listar, fært þau heim- inum í „merkum skáldsögum, ís- lenzkum, alþjóðlegum, lifandi, listrænum bókmenntum", eins og dr. Steingrímur J. Þorsteins- son, próf., hefur sagt um verk hans. Hver sá íslendingur, sem bókmenntir les, ætti að eiga skáldverk þessa öndvegishöfund- ár, jafnt sem Islendingasögur. Þau eru þess eðlis, að því meirf verða þau, þeim mun betur, sem þau eru lesin. Ekki er unnt á þessu stigi að segja ákveðið, hvað allt verkið muni kosta nákvæmlega, en gert er ráð fyrir, að það muni ekki fara yfir 2000,00 kr. í vönduðu bandi til félagsmanna Almenna bókafélagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.