Morgunblaðið - 15.12.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 15. des. 1960
MORC. UWHLAÐIÐ
13
*
- ....... ..................................................................................................
,,ÞAÐ var óskapleg ringul-
reið á öliu í New York í snjó
bylnum“, sagði Þóra Jóns.
dóttir, flugfreyja hjá Loftleið
um, við heimkomuna í gær. §g
„Verzlanir voru háiftómar
því kuldinn var óvenjumikill.,
Það var hörkufrost".
X nnr tAr\r\t í
Loftleiðavél var teppt í
New York vegna snjóa eins og
Mbl. greindi frá í gær, þvi þeg *
1A* ■—x A snjókomunm
að háir frarn
ar lát varð a
voru skaflarnir það
auðvitað fyrir öllu svo að
Loftleiðamenn urðu að geia
svo vel og bíða þar til hægt aM
var að ,,moka vélina út“.
* * *
„Við urðu auðvitað lítið
vör við erfiðleikana á vegun-
um, því við vorum allan tím-
ann inni í borginni. Um tíma
var ekki hægt að komast út á
flugvöll — og þegar við loks
komumst voru mannhæðar-
háir skaflar meðfram vegum
Þóra Jónsdóttir, fiugfreyja
það er auðvitað allt annað að
fara í búð þarna ytra fyrir
jólin en hér, sérstaklega
vegna þess, að þar sér maður
aldrei bókabúð, en hér eru
bókabúðir á hverju götu-
horni — og mesta ösin yfir-
leitt í þeim. Ytra eru skóverzl
anir og alls kyns fataverzl-
anir yfirfullar af fólki á þess-
um árstíma, einmitt þær verzl
anir, sem við förum helzt í“.
* * *
,,Á sunnudag og aðfaranótt
mánudags fennti mikið og á
mánudaginn var fátt fólk í
verzlunum. Kuldinn mikill og
fólk kappklætt, hálf eymdar-
legur svipurinn á því. Þeir í
New York eru ekki vanir þess
háttar veðri, enda er víst langt
síðan annað eins hefur komið.
,,Samt varð ástandið ekki
verulega vont fyrr en hann
fór að skafa i skafla. Þá stöðv
aðist umferðici á vegunum.
Mönnum þætti víst nóg um að
þurfa að skilja bílinn sinn eft
ir í skafli miðja vegu milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkui;
— og ganga í bæinn. Hvað
segðu menn þá, ef þeir yrðu
10—20 tíma að ganga heim.
Þá biðu þeir sennilega frekar
í bilnum þar til snjóplógur-
inn kæmi. En það er sjálfsagt
Hdpar af bílum grafnir í fönn
og þar voru hópar af bílum
grafnir í fönnina. Við sáum
rétt á þakið á sumum
þeirra“.
„Okkur var sagt, að geysi-
legur fjöldi bíla hefði stöðv-
azt á þjóðvegum allt um-
hverfis New York og lengra
inni í landi, blöðin voru full
af „snjómyndum“ og slys á
mönnum urðu víst mikil“.
* * ♦
„Við fórum að verzla á
Iaugardaginn og þá var geysi-
legur urmull á verzlunum,
maður gat varla þverfótað.
Það er mikill jólablær á New
York og mikið um dýrðir. En
ekkert ánægjuefni að híma i
bílnum sínum heila nótt og
geta sig hvergi hreyft. Þetta
urðu þeir að gera vestra og
voru heldur ekkert ánægðir
yfir því“.
Somningum
miðoi vel
um aístöðu Þjóð-
verja í landhelgi
Noregs
BONN, V-Þýzkalandi, 9. des. —
Utanríkisráðuneyti Vestur-Þýzka
lands birti í kvöld yfirlýsingu,
þar sem segir, að verulegur á-
rangur hafi náðst í viðræðum
Þjóðverja og Norðmanna um af
stöðu Þjóðverja til .veiða í fisk-
veiðilandhelginni við Noreg. —
Segir í tilkynningu stjórnarinn-
ar, að viðræðurnar, sem hafi
verið hinar vinsamlegustu, hafi
orðið til bess að skýra mjörg
vandamálin. Þessum undirbún-
ingsviðræðum er nú lokið. Segir
og í yfirlýsingunni, að frekari
viðræður um þau atriði, sem
enn hafi ekki náðst samkomulag
um, fari fram í Osló í byrjun
næsta mánaðar.
— ★ —
Það er álit manna, að væntan
legir samningar verði á svipuð
um grundvelli og samningur
Breta og Norðmanna um fisk-
veiðiréttindi hinna fyrrnefndu
við Noreg — þ.e., að Þjóðverjum
verði leyft að veiða milli 6 og
12 mílna frá Noregsströndum, að
meira eða minna leyti, til 1970.
Norðmenn vænti þess hinsvegar
að fá bætta aðstöðu til fisksölu
í V-Þýzkalandi.
Ósóttir vinningar
VINNINGS í happdrætti Knatt-
spyrnufélags Reykjavíkur um
flugferð Reykjavik — Kaup-
mannahöfn — Reykjavík hefur
enn ekki verið vitjað. Handhafi
númersins, 4414, er vinsamlega
beðinn að snúa sér hið fyrsta til
húsvarðar K.R.-heimilisins.
Framkvæmda-
stjóri Skreiðar-
samlagsins
SVO SEM kunnugt er af frétt-
um, lætur Jóhann Þ. Jósefsson
• f störfum sem framkvæmda-
sjóri samlags skreiðarframleið-
enda, um næstu áramót. Hafði
Jóhann sjálfur farið fram á lausn
frá starfanum, en hann hefur ver
iii framkvæmdastjóri samlagsins
frá stofnun þess og á þar að baki
tnjög heilladrjúgt starf allt frá
Stofnun þess árið 1952,
Stjórn þessara samtaka skreið
arframleiðenda i landinu hélt
fund fyrir nokkrum dögum og
var þá ráðinn nýr framkvæmda
stjóri. Var Bragi Eiríksson ráð-
inn en hann hefur verið starfs
maður skreiðar-samlagsins nærri
J>ví frá stofnun þess. Hefur hann
farið á þess vegum suður til
markaðslandanna í Afríku og
einnig til Ítalíu, Hefur hann öðl
«zt mikla reynslu í starfi.
Á þessum sama fundi skipti
•tjórn samlagsins með sér störf
um og er Ingvar Vilhjálmsson
stjórnarformaður, Jón Gíslason,
Hafnarfirði varaformaður og Ó1
•fur H. Jónsson ritari.
Menn og kindur
björguðust upp
í Þerney
SL. LAUGARDAG fóru þrír
menn frá Korpúlfstöðum á vél-
bát út í Þerney til að sækja
sauðfé. Á leiðinni heim bilaði
vélin í bátnum, og rak hann
stjórnlaust undan straumi og
vindi, en svo vel vildi til að
hann bar aftur að eyjunni.
Komst fólkið með kindurnar í
land, en báturinn sökk.
Klukkan mun hafa verið um
4,30 er það gerðist. Söfnuðu
mennirnir rekatimbri og tendr-
uðu bál, enda var benzínbrúsi
við hendina. Heimamenn á
Korpúlfstöðum komu brátt auga
á neyðarbálið. Var hringt til
Slysavarnafélagsins, sem sendi
Gísla J. Johnsen á vettvang.
Tókst björgunin vel þrátt fyrir
erfiðar aðstæður og voru skip-
brotsmenn komnir heim kl. 2,30
um nóttina. Varð þeim ekki
n.eint af volkinu.
Gömul hús verði fjar-
lœgð eða fœrð til
BÆJARRÁÐI Reykjavíkur hef-
ur borizt bréf frá allmörgum
húseigendum og forsvarsmönn-
um fyrirtækja við Hverfisgötu,
þar sem bent er á nauðsyn þess
að gera götuna fegurri og breið-
ari og hæfari umferðaræð, með
því að færa til nokkur hús, sem
skaga fram í hana.
í bréfinu segir m. a.:
„Hverfisgatan er ein af elztu
götum í bænum. Hún er ein af
lengstu götum bæjarins. Hún er
ein breiðasta gata í gamla bæn-
um og þráðbein. Hún er vel
staðsett fyrir umferð, enda ein
mesta umferðargata bæjarins,
sem ein af aðalbrautum út úr
bænum.
Allir framangreindir kostir
eru óumdeilanlegir. En ókostur-
inn við þessa götu er sá, að út
í hana standa nokkur gömul
timburhús, sem í öllum tilfell-
um kostaði tiltölulega ekki mik-
ið fé að fjarlægja eða færa. En
til þess að gatan geti gegnt sínu
hlutverki sem ein aðalgatan í
miðbænum, og sem prýði í
skipulagi bæjarins, sem hún
hefur öll skilyrði til, þá þarf að
ganga í að gera þetta.
Við viljum benda á, að þetta
mætti gjörast á fleiri árum,
þannig, að áætlað væri, að tvö
hús væru flutt á ári, til dæmis.
Þannig næði gatan sinni réttu
mynd á þremur til fjórum árum,
og það mundi ekki verða um
stóran útgjaldalið að ræða, og
þá sérstaklega með tilliti' til
þeirrar miklu þýðingar sem gat-
an hefur sem umferðar- og
verzlunargata í miðbænum".
AKRANESI, 9. des. — Jólatré
hefur nú verið reist fyrir fram
an sjúkrahúsið í bænum. Er það
rúmir 8 metrar á hæð og mjög
fagurlimað.
Einnig er búið að setja upp
jólastjörnuna og blikar húr. nú
yfir öðrum sementsgeyminum.
—Oddur.
Eldey, stærsti b'átur
í flota Keflvíkiríga
KEFLAVÍK, 11. des.: — í dag ,
kom til Keflavíkur m.b. Eldey,
sem er stærsti bátur sem enn
hefur bætzt í flota Keflvíkinga.
Eldey er stálbátur 150 tonn að
stærð með 300 hestafla Wick-
mann-dieselvél, og er ganghraði
að jafnaði 10 mílur. Á heimsigl-
ingu reyndist báturinn mjög vel
í alla staði.
Eldey er búin öllum nýjustu
og fullkomnustu tækjum til sigl
inga og fiskileitar. í bátnum eru
2 síldar-asdick, annað sjálfvirkt,
sem leitar í 200 faðma hring,
einnig er Decka Radar og Gyró-
kompás og er hægt að stilla hann
inn á sjálfstýringu, Meðal siglinga
tækja er japönsk ljósmiðunar-
stöð og reyndist hún sérlega ná-
kvæm á heimleiðinni. Nýmæli er
það að við bómur er véldrifin
hreyfing, sem er mjög þægileg
við síldarháfun og svo alla aðra
fermingu og affermingu. Skipið
er búið kraftblökk og á báta-
! dekki er hjálparbátur við síld-
veiðar.
íbúðir skipverja eru allar með
miklum glæsibrag og frágangur á
smíði og útbúnaði mjög vandað-
ur.
Eldey er smíðuð i Bolsönes
Verft í Molde í Noregi. Skipa-
smíðastöðin er mjög stór og við-
urkennd af norska úthafsskipa-
smíða eftirlitinu. Þetta er annað
skipið, sem þessi stöð byggir fyr-
ir íslendinga. Þessi stöð er nú að
byggja 5 báta fyrir Svía af 170
tonna stærð.
Fyrirkomulagi innanborðs 4
hinu nýja skipi hafa að mestu
ráðið þeir Finnur, Gíslason og
Jóhannes G. Jóhannesson, skip-
stjóri. Eigendur bátsins eru hluta
félagið Eldey, og er framkvæmda
stjóri þess Sigurjón Helgason.
Báturinn mun nú búast á rek-
net, ef veiðiútlit balnar, en
annars fer hann á línu.
— Fréttaritari.