Morgunblaðið - 15.12.1960, Side 5

Morgunblaðið - 15.12.1960, Side 5
Fimmtudagur 15. des. 1960 MORGUMÍ14Ð1Ð 5 Tínan Einskonar jólabazar á Víðimelnum. í tínunni eru allar vörurnar um og innan við 25.00. Til dæmis: Leikföng, treflar, sokkar, peysur, nærföt, armbönd, festar og allskonar smávörur. Allir vestur á Víðimel 63. Nærfataverksmiðjan LILLA h.f. Smásalan — Víðimel 63 jr'' ^ 0 fsvarsgreiðendur í Kópavogi Athygli er vakin á því að skv. útsvarslögum skulu útsvör þessa árs dregin frá hreinum tekjum við nið- urjöfnun næsta ár, ef þau hafa verið greidd að fullu fyrir áramót. Varðandi þá heimild sveitarstjórna að leyfa kaup- greiðendum að skipta útsvarsgreiðslum starfsmanna sinna þannig, að síðasta greiðslan falli 1. febrúar á næsta ári eftir gjaldár og sé útsvarið þó frádráttar- bært, er athygli þeirra, er hlut eiga að máli, vakin á því, að þetta gildir því aðeins að ekki hafi fallið niður greiðsla á neinum þeirra gjalddaga, sem lög- ákveðnir eru. Skorað er á menn að koma á bæjarskrifstofuna og athuga sérstaklega hvernig útsvarsskuldir þeirra standa, þar serrt mikið er í húfi fyrir þá, ef þeir missa réttinn til að láta draga útsvarið frá við niðurjöfn- un næsta ár. Bæjarstjórinn í Kópavogi Til jólagjofa d börnin ULLARPEYSUR í 6 litum. Verð frá kr. 130.— PRJÓNAFÖT í 4 litum. Verð frá kr. 171.— GAMMOSÍUBUXUR rauðar og bláar Verð kr. 78,— NÁTTFÖT frá 1—6 ára Mikið úrval af vettlingum, leistum o. m. fl. Komið og gerið jólainnkaupin hjá Asu Skólavörðustíg 17 — Sími 15188 Skrifstofu og verzlnnarhúsnæði óskost Höfum m. a. kaupendur að verzlunar- og skrifstofu- húsnæði við miðbæinn. — Mikil útborgun. EINAR SIGURÐSSON, hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767 Nýjung! Nýjung! A.TOUS-SAINT ★ — Er það ekki dæmalaust hvernig ólánið eltir mig. — Hvað er að? — Sú dóttir mín, sem spilar á píanó er orðin hás, en sú sem syngur er með fingurmein. ★ Roskin kona leit mjög hlýlega til karlmanns, sem var á svip- uðum aldri og hún og stóð upp fyrir henni í strætisvagni., — Hvers vegna eruð þér svona vingjarnlegir í minn garð? spurði hún brosandi. Ekki er nú pilturlnn pappírsrikur, þó prestur eigi aS heita. ÓbirgSarmaður mun enginn slíkur; ekki má þvi neita. Hvar finnst annar honum likur, hver sem fer aS leita? (Jón prestur Egilsson). — hað er vegna þess, svaraði maðurinn, að ég á móður, konu og dóttur. ★ Okurkarl frammi fyrir dómar- anum. „Hef ég séð yður áður?“,spurði dómarinn. „Það getur vel verið“, svaraði okurkarlinn, „það eru svo margir sem skulda mér, að ég man ekki eftir þeim öllum“. Læknar fjarveiandi (Staðgenglar i svigum) Arinbjörn Kolbeinsson til 19. des. (Bjarni Konráðsson). Erlingur Þorsteinsson til áramóta — (Guðmundur Eyjólfsson, Túng. 5). Bergsveinn Ólafsson, 8. des. ca. 2 vikur. (Pétur Traustason, augnlæknir og Þórður Þórðarson, heimilislæknir). Ezra Pétursson til 17. des. (Halldór Arinbjarnar). Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Gróðrastöðin við Miklatorg. — Símar 22822 og 19775 Munið jólasöfnun Mæðrastyrksnefnd ar. — SKREYTINGAR JÖLATRESSALAN BYRJUÐ H.f. Eimskipafélag íslands. Brúar- foss, Goðafoss og Tungufoss eru á leið ! til Rvíkur. Dettifoss er á leið til Rost- ock. Fjallfoss er á leið tií Ábo. Gull- foss er í Rvík. Lagarfoss er á leið til Hamborgar. Reykjafoss er á Isafirði. Selfoss er á leið til New York. Trölla- foss er á leið til Esbjerg. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla • fer | frá Rvík á hádegi í dag austur um til í Akureyrar. Esja er í Rvík. Herjólfur i fer frá Vestmannaeyjum kl. 22 í kvöld | til Rvíkur. Þyrill er á leið til Rotter- | dam. Skjaldbreið fer frá Akureyri í j dag á vesturleið. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Baldur fer I frá Rvík í dag til Sands, Gilsfjarðar | og Hvammsfjarðar. H.f. Jöklar. — Vatnajökull kemur I til Vestmannaeyja í dag frá Rotter- dam. Langjökull er í Riga. Fer þaðan | til Kotka, Leningrad og Gautaborgar. ( Hafskip hf.: — Laxá lestar á Faxa- j flóahöfnum. Eimskipafélag Reykjavíkur h. f.: Katla er á leið til Danmerkur. Askja er á leið til Islands. Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er á Raufarhöfn. Arnarfell er á leið til Hull. Jökulfell er á leið til Horna- fjarðar. Dísarfell er á leið til Reykja- víkur. Litlafell er í Faxaflóa. Helga- fell er á leið til Riga. Hamrafell er á leið til Batumi. Flugfélag íslanðs hf.: — Hrímfaxl er væntanlegur til Reykjavíkur kl. 16:20 í dag frá Khöfn og Glasgow. Fer til Glasgow og Khafnar kl. 8:30 í fyrramálið. Innanlandsflugið: I dag til Akur- eyrar, Egilsstaða, Kópaskers, Patreks- fjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafn- ar. A morgun til Akureyrar, Fagur- hólsmýrar, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmanna- eyja. Mynd þessi var tekin af Fabiolu í kveðjusamstæti er henni var haldið í Madrid, áður en hún lagði af stað til Belgíu. Baldvin konungur fagnar unnustu sinni á flugvellin- um í Briissel. burðunum í sögu Belga á síð ari árum. Christian Herter, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, flutti brúðhjónunum beztu árnaðaróskir frá Ameríku. Áður en hann flaug til París- ar til þess að sitja fund At- lantshafsbandalagsins, var hann sæmdur æðsta heiðurs- merki Belgíu, stórkrossi Leo- polds-orðunnar. William Burden, ambassa- dor mun sitja brúðkaupið fyrir hönd Eisenhowers for- seta. Forseti íslands var boðinn til brúðkaupsins, en hann fól Agnari Kl. Jónssyni, sendi- herra íslands í Frakklandi og Belgíu, að vera viðstaddur brúðkaupið i sinn stað. BALDVIN, Belgiukonungur og unnnsta hans, hin spánska aðalmasnsdóttir Fabiola de Mona yAragon, munu i dag ganga í heilagt hjónaband í Briissel. Fabiola verðtír fimmta drottning Belgiu frá því að ríkið var stofnað fyrir 130 árum. I Brússel hefur verið mikið um dýrðir undanfarna daga, borgin hefur verið skemmti- lega skreytt í tilefni af brúð- kaupinu og þaðan hefur streymt stórmenni hvaðan- æva úr heiminum. Meðal þeirra eru Margrét, Englands prinsessa og eiginmaður henn- ar Anthony-Armstrong-Jones, Axel prins af Danmörku, sem verður fulltrúi dönsku kon- ungshjónanna, Ólafur Noregs konunugur og Astrid prins- essa, Júlíana Hollandsdrottn- ing, og allir hinir tignu ætt- ingjar Fabiolu frá Spáni. Einnig 45 prinsar og prinsess- ur, og stjórnmálamenn og sendiherrar frá 67 þjóðum. Á mánudagskvöldið var lialdinn mikill dansleikur í hinum hvít og gylltmálaða há- sætissal í konungshöllinni. Þegar síðustu gestimir fóru var komið fram í dögun og hvítar snjóflygsur féllu hægt á hina gljáfægðu farkosti þeirra. í gærkvöldi hélt svo ríkisstjórn Belgíu mikla veizlu til heiðurs konungi sín um og verðandi drottningu. Þar voru saman komnir til kvöldverðar ailir hinir tignu gestir, rúmlega 300 talsins, sem verða viðstaddir brúð- kaupið í dag. Er kvöldverði var lokið hófst dansleikur og til hans var boðið rúmlega 2000 gestum. f þeirri veizlu sá Baldvin unnustu sína í síð asta sinn, áður en hann mætir henni við altarið í dag. Al- menningur í Belgíu er yfir- leitt mjög ánægður með hina tilvonandi drottningu sína og fagnar brúðkaupinu ákaft, enda er það eitt af stórvið-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.