Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBTIÐIÐ Fimmtudagur 30. marz 1961 Símamynd til íslands! — Það er útilokað sagði hann er hlátri hans linntL Atli Steinarsson „Dæmalaus frekja hárfín kurteisi" Áður en ég íór hafði okkur I dottið í hug símamynd. Og frá | Landssímans hálfu var allt sagt góðu lagi. Það var við hinn I endann — sem sagt mannahöfn — sem stóð. í Kaup- baráttan eru boðorð blaðamannsins ELLEFU ÁRA starf við blaða- mennsku hefur kennt manni að bezt er að hlýða þegar rit- stjórarnir fá einhverjar flugur f kollinn. Mennirnir sem eiga að ráða, verða að fá að ráða. Og á dögunum kom ein fyrirskip- unin. — „Skrifið þið nú gott páskablað. Skrifið þið nú eina grein hvert ykkar um einhvert persónulegt atvik bundið blaða- mennskuferli ykkar“. Þetta var óumflýjanleg dag- skipan. -K Það var svo sem af nógu að taka, hversu merkilegt lesend- um finnst það svo. Minningar eru alltaf persónulegar og ekki víst að minningar eins blaða- manns falli lesendum í geð. En það eru hins vegar verstu laun, sem blaðamaður getur fengið fyrir grein sína, að lesendum geðjast ekki að henni. Það er sem sagt mótvægi í þessu — eða jafnvægi, „eins og í byggð land.sins". Það mætti t- d. skrifa heila grein og skemmtilega um samstarfsfólkið. Hvort ekki sendisveinninn, sem missti hand- ritið að ritstjórnargreininni í Tjörnina verður minnisstæður? Já, ritstjórinn hafði skrifað „leið- arann“ sinn heima og sendill- inn kom að sækja greinina. A leiðinni í prentsmiðjuna fór hann fram hjá Tjöminni. Það var rok, eða hált, eða einhver önnur ástæða fyrir því að jafn- vægi hans á hjólinu fór úr skorðum — og blöðin fuku út á Tjörn. Sendlinum féllust hendur — en aðeins í bili. Hann hjólaði síðan heim til ritstjórans og sagði sína sögu. Hefur búist við að ekki væri mikill vandi að skrifa annan „leiðara“. — í Tjörnina! æpti ritstjór- inn. — Þú verður bara að ná í blöðin, vinur minn. . . Sendillinn var mikið hörku- tól. Þetta hafði honum bara ekki dottið í hug. Hann hjól- aði aftur að Tjörninni, óð út í og sótti „leiðarann". Og þessi sjóhrakti leiðari kom í blaðinu „heill ár húfi“ og ekkert hafði skolazt til. Varð ekki einu sinni línubrengl, en blautur var send- illinn. Og þessi sami sendill var send ur með próförk til einhvers ráð- herra í stjórnarráðinu. Það var vetur, myrkur og kalt úti. Send- illinn gerði sér lítið fyrir og kíkti á glugga ráðherrans áður en hann ómakaði sig inn í húsið. Hugsaði með sér að hann væri ekki að tefja sig á því að fara inn, ef ráðherrann væri ekki við. En ráðherranum mun hafa brugðið óþyrmilega við þessa óvæntu heimókn á gluggana hans. Og sendillinn „þurfti" aldrei að fara í „ráðherraheim- sókn“ aftur. Svo mætti lengi telja. * En það eru þó aðrir og alvar- Jegr-i atburðir sem munast bezt. Atburðir sem kannski verða sögulegir — og jafnvel frægir. Og að einum slíkum ætla ég að leiða hugann, því mikið sálar- ðg hugarstríð háði ég í sam- bandi við hann. Miðvikudaginn 19. ágúst var svohljóðandi klausa á forsíðu Morgunblaðsins. Fylgdi hún tveimur 4 dálka myndum sem þöktu meginhluta forsíðunnar: „í gær var tekið á móti tveim ur ljósmyndum á símstöðinni hér í Reykjavík, sem sendar voru með loftskeytum frá Kaup- mannahöfn, og er það í fyrsta skipti, sem slíkum myndum er veitt móttaka hér á landi. Héð- an hafa hins vegar verið send- ar fréttamyndir með loftskeyta- tækjum og var það gert í fyrsta skipti er sænsku konungshjónin voru stödd hér á landi. Landsímastöðin fékk vandað móttökutæki í vor til að taka á móti myndum símleiðis, en tæk- ið sem fyrir var og stöðin hafði að láni, gat aðeins sent mynd- ir, en ekki tekið við þeim. Loftskeytasamband var ekki verulega gott fram eftir kvöldi í gær og það var ekki fyrr en laust fyrir miðnætti í nótt að góð mynd kom í móttakarann, eftir langt og strangt strit þeirra, sem að móttökunni unnu“. — ★ Ég hafði verið sendur til Kaupmannahafnar og síðan var för heitið til Ósló. Hlutverkið var að segja frá leikum knatt- spyrnulandsliðsins i undan- keppni Olympíuleikanna. Sam- tímis höfðu fréttamenn útvarps- ins, Alþýðublaðsins og Tímans verið sendir. Samkeppnin var því fyrirsjáanlega hörð. En samkeppnin er aðall blaða mennskunnar og kannski það sem framar öðru gerir hana táúgáæsandí ög spennandi. :-k Daginn fyrir leikinn fékk ég í lið með mér góðan vin minn, íþróttaritstjóra Berlingske Tid- ende. Hann vísaði mér á mynda stofu eina og sagði hana geta bjargað málinu — ef nokkur gæti það. Hann kom líka á fundi minum við yfirmann myndastof- unnar. Ég gekk hálf hikandi en þó ákveðinn og staðráðinn í að gera mitt bezta inn á skrifstofu hans. Hinu megin við skrifborð sat stórvaxinn maður, sköllóttur, en með yfirskegg. Hann var mjög feitlaginn, svo að yfir armana á stól hans flóði á alla vegu. Hann var jakkalaus, Því heitt var úti og svitinn bogaði af enni hans. Hann þerraði enni sitt af og til. Við kyntum okkur, og hann afsakaði að hann var með hendi í fatla. Hann hafði orðið fyrir slysi .... og það tókst svona slysalega til .... Ég hafði eng- an áhuga á þessari sögu hans. — Ég ætlaði að fá yður til að annast um sendingu á einni eða tveim símamyndum til íslands. Ég sá augu mannsins stækka og stara á mig og svo færðist undrunarsvipur á hans sveitta andlit. Síðan rak hann upp ólýsanleg- an hlátur. Ég var felmtri slegíhn og hugs- aðj andartak. Af hverju er mað ur að taka að sér svona ferðir og svo bregzt allt sem maður ætlar að gera. ætlar að gera. Það rann upp fyrir mér íslenzkutimi frá skólaárun- um, er rætt var um blöð og blaðamennsku og kennari minn Vilhjálmur Þ. Gíslason, sagði aS beztur blaðamaður væri sá er gæti bezt sameinað hárfína kurteisi og dæmalausa frekju. Ég hafði aldrei gleymt þessari lýsingu á blaðamanni. „________^ Ég herti upp hugann. — Til íslands, endurtók mað- urinn. Það er hægt að fá myndb imar hér, og það er hægt að setja þær í senditækið á stöð- inni. En þær komast aldrei til íslands, því það hefur aldrei ver ið send þangað símamynd og það er ekki hægt að taka á móti símamynd þar. Þetta er því úti- lokað. Ég tók að ræða um ágæti Landsímans. Sagði m. a. að einn af helztu yfirmönnum, hans hefði sagt, að þeir hefðu fullkomið móttökutæki og þetta væri leikur. Ég bætti því við, að þarna væri um sögulegan at- burð að ræða og það væri gam an fyrir myndastofuna alveg eins og Morgunblaðið að eiga hlut að þessari tilraun. Og viti menn. Mér hafði tekizt að vekja örlitinn áhuga hjá þessu kjötfjalli, sem með hlátri og furðu hafði komið mér úr jafn- vægi áður. Nafn yfirmannsins hjá Lands- síma íslands og orð hans höfðu ekki mikið að segja. Þó hann. hringdi á símastöðina og sagði nafn hans, hafði það ekki frekara gildi þar en nafn einhvers sendi- sveins hjá Landssíma íslands. En þeir á símastöðinni ætluðu að gera fyrisspurn til íslands. At'huga hvort ég væri að fara með eintóman uppspuna. — Þér skulið koma aftur eftir fjóra tíma, sagði maðurinn meS fatlann. Ég skal þá hafa allar upplýsingar. En ég hef enga trú á að þetta takist. ~K Það var ég sem þerraði svita af enni mínu er ég kom út á ganginn. Og næstu fjórir tímar voru eins og heil eilífð. Ég var mættur 5 eða 10 mínút um fyrr en umtalað var, en fékk strax inngöngu. — Jú þeir hafa mótttökutæki og það verður allt reynt til a<5 senda tvær símamyndir. Þér skulið koma og velja þær strax eftir lei'kinn. Ég bað um, að ef dráttur yrði á komu minni, þá sendu þeir Framh. á bls. 21. ., Lslenz^USinur^ Fyrsta símsenda myndin sem til íslands kom. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.