Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. marz 1961
MORGVNBLAÐ1Ð
3
r það
semd á
SÍMINN hringdi ákaft rétt
við eyrað á mér. Ég hrökk
upp úr værum blundi, greip
heyrnartólið og hváði í sím-
ann. „Buon giorno, signor“,
sagði ókunn kvenmanns-
rödd. Ég var nokkra stund
að átta mig, en svo kom það.
Ég var staddur í Hotel Cava-
lieri í Mílanó, gestur ítölsku
stjórnarinnar. Hálfsmánaðar-
ferðalagi um norðurhéruð
ítalíu var senn lokið.
j Ég gekk út að glugganum
og horfði á haustið. Klukkan
var átta á föstudagsmorgni.
Þokan grúfði yfir.
Ég fletti upp í ferðaáætlun-
inni, sem mér hafði verið af-
ihent við komuna til Rómar
nokkrum dögum áður. í dag átti
ég að svipast um í Mílanó, skoða
saumavélaverksmiðju í Pavía
o. fl. Bílstjórinn var væntanleg-
ur kl. 9, svo ekki var til setunnar
boðið. Ég hafði hitt hann kvöld-
ið áður. Hann hafði þá tekið á
móti mér á járnbrautarstöðinni,
er ég kom til Milano frá Bolz-
eno. Hann er maður á fimmtugs-
eldri, fjögurra barna faðir og
iifir á því að aka ferðamönnum
é vegum ferðaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins, C. I. T.
Við urðum fljótlega mestu
snátar og sögðum hvor öðrum
eevisögur okkar. Hann heitir
iParla Ugo og er heimspekingur.
k
HEIÐINGI
Þegar Parla kom að sækja mig
þennan haustmorgun, spurði
tiann hvað ég vildi helzt sjá áð-
ur en við héldum til Pavia. Því
Igat ég ekki svarað og spurði
Ihann þá hvort ég væri ekki ka-
(þölskur. Nei, ég kvaðst einna
helzt teljast Lútherstrúar.
Það dofnaði yfir þessum nýja
vini mínura við tíðindin og
bann spurði hvort þetta væri al-
Igeng meinsemd á íslandi. En úr
því ég væri heiðinn, þýddi víst
ekki að sýna mér kirkjur borg-
arinnar. Hvernig væri að
skreppa og skoða listaverk Leon-
ardos da Vincis, síðustu kvöld-
máltíðina?
Jú, til var ég!
Á leiðinni til Sta. Maria delle
•Grazie klaustursins ókum við
framhjá tveim stúlkum, sem virt
ust í vandræðum og voru að tala
við lögregluþjón, Parla benti ó
(þær og ságði: Ámerískar. í>ær
eru að fara að skoða Leonardo
eins og við.
Síðar kom 1 ljós að hann hafði
é réttu að standa, því þegar við
vorum að fara frá klaustrinu
Ikomu stúlkurnar og töluðu hátt
saman á Suðurríkja bandarísku.
Parla sagði að vandratað væri til
klaustursins, en mikill ferða-
mannastraumur þangað.
Því þá ekki að setja upp leið-
beiningaskilti með áletruninni
síðásta kvöldmáltíð Leonardos
»g örvum, sem vísuðu leiðina,
Epurði ég. Það væri ágætt, svar-
»ði Parla, en það gæti orðið til
fþess að þangað villtust Amerík-
enar í leit að matsölustað.
Hann hafði enga ofsatrú á
taenningunni fyrir Vestan.
LISTAVERK
Það er undarleg tilfinning sem
• (grípur mann er þetta þekkta
taálverk Leonardos birtist manni
Ekyndilega í hálfrökkrinu í mat-
sal klaustursins. Listaverk, sem
'eimmga'i-
f—urin-4
föið þcp meS
beztvjm
kjöpum hjd /
Sigurþórjónsson &Go.
HAFNARSTR.
Bjöm Thors:
algeng mein-
íslandi
tók meistarann um fjögur ár að
vinna um það leyti sem allur
heimurinn stóð á öndinni út af
Ameríkufundi Kólumbusar.
Málverkið er stærra en ég
hafði ímyndað mér og nær yfir
þveran gafl matsalarins. Það er
eins og það sé framhald salar-
ins, svo mikil dýpt er í því.
Svipbrigðin á postulunum þegar
Jesú segir þeim að einn þeirra
muni svíkja hann lýsa glöggt
hug þeirra og tilfinningum.
Ég rankaði við mér þegar
Parla hnippti í mig. Hann
teymdi mig fram og aftur um
salinn til að sýna mér fullkomn-
uif listaverksins. Postularnir 1
fjórum hópum, þrír í 'hverjum,
hver hópur samstæð' heild, sem
byggir upp heildarmyndina.
Sama hvaðan maður lítur mál-
'verkið, allsstaðar þéssi mikla
dýpt, allar línur eins og í beinu
framhaldi af matsalnum.
Ég ætlaði ekki að geta slitið
mig burtu, en átti eftir 40 kíló-
metra akstur í þokunni til Pavía
metinn sérfræðingur og fyrir
hverja heimsókn fær hann rif-
leg árslaun verkamanns. En fyr-
ir bragðið má líka „sjúklingur-
inn“ hringja til hans á virkum
dögum og spyrja hvenær hún
eigi að taka pillurnar sínar. Oft-
ast hringir hún um miðja nótt.
Kerlingarhróið er aðeins 58 ára
en lifir eingöngu fyrir veikindi
sín. Hálftíma á dag fer hún í
ökuferð sér til heilsubótar og
notar til þess leigubifreið, sem
annars má hvorki víkja frá hús-
inu á nóttu né degi. Hún fór á
alþjóða bílasýningu í Torino og
'keypti sér þar þrjá „lúxus“ bíla.
En henni hefur ekki tekizt að
finna bílstjóra sem hún treystir
til að aka þeim. Þessvegna greið-
ir hún 12.000 lírur á dag fyrir
leigubílinn, en lætur sína þrjá
hvílast í bifreiðageymslu. Já,
það eru hinir ríku sem ötulast
'vinna fyrir kommúnismann. Og
Parla hristi höfuðið með van-
þóknun.
FERÐAÁÆTLUNIN RÆÐUR
Þokunni var tekið að létta er
við ókum að Necchi verksmiðj-
unum í útjaðri Pavia. Ég hafði
sannast að segja takmarkaðann
áhuga á förinni þangað, því ég
'hef aldrei saumavélasérfræðing-
ur verið. En ferðaáætlunin sagði
Necchi og eftir henni bar mér að
upptekinn með einhverri sendi-
nefnd frá Afríku, eða var það
Suður-Ameríku? Ég kvaðst fylli
■lega sætta mig við leiðsögn
Eaustos og varð það að sam-
komulagi.
ÉG ÞEKKI EKKI SINGER
Við sátum þarna nokkra stund
og röbbuðum um saumavélar,
eða réttara sagt, hann rabbaði
og ég hlustaði. Svo tók hann að
spyrja mig um saumavélar á ís-
landi og hverjir væru umboðs-
menn fyrir helztu tegundirnar.
'Ég vissi að sjálfsögðu að Harald-
ur í Fálkanum var umboðsmað-
ur Necchi og einnig þekkti ég
umboðsmann Elna vélanna, en
þegar ég sagðist ekki hafa hug-
og gekk því þögull út í Fiatinn.
Heimspekingurinn Parla Ugo
rauf þögnina hálftíma seinna.
— Hvað er framför í heimin-
um? Er það útvarp, sjónvarp,
eldflaugar til tunglsins eða
kjarnorkusþrengjur? Hvað varð-
ar mig um allt þetta ef börnin
mín svelta? Svo fór hann að
tala um kommúnisma og kapital-
isma og var eiginlega af hvor-
ugu hrifinn. Á Italíu, sagði hann,
er allt gert til að útbreiða komm
únismann. En það eru ekki
kommúnistar, sem bezt vinna
málstaðinum, heldur hinir ríku.
Svo sagði Parla mér sögu, máli
sínu til sönnunar:
LIFÐI FYRIR VEIKINDIN
Á sunnudögum ek ég alltaf
svissneskum lækni upp í fjalla-
þorp hér fyrir norðan. Þar býr
forrík kona, sem haldin er í-
myndunarveiki á hæsta stigi.
'Hjá henni búa fjórir heimilis-
læknar, en hún treystir þeim
ekki fyllilega. Á sunnudögum
fær hún því tvo lækna til við-
'bótar, annan frá Sviss, hinn frá
Torino. Sá svissneski er mikils-
A 24 sekúntna frestl
fára. Ég bjóst við að sjá þarna
myndarlega verksmiðju, því
meir að segja á íslandi er nafnið
Necchi vel þekkt, En ég átti álls
ekki von á því bákni, sem blasti
við er við ókum inn á land-
'svæði verksmiðjanna. Annars-
vegar voru nýleg fjögurra hæða
'hús, fyrir skrifstofur, teiknistof-
ur, rannsóknarstofur, skóla o. fl.
en hinsvegar verksmiðjuhúsin,
sem flest eru einnar hæðar. Ég
kornst að því seinna að land-
svæði Necchi er 195 þúsund fer-
metrar og að þegar er byggt á
120 þúsund fermetrum. En þeir
anna varla eftirspurn svo land-
svæðið er að verða þeim of
'þröngt.
Parla fór með mig inn í mót-
'tökusal skrifstofunnar og kynnti
mig. Fljótlega kom brosandi
ungur maður með útrétta hönd
og bauð mig velkomlhn. Hann
kvaðst heita Fausto Gattinoni og
gat ég ekkert að því gert. Mað-
urinn var mjög vingjarnlegur.
Svo var mér boðið inn í skrif-
stofuherbergi. Þar bað FaUsto
afsökunar á því að sá sem átti að
taka á móti mér væri þvi miður
mynd um hver væri umboðs-
maður fyrir Singer, færðist
ánægjubros yfir andlit Faustos.
Hefur hann sennilega dregið þá
ályktun að hann þyrfti ef til vill
ekki að óttast samkeppni frá
þeirri tegund, úr því ég þekkti
ebki einu sinni umboðsmanninn.
Ég sem var kominn alla leið til
Italíu til að skoða saumavélar.
Ekki þorði ég fyrir mitt litla líf
að viðurkenna að konan mín
ætti nokkurra ára gamla Elna
vél, sem henni lí'kaði bara vel
við. En ég hét því að „næst“
yrði hún að fá Necchi.
Fausto Gattinoni" er réttur
maður á réttum stað. Frá honum
fer áreiðanlega enginn öðruvísi
en sannfærður um að ekki sé til
nema ein tegund saumavéla í
heiminum, þ. e. Necchi. Hann fór
um það mörgum orðum hve all-t
starfsfólkið væri ánægt, en
þarna vinna 4500 manns. Þetta
væri eins og ein stór, samrýmd
fjölskylda. Félagslíf mikið. Sam-
eiginlegar skíðaferðir, leikhús-
ferðir og bíó, íþróttir og sam-
komur. Allt mjög ódýrt. Launin
góð og fríðindi mikil.
A FÆRIBÖNÐUM
Að rabbi loknu hringdi Fausto
í verkfræðing til að fylgja okk-
ur um verksmiðjumar. Það tók
okkur þrjá tima að sjá það
helzta og var þó hvergi slórað.
Þarna var sannarlega margt aS
sjá. Aðalframleiðslan er að sjálf
sögðu saumavélar og fylgdist ég
með því hvernig þær verða til,
allt frá málmsteypu til aí-
greiðslunnar þar sem vélarnar
koma gljáfægðar á færibandi.
Fausto sagði afköstin vera eina
vél á 24 sekúndna fresti. Ég á-
kvað að sannprófa þetta og taka
tímann. Jú, reyndar, fimm vélair
á tveim mínútum.
Allsstaðar voru færibönd, eng
inn þurfti að færa sig úr sæti
né teygja. Stanzlaus straumur
saumavéla fram í afgreiðsluna
og þaðan til 10.000 umboðs-
manna um allan heim.
SKEMMTILEGT LEIKFANG
Við höfðum arkað um verk-
smiðjuna og séð hvernig rúm-
lega 300 mismunandi vélahlutar
eru smíðaðir, hverfa burt á færi-
böndum og koma aftur hver á
sinn stað í samsetningardeildinni
og á réttum tíma. Hvergi töf, allt
gengur eins og klukka. En nú
var eftir að skoða sýningardeild-
ina, þar sem allar stærðir og
gerðir Necchivéla eru til sýnis og
væntanlegum kaupendum kennt
að vinna með þeim. Þar tó(k á
móti okkur sýningarstúlka, gekk
með okkur milli saumavélanna
og sýndi okkur þær. — Þarna
var sérstaklega ein heimilisvél,
sem mér varð staldrað við. Þetta
var furðuvél, sem lék ótrúleg-
ustu listir. Inni í henni var sjálf-
virkt stýri, sem stjórnaði spor-
inu. Ekki veit ég nöfnin á þessum
listasporum saumavélarinnar, en
hitt er víst að þarna settist ég
og tók að sauma. Með tilsögn
ungfrúarinnar var ég fljótlega
farinn að bródera, stoppa, falda
og fleira og fleira. Var ég þarna
eins og smástrákur með nýtt
leikfang (þ. e. a. s. saumavél-
ina). En sulturinn var tekinn að
sverfa að og tók ég loks boði
Faustos um að skreppa í nær-
liggjandi veitingahús, og bragða
á nokkrum Ijúffengum ítölskum
réttum.
★
Heimleiðin til Milano gekk vel.
Ég kvaddi Parla Ugo heimspek-
ing hjá Hotel Cavalieri og lofaði
hann að sæfcja mig morguninn
eftir og sýna mér þá eitt af
undrum Milano, úthverfið Met-
hanopolis, en það er önnur saga.
B. Th.