Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. marz 1961 MORCVISBLAÐIÐ 7 Haraldur J. Hamar: Eftir fjögur bjórglös vissu allir allt um alla „VIÐ ætlum að biðja þig að fara til Grimsby í fyrramál- ið“, sagði ritstjórinn við mig síðla dags. „Við leggjum áherzlu á að þú reynir að senda okkur frétt strax ann- að kvöld, ef þú getur. — Heyrðu,' fari það bölvað. Við komumst ekki í bankann séðan af, en — en við send- um þér peninga strax á morgun. Þú verður að reyna að ráða fram úr þessu sjálf- ur“. ‘ Óvænt fyrirmæli — og ánægju leg. Við blaðamennirnir erum alltaf að bíða eftir því að eitt- hvað gerist, því stundum eru dag arnir fremur bragðdaufir á rit- stjórninni. Oft koma samt ein- Ihverjir heiðursmenn og hjálpa okkur að fylla blaðið. Fyrir vestan víla þeir t.d. ekki fyrir eér að kasta aurum sínum í klós ettið, þegar lítið er í fréttum — og við kunnum vel að meta alla slíka nýbreyttni. 1 En sem betur fer eru innlend- ir hugvitsmenn ekki einróðir á fréttasíðum dagblaðanna, því stundum rekur stórhveli á okk- ar fjörur — og þarna kom t.d. eitt — og það í stærra lagi. Þetta var fyrir nokkrum vik- um, daginn eftir að samkomu- iagið við Breta í landhelgismál- inu var lagt fyrir Alþingi. vanda og varð reyndin líka sú í þetta sinn. Það skemmtilega við blaða- mennskuna er, að óvæntir at- burðir eru alltaf að gerast — og þetta var önnur skyndiförin til fundar við Dennis Welch og fé- laga hans í Grimsby. Sl. vor fór ég með nokkurra stunda fyrir- vara, þegar brezku togarakarl- arnir höfðu í hótunum vegna landana Islendinga. Það var í fyrsta sinn sem ég kom til Grims by. Klukkan var þá 8 að morgni, er ég stóð á brautarpallinum á „Grimsby Town“ stöðinni — úr- vinda af þreytu eftir næturferða lag í lestinni. Flugvélinni hafði seinkað að heiman og við komum ekki til Glasgow fyrr en undir kvöld. Það var sunnudagur og allt lok- að, jafnvel bjórstofurnar, því Skotar eru guðhræddir menn. Ég var á báðum áttum um hvað ég ætti að gera. Ég gat farið í flug- vél til London, eða Manchester frá Glasgow, en þaðan yrði ég að fara með lest til Grimsby. Ég gat Hka tekið næturlestina beina leið. Að vísu var þetta hæg fara lest — og miðja vegu, í Don caster, yrði ég að skipta — og það varð úr, að í Doncaster sat ég á töskunni minni í klukku- tíma um nóttina og beið eftir lestinni til Grimsby. Sum ykkar hafa e.t.v. ferðast með járnbrautarlest að nætur- lagi í Bretlandi og vitið þá senni lega, að þær komast ekkert á- fram. Maður þorir aldrei að með ferðasögu kafbátsmanna sama daginn og kafbáturinn kæmi í höfn í Bretlandi. Þetta var fyrsta höfnin, sem Nautilus tók eftir heimskautsferðina og ritstjórar um allan hinn vestræna heim biðu með öndina í hálsin- um eftir sögunni. Gilmore var ásamt öðrum fréttamönnum niðri á hafnar- bakka, mig minnir að það hafi verið í Portsmouth. Allir voru í sömu hugleiðingum. En það var eins víst og tveir og tveir eru fjórir, að bandarískiu sjólið- arnir máttu ekkert segja fyrr en opinber heimild hefði verið gef- in af hálfu bandarískra stjórn- arvalda. Það var mikið um fagn aðarlæti, þegar kafbáturinn lagð ist upp að. Síðan gengu yfir- menn í land, fréttamenn gerðu atlögu, en enginn vildi segja neitt. — Gilmore vatt sér að ein- um borðalögðum og spurði, hvort einhver þessara kappa væri frá suðurríkjunum (í Bandaríkjun- um). Jú, maðurinn sagðist vera þaðan. Þú ert ekki frá Texas? eða hvað það nú annars var. Jú, hann var enmitt þaðan. Gilmore nefndi þá fæðingarbæ sinn. „Er einhver ykkar þaðan?“ Það hýrn aði yfir þeim borðalagða. Hann var einmitt frá þessum sama bæ. Þar með var björninn unninn — og Gilmore var eini fréttamað- urinn, sem kom með ferðasögu Nautilusar um kvöldið. Það er oft ekki nóg að pota sér áfram. Stundum verða menn að vera þrælheppnir í þokkabót. Brezku togarakarlarnir voru íarnir að ygla sig. 1 Enda þótt vald ritstjórans sé mikið þá hefur konan mín auð- vitað neitunarvald í stórmálum sem þessu. En formsins vegna var jálfsagt og eðlilegt að hringja og láta vita. * „Háhælaðir, támjóir, en hvaða Iit?“ Svona lagað skilst alltaf. „Brúna, einhverja sæta.“ 1 Ég er viss um að ekkert yfir- vald er jafnskjótt að afgreiða yegabréfsáritanir og konan mín. 1 Þá var víst ekkert annað eft- Ir en ganga úr skugga um að Ihægt yrði að fá flugfar morgun- inn eftir, því í peningamálunum varð að treysta á mína ágætu vini hjá Flugfélaginu í Glasgow. Þeir leysa alltaf hvers manns sofna af ótta við að fara fram hjá ákvörðunarstaðnum. Þess vegna var það, að ég var að „leka niður“, eins og þeir segja fyrir vestan, þegar ég komst á leiðarenda og átti erfitt dags- verk fyrir höndum. Ég hafði aldrei verið þarna áður, þekkti ekki lifandi sálu, en ég vissi, að á Morgunblaðinu var beðið eftir skeyti frá mér og þess vegna var ekki um annað að ræða en halda áfram. Mér dettur í hug saga, sem frægur bandarískur blaðamaður Ed Gilmore, sagði mér fyrir nokkrum árum. Hann var þá í Bretlandi og tók á móti kjarn- orkukafbátnum Nautilusi eftir frægðarförina yfir heimskautið. Gilmore hafði fyrirmæli frá fréttastofu sinni um að koma Og það var heppni út af fyrir sig, að Dennis Welch var mæl- andi allan tímann sem ég var í Grimsby það skiptið. Að vísu var hann alltaf stuttur í spuna, en sagði samt nægilega mikið. Ég var varaður við að heimsækja manninn. Einn sagði, „Dennis er alltaf brjálaður í skapinu. Þú ættir ekki að fara núna.“ Annar sagði: „Þú skalt ekki fara nema þú hafir sterkar taugar.“ — „Láttu hann eiga sig,“ sagði sá þriðji — „hann spýr eldi og brennisteini.“ Ég bjóst þess vegna ekki við allt of miklu, þegar ég stóð ut- an við skrifstofu hans í lágreistu gömlu húsi í hafnarhverfinu síð- degis næsta dag. Hann hafði hald ið fund með mönnum sínum um morguninn og það lá í loftinuj Með Dennis Welch í Grimsby. að eitthvað gerðist. Þeir, sem vel þekkja til segja að það sé Dennis sem ákveði stefnuna og sé aðeins formsatriði hjá hon- um að halda fund. Sjómennirnir trúa honum fyrir sínum mál- um og margir þeirra vilja verja þessum stutta tíma sem þeir eru í landi á bjórstofunni fremur en að sitja á fundum hjá Welch vit- andi fyrirfram, að þeir mundu rétta upp hendina og samþykkja tillögur foringjans. Welch hefur aldrei á sjó kom- ið, veit ekki hvað er suður og norður á áttavita, ef svo mætti segja. Hann er samt titlaður „Captain" og þess vegna halda margir samlandar hans, að þetta sé gömul aflakló, sævíkingur og hetja, sem fyndist hann enn vera á sjónum og alitaf væri að skamma hásetana sína. En sann- leikurinn er sá, að skiptjórarnir réðu hann til sín eins og hvern annan landkrabba til þess að hressa upp á félagsstarfsemina. Dennis hefur samt hvorki haldið hlutaveltu, bazar né efnt til happ drættis féiaginu til eflingar, en hann hefur rótazt eins og naut í flagi — og alla tíð verið í kosn ingabaráttu. Ég minnist þess, að eitt sinn í New York, er ég heimsótti Að- alstöðvar Sameinuðu þjóðanna, mætti ég Molotov, þáverandi ut anríkisráðherra Ráðstjórnarinn- ar, í dyrunum. Mér varð hálf- hverft við. Andartak horfðumst við í augu. Svo hélt hann á- fram og Jífverðirnir fylgdu fast á eftir. Ég stóð eins og þvara eins og hver annar ísfirðingur og horfði á eftir þessum stutta manni. Mér flaug í hug, að lítið yrði eftir af honum, ef félagar hans í Kreml tækju upp á því að stytta hann enn meira, þ.e.a. s. um höfuðið. Þetta hefur Krús- jeff sjálfsagt séð líka. —En það var þessi svipur Molotovs, sem stóð mér fyrir hugskotssjónum, lítil augu en eldhvöss, óútreikn- anleg. Þegar ég gekk inn í skrifstofu Dennis Welch í fyrsta sinn og mætti honum í dyrunum, var mér eitthvað svipað innanbrjósts Hann er lágvaxinn, hörkulegur, en hafði það fram yfir Molotov, að vera sjóaralegur. Augun svo- lítið hvikul, minntu á Þórarin Tímaritstjóra, því ógerningur var að átta sig á því hvað hann hugsaði. Hann horfði á mig drykklanga stund eftir að ég kynnti mig, alveg eins og ég hefði verið að biðja um inngöngu í félagið. Og ég hugsaði aðeins: Ef kauði rek ur mig út, ja, þá verður skeytið mitt þunnt í dag. Svo sagði hann: „Þú veizt, að við höfðum fjölmennan fund í morgun — og þar voru allir á einu máli.“ Jú, ég vissi það. „En hvað voru margir á fundinum?“ Welch varð hörkulegur: „Við gefum aldrei upp tölur fundar- manna. En þeir voru margir.“ „Yfir tuttugu?" Hann var reiður: „Þú veizt, að í Grimsby eru yfir þrjú hundruð skipstjórar.“ Svo bætti hann við „Og þeir vita hvað þeir vilja.“ Ég vissi líka hvað ég vildi og spurði því hvort við gætum ekki setzt niður í ró og næði. Hann bauð mér inn. Öskubakkinn hjá honum var fullur af sígarettustúfum. Hann hafði stórt segulbandstæki á borðinu hjá sér — og það var tengt símanum. Hann hafði líka bunka af símskeytum fyrir fram an sig. Hann benti á þau og sagði: „Þetta eru skeyti frá mín um mönnum — á sjónum. Þeir lýsa allir stuðningi við mina stefnu og stefnu fundarins í morgun.“ Hann ygldi sig og hélt áfram að tala um „sína menn“ og var dálítið taugaóstyrkur. Blaðamennirnir á Grimsby Evening Telegraph höfðu sagt mér, að sá gamli væri með maga sár og mætti ekki komast í geðs- hræringu. Gallinn væri sá, að hann væri alltaf í geðshræringu, annað hvort yfir því að fslend- ingar sýndu yfirgang eða vegna þess, að íslendingar sýndu ekki yfirgang. Hann var fremur rólegur, barði aldrei í borðið og svaraði kurteislega öllum spurningum. Hann sagðist ætla að halda ann an fund til þess að ganga endan- lega frá öllu, sýna íslendingun- um í eitt skipti fyrir öll, að brezk ir sjómenn væru engin lömb að leika sér við. — Þegar ég kvaddi og Welch gekk með mér til dyr- anna spurði ég hann hvort hann hyggði ekkert á íslandsferð. Hann hló háðslega, alveg eins og hann segði: Ég fer nú ekki út í opinn dauðann án þess að hugsa mig um tvisvar. En það var þessi fundur, sem Welch sagðist ætla að halda. Það var klukkan 10-11 að morgni og Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.