Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 23
( Fimmtudagur 30. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 Pinglieimur hlýðir með andakt á ömurlcga Iýsingu Jónasar Haralz sambandsins. Menn drepa nú tímann með því að glugga í þær: — Það er augljóst mál, segir þar á einum stað, — að lán- tökuskeiðið er runnið á enda. Þjóðin hefur síðustu árin lif- að á erlendum lánum, en nú er komið að skuldadögum. Það er tilkynnt að síðasti fulltrúinn sé nú mættur til fund ar á Alþýðusambandsþing. Hann er austan úr Rangárvallasýslu úr verkamannafélaginu Dímon og er kjörbréf .hans samþykkt. Gengið í salrnn Þá skiptir snögglega um og menn kippast til í sætunum og vakna upp af blundi. Tveir menn ganga í salinn heldur fasmiklir. Þeir rétt strjúkast við borðið mitt svo þingskjölin fjúka af því í all- ar áttir og skunda hröðum skref um upp að háborðinu. Hér eru þeir komnir forsætis- ráðherra íslands, Hermann Jónasson og efnahagsráðunautur ríkisstjórnarinnar Jónas Haralz. Það þekkja allir þessa menn í útliti, sérstaklega Hermann, sem hefur verið forustumaður í stjómmálum landsins um aldar- fjórðungs skeið. En þetta er í fyrsta skipti, sem hann sýnir 'Alþýðusambandinu þann heið- ur að láta sjá sig á fundi þess. Hannibal tekur á móti þeim og býður þeim að koma upp a pallinn og fá sér sæti við stjórnarborðið. Jónas Haralz fær orðið. Hann flytmr langa ræðu um það hvern ig ástandið sé í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það ríkir dauða- þögn í salnum. Það er eins og verið sé að kveða upp dauða- ’dóm og sakborningurinn er eng- inn annar en íslenzka þjóðin sjálf. Orð hagfræðingsins snerta menn vægðarlaus og ömurleg. Sumum finnst sem kalt vatn renni sér milli skinns og hör- unds. —Þjóðin hefur lifað um efni fram. Hún hefur dregið fram lífið með stórkostlegum erlend- um lánum. Þó voru erlendu lán tökurnar langmestar á þessu ári. Nú er svo komið að þjóðin rís ekki lengur undir afborgunum og vöxtum af þessum lánum. Mikill hluti gjaldeyristeknanna á næstu árum fer í að borga upp í lánin. Nú er svo komið að alþjóðabankinn neitar að lána eyri meira. Þjóðarskuldirn- ar orðnar miklu meiri en eðli- legt er talið. Verðbólgan vex stöðugt. Um þessi mánaðamót hækkar vístal- an um 17 stig. Það er þó aðeins upphafið af hörmungarástandi, sem kallast óðaverðbólga. Óðaverðbólga! Jónas lýsir hug takinu nokkrum orðum. Um mitt ár verður vísitalan komin upp í 250 stig. Um þar næstu áramót, guð má vita hvar. Kaup manna getur tvöfaldazt, þrefald azt á skömmum tíma, sífellt skiptast á víxlverkanir kaup- hækkana, verðhækkana og geng islækkana. Það verður eins og á kreppuárunum í Þýzkalandi. Peningaseðlarnir verða prentað- ir án afláts og menn verða að fara í búðir með ferðatöskur fullar af seðlum. Einn kaffi- bolli getur komið til með að kosta milljón krónur. Ef við ekki stöðvum verðbólg- una núna, segir hagfræðingur- inn, þá stígum við skrefið fram af brúninni. 17 vísitölustig Næst les Hannibal upp bréf sem honum hafði borizt frá Hermanni fyrr um daginn. Efni þess er að tilkynna að ríkisstjórnin beri fram frumvarp á Alþingi um að frestað verði frá 1. desember greiðslu hinna hættulegu 17 vísitölustiga. Bið- ur Hermann Alþýðusambandið að samþykkja þessa frestun. Hannibal les bréfið upp og frumvarpsgreinarnar sem þarna eru tilbúnar, — er ekki annað eftir en senda þær upp í Gútt- enberg og láta prenta þær sem stj órnarf rumvarp. Sjálfur lætur Hannibal enga skoðun í ljósi. En af látbragði hans virðist mega skilja, að hann biðji Hermanni vægðar. Úr svip hans virðist mega lesa, að hann biðji þingheim: — Æ, takið þið nú honum Hermanni mínum vel. Slíkt kemur heim við þann orðróm, að Hannibal og hans menn vilji fylgja Her- manni og skera vísitöluna niður, en það séu hinir svokölluðu Moskvukommar, sem Jiúlji sprengja allt í lcdft upp. Loks stígur föi§ætisráðhe#ra sjálfur í ræðustólinn, en flytur styttri ræðu en Jónas og áhrifa minni. Er nú auðheyrt, að hon- um finnst Jónas hafa lýst á- standinu nokkuð dökkt og að hann gefi vinstri-stjóminni held ur ófagran vitnisburð. — Það er of mikið sagt hjá Jónasi Haralz, segir Hermann, að við séum að hrapa fram af brúninni, — en ég held, að ef vísitölustigin 17 taka gildi, þá erum við að stíga spor, sem við getum ekki snúið til baka úr. — Og hann bætir við: — Það er alveg vonlaust, að ráða við efnahagsmálin nema vísitalan verði algerlega endur- skoðuð og víxlverkun hennar afnumin. Samt leggur hann áherzlu á það í ræðu sinni, að það sem ríkisstjómin æski sé aðeins frestur. Hann hefði í rauninni viljað leysa þessi mál öll í sam- ráði við þing Alþýðusambands- ins, segir hann, en þingið sé haldið svo seint og nærri þess- um örlagaríku mánaðamótum, að ekki sé hægt að leysa efna- hagsvandamálin hér. Minningar ræður Leikþættinum er lokið og tví- menningarnir, forsætisráðherra og efnahagsráðunautur ganga út, — en það er ekki blásið í neina lúðra. Þeir eru varla skroppn- ir út úr dyrunum, þegar 12 þing fulltrúar úr flokki kommúnista og jafnaðarmanna bera fram til- lögu um að synjað verði tilmæl- um forsætisráðherra. Nú er sýnt að hverju stefnir. Mikil og hávær ræðuhöld hefj- ast og standa yfir með stuttum hléum fram til klukkan 2 um nóttina. Hver ræðumaður tekur við af öðrum og flytur sína minningarræðu yfir vinstri- stjórninni. Og nú kveður við hjá flest- um: — Hún vár óhræsi hvort sem var. Menn rifja upp raunir sínar og vonbrigði og bregða upp myndum af samlyndi þriggja ótryggra sem sátu sam- an og geymdu hnífana uppi í erminni. Hvar voru kjarabæturnar sem var lofað? — Já, hvað varð um öll loforðin. Svo var að sjá, sem engin skepna hefði orðið minna harmdauða á íslandi en þessi ríkissstjóm. Það voru eiginlega aðeins tveir Framsóknarmenn sem mæltu henni bót á þessum síð- ustu stundum meðan hún hékk enn uppi rétt ódauð, Annar þeirra Stöðfirðingurihn, sem ég, (Ljósm.: Gestur Einarsson) hafði hitt frammi við símann. Nú mælti hann allt að því tár- fellandi: — Við eigum ekki að slá á útrétta hönd Hermanns Jónassonar. Ef við gerum það, þykir mér ekki ósennilegt að hann biðjist lausnar. Og annar flokksmaður hans, frá Stykkishólmi sagði undir lok in: — Ég vil nú skýra frá því, að Hermann Jónasson forsætis- ráðherra ■ hringdi fyrir stuttu til mín og sagði mér, að ef mála- leitun hans væri synjað, þá teldi hann það mjög alvarlegt van- traust á ríkisstjórnina. — Það er skoðun mín, sagði ræðumaður að lokum, að ríkis- stjórnin muni fara frá, ef við höfnum tilmælum forsætisráð- herra. Klukkan var farin að ganga þrjú um nóttina, þegar at- kvæðagreiðsla hófst. Tilmæli forsætisráðherra um frestun á vísitölustigunum 17 var íelld með 293 atkv. gegn 39, en 5 sátu hjá. Þar með hafði „ný verðbólgu- alda skollið yfir!!“ Nú reis þingheimur allur úr sætum og salurinn tæmdist á skömmu tíma. Menn voru orðn- ir svefnþurfi. Röddin úr djúpinu Borðin og stólarnir stóðu mannlausir í hálfrökkrinu. Fram í anddyrinu og kaffistofunum logaði á nokkrum perum, þar sem starfsfólkið var að taka til, ganga frá gluggum og læsa úti- dyrunum. Þá er sagt að halur einn hæru grár hafi stigið upp á sviðið og gengið til ræðustólsins, má- ske steg hann upp úr djúpinu við Gróttútanga, eða var hann aðeins rödd sem steig upp úr hafinu, hás og öskugrá eins og hvinur vindsins yfir Seltjamar- nesinu: — Við hröpum fram af brún- inni, við dönsum vom hruna- dans rígs og sundrungar. Við skipuleggjum hatrið og áróður- inn unz þjóðin ærist og landið sekkur. Við skipuleggjum verk- föllin, stöðvum atvinnulífið. — Aldrei skal vægt til um nokk- um hlut unz blóðug bylting brýst út og við hröpum. En hver sleikir blói NabótsT — Þ. Th. ^ _________________________ ___________ ____ _____________________________________ Hermann tekur tll máls: — Það er of mikið sagt hjá honum Jónasi Haralz, að við hröpum fram af brúninni, — en ef við stígum þetta spor, þá getum við ekki snúið til baka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.