Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVHBLAÐIÐ STARF blaðaljósmyndara á Is- landi er vart hægt að kalla við- burðaríkt, miðað við það sem gerist í öðrum löndum, því hér riieður fátt markvert. — Sömu myndatökumar upp aftur og aftur. Niður á Tjörn og svo höfnin, síðan aftur Tjömin. -a- Þess vegna er það, að þegar eitthvað stórkostlegt skeður, grípur maður tækifærið tveim höndum. Þá er maður allt í einu kominn á frumsýningu og það meira að segja í stúkusæti. En stóratburðir ske ekki eftir pöntun til þess að geðjast okk- ur aufflum blaðaljósmyndurum. Þess vegna hefur hið opinbera séð til þess að við fáum öðru hverju smáæfingu við myndun á kóngum og forsetum Norður- landa. Það mun víst fara að sjá fyrir endann á því. En ég vona Ólafur K. Itfagrtusson er mér minnisstæðastur það bezta og ér því farinn að „studera prófílinn“ á Betu, nú þegar þorskastríðið er til lykta leitt, þótt ég komi til með að sakna þess, þar sem engar von- ir munu lengur xun að fá flug- ferð með Bimi Páls út á miðin og mynda Bretann í landhelgi, að ég tali nú ekki um að geta skotið mynd af Kristófer og Anderson standandi í brúnni með Biblíuna á lofti. Já, blaðaljósmyndarinn má búast við að dauft verði fram á sumar, en þá færist nýtt líf í tuskurnar þegar íslandsvinirnir og tengdasynir íslands fara að flykkjast til landsins og blaða- mennirnir fara að spyrja „and what is your opinion of Ice- land?“ Svo hlotnast okkur kannski sá heiður að fá að mynda handritin á þessu ári. Skyldi „Queen Mary“ verða fengin til að flytja þau heim eða kannski þau komi bara með Ðrottningunni. Ég sé að þetta sem ég sagði um starf blaðaljósmyndara get- ur ekki verið rétt. Þetta er skemmtilegt og fjölbreytt starf, svo fjölbreytt að það getur meira að segja komið manni í eilífðina fyrirhafnarlítið. Árið 1954 var merkilegt ár, ef trúa skal Mbl. frá þeim tíma. Þá skeðí það undur að hér varð sólmyrkvi, stærsta náttúruund- ur 20. aldarinnar næst gosi Heklu, og verður . sennilega þriðja í röðinni í lok þessarar aldar ef blessuðum jarðfræð- ingunum verður að ósk sinni um Kötlugos. Hvað um það, þótt ég hafi séð Heklu hósta og eigi eftir að sjá Kötlu hnerra, þá held ég að sólmyrkvinn verði mér minnisstæðastur, vegna at- viks sem gerðist nokkrum mín- útum fyrir sólmyrkvann. Sólmyrkvinn sást aðeins á mjórri ræmu á suðurströndinni en þar var sól almyrkvuð. Þetta var eini sólmyrkvinn, sem mun sjást á íslandi næstu 130 árin eða svo. Daginn fyrir sól- myrkvann flaug ég í einkaflug- vél austur í Vík í Mýrdal, lenti þar og gisti um nóttina. 30. júní rann upp, heiður og bjartur, hvergi sást ský á himni svo ekki þurfti að hafa áhyggj- ur af að ekki sæist til sólar. Veðrið var svo unaðslegt að ég stóðst ekki mátið og fór í smá- flugferð um morguninn. 1 þeirri ferð blasti við mér ein sú fegursta fjallasýn, sem ég hef séð. Fyrst flaug ég austur yfir Hjörleifshöfða og Mýrdalssand, yfir þjóðveginn sem alltaf er í feluleik. Næst var stefnan tekin á Hafursey og flugið smáhækk- að í áttina að Kötlu. Þegar komið var að Höfða- brekkujökli blasti við mér ein sú hrikalegasta sjón sem ég hef séð. Að sjá jökul í fjarska er fögur sjón en þegar nær er komið er þetta ekki eins fal- legt. Jökullinn grár eins og fljót í vorleysingjum, sandurinn sem fokið hefur á hann myndar svartar rákir sem sjást þar sem sprungur hafa myndazt. Og þarna voru sprungur sem tal- andi var um. Jökullinn var ekkert nema hyldjúpar sprung- ur, ógnvekjandi þegar flogið var lágt yfir en stórkostlegar að sjá. Þegar ofar kom dró úr hrikaleik jökulsins og þegar komið var þar sem Katla á að ákvað því að lenda í Vík, sækja útbúnað minn og fljúga svo fyrir Reynisfjall og lenda á sandinum við Dyrhólaey, fara með bíl upp á eyjuna heldur en að ganga upp á Reynisfjall. í loftið aftur og flaug fyrir Um kl. 11 var ég svo kominn Reynisfjall, fram hjá Dröngun- um og yfir Dyrhólaey, flaug nokkra hringi yfir eyjuna og tók myndir. Eftir 5 mín. flug ákvað ég að lenda á sandinum fyrir vestan Dyrhólaey. Þar sem vindur var vestlægur, varð ég að lenda í vindinn. Því flaug ég austur fyrir Dyrhólaey, beygði síðan aftur í vestur og hafði þá Dyrhólaey á vinstri hönd. Ég átti eftir nokkra sek. flug að eyjunni og var í 400 feta hæð. Fimmtudagur 30. marz 1961' reyna að komast undir vírinn, en það virtist líka of seint því til þess var ég of hátt. En þaS var eina vonin. KZ-flugvélar hafa mjög öflugar loftbremsur. Með því að taka þær snögglega inn, myndi flugvélin detta svo til lóðrétt. Þetta tók ég nú til bragðs og það heppnaðist, því flugvélin skauzt undir vírinn, hve miklu munaði veit ég ekki. En nú nálgaðist hún yfirborð jarðar með meiri hraða en æski legt hefði verið. En þar sem flugbrautin var nógu löng tókst' mér að lenda heilu og höldnu. Þá sá ég að einn bíllinn, sem var að keyra eftir sandinum út í eyjuna, stanzaði. Ut úr honum komu tveir menn veif- andi sem óðir væru. Fyrst datt mér í hug að þetta væru kunn- ingjar sem hefðu þekkt vélina, en sá svo að það gat ekki stað- izt, því þeir stóðu í vatni upp Eftir að hafa keyrt flugvélina til baka þar sem bílarnir fóru yfir sandinn, skildi ég hana eft- ir og fékk strax far í næsta bflt upp á Dyrhólaey. Klukkan var nú að verða 12, svo það var eins gott að fara að undirbúa myndatökuna af sólmyrkvanum. Kl. 12,05 byrjaði hann með því að smárönd af sólu myrkvaðist, síðan smájókst hann þar til sól var almyrkvuð og rökkur færð- ist yfir. Stjörnurnar skinu, fuglakliðurinn þagnaði, allt varð hljótt, * 'jafnvel brimhljóðið í fjarska virtist deyja út. Ég fyllt ist undrun og lotningu eða var það hræðsla við hið óþekkta. Það kólnaði snögglega, nokkrum, sekúndum áður hafði sólin varpað geislum sínum yfir jörð- ina, nú þegar sólin var almyrky uð setti að manni hroll. Um leið og sól fór að sjást aftur birti snöggt og að stuttum tíma liðnum var orðið albjart. Fólk fór nú að tinast í bílana ,en ég fór strax norður á eyjuna till þess að forvitnast um virinn, sem minnstu ' munaði að léki mig grátt. Jú, þarna var hann helvízkur. Þetta var sver vír eða öltlu heldur kapall sem festur var á háan staur nyrzt á eyjunni og lá síðan í land um 2 km leið. Þetta hefur senni- lega verið sími úr vitanum I land. Eyjan var um 110 m há, svo það er kannski skiljanlegt að mér hafi brugðið því þessii vír hefði sneitt flugvélina sund- ur eins og heitur hnífur renn- ur gegnum smjör. Heimferðin gekk vel og ég held að ég megi þakka forsjón- inni að 30. júní varð ekki enda- punkturinn í lífi mínu. PoÁsca^á QLkL >l’i eöile^a paóKCi ÞÓRSCAFE ÞÓRSCAFÉ vera var jökullinn orðinn slétt- ur og fallegur^ snjórinn hreinn og glampaði á hann í sólinni. Nú var útsýni orðið hið feg- ursta. — Suðurlandsundirlendið breiddi úr sér, inni í landi blöstu við eldfjöll og jöklar, úti í hafi risu Vestmannaeyjar úr djúpinu, stórfljótin eins og hvítt strik í gegnum ægisanda Suðurlandsundirlendis og strönd- in hvítfyssandi af úthafsöldun- um eins langt og augað eygði. Hversu mörg skip hafa ekki farizt á þessari strönd og marg- ur maður týnt lífinu. Klukkan er að verða 10,30, svo það er bezt að koma sér niður, því sólmyrkvinn á að vera kl. 12 á hádegi. Þegar ég kom aftur til Víkur og ætlaði að fara að lenda, sá ég að stöð- ugur bílstraumur var yfir sand- inn og upp á Dyrhólaey. Ég í ökkla, því grunnt vatn var þar sem keyrt var upp í eyjuna. Datt mér þá í hug að eitthvað væri að hjá mér, hjól hefði dottið af við flugtak í Vík eða að önnur flugvél væri á flugi fyrir ofan mig eða neðan, sem ég sæi ekki. Leit ég því í allar áttir sem ég hafði í sjónvídd flugklefans, en varð einskis var. Framundan sást aðeins svartur, rennisléttur sandurinn, margra kílómetra langur. Svo skeði það. Allt í einu sá ég hvað um var að vera og blóðið fraust í æðum mér, eða sauð það? Fyrir framan mig var strengd ur vír. Eða gat það verið í svo mikilli hæð, þetta hlaut að vera rispa í rúðunni. Nei, þetta var vír. Upp fyrir hann varð ég að komast en það var of seint, flugvélin hafði ekki náð nægum flughraða til þess. Þá að Þessar myndir tók Ólafur K. Magnússon í Vík í Mýrdal um hádegibilið þann 30. júni 1954. Sýna þær sólmyrkvann á hinum mismunandi stigum. Myndin lengst til vinstri sýn ir skugga sólarinnar, er hann hefur færzt allmjög yfir sól- ina og þurrkað út hluta henn ar fyrir sjónum manna. — Næsta mynd er tekin á há- degi og sýnir hún deildar- myrkvann svipaðan og hann sást frá Reykjavík og mörg- um löndum Suður-Evrópu. Þar sést aðeins lítið brot sólarinnar fram hjá skugga mánans. — Síðasta myndin sýnir algjöran sólmyrkva, er rökkur hafði lagzt yfir land- ið og sólin var formyrkvuð með öllu. Kórónan sést sem daufur geislabaugur utan um svarta sólina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.