Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORVVNBLZÐ1B F’lmmtudagur 30. marz 1961
Krúsjefi á fundi með fréttamönnum í París.
IVfatlhías Johaniiessen:
I. Rændur á Pigalle
ÉG hef verið að fletta Morgun-
blaðinu frá í maí í fyrrasumar,
þar sem sagt er frá Parísarfund-
inum, sem varð raunar aldrei
neinn fundur, eins og menn
muna. Ég fór að glefsa í eina
og eina setningu og þá rifjaðist
upp fyrir mér það sem mér er
einna ógleymanlegast í blaða-
mannsstarfinu: Fundur frétta-
manna með Krúsjeff í Pa.lais
de Chaillot í Paris og aðdrag-
andi hans.
„Byrjun fimdarins líktist
einna helzt sirkus, bæði fram-
koma Krúsjeffs, sem brosti og
gretti sig á víxl, benti á ennið
á sér, gerði hring og benti síðan
á blaðamennina, þegar þeir pú-
uðu til að gefa til kynna að
þeir væru eitthvað ekki al-
mennilegir. Það dró ekki úr
sirkusnum, að Malinovsky var
í fullum skrúða með orður nið-
ur fyrir nafla“, stendur á 11.
blaðsíðu Morgunblaðsins föstu-
daginn 20. maí 1960.
Ég ætla ekki að lýsa þessum
heimsögulega blaðamannafundi
í þessari grein, það hef ég gert
áður hér í blaðinu, en mér hef-
ur dottið í hug, hvort úr vegi
væri að skýra í örfáum orðum
frá þeim erfiðleikum, sem ís-
lenzkir blaðamenn eiga við að
stríða úti í þeim stóra heimi.
Við komum til Parísar
skömmu áður en fundurinn átti
að hefjast. Þetta var í fyrsta
skipti sem við kynntumst þess-
ari sjálfumglöðu heimsborg,
samt tók hún brosandi á móti
ökkur, full af tælancfi ævintýr-
um sem við stóðumst auðvitað,
öll nema eitt: að láta ræna
okkur á Pigalle.
Síðan hefur mér skilizt, að
þetta sé svo sjálfsögð lífs-
reynsla íslendings þar um slóð-
ir, að ekki taki því að gera sér
mat úr henni á prenti.
1 Palais de Chaillot eða við-
byggingu hennar var ráðgert
að halda blaðamannafundi. —
Höll þessi, ef höll skyldi kalla,
hýsti yfirstjórn Atlantshafs-
bandalagsins á sínum tíma. Það
kom því vel á vondan, þegar
Krúsjeff framtónaði þar nokkru
síðar og hrópaði með kreppta
hnefa að við værum allir út-
sendarar Adenauers og réttast
hefði verið að husla okkur í
Stalingrad eins og hverjar aðrar
nazistablækur. Það var „fulltrúi
hinna voldugu Sovétríkja", sem
talaði.
Mér skilst, að frönsk stjómar-
völd hafi margsinnis lofað Par-
ísarbúum að láta rífa viðbygging-
una við Chaillot-höll við fyrsta
tækifæri, en af einhverjum dul-
arfullum ástæðum hefur þetta
tækifæri aldei boðizt, svo ég viti:
yfirvöldin hafa ekki einu sinni
getað skemmt sér við að svíkja
loforðið.
Eftir talsverða leit bess ráð-
lausa útlendings, sem kemur í
ókunna borg og veit það eitt að
himinninn er öðru jöfnu yfir
höfði hans, tókst mér að finna
höllina. betta samvizkubit París-
arbúans, og hélt nú, að mér væru
allir vegir færir. í blaðamennsku
verða hlutirnir að ganga fyrir
sig án tafa og þess vegna hugðist
ég gera allar þær ráðstafanir,
sem nauðsynlegar væru, til að
losna við óþarfa vafstur, þegar
fundir hæfust.
Ég gekk inn í Chaillot í sól-
skinsskapi, hnarreistur og léttur
í spori og var þess fullviss, að
samlandsmanni Snorra, Kiljans,
Eggerts Stefánssonar og annarra
stórmenna yrði tekið opnum
örmum og af þeirri reisn, sem
til stóð. Það var sól úti og mér
fannst andlit guðs speglast í
Signu. Svona hefur þetta auð-
vitað verið daginn sem Eggert
söng fyrir Parísarbúa og varð
heimsfrægur í einni svipan,
hugsaði ég. Og fór að blístra
aríu eftir Ragnar í Smára.
Þetta var góð borg, fannst mér.
Og mig langaði til að klappa
henni og gæla við hana og gefa
henni sykurmola; fannst hún
hlý og notaleg, og tók svo vel
á móti okkur — en hvað var
þetta: „Bannað að fara hér inn“,
sagði einbeittur lögregluþjónn
og stöðvaði mig með olnbogan-
um. Ég sýndi honum blaða-
mannaskírteinið og kom honum
í skilning um að ég væri blaða-
maður. „En hver er þá þessi
kona?“ spurði hann kurteislega.
„Þetta er konan mín“, sagði ég
og fann að hann var nógu
franskur til að trúa því ekki.
Hann benti á mig og sagði:
„Þér megið fara inn, en ekki
madame“.
Við létum það gott heita og
hún beið eftir mér fyrir utan
hliðið, en þegar ég kom út aft-
ur sá ég hvar hún lá í grasinu
í garðinum og var orðin dús
við þessa sól, sem Loðvík 14.
kenndi við sig. Þá vissi ég að
franska lögreglan kann sitt fag.
II. Smæð þessa lands
Þegar ég kom inn í höllina,
var þar margt manna fyrir.
Skrifstofustúlkur, símamenn, út-
varpsmenn, sjónvarpsmenn, leið-
sögufólk, einkaritarar, embættis-
menn úr innanríkisráðuneytinu,
blaðamenn. Mér var vísað til
ungrar fallegr'ar stúlku I neðri
salnum. Hún spurði: „Hvað get
ég gert fyrir yður?“ Ég svar-
aði: „Ég er blaðamaður frá Is-
landi og mig langar að fylgjast
með Parísarfundinum".
„Islandi já einmitt, íslandi",
endurtók stúlkan í sífellu og
varð vandræðaleg á svipinn.
Svo beit hún í eldrauða nögl
vísifingurs vinstri handar og
hristi höfuðið: — Nei, hún kom
ekki fyrir sig þessu jökulkalda
nafni — og horfði með van-
þóknun á mig og það var ekk-
ert samband á milli okkar og
áður en varði var hún búin að
plokka af mér alla reisn og ég
stóð þarna andspænis henni eins
og strútur og reyndi að stinga
höfðinu í sandinn. En það var
enginn sandur.
„Þér eruð blaðamaður?"
spurði hún.
..Já“. svaraði ée.
„Og fyrir hvaða blað skrifið
þér?“ spurði hún enn.
Guð almáttugur, hugsaði ég.
Þarf ég nú líka að segja það.
Getur maður ekki fengið að
vera í friði með sína smæð, ó-
áreittur. Það fauk í mig.
„Má ég tala við einhvem yf-
irmann hér?“ spurði ég hastur.
„Já-jájá“, sagði veslings stúlk-
an, spratt upp af stólnum og
sagði mér að fylgja sér. Ég gekk
á eftir henni upp á loft og virti
hana fyrir mér. Þetta var gerð-
arlegasta stúlka með svart fal-
legt hár og þegar upp kom var
ég farinn að sjá eftir því að
hafa orðið reiður. En hvað á
að gera þegar fólk neitar að
viðurkenna að maður eigi land
eins og það?
Stúlkan vísaði mér nú inn í
dálitla skrifstofu. Mér varð
strax ijóst, að þar gekk lífið
fyrir sig með handapati og
hávaða. Á skrifborðinu vat há-
talari: „Attention, please, att-
ention“, sagði miðaldra kven-
maður í hátalarann og ég fann
hvernig þessi orð glumdu um
allt hús. Svo kallaði hún á ein-
hvern Mr. Black og áður en ég
fór út úr skrifstofunni aftur
var hann kominn upp, móður og
másandi og bætti við nokkrum
handapötum starfsmönnum inn-
anríkisráðuneytisins til nokkurs
gleðiauka. Brezkt handapat var
nefnilega dálítil nýjung eins og
á stóð.
Ég var kynntur fyrir góðieg-
um manni á að gizka á sextugs
aldri. Hann var haltur og gat
ekki hlaupið eins og hinir. Og
þar sem ég stóð þarna á miðju
gólfi og virti hann fyrir mér,
varð ég allt í einu glaður yfir
því, að hann skyldi vera halt-
ur. Mér fannst þetta lýti þrýsta
honum niður á mitt plan. Ég
þurfti að taka á öllu sem ég
átti til að berja þessa mann-
vonzku niður, en einhvem veg-
inn tókst mér það ekki. Og jafn
vel nú þegar ég sit hér við
skrifborðið og rifja upp atvik
þessara liðnu umsvifa, er ég enn
í hjarta mínu glaður yfir að
aumingja maðurinn skyldi vera
líaltur.
Svona geta komplexar fólks
birzt á margvislegan hátt.
Sá halti spurði um nafn mitt.
Ég sagði honum það. — Hvaðan
eruð þér? spurði hann. íslandi,
svaraði ég og var ekkert blíður
á manninn. — Já, einmitt sagði
hann eins og það hefði vaknað
hjá honum forvitni: — íslandi
já, það er skemmtilegt. Þang-
að hefur mig oft langað að fara.
Mér var farið að þykja vænt
um þennan bæklaða mann.
Hann var inteligent. Hann vissi
áreiðanlega sínu viti. Það er
ekki nóg að hafa fallega fætur
og mikið svart hár, hugsaði ég.
En maðurinn sneri sér að að-
stoðarstúlku, sem stóð í einu
horninu og talaði við fréttarit-
ara AP, skýrði henni frá mín-
um málum og bað hana að
greiða úr þeim. Hún vísaði mér
inn í lítið herbergi, þar sem
sat ung ljóshærð stúlka við dá-
lítið skrifborð og var eins elsku-
leg og skjalabunkinn á borðinu
hennar var hár.
„Hvað get ég gert fyrir yður,
monsieur?“ spurði hún. Ég sagði
henni erindi mitt og hún hlust-
aði á af stakri kurteisi, svo
sagði hún: „Því miður get ég
ekki látið yður hafa aðgangs-
kort fyrr en þér hafið fengið
skriflega yfirlýsingu frá ís-
lenzka sendiráðinu um, að þér
séuð sá sem þér eruð“.
Mér fannst ekki vera hægt að
komast fallegar að orði og hugs
aðj með mér: ætli þessi stúlka
hafi ekki verið alin upp við að
sitja lömb og spinna ull?
Það var margt um manninn
frammi á ganginum. Frétta-
menn frá heimsblöðunum stóðu
í litlum hnöppum og röbbuðust
við. Þeir voru flestir með nafn-
spjöldin sín í jökkunum og á
þeim stóð frá hvaða blöðum
þeir voru. New York Times,
Reuter, Dagens Nyheter, AP,
Time, sumt þekkt nöfn. Ég ráf-
aði um gangana og kíkti á
spjöldin. Sumir höfðu enn eng-
in nafnspjöld, voru ekki til
frekar en ég. Á skrifstofuhurð-
unum stóðu nöfn blaðanna og
þá fyrst vissi ég að þau höfðu
fengið leigð herbergi fyrir
starfsfólk sitt: Aftenposten, Nor-
egi, stóð á einni hurðinni. Ég
gekk inn og heilsaði Norðmönn-
unum, þótti þeir einna vænlég-
astir til smáskrafs. Þeir voru
þrír og tóku mér alúðlega, en
voru önnum kafnir við að und-
irbúa sitt starf. Ég fann ég var
ekki aufúsugestur eins og á
stóð, svo ég kvaddi og dró mig
í hlé; blaðamaður frá ókunnu
landi, sem enginn virtist hafa
minnsta áhuga á, fæstir vissu
að væri til, þessu marggleymda
landi, þessu auðnuleysislega
landi, sem langar eins mikið að
verða stórt og fermingardreng
til að komast í fullorðinna tölu.
Um smæð þessa lands hugsaði
ég, þegar ég gekk út úr
Chaillot og kvaddi þessa marg-
földu niðurlægingu. Ef maður
hefði kimnað að vera Einar
Benediktsson hefði þetta lík-
lega verið í lagi.
III. Ég er i nýjum sokkum
Ég gekk sem leið lá niður í
íslenzka sendiráðið við Boule-
vard Haussmann og sagði mínar
farir ekki sléttar. Ég hefði kom-
izt í kynni við franska skrif-
finnsku, sem væri ekki betri en
sú íslenzka og þyrfti nú á að
halda nauðsynlegum gögnum
frá sendiráðinu. Starfsfólk sendi
ráðsins var hið vinsamlegasta,
ekki sízt Agnar Kl. Jónsson,
sendiherra, sem er frábær kunn-
’ áttumaður í sinni listgrein,
diplómasíunni. Hann varð fús-
lega við beiðni minni um að
undirrita bevís upp á, að ég
væri til og starfaði við Morg-
unblaðið í landi sem héti Is-
land. Með þetta vottorð upp á
vasann strunsaði ég aftur niður
í Chaillot og fékk nú mitt
nafnspjald á jakkakragann. Mér
leið betur. Ég var átoríseraður.
Já, eiginlega leið mér eins og
skáldinu sem sagði: Ég er f
nýjum sokkum og ég er á nýj-
um skóm. I öllum heimi er
enginn, sem ég hræðist. Minna
mátti ekki gagn gera!
Nú hafði ég aðgang að öllum
lystisemdum þessarar ennþá ó-
rifnu hallar. Ég skoðaði mig
rækilega um. Á neðri hæðinni
voru upplýsingaskrifstofur, tal-
og ritsímastöðvar, pósthús og
veitingastofa. Uppi á loftinu
var stór salur, um 80 metra
langur og 30 metra breiður og
út frá honum fjórir rúmgóðir
fundasalir, þar sem blaða-
mannafundir voru haldnlr, allir
nema fundurinn með Krúsjeff:
hann var haldinn í stóra saln-
um. I gangi út frá aðalsalnum
uppi voru skrifstofur blaðafull-
trúa Eisenhowers, de Gaulles,
Krúsjeffs og Macmillans og
þangað leituðu fréttamennirnir