Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. marz 1961 lUORCVyBlAÐIÐ 13 Oft upplýsinga meðan á þófinu etóð. Mest bar á Egerzev, blaða- fulltrúa Rússa og Hagerty, blaðafulltrúa Bandaríkjaforseta. l?að var augljóst, að bandarísku blaðamennimir þekktu hann margir. Þeir kölluðu hann Joe; *— Hæ Joe, sögðu þeir og klöpp- uðu honum á öxlina og spurðu frétta, stundum var hópur í kringum hann. Það var gaman að sjá, hve vel hann kunni að umgangst þá: „Heldur Ike blaða mannafund?" spurðu þeir. „Er , það rétt hann ætli að fara heim fá fyrramálið? Hvernig lízt bandarísku sendinefndinni á framkomu Krúsjeffs? Sjáumst í [Washington á morgun, Joe“. ': En Hagerty tók öllum þess- um spurningum og upphrópun- um með jafnaðargeði. „Ég hitti ykkur seinna", sagði hann og smeygði sér út úr þröngum hring blaðamannanna, sem síð- an leystist upp. Til blaðafull- trúanna gátum við sótt yfirlýs- ingar, sem leiðtogarnir gáfu út og þar var nokkurn veginn hægt að fylgjast með ferðum þeirra. Annars er vert að geta þess, að ómögulegt er að fylgj- ast vel með stórveldaráðstefnu sem þessari nema með 5—10 manna æfðu starfslíði, enda var það svo að stærstu blöðin höfðu ekki færri menn í París um þessar mundir. Mér var jafnvel sagt að Reuters-fréttastofan hefði sent 20 eða 30 blaðamenn á vettvang. Ef vel átti að vera var nauðsynlegt að fylgjast með hverju fótmáli „hinna stóru“. Til þess var nauðsynlegt að hafa blaðamenn á öllum „víg- stöðvum": einn við brezka sendiráðið, annan við banda- ríska sendiráðið, þann þriðja við rússneska sendiráðið, minnst fjóra að staðaldri í Chaillot, því vel gæti svo farið að Krús- •jeff birtist þar skyndilega, de Gaulle, Macmillan eða Eisen- hower —allir á sama tíma. Og þá reið á að vera ekki „skúbb- aður“ eins og við segjum á blaðamannamáli, þ.e. að missa ekki af fréttunum. Svo þurfti að hafa nokkra blaðamenn til að fylgjast með ferðum leiðtog- anna í París og víðar. Hver 'hreyfing, hvert orð þeirra varð heimsfrétt. Var Eisenhower þreytulegur eða var hann kannski í góðu skapi? Var Krús jeff þungur á brúnina? Eða hvað sögðu utanríkisráðherrar þessara höfðingja? Um margt þurfti að hugsa, fyrir öllu að sjá. Malinovsky fór út fyrir borgina til að heimsækja fornar slóðir, þar sem hann hafð dval- izt ungur hermaður, Krúsjeff slóst í förina og blaðamanna- skari á eftir. Fylgzt var með hverju orði, ef það gæti varpað einhyerju ljósi á pólitísku átök- in í Sovétríkjunum. Auðvitað gat ég ekki séð við öllu þessu sjónarspili; dvaldist lengst af í Chaillot og beið þess að þar gerðust stórir hlutir. Oft var gaman að fylgjast með blaðamannafundum Hagertys. Á einum þeirra svaraði Bohlen, fyrrum sendiherra Bandaríkj- anna , i Moskvu, spurningum fréttamanna og að fundinum Joknum hlupu flestir þeirra Strax út úr salnum til að síma blöðum sínum. Ég varð eftir 'ésamt ðrfáum öðrum blaða- inönnum og þegar Bohlen gekk út fengum við tækífæri til að rabba við hann stundarlangt. Hann var mjög vinsamlegur og óhræddur að segja meiningu sína og það var augljóst að hann hafði mikið vald á bak við sig. Bandarískir stjórnmála- menn og diplómtar eru ekki eins hræddir við blaðamenn og starfsbræður þeirra hér heima. Bohlen sagði okkur m.a. frá því, sem hafði gerzt á undir- búningsfundum leiðtoganna. — Hann átti ekki orð yfir fram- komu Krúsjeffs. Mér þótti heppnin hafa verið með mér þetta sinn. Daginn eftir birtist þessi klausa hér í blaðinu: „Bohlen aðstoðarutanríkisráð- herra sagði við mig og nokkra aðra blaðamenn að allt væri í óvissu. — Haldið þér að Krúsjeff hafi komið til Parísar fyrirfram ákveðinn í því að gera fundinn árangurslausan? Bohlen svaraði aðeins: — Það er ekki gott að segja, — hvað haldið þér? Það mátti sjá að hann hefði ekki mikla von um árangur. Boh\en sagði, að Krúsjeff hefði hagað sér mjög einkenni- lega á fundinum í morgun. Hann hefði ekki heilsað Eisen- hower með handabandi. Bohlen sagði að Krúsjeff hefði verið mjög órólegur á fundinum, hefði hann litið ýmist á Malinovsky eða Gromyko, sem sátu við hlið hans“. Allt kom þetta heim við framkomu Krúsjeffs síðar á blaðamannafundinum. Bohlen hafði búið okkur undir að for- sætisráðherra Sovétríkjanna væri ekki sjálfrátt. Við grædd- um mikið á því að hitta Bohlen að máli. En þannig er starf blaða- mannsins; hann verður £ senn að vera heppinn og kunna að kalkúlera. Daginn eftir var öllum Ijóst að stórveldafundurinn hafði far- ið út um þúfur. Sumir töluðu um ráðstefnuna, sem aldrei hafði byrjað, aðrir um hina diplómatísku Pearl Harbour- árás Krúsjeffs. Hagerty sagði að Eisenhower væri að undirbúa brottför sína, hann færi heim næsta morgun. Macmillan fer líklega heim líka, sögðu menn. En hvað um Krúsjeff? Mimdi hann halda blaðamannafund? Rússneski blaðafulltrúinn kváðst ekkert vita um það: „Það gæti þó verið“, bætti hann við. Hinir reyndari í hópi blaðamanna sögðu: Krúsjeff gefur út yfir- lýsingu, svo fer hann heim. Það er ómögulegt að hann haldi áfram að andskotast hér. Mér fannst þetta allt unnið fyrir gíg. Að hugsa sér hvílík niður- læging: að fara alla leið til Parísar að fylgjast með stór- veldafundi sem ekki er haldinn! Mér leið eins og strandaglóp, sem horfir á tækifærið sigla út flóann. Ef fólk hefði minnstu hugmynd um öll vonbrigði blaðamannsins, vissi um þennan lýjandi ótta við að standa ekki í stöðu sinni, missa af strætis- vagninum. Það er kannski ekki allt gott sem stendur í blöðun- um, en hitt er oft verra: sem stendur þar ekki. Sem betur fer er lesendunum oftast hlíft við vonbrigðunum og ég vona að þeir afsaki við mig, þó ég minnist á þau hér, Þessi lam- andi kvíði, sem stundum fylgir þessu starfi er ekki þeirra mál. Það er margt verra í blaða- mennsku en margvíslegar ásak- anir um klaufaskap, prentvillur, málvillur, pólitískt ofstæki, ó- nákvæmni. En sleppum því. Ég sat í veitingasalnum í Chaillot og hrærði í teinu og hlustaði á bollaleggingar nokk- urra fréttaritara frá New York Times við næsta borð: „Þeir segja Krúsjeff fari til Berlínar að tala við Ulbricht“, sagði einn þeirra. „Já, einhverjir okkar verða að fara þangað“, sagði annar. „Þetta er búið hér“, sagði sá þriðji, en hann hafði varla sleppf* orðinu þegar glumdi í hátalaranum: „Atten- tion please, attention. Það er tilkynning frá blaðafulltrúa rússnesku sendisveitarinnar. — Krúsjeff, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, mun halda fund með blaðamönnum í Palais de Chaillot á morgun klukkan 1“. Tilkynningin var endurtekin, en heyrðist ekki fyrir hávaða. Blaðamennirnir voru sprottnir á fætur, sumir hlupu upp á loft, aðrir hrópuðu á félaga sína og enn aðrir ræddust við, svo glumdi í salnum. Ég borgaði og gekk út, ákveðinn í að missa ekki af tækifæri, sem aldrei mundi gefast aftur. Það var sól og grasið var grænna en áður. Næstum því eins grænt og heima. IV. Net þessara herskáu orða Miðvikudagurinn 18. maí rann upp heiður og bjartur. Ég hafði beðið hóteldömuna að vekja okkur klukkan 8 um morgun- inn, en hún gleymdi því af skiljanlegum ástæðum: kvöldið áður yndislega fagurt og róm- antísk birta yfir Parísarborg. Það hefði varla verið hægt að fyrirgefa nokkurri konu með franskt blóð í æðum að láta sér slíkt veður úr greipum ganga. En sambland af kvíða og til- hlökkun hélt huganum við efnið alla nóttina og ég vaknaði af sjálfsdáðum rúmlega 8 um morguninn. Þegar ég var að setja á mig bindið, hringdi sím- inn. Það var hóteldaman. Hún kallaði í sifellu: „Monsieur, ég bið yðúr afsökunar á að ég skuli hringja of seint, en þér verðið að flýta yður monsieur, ef þér ætlið ekki að verða of seinn. Það er langt héðan í Rue de Clichy niðúr að Signu, já allt of langt, þér verðið að flýta yður ef.... Og heilt lagarfljót af óskiljanlegum orðum streymdi inn í eyrað á mér og á þessari stund fannst mér ein- kennilegt það sem fræg leik- kona hafði sagt í minningar- grein um Ali Khan skömmu áð- ur, að franskan hans hefði hljómað eins og músík í eyrum manns. En það var sko engin músík í símanum þennan morg- un! Þegar ég var kominn niður í Chaillot, voru þar nokkrir blaðamenn fyrir. Ég gekk upp á loft og þá var verið að raða stólum í efri salinn. Sjónvarps- menn komu tækjum sínum fyr- ir, útvarpsmenn líka; auðfundið að eitthvað óvanalegt var á seyði. Barinn var jafnvel horf- inn úr sínu horni. Nú fóru blaða mennirnir að streyma í salinn og ég sá, að nauðsynlegt var að fá sér gott sæti og sitja fast til að geta fylgzt sem bezt með fundinum. Fyrstu tíu bekkirnir voru ætlaðir sendinefnd Krús- jeffs, en nokkrum röðum þar fyrir aftan tókst mér að fá ágætt sæti. Þar varð ég að dúsa í 2 eða 3 tíma áður en fundur- inn hófst, til að missa ekki af sætinu. Salurinn fylltist smám saman og um það bil sem fund- urinn byrjaði var talið, að þar væru saman komnir milli 2— 3000 blaðamenn hvaðanæva að úr heiminum. Er þetta óreiðan- lega einn fjölmennasti blaða- mannafundur, sem haldinn hef- ur verið. Meðan við biðum, reyndu blaðamennirnir að gera að gamni sínu, einhver á næsta bekk fyrir aftan mig sagði: „Það væri huggulegt ef gólfið dytti niður með allan skarann og Krúsjeff í ofanálag". „Heims- frétt“, sagði annar, „en það yrði bara enginn eftir til að skrifa hana“. Þannig gerðu menn að gamni sínu meðan þeir biðu, sumir fóru úr jökkunum en ekki vissi ég til að neinn færi úr skónum. Ég leit í kringum mig og útspíóneraði nafn- spjöldin. Af þekktum blaðamönn- um sem ég kannaðist við sá ég Gilmöre frá AP, en síðar frétti ég að þarna hefðu verið menn eins og Edward Crankshaw, sérfræðingur Observers í Rúss- landsmálum, sem lesendur Morg unblaðsins þekkja vel af grein- um hans, Rússlandssérfræðingur Newsweek, Leon Volkov, sem sagði síðar í blaði sínu að túlk- arnir hefðu mildað mál Krús- jeffs í þýðingum sínum. Gil- more sat framarlega. Hann var órólegur, fannst mér. Hann kom hingað þegar landhelgis- deilan hófst á sínum tíma og lýsti mótmælafundinum fyrir utan brezka sendiráðið, meðan Gilchrist spilaði Chopin á píanó eins og frægt er orðið. Við hliðina á mér sat ritstjúri Sun- day Times, ágætur maður, sem vissi margt um landhelgismálið og ísland. Við röbbuðum saman meðan við biðum og ég man hann sagði, að málstaður Is- lands í landhelgismálinu mundi sigra. En hann sagði meira, því ------------------------------* hann gaf í skyn að Sunday Times væri bezta blað Bret- lands. Mér fannst þetta hárrétt hjá honum, því ritstjórar eiga að hugsa um útbreiðslu blaða sinna og lengi er von á einum. Nú allt í einu varð mikill kurr í salnum, sumir fóru upp á stóla og horfðu út um glugg ann. „Hann er að koma, hann er að koma“, kölluðu blaða- mennirnir og skömmu síðar gekk Krúsjeff inn í salinn með föruneyti sínu. Hann brosti og klappaði og baðaði út höndun- um, ballið var byrjað: „Andspænis okkur stóð að ýmsu leyti geðfeldur maður í útliti, nauðasköllóttur að visu með kuldaglott, sem gat breytzt í allt að því hlýlegt bros, sem krepptur hnefinn leysti af hólmi fyrr en nokkurn varði. Hann var mælskur og fljótur til and- svara; þurfti aldrei að hugsa sig um nokkra stund. Mér þótti augljóst að hann hafði ekki í upphafi fundarins hemil á tilfinningum sínum og geisaði stundum eins og vitfirrtur væri, ég held það hafi ekki verið uppgerð eða leikur, veit það samt ekki, en í mestu látunum fannst mér ég sjá inn fyrir skelina, þangað sem stóð ritað skýrum stöfum, að þessi maður sem þarna stóð væri fangi gerða sinna, vígorð hans úm friðsam- lega sambúð hefði beðið ósigur heima fyrir og hann væri neyddur til að taka upp nýja ítefnu, því framhald þessa leiks yrði honum engin skemmt- im ella. Þarna var maður sem kunni að halda í úlfs eyru og vissi upp á hár að nú mátti engu taki sleppa......“ (Mbl., laugard. 28. maí 1960). Enn hef ég ekki breytt um skoðun. Það voru margir atburðir, mörg öfl, sem neyddu Krúsjeff til að hegða sér eins og hver annar ruddi á blaðamannafundinum. Ég er þess sannfærður að fram- koma hans hafi verið ill, en óhjákvæmileg pólitísk nauðsyn. Noreg lætur enginn skjóta úr hendi sér, möglunarlaust. Eftir ræðu Krúsjeffs hófust spurningar fréttamannanna. Á víð og dreif um salinn voru hljóðnemar, svo þeir ættu auð- veldara með að koma spurning- um sínum á framfæri. Það væru ekki ýkjur þó ég segði að blaðamennirnir hefðu slegizt um hljóðnemana. Og þegar fréttamenn lítilla blaða náðu hljóðnemunum handa sér og sögðu: Jón Jónsson, Texas Daily News eða eitthvað því um líkt, hlógu fréttamenn stórblaðanna. Það eru lífea til prímadonnur meðal blaðamanna. Að fundinum loknum og þeg- ar ég hafði sent skeyti til Morgunblaðsins, gekk ég upp á hótel. Af einhverjum ástæðum för ég um Place de la Concorde. Þar á torginu hafði dauðinn mælt sér mót við engan annan en Loðvík XVI. Einu sinni voru orð hans lög, einu sinni réðu orð hans örlögum þjóða. Nú var hann allur og í stað hrópa bylt- ingarmanna heyrðist aðeins hvisl í rökkri, sem var að síga yfir borg þessa franska stolts, þessa rússneska hroka. Og ég hugsaði við þessi dimmumót: Guð minn góður, hvers vegna leyfirðu ekki þessu fólki að elskast í friði; hvers vegna læt- urðu þeim haldast uppi að veiða gleði þess í net sinna herskáu orða? M. A T H U G I Ð að borið saman 5 útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.