Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIb Flmmtudagur 30. marz 1961 Davíð Áskelsson: Prentvillupúkinn er ódauðlegur ÞEGAR ritstjórinn bað mig um | daginn, að skrifa smágreinarstúf um starf mitt sem prófarkalesara við blaðið, komst ég í nokkurn vanda. Ég spurði sjálfan mig: Er hægt að bera á borð fyrir les- endurna frásögn af jafntilbreyt- ingarlausu og hversdagslegu starfi og prófarkalestur er? Baráttan við hinn margumtal- aða prentvillupúka, sem er alls- staðar nærstaddur til þess að beita klækjabrögðum sínum, er háð daglega í húsakynnum Morg- untolaðsins. Hann er eins og Ein- herj ar, sem risu upp úr valnum ósárir að kvöldi, eftir að hafa barizt allan daginn. Hann á í erjum við flesta, sem við blaðið starfa og má segja að flestir gefi einhvern tímann höggstað á sér. Þessi óvættur heimsækir fyrst blaðamenn og aðra greinarhöf- unda blaðsins. Á því stigi mætti kalla hann ritvillupúkann. Þó eru beinar stafsetningarvillur tiltölu- lega saklausar. Verra er, þegar orðalag er óljóst eða rassbögu- kennt. Heitir það á máli blaða- manna helv .... tjara. Stundum fær maður í hendur greinar (einkum aðsendar) sem heita má að séu tóm tjara. Lendir þá oftast á blaðamönnum eða rit- stjórum að umskrifa slíkar grein ar. Síðan er greinin send í prent- smiðjuna og þar er fyrrnefndur púki jafnan viðstaddur. Mætti greina afrek hans í þrjá flokka. í fyrsta lagi: Ýmsar smávillur, svo sem stafavíxl, staf ofaukið eða vantar staf, tvö orð í einu eða eitt orð í tveimur og fleira af svipuðu tagi. Segja má að slíkar villur séu tiltölulega sak- lausar, þó að þær geti verið hvimleiðar, ef mikið er af þeim. í öðru lagi: réttritunarvillur, t. d. y og z villur. f þriðja lagi: rass- bögur af ýmsu tagi, skakkar til- vitnanir að ógleymdum línu- brenglum, sem geta orðið svo slæm að viðkomandi greinarkafli skilst ekki. í prentsmiðjunni er greinin „þrykkt af“ þ. e. a. s. prentuð próförk og send ásamt handriti til prófarkalesara. Hann leið- réttir síðan og ber öll vafaatriði saman við handritið. Þá er próf- örkin send aftur í prentsmiðjuna og setjararnir leiðrétta þær lín- ur, sem prófarkalesari hefur fund ið villur í. En ekki er því að leyna, að komið geta nýjar vill- ur í hina leiðréttu línu. Sömu- leiðis yfirsést prófarkalesaran- um meira og minna. Þá er farið að „brjóla um“, sem kallað er, þ. e. að raða efninu í síður. Er það vandaverk, ef vel og smekklega á að gera. Síð- an eru síðumar „þrykktar af“ og sendar ásamt próförkum til prófarkalesara, sem ber saman hinar leiðréttu línur í próförk og í síðunni, til þess að fullvissa sig um að villan hafi verið leið- rétt og leiðrétta nýjar villur, í línunni, sem setjari og prentvillupúki kunna að hafa lætt inn í sameiningu. Þrátt fyrir þessa varúð vilja slæðast viilur í blaðið. Geta þær verið meinlegar, eins og t. d. að Jón Jónsson, sem er sextugur í dag fær afmælisgrein í blaðinu undir fyrirsögninni Jón Jónsson — Minning. Svona mistök boða Jóni Jónssyni langlífi og má hann því vel við una, en villan er sú rsama þrátt fyrir það. Stundum býr prentvillupúkinn til spak- mæli, eins og Betra er berfættur en brókarlaus að vera. Auðvitað kennir hver öðrum villurnar, blaðamenn, prófarka- lesarar og prentarar. Þó er sam- komulagið yfirleitt ágætt. Prófarkalesara eru að sjálf- sögðu mislagðar hendur. Hann er misjafnlega „upplagður" til þess að lesa. Stundum stendur svo á, að mikið berst af próförkum og erfitt getur reynzt að hafa und. an og þá reka prentararnir eftir. Sumar greinar eru þannig, að tveir verða að lesa saman, eink- um ef mikið er af tölum. Oft lesa höfundar sjálfir próf- örk af greinum sínum, en sumir eru svo klaufskir prófarkalesarar, að það verður að lesa upp eftir þá. Rétt er að geta þess, að við Morgunblaðið eru tveir prófarka- lesarar til skiptis sinn daginn hvor. Eru leiðréttar prófarkir oft geymdar dögum og jafnvel vikum saman áður en greinin kemur í blaðinu og er þá handrit oftast glatað, svo erfitt getur reynzt að leiðrétta hugsanlegar missagnir. Vinna prófarkalesarans er aðal. lega á kvöldin og fyrrihluta næt- ur. Blaðið fer oftast í prentun 4 tímabilinu frá eitt til þrjú, nema beðið sé eftir stórfréttum, útvarps umræðum o. fl. Mér finnst skemmtilegast að lesa greinar um listir og vísindi, fiamandi þjóðir og lönd o. fl. en leiðinlegast að lesa skák, bridge, aflaskýrslur og aðrar upptalning- ar og — pólitík. Skyldi prentvillupúkinn láta þessa grein í friði? — D. Á. Guðmundur Eyþórsson: Stórfréttirnar renna inn ÞEGAR rifjað er upp hvað á dagana hefir drifið í erlendu fréttadeild Mbl. síðustu árin, er að sjálfsögðu margs að minnast og af ýmsu að taka. Þangað ber- ast jafnan fyrstu fréttir úr víðri veröld af stórum og smáum at- burðum, oft æsandi og spenn- andi en líka sorgarfréttir, svo sem flugslys og jarðskjálftar. Yrði of langt mál að telja hér uipp þó ekki væri nema allra helztu heimsviðburðir síðari ára, og verður því heldur minnzt lít- illega á þær fréttir, sem mér finnst Xxafa verið einna skemmti legastar að fylgjast með. Á ég hér við fréttir, sem blaðinu hafa borizt af ýmsum afrekum, er ís- lenzkir íþróttamenn hafa unnið á erlendum vettvangi og lesentí- ur minnast vafalítið ekki siður. Nýjustu fréttir Fyrst skal þess þá getið, að það, sem gerir fréttastarfið oft og tíðum hvað skemmtilegast, er hversu fljótt fréttirnar ber- ast. Það má til dæmis segja, að oft hefir komið fyrir þegar land arnir hafa háð keppni erlendis, að fréttir um afrek þeirra X>er- ist hingað nokkrum sekúndum eða mínútum eftir að keppni lýk ur. Að ég tali nú ekki um knatt- spymuna. Þá fáum við jafnan að vita hvernig stendur í hálf- leik. Þetta hefir að vísu ekki heldur farið fram hjá lesendum blaðsins og öðrum, því að þegar um slíkt er að ræða, linnir ekki símaliringingum hingað á blað- ið, og einnig hópast fólk að glugg um Morgunblaðsins til að lesa minútu gamla frétt um sigur Friðrikg eða handknattleiks- manna, svo eitthvað sé nefnt. Þegar stórfréttir eru á ferð- inni hér á blaðínu, er jafnan mik ið að snúast í móttökuherbergi fréttanna, en þar úir og grúir af alls kyns tækjum, sem stillt eru á vissar bylgjulengdir, en síðan taka svokallaðir teleprinterar við. Út úr þeim streyma fréttim- ar látlaust- frá morgni og fram á nótt og mikill pappír fer for- görðum. En stundum skila þess- ar ágætu vélar fremur litlu úr sér, en það er þegar hlustunar- skilyrði eru slæm, t.d. af völd- um svokallaðra sólgosa eða ann- ars. En nóg um það. Einn af fimm. Mörgum er vafalaust enn í fersku minni þegar Friðrik stór- meistari Ólafsson keppti í Port- oroz (Júgóslavíu) 1958. Það var sem kunnugt er svæðakeppni, þar sem 5 efstu komust áfram í svonefnt kandidatamót, en í því „berjast“ beztu skákmennirnir um það hver fái að skora heims- meistarann á hólm. Síðustu skák ina, sem Friðrik tefldi á þessu móti, varð hann að vinna svo að hann yrði einn af 5 efstu og kæmist í kandidatamótið. — Þessi skák hans var við De Greiff frá Kolumbíu, sem Baldur Möll- er vann á sínum tíma á Olym- píuskákmóti í Moskvu. Skák Friðriks fór í bið og var mikill „taugaspenningur" hér heima hver endalok yrðu. Var biðskákinni stillt út í Morgun- blaðsgluggann og stöðugur straumur fólks að „stúdera" hana. — Um þetta þarf raunar ekki að hafa fleiri orð, Friðrik bar sigur úr býtum og skipaði efstu sætin ásamt þeim Tal, Gligoric, Benkö og Fischer. Tveir gull einn silfur. Og þá eru það frjálsíþróttirn- ar. ísleifekir íþróttamenn hafa líklegast sjaldan staðið sig betur en á Evrópumeistaramótinu í Brussel 1950. Þá fengum við tvo Evrópumeistara, þá Torfa Bryn- geirsson og Gunnar Huseby. Og örn Clausen varð númer tvö í tugþraut, á eftir Frakkanum Heinrich. Verður nú dregin upp nokkur mynd af mótinu og helztu atburða getið. Góð byrjun. Á fyrsta degi mótsins komust þeir Finnbjörn Þorvaldsson og Haukur Clausen báðir í undan- úrslit í 100 metra hlaupi og og Guðm. Lárusson í 400 m. Einn ig var íslenzka sveitin þriðja í 4x100 metra hlaupi, á eftir Bret um og Rússum. Má því segja að vel hafi verið á stað farið. En það, sem vakti þó mesta athygli var að sjálfsögðu afrek Torfa og Husebys. Kúluvarpið vann hann með yfirburðum, varpaði 16,74 m, Var það bezta afrek, sem þá hafði náðst á Evrópu- meistaramóti. Næstur honum varð ítalinn Profeti með 15,16. Óvænt úrslit. En það sem kom þó mest á ó- vart var langstökk Torfa. Hann hafði sem sagt alls ekki ætlað að taka þátt í þeirri grein, held- ur stangarstökki, sem hann reyndar líka gerði. í báðum þess um greinum komst hann í úr- slit, en svo óheppilega vildi til, að úrslitin í stangar- og lang- stökki áttu að fara fram sama daginn, og því úr vöndu að ráða fyrir hann. Það var útilokað að hann gæti tekið þátt í báðum þessum greinum, því að keppt var í þeim á sama tíma. Eftir árangur hans í langstökkinu fyrri daginn var loks ákveðið að hann færi í það, en sleppti stangarstökkinu. Varð „mállaus". Tókst Torfa mjög vel upp í stökkinu, og með því að ná fyrsta sæti og verða Evrópu- meistari, er óhætt að segja að hann hafi vakið verðskuldaða athygli á mótinu. Sigurvegarinn, sem hafði ekki ætlað að taka þátt í langstökkinu. Hann bætti fyrra íslandsmetið um 8 sm. 03 stö-kk 7,32 metra. Til gamans má geta þess, að þegar hinn kunni danski íþróttaþulur, Gunnar Nu, var að lýsa langstökkinu, varð hann hreinlega „mállaus“ þegar Torfi vann keppnina. Er mér tjáð að slíkt komi sjaldan fyrir hinn snjalla útvarpsmann íþrótt ann. Bezti hópurinn. Það má fullyrða hér, að sá hópur íslenzkra frjálsíþrótta- manna, sem fór á þétta umrædda íþróttamót í Brussel, hafi náð beztum árangri, sem einn og sami hópur hefir náð í einni ferð, Þeir fengu þar tvær gullmeda- líur, eina silfur, tveir aðrir kom ust í úrslit og boðhlaupssveitin í 4x100 m var einnig í úrslitum. Var ferðin öll hin eftirminnileg- asta og íslendingum til sóma. G. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.