Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 6
6 MOnrrVlSnrHT>^9 Fimmtudagur 30. marz 1961 JÓN Jónsson skýrði blaðamönn- um frá því á fundi í gær . . .“ Eitthvað á þessa leið hljóðar upp hafið af mörgum fréttum, sem birtast, bæði í Morgunblaðinu og öðrum dagblöðum. Það eru marg- ir fundir haldnir í henni Reykja- vík, ný verzlun opnar á Lauga- vegi, blaðamaður þangað, góð- gerðarstofnun efnir til merkja- sölu, Þjóðleikhúsið frumsýnir nýj an leik, málverkasýning er opn- uð o. s. frv., o. s. frv. Allstaðar þar sem eitthvað markvert ger- ist er blaðamaður viðstaddur Eg vil nú til gamans reyna að draga upp svolitla mynd af þeirri Halldóra Gunnarsdóttir Hanastélssamkvæmið hlið fundanna, sem ekki kemur fram í fréttum. Blaðamannafund irnir eru að sjálfsögðu eins ólik- ir og andlitin á götunni og frétt- næmi þeirra mismikið. Sagan á bak vð þessar fréttir er að sjálf- sögðu ekki eins spennandi og af ýmsum öðrum fréttum. Blaða- menn allra blaðanna fé sömu fréttina í hendur samtímis, síð- an röltir hver til síns heima og breiðir úr henni eftir beztu getu. * * * Því er ekki að leyna, að ég varð fyrir pínulitlum vonbrigð- um á fyrsta blaðamannafundin- um, sem ég var viðstödd haustið 1959. Hann var haldinn á barn- um í Naustinu klukkan hálf fimm síðdegis. Ég fór tímanlega. Á barnum voru nokkrir virðulegir karlmenn í hrókasamræðum. Þeir tóku ekki eftir því er ég kom inn, svo ég settist hljóðlega við eitt borðið og lét sem minnst fara fyrir mér. Síðan komu fleiri menn inn, heilsuðu og kynntu sig. Það voru blaðamenn frá hin- um blöðunum og útvarpinu. Allt í einu rann það upp fyrir mér, að ég hafði steingleymt að heilsa. „Frá hvaða blaði er frökenin", spurði loks einn. Það var afar hátíðlegur maður, sköllóttur og með gleraugu. t „Morgunblaðinu", hvíslaði ég. Blaðamennirnir tóku fram blöð og skriffæri úr pússi sínu og tóku að skrifa niður punkta. Hið sama gerði ég. Nokkrir blaðamannanna spurðu gáfulegra spurninga. Fundurinn var ákaflega virðuleg- ur og samræður gengu stirt. „Guð hjálpi mér“, hugsaði ég. „Eru þeir svona þessir blaða- mannafundir." Sá ljómi, sem mér hafði ætíð fundist stafa af blaða- mannafundum, tók nú að fölna ískyggilega. Fundurinn stóð í rúman klukku KABELWERK ADLEBSHOF Berlin Adlershof, Biichnerweg 81/91 Deutsche Demokratische Republik framleiðir: Tengivíra- og fjölvírastrengi í síma-, útvarps- og sendistöðvar. Sterkstraums-leiðslur fyrir hreyfanleg tæki. V E B tíma. Ég skrifaði um hann heilan dálk. - * * * En fljótlega kynntist ég ann- arri hlið blaðamannafundanna, sem sé hanastélssamkvæmunum og þeim freistingum, sem hverj- um blaðamanni er búin. Það þykir sjálfsagður hlutur að bjóða blaðamönnum upp á hressingu við ýms tækifæri, ann- að hvort kaffi og gott meðlæti, eða koníak, kokkteil og snittur, já stundum jafnvel asna. Frum- legasta næringu hef ég fengið á blaðamannafundi, sem var nið- ur í Grandaveri, þegar blaða- mönnum var boðið að skoða björg unarbátinn af Þórði Ólafssyni. Þá var mér boðið upp á skipbrots- mannakex. Ég þáði heila köku, virti hana fyrir mér og hugsaði til þess, hvernig mönnum liði í hrakningi úti á rúmsjó með því- líkar krásir í höndunum. Ég beit varlega í eitt horn hennar. Kexið var þurrt fyrst í stað, en mýktist fljótlega upp í munni mínum. „Kexið framkallar engan En það voru hanastéls- samkvæmin, sem ég ætlaði að fara að ræða um. Flestir þykjast kannski fullgildir þegar rætt er um þá tegund mannfagnaðar, en þegar á ritvöllinn er komið, stencl ur maður í skugga hinna stóru. Allir orðhögustu rithöfundar heimsins hafa sem sé haft þau að eftiriætisyrkisefni. Hanastélssamkvæmin vilja oft dragast á langinn. Það er nú einu sinni svo að menn vilja nevía meðan á nefinu stendur. Svo rammt kveður að þessu, að þvl hefur verið slegið fram, að sá maður, er fyndi aðferð til að s’á botninn í hanastélssamkvæmin, yrði ríkasti maður heims, ef hon um tækist að afla einkaleyfis á uppfinningunni. Venjuleg hanastélssamkvæmf enda oftast nær ekki fyrr en hver dropi er uppurinn, en blaða. mannagreyin eru þá löngu brott. gengnir. Þeir neyðast sem sé alltaf til að tölta heirn í tíma til að skrifa fréttir af öllum herlegheitunum. Er þá engin furða þótt orðfærið lendi í annan verðflokk, kandmögunn landsins til hrellingar. ^ Auðsætt er að ráðstefnur þess. ar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í fréttalífinu og ekki dug. ar að ganga að slíkum verkefn* um með neinu írafári. Þetta skilja bæði blaðamenn og gest. gjafar, enda er farið að öllu me3 stökustu rósemi. Þegar menn eru búnir að koma sér þægilega fyr. ir, eru glösin fyllt rækilega, blaða menn boðnir velkomnir og síðan er skálað fyrir málefninu. Fund. arboðendur taka ekki til að flytja tölur sínar fyrr en þeir eru viss. ir um, að öllum sé farið að líða vel. í öryggisskyni er svo stað. reyndunum útbýtt á pappír, þvl tvö skilningavit eru betri en eitt. Lokastigið eru svo frjálsar um. ræður meðal blaðamanna og gest gjafa, unz klukkan glymur þeim fyrrnefndu og nefinu er snúið heim á leið. * * * -r Daginn eftir er þess getið 1 dagblöðum bæjarins, að á blaða- mannafundi ... Hg, þorsta,“ sagði sá, sem boðið hafðL „En þér þurfið ekki að borða meira 1 dag, ef þér Ijúkið við kökuna. Hún inniheldur nefni- lega sólarhringsforða af nær- ingu“. Umboðsmenn: RAFTÆKJASALAN HF., Reykjavík Pósth. 728. KIWI er helmsþehkt gæðavara IkK Allar upplýsingar veitir: Deutsher Innen-und Aussenhandel Berlin N 4 — Chaussestrasse 112 Deutsche Demokratische Republik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.