Morgunblaðið - 06.05.1961, Page 15

Morgunblaðið - 06.05.1961, Page 15
Laugardagur 6. maí 1961 MORGUNBLAÐIÐ 15 Árni Vilhjálmsson. læknir: Læknaskortur í útkjálkahéruðunum íslenzkir læknar dýrmæl og eltirsótt utilutnmgsvara Sérhæfing lækna aðalorsökin MIKIÐ hefur verið rætt um það undanfarið, hve erfiðlega gengur að fá lækna til þess að þjóna fá- mennum og afskekktum sveita- héruðum. í ullsannað er, að nóg er til af læknum, og engin lækna fæð í heilö er fyrirsjáanleg í ná- inni framtíð. Þeir, sem um þetta hafa sknfað í blöð, telja aðalor- sökina þá, að læknarnir í út- kjájkahéruðunum séu illa laun- aðir, Og að ekki sé nógu vel að þeim búið. Um fyrra atriðið er það að segja, að það fær ekki staðizt. Ef frá eru talin allra lökustu héruðin: Borgarfjörður eystri, Flateyjarhérað, Árnes- hérað, og ef til vill Reykhólahér- að. er fullvíst, að læknar hafa mjög góðar tekjur, einnig í hin- um smærri héruðum. Embætt- islaun þeirra eru 6500 kr. á mán- uði og aukatekjur annað eins að minnsta kosti, eða um 13.000 kr. á mánuði. Launahækkun mundi ekki verða þeim að miklu liði, þar eð meginhluti hennar yrði aftur af þeim tekinn í útsvari og skatti. Hitt atriðið er miklu þýð- ingarmeira fyrir læknana, að vel sé að þeim búið heima í héruð- unum. Þeir þurfa að fá rúm- Árni Vilhjálmsson góða bústaði ókeypis, eða fyrir mjög vægt gjald. Sanngjarnt virðist að ríkið legði þeim til læknisáhöld öll án endurgjalds, en að þeir bæru ábyrgð á þeim, og endurgreiddu þau áhöld, sem týndust og gengju úr sér. Yrði látin fara fram úttekt við lækna- skipti. Þá yrði að sjá um, að - Geimferdin Framhald af ols. 10. hlífin af „botni“ skipsins en undan henni þenst út loft belgur, sem dregur úr högginu þegar skipið lendir með 35 km hraða á sjónum. Þegar skipið er lent, fyllist svo þessi belgur af sjó og verkar sem akkeri til að halda því á réttum kili. Geimferðinni er lokið. En heima í Bandaríkjunum bíða aðrir geimfarar, tilbúnir í næstu ferðir. Ferð umhverfis jörðu, ferð til . . . GEIMSKIPIÐ Mercury-geimskipið er í lag inu svipað pipar og salt bauk um, eins og þeir eru algeng- astir í veitingahúsum og vegur rétt um eina smálest. Það er um 2,75 metrar á hæð og mesta breidd þess er 1,83 metr ar. Jafnvel áður en rannsókn ar og mælitækjum hefur ver ið komið fyrir í geimskipinu er þar minna rúm en í meðal símaklefa. En áður en geim- farinn stígur um borð í skip ið, hefur verið komið þar fyrir: Sæti geimfarans. Rúmlega ellefu kilómetrum af rafmagnsvír. Fjarskiptasambands kerfi. Súrefni til 28 stunda. Lof tkælingartæk j um. Siglingar og stjórntækjum. Sjónpípu (periscope). Mælaborði. Fallhlífum og öðrum lend- ingartækjum. Gúmmíbj örgunarbáti. Rafhlöðum, sem endast í 48 stundir. Infrarauðum geislasjón- tækjum. Segulbandstæki. Sj álfstýringartæki. Tveim ljósmyndavélum. Og af sumum. þessara tækja þurfti að vera fleira en eitt, ef um bilun yrði að ræða. Þessi geimskip, sem eru svo gjörólík straumlínulöguðum geimförum skáldsagnanna, hafa kostað margra ára rann sóknir, tilraunir og vinnu og hundruð milljóna dollara. Mercury skipin eru samsett úr 10,000 hlutum. Fer samsetn ingin fram í sótthreinsuðu, ryklausu herbergi þar sem all ir starfsmenn eru hvítklæddir með hvítar húfur. Hvergi má rykkorn komast að skipinu og er hreinlætið þarna jafnvel enn meira en á skurðstofum sjúkrahúsa. Þegar skipin eru fullgerð eru þau flutt til Cana veralhöfða í plashjúp og þar aftur sótthreinsuð. Sama hrein læti er viðhaft þegar geim skipinu er komið fyrir á eld- flauginni. læknarnir geti fengið hæfilegt | sumarfrí sér til hvíldar og hress ingar, t. d. 1 mánuð árlega, eða að minnsta kosti 1 mánuð ann- aðhvort ár. Áríðandi er að gefa læknum í minnst eftir sóttu hér- uðunum fulla tryggingu fyrir því, að þeim verði gefinn kostur á betri héruðum eftir nokkurra ára þjónustu. Af því sem fram hefur komið opinberlega er svo að sjá, sem enginn hafi komið auga á or- sökina að þessu ástandi lækna- þjónustunnar í dreifbýlinu. Or- sökin er þó nærtæk og fljótfund- in. Hún er beinlínis afleiðing af sérhæfingu læknanna, og ákafri sókn til þess að geta talizt sér- fræðingar. Viðleitni læknanna í þessa átt er að sjálfsögðu allrar virðingar verð, en hún getur ekki þjónað íslenzkum hagsmun.- um og staðháttum, nema að vissu marki. Fólkið í landinu er allt- of fátt til þess að allur sá sægur sérfræðinga fái notið sín. Af- leiðingin er því sú, að íslenzkir læknar eru að verða dýrmæt og mjög eftirsótt útflutningsvara. Það er staðreynd, að læknar ná ekki fótfestu í þéttbýlinu, nema þeir geti skreytt sig með sér- fræðititli, enda þótt aðalstarf þeirra þar verði það að vasast í almennum praxis, eða læknis- þjónustu, rétt eins og hinn ótitl- aði læknir. Þetta veldur svo því, að hinn almenni ótitlaði læknir er smátt og smátt að hverfa í skugga sérfræðinganna. Honum Mynd þessa tók fréttaritari blaðsins á Akureyri St. E. Sig. af jeppabifreiðinni A-374, sem lenti í árekstri á Akureyri aðfaranótt föstu dags s.I. með þeim afleið- ingum að f jórir menn slös- uðust. Bíllinn stórskemmd- ist eins og sjá má. er orðið óstætt, hversu góður læknir sem hann kann annars að vera. í augum fólksins eru sérfræðingarnir einskonar guð- ir, og það virðist trúa því, að þeir sjái sem Óðinn „of heim all- an“, og að öll vizka og þekking veraldar sé saman komin í þeirra haus. Þó fer því víðsfjarri að svo sé, og utan síns sérsviðs munu þeir enga yfirburði hafa fram yfir hinn almenna lækni. Enn sem fyrr er þjóðinni það höfuðnauðsyn að eiga vel mennt- aða, dugmikla og vitra lækna, til þjónustu í byggðum landsins. menn með heilbrigða skynsemi sem láta sér ekki allt í augum vaxa. Menn sem skilja fólkið og eru reiðubúnir til þjónustu við menn og málleysingja, af sam- úð með öllu, sem andar og hrær- ist. Læknirinn á ekki að vera fjárplógsmaður og ræningi, held- ur hámenntaður maður og hinn miskunnsami Samverji, sem hjálpaði hinum særða, setti hann upp á sinn eyk og greiddi fyrir hann í gistihúsinu. Málið allt er til skammar fyrir læknastéttina, og henni ber, sóma síns vegna, að leysa það, ef ekki með öðru, þá með því að senda sérfræðinga til þjón- ustu í útkjálkahéruðunum. Þeim er það engin vorkunn, og ekki meiri vandi en að elta sínar „skjátur“ um allan Reykjavíkur- bæ. Árni Vilhjálmsson fyrrv. héraðslæknir Sumarleikhúsið sýnir gamanleik- inn „Allra meina bót“ í 10. sinn í kvöld. Sýningin hefst kl. 8.30 í Austurbæjarbíói. — Aðsókn að leiknum hefur verið ágæt og undirtektir mjög góðar. Af Grænlands miðum AKRANESI, 4. maí: — Detti- foss lestar sér fisk í dag og tog- skipið Jón Trausti frá Patreks- firði kom í morgun með tóma poka til Sementsverksmiðjunnar. Togarinn Víkingur er væntanleg ur til Akraness nk. sunnudags- kvöld af Grænlandsmiðum með 500 tonn. Aflinn er að þremur fjórðu hlutum karfi, hitt þorskur. Kosið til sparisjóðs BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur kaus í gær þá Bjarna Benedikts son ráðherra og Baldvin Tryggva son framkvæmdastjóra til að taka sæti í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis næsta árið. Jafnframt voru kosnir end urskoðendur sparisjóðsins til jafnlangs tíma þeir Björn Steííen sen og Ingimar Erlendsson. — Eigi komu fram tillögur um fleiri menn en kjósa átti. BÆNDUR Við viljum vekja athygli yðar á þvf, að lónastofnanir gera kröfu urr> að útihús þau sem lánað er út á, séu brunatryggð fullu verði. Samvinnutryggingar taka að sér slíkar brunatryggingar með beztu fáanlegu kjörum. Iðgjald fyrir hús, sem byggt er eingöngu úr steini er aðeins kr. 80,00 á ári fyrir 100 þúsund króna tryggingu. Ef þér hafið ekki þegar brunatryggð útihús yðar, þá látið það ekki henda yður að vera með þau ótryggð. SAMVINNUTRYGGINGAR Umboð um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.