Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 6. maí 1961 MORGVNBLAfílÐ 17 Stefán Runólfsson frá Hólmi — Kveðja Fæddur 22. ágúst 1903 Dáinn 30. apríl 1961 STEFÁN RUN ÓLFSSON, raf- virkjameistara frá Hólmi í Land- broti, lézt að heimili sínu, Hvassa leiti 153 hér í bæ, sunnudaginn 30. apríl. Stefán var fæddur að Hólmi í Vestur-Skaftafellssýslu 22. ágúst 1903, sonur Runólfs Bjarnasonar 'bónda á Hólmi Runólfssonar á Maríubakka og konu hans, Rann veigar Bjarnadóttur bónda í Þykkvabæ í Landbroti. Stefán ólst upp í föðurhúsum fram til 18 ára aldurs, en þá köll- uðu góðar gáfur og framsækni seskuman-nsins á meiri mentun. Hann fór þá til náms í Noregi og dvaldist þar nokkur ár og lærði rafvirkjaiðn hjá hinu þekkta raf magnsfyrirtæki „Grepa og -Mjelva". Síðan eftir dvölina í iNoregi fór Stefán til Þýzkalands á leit að meiri og víðtækari þekk ingu í iðn sinni. Hann kemur svo aftur heim til íslands um 1926—27, og hefst þá handa ásamt Bjarna bróður sínum um að setja upp einkarafstöðvar í sveitum og gerðu þeir bræður mikið af J>ví næstu árin. Upp úr 1930—31 tekur Stefán að sér fyrir eigin reikning að setja upp stórar raf stöðvar fyrir Blönduós, Sauðár- krók og Laugaskóla í Suður-Þing eyjarsýslu ásamt mörgum smærri stöðvum, en þetta þóttu stórvirki á þeim tíma. Síðan sezt hann að í Reykjavík, og hér stofnaði hann fyrirtæki og verzlun. Og alla tíð eftir Noregs-dvölina fór hann með umboðssölu fyrir „Grepa og Mjelva“-verksmiðjurnar norsku. Stefán var virkur þátttakandi f bindindis- og félagsmálum. í fimm ár var hann formaður íþróttaráðs Reykjavíkur. Stefán var formaður Ungmennafélags Reykjavíkur í 10 ár og beitti sér fyrir byggingu félagsheimilis UMFR, og á hans herðum hvíldi sú mi-kla framkvæmd alla tíð. Formaður Bandalags æskulýðs- félaga Reykjavíkur var hann um skeið og í stjórn íþróttasambands íslands. Stefán var snjall iþróttamaður og lagði stund á flestar íþróttir. Hann var mikill áhugamaður um eflingu glímunnar, góður glímu- maður og kunni vel glímu. Fyrir hans tilstilli hóf Ungmennafélag Reykjavikur árið 1944, þegar eft- Jr að hann tók við formennsku félagsins, að æfa glímu, og er UMFR nú eitt öflugasta glímu- félag landsins. Ungmennafélagi Reykjavíkur vann Stefán mikið og gifturíkt starf af ósérplægni og fórnarlund. Stefán var hugsjónamaður, úr- ræðagóður og skarpgreindur. Hann unni landi sínu og þjóð og foarðist ótrauður fyrir því, sem hann taldi horfa til velfarnaðar. Gilti þá einu, þótt hans eigin hagsmunir biðu hnekki af. Stefán var trúr kjörorði Ungmennafé- laganna: „fsland allt“. Hann skip aði sér ákveðið' undir merki Þjóð varnarflokks íslands. í starfi sínu hafði Stefán æskuna í huga. Þroski og gifta hennar var hon- um ætíð fyrir öllu. Stefán var baráttumaður, sem harðnaði við hverja raun og lét ekki hlut sinn, þegar út í hita félagsmálabaráttunnar var kom- ið. Hann átti því á þeim vett- vangi bæði samherja og mót- stöðumenn. Þó hygg ég nú að leiðarlokum, að öllum þessum að- ilum muni vera ljúft að viður- kenna hæfileika hans og dreng- skap. Við samherjar Stefáns munum lengi minnast hans, glaðværðar hans, viðmótshlýju og þraut- seigju, þegar um áhugamál var að ræða. Stefán var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Gunnhildur Frið- finnsdóttir Jónssonar hreppstjóra frá Blönduósi, hin mesta ágætis- og myndarkona. Hún dó 4. ágúst 1954. Síðari kona Stefáns er Olga Bjarnadóttir Vilhelmssonar skip- stjóra og útgerðarmanns, sem lifir mann sinn. Reyndist hún honum stoð og styrkur í störfum hans, en þó einkum í hinum erfiðu og þjáningafullu veikind- um hans undir lokin. Áttu þau eina dóttur barna, Gunnhildi, sem nú er tæpra þriggja ára, yndislegt barn, sem var Stefáni sannur sólargeisli. Að lokum viljum við vinir hans og félagar úr Ungmenna- félagi Reykjavíkur færa honum okkar innilegustu þakkir fyrir öll hans miklu og góðu störf í þágu félagsins. Þá viljum við færa sysfckinum hans, eftirlifandi konu og dóttur, okkar innilegustu samúðarkveðjur í þeim harmi sem fráfall hans veldur þeim. Vinur við kveðjum þig öll með kærleik og ást, með Kristi þar vonum við aftur að sjást. Daníel Einarsson. Afgreiðslustúlka óskast Upplýsingar ekki gefnar í síma. Gardínubúðin Laugavegi 28 HúseZgn til sölu Hús með 2 íbúðum til sölu í Kleppsholtinu. íbúð- irnar eru 2ja herb og 3ja herb., ásamt stórum bíl- skúr. Allt í góðu standi. Nánari upplýsingar gefur: INGI INGIMUNDARSSON, hdl., Vonarstræti 4 — Sími 24753. ALLT HEIMILIÐ SKÍNANDI FAGURT ÁIM IMLIMINGS MEÐ ÞESSUM JOHNSON’S FÆGILÖGUM Notið PRIDE fyrir húsgögnin Pride — þessi frábæri vax vökvi, setur spegilgljáa á húsgögnin og málaða flett án nokkurs núninés. Og Pride gljái varir mánuðum saman, verndar húsgögnin gegn fingraförum, slettum, ryki og óhreinindum. Fáið yður Pride — og losn- ið við allt nudd er þér fægið húsgögnin. Notið Glo-Coat á gólfin. Glo-Coat setur varan. legan gljáa á öll gólf án nokkurs núnings - gler- harða húð, sem kemur í veg fyrir spor og er var- anleg. Gerir hreinsun auðveldari! Fljótari! Notið Glo-Coat í dag —• það gljáir um leið og það þornar! johnson/sTwax products MALARINN H. F. Sími 11498 — Reykjavík Atviiinurekendur athugið Ungur maður utan af landi óskar eftir afgreiðslu- störfum frá 1. júní, helzt við kjötafgreiðslu, er van- ur. Góð meðmæli ef óskað er. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 12. þ.m. merkt: ,,Maí — Júní — 44“. Léttir, fallegir og þægilegir ilskór úr fyrsta flokks plastefni, njófca æ meiri vinsælda ánægðra kaupenda. Tilboð okkar innifelur fjöl margar tegundir nýtízku skófatnaðar, sem sem áreiðanlega munu auka sölu yðar. Þess vegna ættuð þér nú að byrgja yður upp. Um- boðsmenn okkar munu fúslega veita yður allar nánari upplýsingar og uppfylla sérkröfur yðar.: EDDA H.F. umboðs- og heildverzlun Grófin 1, Reykjavík. i Útflytjendur: Ol IITSCHit IMMIM- UNO AUSSfM HANDEl TiXTIl BiRllN W 8 • Bf HRiNSTRASSE 4« GERMAN DEMOKRATIC REPUBLIC Cóð íbúð fíl sölu Sólrík, nýleg 5 herb. íbúðarhæð, auk tveggja herb. í risi er til sölu og laus nú þegar. Sérhitaveita, rækt- uð og girt lóð og malbikuð gata á góðum stað í Austurbænum. — Upplýsingar veittar kl. 5—7 e.h. í dag og næstu virka daga. JÖN INGIMARSSON, lögmaður Birkimel 10 — Sími 24944. Til sölu er nú nótabáturinn Lundinn GK 78, 22ja tonna með þorskaneta- og dragnótaveiðarfærum. — Tilbúinn til afhendingar nú þegar. Bátur og vél í mjög góðu lagi. Verð og skilmálar hagstæðir. Allar upplýsingar gefa: Austurstræti 14 Sími 14120 og eigandi bátsins Guðmundur Vigfússon Sími 50343.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.