Morgunblaðið - 06.05.1961, Side 20
20
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 6. maí 1961
DÆTURNAR VITA BETUR
SKÁLDSAGA EFTIR RENÉE SHANN
---------------j
46
Ijóst, hvernig það hefði getað
byrjað. Að því er hann bezt
vissi, höfðu þau aldrei sézt fyrr
en þennan dag fyrir viku, þegar
Janet bauð henni heim.
— Seztu niður, Nigel, það er
dálítið, sem mig langar til að
segja þér. Hún settist í lágan hæg
indastól, bauð honum vindling
og fékk sér annan sjálf. — Hef-
urðu aldrei furðað þig á því,
Nigel að ég skuli aldrei hafa
gjfzt?
— Jú, víst hef ég það. Ég
þykist alveg vita, að þú hafir
fengið mörg hjúskapartilboð.
— Það er nú kannske ofmikið
sagt, en alltaf eitt eða tvö. En
svo var það hjá mér eins og
Janet, að ég varð ástfangin, þeg-
ar ég var mjög ung. Þessvegna
er ég svo áfram um, að hún
giftist þér. Ég tel, að ef ekki
verður úr því, fari fyrir henni
alveg eins og mér, að hún verði
enn ógift þegar hún er komin á
minn aldur, og þess vildi ég
sízt af öllu óska henni.
Nigel saug vindlinginn með
ákafa. — Ertu að reyna að segja
mér, að fyrir mörgum árum haf-
ir þá verið ástfanginn af pabba
hermar Janet?
— Já.
— Guð minn almáttugur! Og
nú þegar þú hefur hitt hann aft-
ur og komizt að því, að honum
kemur ekki saman við kon-
una sína.... Nigel komst ekki
lengra. Æ, fjandinn hafi það,
ekki gat hann spurt hana hrein-
lega að því, hvort þau væru í
þann veginn að hlaupast á brott.
En líklega væri það sönnu næst.
— Það breytir engu fyrir mér,
sagði Cynthia.
— Ef það er rétt, hversvegna
segir Janet þá, að foreldrar sín-
ir séu að skilja þín vegna?
að hún heldur, að það sé satt.
— En hversvegna ætti hún að
halda það? Hún hefur ekki einu
sinni hugmynd um, að þið pabbi
hennar hafið nokkurntíma sézt
fyrr, auk heldur að þið hafið
verið ástfangin hvort af öðnu.
Ég er viss um, að hún hefur hald
ið, að þið væruð að hittast í
annað sinn á ævinni á laugar-
daginn var.
— Guð einn má vita, hvað hef-
ur gerzt síðan.
— Það ætla ég mér að fá að
vita. Ég ætla ekki að sleppa Jan-
et þó að hún skrifi mér eitt bréf
og segist ekki geta átt mig. Eitt
er alveg greinlegt af þessu bréfi,
sem sé það, að nú hlýtur að vera
komið í ljós, að mamma hennar
er ekki nærri eins veik og hún
lét í veðri vaka. Janet mundi
aldrei tala um að fara í langa
ferð, ef eitthvað alvarlegt væri
að henni.
— Ég held, að þessi veikindi
mömmu hennar séu mest á sál-
inni.
— Og stafandi af þessu ósam-
komulagi þeirra hjónanna, eða
hvað?
— Það er bugsanlegt. Hún er
afskaplega taugaveikluð, og hef-
ur verið mjög óhamingjusöm
lengi. Ef hún hefur verið hrædd
um, að maðurinn hennar yfir-
gæfi hana þegar Janet væri
gif t....
Nigel leit á hana. Hann var
með spurningu, sem hann varð
að fá svar við. Og Cynthia var
einmitt lykillinn að þeim leynd-
ardómi.
— En hvað viltu sjálf að verði?
Já, já, ég veit að þú ert nýbúin
að segja mér, að fyrir þig breytti
það engu þó að foreldrar Janets
fari að skilja, og þú vitir, að þau
sitji aldrei á sáttshöfði. En ef þú
nú vissir, að þau væru þegar
skilin — hvað þá?
— Það mundi engu breyta. Ég
skal segja þér, hvemig ég vil að
þetta fari. Ég vil, að þið Janet
giftið ykkur og ég vil að sam-
komulagið batni hjá foreldrum
hennar og þau geti lifað saman
í friði. Og þetta sagði ég honum
í gærkvöldi.
— Gærkvöldi?
— Já. Hann kom hingað fljúg-
andi og við hittumst og ræddum
málið rækilega. Ég segi þér þetta
í trúnaði, en hinsvegar varða
endalok málsins þig svo miklu,
að mér finnst þú eigir rétt á að
vita það.
Nýr vonarneisti kviknaði hjá
Nigel. Ef Cynthia var einráðin
í því að fara ekki að taka föður
Janets frá móður hennar, gat
ekki hjá því farið, að Janet teldi
sig frjálsa allra ferða sinna, jafn-
skjótt sem hún hefði fullvissu
um þetta. Hann sagði: — Þakka
þér fyrir að vera svona hrein-
skilin við mig. Hann leit á úrið.
Ég þarf að fara af stað. Ég ætla
að skreppa til London tafarlaust
og hitta Janet. Gallinn er bara
sá.... Hann hikaði. — .. er sá, að
ég veit bara ekki, hversu mikið
ég þori að segja við hana. Ég á
við, af þessu, sem þú varst að
segja mér frá núna.
— Þú mátt segja henni hvað
sem þú vilt. Það sem ég var að
segja' við þig, hefði ég alveg eins
sagt við hana. Nú leit hún líka
á klukkuna. — Ef ég verð fljót
að klæða mig og þú getur pant-
að far, gætum við náð í vélina
klukkan hálfellefu. Ég held
áreiðanlega, að það sé betra, að
ég komi með þér, og tali sjálf
við Janet. Og enn meir áríðandi,
að ég tali við mömmu hennar
líka. Eitt get ég að minnsta kosti
sagt henni, sem sé, að ég ætli
ekki að taka Philip frá henni. Og
heldur ekki held ég, nú orðið,
að hann sé neitt í þann veginn
að yfirgefa hana.
Janet heyrði í forstofuhurð-
inni og síðan rödd Cynthiu
frammi. Hversvegna hafði nú
Marie hleypt henni inn þegar
hún hafði lagt ríkt á við hana að
segja, að hvorki hún né móðir
hennar væru til viðtals. Og hvað
var Cynthia yfirleitt að erinda
hér? Hún var áreiðanlega komin
til Parísar. Hafði henni ekki ver-
ið sagt í gærmorgun, að hún væri
farin heim til sín? Anadartaki
síðar var barið á svefnherbergis-
hurðina hennar.
— Ég bið yður að fyrirgefa,
ungfrú Janet. Það er ungfrú
Langland. Hún heimtaði að fá að
koma inn. Hún er í dagstofu-nni.
Hún segist fyrir hvern mun
þurfa að hitta yður eða móður
yðar.
— Gott og vel, Marie. Ég skal
koma og tala við hana.
Hún óskaði þess heitast, að til
þess arna hefði aldrei komið.
Hún vildi ekki hitta Cynthiu. Og
það hélt hún að Cynthia væri
farin að renna grun í nú orðið.
Hún sem var svo fljót að skynja
viðbrögð fólks gagnvart henni.
Það var eins og hún fyndi það
á sér, hvað fólk fann til og hugs-
aði. En hinsvegar, ef önnur hvor
þeirra mæðgna þurfti að tala við
hana, mátti það að minnsta kosti
ekki vera mamrna hennar. Janet
þorði varla að hugsa til þess,
sem ske kynni, ef þær hittust
augliti til auglitis. Því að nú
þóttist hún viss um að mamma
sín kynni alla söguna um Cyn-
thiu og pabba hennar. Þó var
hún ekki alveg viss um, hvort
henni var kunnugt um, að hann
hefði elt hana til Parisar, en ekki
var það nú samt óhugsanlegt.
Janet andvarpaði og hrollur
fór um hana. Hún var enn undir
martröð. Aðeins meðvitundin
um það, að hún hafði náð í svefn
töfluglasið var henni ofurlítil
huggun. En vitanlega var það
ekki til neinnar frambúðar. Ef
mamma hennar var einbeitt í
áformi sínu, gat hún haft mörg
önnur úrræði. En Sally Winston
hafði sagt, að þetta væri aðeins
hámark sjúkleika hennar og ,ef
hægt væri að koma henni yfir
það með lagi og lempni, mundi
hún jafna sig. Og svo kæmi sál-
fræðingurinn bráðum heim og þá
gæti hún farið til hans og von-
andi fengið bata.
Janet óskaði þess heitast, að
hann væri kominn. Hún var
heldur ófróð um svona sálar-
lækningar, út yfir það, að þær
gætu gert fólki gagn, sem þjáð-
ist af sálrænum kvillum og tauga
veiklun. Ög liklegá gekk þetta
að móður hennar. Eða var það
kannske vitleysa? Var það eitt-
hvað slæmt, sem var bara skreytt
með einhverju læknisfræðinafni?
Var ekki bara ósamkomulagið
milli þeirra hjónanna það, sem
að mömmu hennar gekk? Og
svo þessi vissa um, að pabbi
hennar ætlaði að fara að yfir-
gefa hana vegna Cynthiu?
Hún stakk höfðinu í gættina
hjá móður sinni áður en hún fór
niður.
— Ertu vakandi, mamma?
— Já. Ég er með ógurlegan
höfuðverk.
Janet þóttist viss um, að móðir
sín mundi liggja í rúminu, vegna
þessa höfuðverkjar og ekki geta
haft sig á fætur. Hún horfði á
hana þar sem hún lá í skrautlega
rúminu í hálfdimmu herberginu
og fór að hugsa um, hvað a£
henni yrði. Vatnsglas og hennar
eigið svefntöfluglas stóðu ál
borðinu við rúmið. En sem betur
fór hafði hún ekki tekið úr þvi
nema venjulegan skammt. Eða
að minnsta kosti ekki mikið
meira. Líklega kannske eina eða
tvær og það gæti aldrei gert
henni neitt. Það þurfti einhver
ósköp af þessum grænu töfluna
.... Það fór hrollur um Janet.
— Þú ert ekki að fara út, er
það? spurði móðir hennar.
— Nei, nei, ég leit bara inn til
að vita, hvernig þér liði. j/
Janet lokaði dyrunum. Líklega
hafði mamma hermar ekki heyrt
til Cynthiu í forstofunni. Þá
hafði hún, guði sé lof, ekki hug-
mynd um heimsóknina, sem kom
svona óvænt. Og hvað gæti Cyn-
thia verið að erinda? Og ef
Cynthia var komin aftur til
London, hvar var þá pabbi henn-
ar? Janet hafði sem sé enga til-
raun gert til að komast í sam-
band við hann. Hún ætlaði að
minnsta kosti að bíða með það
^lJÚtvarpiö
Laugardagur 6. maí
8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:05 Morg
unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. —
8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. —
10:10 Veðurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25
Fréttir og tilkynningar).
12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Öig-»
urjónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin. (15:00 Fréttir)*
15:20 Skákþáttur (Baldur Möller)
16:00 Fréttir og tilkynningar. (Fram«
hald laugardagslaganna).
16 :30 Veðurfregnir.
18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl
inga (Jón Pálsson).
18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Kvöldtónleikar* >
a) „Svanurinn frá Tuonela" op,
22 nr. 3 eftir Sibelius (Sin-*
fóníuhljómsv. i Prag leikur;
dr. Václav Smetacek stj.).
b) Leonid Kogan leikur tvö fiðlit
verk: Fantasíu op. 131 eftir
Schumann og „Malaguena'*
eftir Sarasate.
c) „Álfabrúður", ballettmúsílc
. eftir Josef Bayer (Sinfóníu*
hljómsveit Vínarborgar leik«
ur; Paul Walter stjórnar).
20:45 Leikrit: „Aðan“ eftir Hubert
. Henry Davies í þýðingu Bald«
urs Pálmasonar. — Leikstjórit
Indriði Waage.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Danslög. — 24:00 Dagskrárlok.
12000 vinningar á ári!
30 krónur miðinn
— Hún segir það bara af þvi
j 1 &
kæliskópsins
+|vmu op ýfiífskiÍiirini
þér a§iaupá l(<?liskápj|
-. - • bab ber aS varida val LnsM
I ’J;.t
■tígiM
. Austurs
— Nei, sjáðu þennan skemmtilega egglaga stein!
a
r
L
ú
á
— Vertu rólegur Alex . . . Sal-
an á Goody-goo fer hraðvaxandi
. . . svo er auglýsingabrellu
minni fyrir að þakka . . .
- - En mér finnst það smekk-
leysa að vera að þekja þessa
fallegu staði auglýsingaspjöldum,
Tripwell!
— Hver kærir sig um góðan
smekk! . . . Varan selst! . . . Það
er aðalatriðið!
— Já, hún selst núna . . . En
bíddu þar til friðunarsinnarnir
og náttúruunnendurnir taka að
deila á okkur!