Morgunblaðið - 17.05.1961, Síða 14

Morgunblaðið - 17.05.1961, Síða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. maí 1961 Okkur vantar nú þegar reglusaman Afgreiðslumann á vörulager okkar. — Hann þarf að vera um eða yfir 30 ára og hafa ökuréttindi. — Þeir, sem áhuga hafa á þessu, snúi sér til skrifstofu okkar að Laugavegi 16. Stefán Thorarensen hf. Til sölu er 1. Chaseside traktorskófla, % cu.yd., ásamt nokkru magni af varahlutum. 2. G.M.C. bifreið með y3 cu.yd. vökvaknúnu mokstr- artæki. 3. Fiat 1100 station-bifreið model 1955. 4. Barford gangstéttavaltari með dieselvé’. 5. Vatnsdælur,, 3 stk. ógangfærar. 6. Graco smurvél á gúmmíhjólum, 4 dælur. Nokkurt magn af varahlutum fylgir. Ofanskráð verður til sýnis í Áhaldahúsi Reykjavík- urbæjar, Skúlatúni 1, fimmtudaginn 18. maí og föstudagin 19. maí n.k. Tilboð skal senda til skrifstofu vorrar, Tjarnargötu 12, IH. hæð, fyrir kl. 4, föstudaginn 19. maí n.k. og verða þau þá opnuð að bjóðendum viðstöddum. Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heim- ild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnu- rekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt I. ársfjórðungs 1961, svo og söluskatt og útflutningssjóðsgjald eldri ára, stöðv- aður, þar til þau hafa gert full skil á hinum van- greiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. maí 1961. • Sigurjón Sigurðsson FJÁRGIRÐINGARNET Verð kr. 227,00 rúllan GARÐANET GADDAVÍR L Y K K J U R fyrirliggjandi Þ. Þorgrímsson & co Borgartúni 7 — Sími 22235 Síðdarbátur til solu Mjög góður síldveiðibátur til sölu. Tilbúinn til síld- veiða og afhendingar strax. Til greina gæti komið að taka minni bát upp í kaupin. Bátakaupendur Bátaseljendur Hafið samband við okkur sem fyrst Sími 14120. Austurstræti 14, 3. hæð. Jörðin BAKKI í Austur-Landeyjum er laus til ábúðar nú þegar. Stór tún, löng rekafjara, rafmagn, sími og akvega- samband. Áhöfn og vélar til sölu. Nánari upplýsingar í síma 36790 og hjá ábúanda jarðarinnar, sími um Miðey. Afvinna Höfum atvinnu fyrir stúlkur á aldrinum 17—30 ára við verzlunarstörf o. fl. Vinnumiðlunin Laugavegi 58 — Sími 23627 lítgerðormenn Af sérstökum ástæðum hefi ég til sölu efni í tvo nælon-hringnótarpoka (blakkarnót). Lengd 2500 möskvar, tjargað 32 umför á alin, garn 210/36 til 210/12. Thorberg Einarsson, sími 23634 ,Nashymingarnir' \ i sibasfa sinn í KVÖLD verður siðasta sýn- ingin í Þjóðleikhúsinu á hinu umdeilda og fræga leikriti Ionesco ,.Nashymingarnir“ Margir munu hafa lesið grein Kristjáns Albertssonar sl. sunnudag, þar sem hann seg- ir að þetta sé ein bezta sýn- ing, sem hér hefur sézt á leiksviði í langan tíma. | Myndin er úr fyrsta þætti af leikurunum Baldvini, Bessa Jóni Aðils og Ævari í hlut- verkum sinum. — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. \ ókunnugt um. Hinsvegar voru Bandaríkjamenn viðbúnir því að senda herlið til Kúbu ef Castro réðist gegn herstöð Bandarxkj- anna við Guantanamo-flóa á Kúbu. Verið getur að forstöðu- menn innrásarinnar hafi heyrt um þessa ráðagerð og litið á hana sem stuðning við sig. • Bjartsýni Kúbumennirnir segjast aldrei hafa reiknað með þeim mögu- leika að innrásin mistækist, því bandaríska leyniþjónustan hafi verið svo bjartsýn um árangur. Alls voru um 5—6000 menn í herliði flóttamanna. Átti að senda allan þennan her til Kúbu eftir fyrstu árásina. Biðu sumir um borð í skipum, aðrir á flug- völlum í Florida, en þaðan áttu þeir að fara flugleiðis til flug- valiar í nánd við innrásarstaðinn. Þá var ætlunin að senda her- lið á land strax og sókn inn- rásarhersins væri hafin og átti það lið að sameinast skærulið- um í Escambray fjöllum. En aldrei varð neitt úr þessum áætl- unum. Skæruliðarnir voru sann- arlega hjálpar þurfi Hersveitir Castros höfðu umkringt land- svæðið og voru skæruliðar matar og vistarlausir. Var þetta ein ástæða þess að innrásinni var flýtt. Önnur ástæðan var sú að foringjar flóttamanna og þeir Bandaríkjamenn, sem áttu að vera málum kunnir, töldu að Castro yrði velt frá völdum strax og ráðist yrði á Kúbu. Töldu þessir menn að herinn gæí ist upp eða gengi í lið með inn- rásarmönnum og þjóðin gerði byltingu gegn Castro. • Ekki reiknað með ósigrl Vegna þessara kenninga byggð ist innrásin ekki svo mjög á styrkleika innrásarliðsins. Menn héldu að það væri nóg að setja lið á land, hitt kæmi af sjálfxt sér. Og engin áherzla var lögð á það hvað gera skyldi ef illa tækist. En innrásin mistókst al- gjörlega. Fréttir frá Kúbu herma að í fyrstu hafi nokkurrar eftir- væntingar orðið vart. En hún hvarf er Castro náði tökum á innrásarliðinu og lét handtaka tugi þúsunda Kúbubúa. Nú eru skæruliðar í Escambray fjöllum enn ver settir en áður. Og her flóttamanna hefur verið leystur upp. Heimennirnir eru komnir í „frí“. En samt ríkir sú skoðun hjá ýmsum leiðtogum flóttcunanna að minnu hafi munað en flestir telja. Innrásin mistókst vegna þess að bandarísku flugvélarnar komu ekki, segja þeir. Án flug- vélanna var útilokað fyrir inn- rásarherinn að halda Svínafirði nægilega lengi til að mynda rík- isstjórn, sem hefði getað farið fram á viðurkenningu Og aðstoð Bandarík j anna. Jóhannes Lárusson héraðsdómslögmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjxxhvoli — Sími 13842. SVEINBJÖRN DAGFINNSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.