Morgunblaðið - 17.05.1961, Side 20

Morgunblaðið - 17.05.1961, Side 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. maí 1961 Mary Howard: Lygahúsið enn betur í ljós við sólbrennt andlitið. Hún tók líka eftir því, að föt hans voru vel sniðin, en talsvert slitin. Eftirtektarverður ungur mað- ur, hugsaði hún með sjálfri sér, en ekki nsegilega rkur né voldug ur til þess að hugsa frekar um 'iann. Elskan, sagði hún við Charles, — við megum ekki verða ofsein í skilnaðarmáltíðina. — Nei, en við höfum þó alténd tíma til að fá okkur eitt glas. Hvað segir þú um það, Bill? — Þakka yður fyrir, en ég held ekki. Ég verð sjálfur á ei- lífum þeytingi í dag að kveðja. Og satt að segja, er ég búinn að bjóða þessari geðugu skrifstofu- stúlku þinni út í mat. Charles hló. Já, það er sem ég s®gi; Þær væru illa staddar, stúlkurnar hérna, ef þú værir ekki. Powell brosti í kveðjuskyni til Karólínu, og síðan gengu báðir mennirnir út að dyrum. Henni þótti grunsamleg öll þessi virð- ing sem Charles sýndi Powell. Þarna stóð hann hjá honum við dyrnar með höndina á handlegg hans, og þeir virtust vera að tala eitthvert óskaplega alvar- legt mál. Kannske var þessi hálf- illa búni maður eitthvað sérstakt og merkilegt. Hún horfði nú á hávaxinn manninn með endur- vöknuðum áhuga. Víst var hann álitlegur og ef til vill þess verð- ur, aö honum væri frekari gaum- ur gefinn. — Ég kem sjálfur til Evrópu í sumar, sagði Charles, — og ég vona, að við hittumst þar, og ef svo verður, ætla ég að gera nýja tilraun til að snúa þér og fá þig til að koma til okkar aftur. — Þér kynni að takast það, sagði Powell brosandi. — Ég hef haft mestu ánægju af að vinna Wekla Aiisturstræti 14 ‘ Sími 11887 ‘ V .; : (Skáldsaga) fyrir þig. Hann rétti fram hönd- ina. — Vertu sæll! Charles kvaddi hann, alvar- legur á svip. — Ég vona. að þetta sé rétt gert af þér. Líði þér vel. — Þakka þér fyrir. Hurðin féll að stöfum á eftir Powell og Charles sneri sér við hugsandi á svipinn. — Hver er þessi ósnyrtilegi ungi maður? spurði Karólína for- vitin. — Ég hélt að hann væri bara einn af starfsmannahópn- um. Charles gekk til hennar og kyssti hana. — Það er hann líka — eða var, réttara sagt. Hann brosti blíð- lega til hennar. — Ég var að vona, að hann kæmi hingað aft- ur, eftir fríið sitt, en það virðist ekki ætla áð vferða. — Borgaðu honum ekki nógu hátt kaup? — Bill Powell er einn þessara sjaldgæfu fugla, sem ekki er hægt að kaupa, svaraði Charles. — Hann hefur nóg upp úr sér. Hann er framúrskarandi verk- fræðingur með sérstaklega dýr- mæta þekkingu á málmum, og hann kann lag á því að fá full afköst út úr þeim, sem hann vinnur með. Eii hann vill bara ekki binda sig. Hann semur aldrei við fyrirtæki nema um eitt verk í einu. Segist vilja hafa tilbreytingu og langa til að sjá sem allra mest af heiminum, með an hann er enn ungur. Hann flýg ur til London á morgun og fer þá í sex mánaða ferðalag um Evrópu, og ég gat ekki talið hon- um hughvarf. Það skeður annars ekki oft, að óg fái ekki vilja mínum framgengt. — Vantar sjö aura á burðargjaldið? l»á neita ég að taka við því! Karólína stakk hendinni undir arm hans. — Þú hefðir átt að segja mér það; hver veit nema ég hefði getað talið honum hug- hvarf. Hann kyssti hana aftur og furð aði sig á þessari blíðu vernd, sem hann fann jafnan til, er hún snerti hann. — Það gætirðu vafa laust, en ég veit ekki hvort þú nenntir að eyða tímanum þínum í að telja töfrandi ungum mönn- um hughvarf, sérstaklega Bill Powell. Hann kló. — Honum virð ist verða vel ágengt hjá ungu stúlkunum hérna í borginni. — Treystirðu mér ekki, Charles? sagði Karólína glaðlega, og hann herti takið að mitti hennar. — Auðvitað treysti ég þér, en það er nú svona samt að ég trúi ekki enn á heppnina mína, taut- aði hann. — Að þú elskir mig og tilheyrir mér einum. Ég er af- brýðisamur gagnvart öllum, sem tala við þig, jafnvel imglingum eins og Bill Powell. Þessvegna vil ég giftast þér, svo að ég geti æpt framan í alla veröldina, að ég eigi þig. Hún lagði hendurnar um háls hans. — Ég er ekkert hrædd. Einhvern daginn getum við gift okkur. — Já, ég vona, að Marion sé loksins farin að gera sér það ljóst, að hjónabandið okkar er misheppnað og búið að vera og að ég muni aldrei koma til henn- ar aftur. Vonandi verð ég orðinn laus að ári. Sér til undrunar, fann Karó- k'na ekkí til neinni»r sérstakrar gleði við þessi orð, og var það þó þetta, sem hún hafði verið að vinna að undanfarin tvö ár. Hún hefði átt að geta hrósað sigri. En þess í stað fann hún aðeins til einhvers leiða. Charles, sem var næmur fyrir geðbrigðum hennar, leit á hana og tortryggni brá fyrir í dökku, greindarlegu augunum. — Hvað gengur að þér? — Ekkert.... — Víst er það eitthvað.... viltu kannske ekki giftast mér? — Charles.... eftir hverju höfum við verið að bíða? Hún leit úm öxl og flýtti sér að hugsa. — Nei, það er ekki það... .ég er bara dálítið áhyggjufull. Hann lyfti upp höku hennar og lét hana horfa framan í sig. — Út af hverju? Peningum? — Æ, Charles þú ert svo ör- látur víð mig. Ég get ekki.... — Vitanlega geturðu það. Segðu það bara. — Æ, það er hún Kisa.... hún ungfrú Purcell, einkaritarinn minn. Karólína bar óðan á. — Hún er að verða gömul og mamma hennar lasin. Mig langar til að gefa henni ársfrí, svo að hún geti litið eftir gömlu kon- unni og hvílt sig um leið. Ég gaf henni þúsund pund. .. . en ég fæ ekki neitt útbörgað fyrr en í október, svo að ég er í hálf- gerðum vandræðum. Ég gæti náttúrlega selt eitthvað af gim- steinum.... Hún fann, að Charl- es létti. — Þú selur ekki neitt, sagði hann. — Ég skal gefa þér þúsund punda ávísun í kvöld. — Þú ert alltof góður við mig. Karólína lagði höfuðið á öxl hans. Hún brosti með sjálfri sér. Jafnvel þó að hún gæfi Kisu þessi hundrað pund, átti hún þó alltaí níu hundruð í afgang, til | þess að skemmta sér ofurlítið fyrir, áður en Charles kæmi í heimboðið til hennar í Villa Chrystale. Hún fór allt í einu að hlakka til þessa tíma, sem hún átti í vændum í Evrópu, án þess að hafa Charles alltaf hangandi í sér. Góður var hann að vísu, og tilbað hana. En henni var farin að finnast þessi tilbeiðsla dálítið þreytandi. Snögglega skaut andliti Bills Powell upp í huga hennar — hann, sem var svo sterkur, óhrif- gjarn og ungur. Hann ætlaði líka að fljúga til London á morgun. Líklega yrðu þau í sömu vélinni. Það, sem Charles hafði sagt henni af Bill, vakti forvitni henn ar og áhuga. Gaman gæti verið að byrja fríið sitt með því að vera ofurlítið með honum og vita hve langan tíma það tæki að þurrka þetta kæruleysi úr aug- um hans. Meðan Karólína var að undir- búa Lundúnaferð sína, næsta dag, flaug Stephanie til Nioe með vinstúlku sinni, Sally Rowland. Frú Rowland var á flugvellin- um að taka móti dóttur sinni, og Stephanie hinkraði við meðan þær mæðgurnar skiptust á kveðj um. Það hlýtur að gefa öryggistil- finningu, að móðir manns taki svona á móti manni........jafnvel — Markús, þetta verður stór- kostleg saga um auglýsingaógn- unina við náttúrufegurðina . . . og ég ætla að birta hana. En ég er sannarlega að tefla á tvær — Já, Markús, en auglýsinga- hættur! fyrirtækið, sem annast auglýsing- — Hvers vegna að tefla á tvær arnar fyrir Goody-goo, verzlar hættur! i einnig afarmikið við okkur. Sér- staklega með litaauglýsingar fyr- ir North Star utanborðsvélar. — Hmm. Ja hérna! manneskja eins og frú Rowland, hugsaði Stephanie með sjálfri sér. Sjálf gat hún rétt aðeins munað móður sína. Kannske þessi einmanaleiki hyrfi nú, þeg- ar hún væri ekki lengur skóla- stelpa. — Við getum ekið henni Step- hanie til Roque d’ Or, sagði Sally. — Ég held að ég verði sótt, svaraði Stephanie, því að í þessu bili sá hún Bertram, sem stóð hjá heljarstórum biáum bíl. Sally var vonsvikin, en hún flýtti sér að gefa hinni símanúm- erið sitt, og segja: — Ég hringi í þig á morgun og þá skulum við fara út að synda. — Sally, sagði frú Rowland lágt. — Þú ert boðin út á morg- un. Og Stephanie flýtti sér að segja: — Þú ert búin að gleyma því, Sally, að nú er ég orðin starfandi stúlfka, og get ekki þotið út hvenær sem mér dettur í hug. Það var eins og frú Rowland létti, og jafnvel. að hún hálf- skammaðist sín. Hún flýtti sér að segja: — Auðvitað verðurðu að koma og vera hjá okkur dag og dag. Léttu mig vita, hvenær þú ert laus. ajlltvarpiö Miðvikudagur 17. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Garð ar Svavarsson. — 8:05 Morgun- leikfimi: Valdimar Örnólfssoa leikfimikennari og Magnús Pét- ursson píanóleikari. 8:15 Tónleilc ar — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tón- leikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp: — Tónleikar 12:25 Fréttir. — 12:35 Tilkynning ar. — 12:55 Tónleikar). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 FréttiP og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Operettulög. 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Norsk tónlist: Fílharmoníusveit- in í Ösló leikur undir stjórn Odds Grúner-Hegge. a) Forleikur op. 12 eftir Edvard Fliflet Bræin. b) ,,Pan“, sinfónískt ljóð eftir David Monrad Johansen. 20:20 „Fjölskylda Orra“, framhalds* þættir eftir Jónas Jónasson. Ann ar og þriðji þáttur: „Næturgest- ur“ og „Einn í heiminum“. — Leikendur: Ævar R. Kvaran, Guð björg Þorbjarnardóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Höfundur stjórnar flutningi. 20:45 Einsöngur: Kristen Flagstad syng ur lagaflokkinn „Frauenliebe und Leben“ op. 42 eftir Schu- mann. Við píanóið: Edwin Mc- Arthur. 21:05 „Sólarhringur á sjó“, frásögu-. þáttur eftir heimild Bjarna Jóns sonar frá Skarði í Strandasýslu (Jóhann Hjaltason kennari). 21:40 Islenzk tónlist: „Endurskin úr norðri“, hljómsveitarverk eftir JÓn Leifs (Hljómsveit Ríkisút- varpsins leikur; Hans Antolitsch stjórnar). 22:00 Fréttir og veðurfregnlr. 22:10 Vettvangur raunvísindánna: Örn ólfur Thorlacius, fil. kand. talar við formann rannsóknarráðs rík- isins, Asgeir Þorsteinsson verk- fræðing. 22:30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason), 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 18. maí 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi. — 8:15 Tónleik ar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik ar. — 10:10 Veðurfregnir), 12:00 Hádegisútvarp: (Tónleikar. -• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „A frívaktinni“, sjómannaþáttup (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. 15:05 Tónleikar. «— 16:00 Fréttir og til kynningar. 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar, — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Ferðaþáttur frá Englandi og Frakklandi (Magnús Magnússon ritstjóri). 20:30 Söngvar og dansar frá Israel (Þarlendir listamenn flytja). 21:00 ísrael, land vonarinnar, — sam- felld dagskrá gerð af Benedikt Gröndal alþm. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Fiðlukon- sert eftir Aviasaf Barnea (Haviva Winterfield og Kol-lsrael hljóm- sveitin leika; George Singer stj.) 22:30 Kammertónleikar: Strengjakvart ett nr. 1 op. 2 eftir Kodály (Roth* kvartettinn leikur). 23:00 Dagskrálok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.