Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. sept. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 [nu~LnA lt ju. • — ,Á þetta nú aö koma upp líka“ ■ Við Ásmundarsalinn rís Vindharpa INNI í Ásmundarsalnum við Freyjug-ötu getur að líta hina furðulegustu hluti. Þar er brot úr Völuspá í rúnaletri felldu í abstraktmálverk, fuglar gerð ir úr sjóreknum eldhússkrúbb um, samansoðnar skrúfur, naglrekin borð á veggjum með teygjusnúrum strengdum á milli naglanna, og þar getur hver skapað sitt listaverk með því að flytja teygjur á milli nagla. Fyrir dyrum úti hefur tjörusvartur símastaur verið rekinn niður í jörðina og kranabíll frá Héðni halar hvern furðuhlutinn af öðrum hörpuna? — Það er sagt svo, en ég hefi ekki sagt hvað það heitir. Það á eftir að laga þetta til. — Hvenær verður búið að koma þessu fyrir? — Vonandi í kvöld. Það á að setja hljóm í þetta. Við ætlum að koma fyrir míkrófón í vír- unum þarna og svo verður út- varpað úr hátalara þegar vír- arnir slást saman. — Þetta verður sem sagt tónverk líka? — Eg vona það, en það er ekki víst að þetta gangi. Efni og peningar eru ekki fyrir upp i staurlnn. Hér er að rísa vindharpa, því Myndlistarskól inn í Reykjavík á fimmtán ára ingu af því tilefni. Nokkrir blaðamenn og ljós- myndarar standa og fylgjast með framkvæmdum, og meðal þess, sem fram kemur í um- ræðum, er að listaverkið er gert úr brotajárni frá Sindra. Út við staurinn stendur skapari listaverksins, Dieter Rot. Ingimundur kranastjóri. — Hélt að hann ætti að taka staurinn. — hendi. Við verðum að skila járninu aftur til Sindra. Á þetta nú að koma upp líka! Uppi á kranabílnum frá Héðni stendur stjómandinn, Ingimundur Bjarnason og virð ir fyrir sér Vindhörpuna með stóískri ró. — Hvað heldurðu að þetta eigi að verða?, spyrjum við. — Hefi ekki hugmynd um Tónverk líka — Hvemig fékkstu hug- myndina að þessu verki? — Eg veit það ekki. Fyrst ætlaði ég að hafa þetta eins og glermyndirnar mínar inni, en það var ekki hægt að fá efni til þess. En þetta á að vera eitthvað svipað. — Þeir kalla þetta Vind- það. — Ert þú kannski listfræð- ingur Héðins? — Nei, ég kem ekki nálægt slíku. — Hvernig líst þér á þetta? — Eg skil bara ekkert í því. — Þetta er brotajárn, upp- lýsum við kranameistarann. — Já einmitt! Eg held þeir hefðu átt að senda það út. Dieter Rot við Vindhörpuna. — Vonandi tónverk líka. Hlutar úr listaverkinu eru nú bornir að staurnum. — Á þetta nú að koma upp líka, segir kranastjórinn og dæsir. — Þú ert sem sagt ekkert impóneraður? — Af þessu? Eg skil það ekki. Hélt ég ætti að taka staurinn — Þetta er Vindharpa, segj- um við. — Er það já. Þetta getur þá oi'ðið listaverk með tímanum. — Hvað hélztu að þú ættir að gera hér? — Hafði ekki hugmynd um það. Hélt að ég ætti að hífa eitthvað. Mér var sagt að fara út að staurnum og þá spurði ég þá hvort ég ætti að hífa hann upp. — Hefurðu sett upp lista- verk áður? — Nei. —; Hvað finnst þér að ætti að kalla þetta? — Ja, það voru settir upp vindhanar á staura svona hing að og þangað í gamla daga. — Finnst þér hanalag á hörpunni? — Það er ekki þar með sagt. Það var ekki hanalag á vin- hönunum. Það voru settir vind hanar á hús og staura, en að gefa þessu nafn, ja það er annað mál. Má ekki þvinga hugmynda- lífið ' Inni á sýningunni sjálfri hittum við fyrir Ásmupd Sveinsson myndhöggvara, sem verið hefur kennari við Myn- listarskólann frá stofnun hans. 1 — Hvað finnst þér um sýn- inguna? — Eg hefi gaman að henni. Eg álít að listin og eðli henn- , ar sé fyrst og fremst fólgin í ‘ því að þvinga aldrei hug- myndalíf mannsins, þannig að menn hafi frjálsar hendur, en hægt sé að kenna þeim samt. . Þetta hefur verið mín stefna frá því að ég byrjaði að kenna . hér fyrir 15 árum. — Hvað finnst þér bezt hér? — Eg get ekki sagt um það. ' Þegar ég er spurður um mín- ar eigin myndir, þá er erfitt að ' svara. Það er eins hér. En ég vildi segja, að það eina, sem , ég vildi óska í framtíðinni, er ' að þessi skóli fái meira fé til umráða. — Hvað finnst þér t.d. urn þetta? spyrjum við, og bend- ' Framhald á bls. 15. ’ Ásmundur Sveinsson við eitt verkanna á sýningunni. — Það má ekki þvinga hugmyndalífið. (Myndirnar tók K.M.) STAKSTEINAR Jafn réttur meðlimanna Undanfarna mánuði hafa þær raddir gerzt æ háværari, sem krefjast breytinga á núgildandi vinnulöggjöf. — Vesturland, blað vestfirzkra sjálfstæðis- manna, birtir nýlega forystu- grein um þessi mál, og segir þar m.a.: „Þar sem stéttarfélögunum hefur ekki tekizt að koma á þvi skipulagi hjá sér, sem tryggi með limunum sem jafnastarr rétt, verð ur ríkisvaldið að taka til sinna ráða og setja þeim fastari reglur en nú gilda og tryggja þannig, að réttur minnihlutans sé ekki aigjörlega fyrir borð borinn. Það verður að setja skýr ákvæði um það, hverjir eigi rétt á að vera meðlimir stéttarfélaga og hverjir séu þar kjörgengir. Þá þarf og að setja reglur um hlutfallskosn ingar í þessum félögum, en ekki hafa þann hátt, sem irú ríkir, og samrýmist ekki þeim lýðræðis- reglum, sem almennt eru viður- kenndar í okkar þjóðfélagi. Þó má segja, að mesta þörfin sé á því að endurskoða ákvæðin um boðun verkfalla. Þær reglur, sem nú gilda, að fámennur hópur manna úr einu stéttarfélagi geti boðað til verkfalls fyrir mörg hundruð félagsmarma, er fyrir neðan allar hellur. Allir sjá, hvert þetta getur Ieitt þjóðina. Það virðist ekki óeðlilegt, þó að það verði lögfest, að viðhafa alls herjaratkvæðagreiðslu á undan boðun verkfalls, og þá sé sett það skilyrði, að á.kveðinn meirihluti félagsmanna þurfi að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sam- þykkja vinnustöðvun áður en til slíkra ráðstafana komi“. Yonin, sem brást Kjarnorkutilraunir Ráðstjórn- arríkjanna eru að vonum mjög á dagskrá þessa dagana. Menn spyrja sem svo: Hverjar ástæður eru til þess, að þau hafa nú tekið upp þessar tilraunir að nýju? Leiðtogar þeirra svara þeirri spurningu svo, að festa lýðræðis- þjóðanna í Berlínarmálinu hafi neytt þá til þess. Það er út af fyrir sig athyglisverð yfirlýsing, að Ráðstjórrrarríkin skuli telja sér sérstaklega ógnað með vernd frelsis og lýðræðis en hinar raun verulegu á.stæður eru þó aðrar. Ráðstjórnarríkin standa Banda ríkjunum að baki í gerð kjarn- orku- og vetnisvopna, bæði • að styrkleika þeirra og magni. Og þau hafa fullan hug á að brúa þetta bil. Veigamesta ástæðan er þó sú, að ráðamennimir við Rauða torgið hafa gert sér í hug- arlund, að þeir gætu knúið lýð- ræðisþjóðirnar til undanhalds, bæði í Berlínardeilunni og öðr- um deilumálum, með því að sýna þeim klærnar. Þessi tálvon hefur brugðizt. I.ýðræðisþjóðirnar eiga aðeins eitt svar við ógnunum Ráðstjórn- arríkjanna: að efla varnir sínar og samheldrri út á við og stór- auka samstarf sitt innbyrðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.