Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBL4Ð1Ð Laugardagur 16. sept. 1961 virkum úrgangi í sjó? Eftir Pétur Eggerz sendiherra MARGIR íslendingar hafa áhuga á því að vita, hvort hin sívax- andi notkun kjarnorkunnar ti) friðsamlegra þarfa kunni að hafa bein eða óbein áhrif á fiskstofn- ana. Og ef að hér hafa skapazt ný vandamál, sem ekki voru til áður, hvað sé þá gert til þess að leysa þau. / Morgunblaðið skrifaði Pétri Eggerz, sem er fulltrúi íslands hjá Alþjóðakjarnorkumálastofn- uninni í Vín og bað hann að segja skobun sína á þessu efni. Svar Péturs Eggerz fer hér á eftir: Mér er auðvitað ánægja að svara fyrirspurn frá hvaða ís- lenzku blaði sem er varðandi starfsemi Kjarnorkumálastofnun- arinnar. Ef við gerum okkur í hugar- lund að einhver væri staðinn að því að setja skaðleg efni í vatns- ból einhverrar borgar, með þeim afleiðingum að neytendum drykkjarvatnsins yrði meint af, þá myndi trúlega allt gert sem unnt er til þess að varna því að slikt yrði endurtekið. Svipað má segja um sjóinn, að það verður að varna því að í hann séu látin skaðleg efni, sem geta orðið fiskinum skaðleg og þá um leið þeim, sem neyta hans. Þeir sem stærstu hagsmurianna hafa að gæta á þessu sviði verða að vera sérstaklega á verði út af þessu. En hér er á ferðinni vanda mál, sem sjálfsagt er að fylgjast vel með. Það má segja, að notkun kjarn- orkunnar fari mjög ört vaxandi. Kjarnorkan getur skapað þann hita og þá orku, sem áður var framleidd með aðstoð kola og Olíu. En atomið er til fleiri hluta gagnlegt heldur en að framleiða orku. Notkun isotöpa er afkvæmi kjarntækninnar, og þeir eru not- aðir nú orðið á sjúkrahúsum um allan heim bæði til lækninga og sjúkdómsgreininga, og auk þess eru þeir notaðir í mörgum öðrum tæknigreinum. Þá eru isotöpar notaðir í landbúnaði til þess að örva uppskeruna, og til þess að útrýma skördýrum, sem bera með sér pestir. Og sjalfsagt opnast óðar en varir nýir möguleikar tii þess að hagnýta kjarnorkuna, sem ekki verður nomið auga á 1 dag Eins og sakir standa munu að- eins tvö stórskip knúin kjarn- orku notuð í friðsamlegum til- gangi, það er sovézki ísbrjótur- inn „Lenin“ og bandaríska flutn- ingaskipið „Savannah". Hins veg- ar er gert ráð fyrir að kjarnorku bún un skipum fjölgi á næstunni, svo og kjarnorkuverum. En í hvert skipti sem kjarn- orkan er notuð, þá verður til úr- gangur mismunandi geislavirkur. Og það er einkennandi fyrir þennan úrgang hversu varanleg- ur hann er. Hafréttarfræðingar og aðrir sérfræðingar á þessu sviði hafa bent á, að það geti verið mjög hættulegt að setja úrgangsefni frá kjarnorkuverum í sjóinn vegna þess að „Strontium 90“ og önnur geislavirk efni, sem geta verið banvæn muni samlagast svifi í sjónum, sem ýmsar fisktegundir lifa á, og geti síðan skaðað heilsu þeirra, sem neyta fisksins. Hin vaxandi notkun kjarnork- unnar til friðsamlegra þarfa hef- ur skapað vaxandi magn af geisla virkum úrgangi. Það er nú þegar orðið mikið vandamál hvernig losna skuli við þennan geisla- virka úrgang svo að hann skaði hvorki menn né dýr. Sá vandi vex með degi hverjum, Og ennþá er ekki fundin nein lausn. Árið 1959 kömu 283 vísinda- menn saman í Monaco þeirra er- inda að reyna að leysa þennan vanda. Margir af þeim, sem þarna töluðu, sögðu í ræðum sínum, að þeir sem ýmist stunduðu fisk- veiðar eða neyttu fisks, hlytu að fylgjast með brennandi áhuga með því hvernig ráðstefnunni tækist að leysa þetta viðfangs- efni. Skoðanir manna voru mismun- andi. Sumir töldu það hættulaust Pétur Eggerz sendiherra, fulltrúi Islands hjá Alþjóða kjam- orkumálastofnuninni, ræðir við fulltrúa Ceylon og Vatikan- ríkisins að fundi loknum. að setja sumar tegundir af geisla- virkum úrgangi í sjóinn. Aðrir töldu að það ætti aldrei að setja geislavirkan úrgang í sjóinn, ör- uggast væri að grafa hann í jörð í þar til gerðum geymum. Alþj óðak j arnórkumálastöfnun- in birti niðurstöður þessarar ráð- Tunnur með geislavirkum úrgangi settar um borð í skip, sem síðan á að sökkva þeim í sæ. stefnu í tveimur bókum, um það bil 1200 blaðsíður að stærð („Disposal of Radioactive Wast- es‘.). ii Sjálfum finnst mér rétt að ís- land taki sér stöðu með þeim, sem berjast á móti því að í sjóinn verði settur geislavirkur úrgang- ur. Það nær ekki nokkurri átt að nota sjóinn sem sorphaug fyrir geislavirkan úrgang. Engin endari leg niðurstaða er fengin í þessum málum ennþá. Hópur vísindamanna á vegum Alþ j óðakj arnorkumálastofnunar- innar er að hefja rannsóknir i Monaco meðal annars á eðli geislavirks úrgangs Og áhrifum hans á sjóinn og fiskana. Þess- um rannsóknum stjórnar Finninn prófessor Hela. Það verður að sjálfsögðu fylgst með þessum rannsóknum, og þær upplýsingar, sem mér berast, mun ég senda fyrir milligöngu utan- ríkisráðuneytisins til íslenzkra vísindamanna, svo að þeir geti unnið úr þeim. Nýverið skýrði ameríska blað- ið „Herald Tribune* frá því að það væri uggur í mönnum út af því að Bretar hefðu sett geisla- virkan úrgang í írska hafið. í sömu blaðagrein var sagt frá því, að ekki gæti það talizt öruggt að setja geislavirkan úrgang í stál- geyma og sökkva honum í sjó Frh. á bls. 17. • Kviksjá í stað bíós Líflegar umræður eru um þessar mundir um hið nýja bíó Hóskólans og nafnið á því. Hafa menn komið með ýmsar uppástungur, sem þeir biðja Velvakanda um að koma á framfæri. Á.Ó.J. stingur upp á að kvik- myndahúsið verði látið heita Kviksjá, reýndar mætti taka það orð upp almennt í stað bíós. Þarf ekki neinnar skýr- ingar við hvernig orðið er hugsað. Einnig hefur sama manni dottið í hug að nafnið Háborg mætti nota á kvikmyndahúsið, það væri a.m.k. betra en Há- skólabíó. Skúli Sigurðsson stingur upp á nafninu Hliðskjálf og segir: ,,Það nafn er fornt og sæmir vel slíkri stofnun. Er það ekki einmitt þar sem áhorfendur munu sjá og heyra um víðar lendur jarðarinnar. Nafnið er auk þess stutt og fer fremur vel í munni.“ Við látum þessar uppástung ur nægja í bili. En sú villa varð í bréfinu frá Halldóri Stefánssyni um nafn á sam- komuhúsi Háskólans, þar sem hann m.a. stakk upp á nafninu Gimli. Átti að standa: „Það er einmitt ætlað til að njóta gleði og yndisstunda — auka yndi dyggri drótt". • Bleikdalur ekki Blikadalur ■ öiiiii — Önnur skekkja mun hafa orðið í skrifunum um örnefn- in í Esjunni. Vestan í Esjunni er Bleikdalur (ekki Blikadal- ur). Úr honum kemur Ar- túnsá, sem þjóðvegurinn ligg- ur yfir, og þar hjá er bærinn Ártún. • Nú sér enainn —■iiii i iiiiii ——— i> alla bióð Reykvíkingur skrifar: Fyrir nokkrum dögum leit ég inn til kunningja míns hér í bænum. Hann er nú við ald- ur og var áður sjómaður á Suðurnesjum. Við röbbuðum saman og hann sýndi mér bréf er hann hafði nýlega fengið frá gömlum vini og skips- féiaga suður með sjó. í því voru nokkrar vísur, sem mér fanst vera skynsamlega hugs- aðar. Fékk ég leyfi til a3 skrifa upp fimm þeirra og fara með að geðþótta. Þær læt ég fylgja hér með, ef Velvakanda kynni að þykja þær athyglis- verðar. Auðsæ merki eru þess allar lands um byggðir að þær flúðu’ að óskum prests okkar fornu dygðir. Er öruggt aö henda geisla- FERDIMAISID 'fc Ein sem forðum áleitst g69 upp af klakki’ er hrokkin; Nú sér enginn alla þjóð, aðeins sig og flokkinn. Máske’ er ,,enginn“ ekki rétt, en ósköp munu þeir fáir; og að etja stétt gegn stétt styrjöld beinni spáir. Er nú þetta, Þórður minn, það sem okkar bíður? Þessa óskar Þjóðviljinn, og þá ei Tíminn síður. Okkar hús er illa byggt. ef menn þar að gættu. Ríki’ er sér er sundurþykt sjálfu, er í hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.