Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 24
Bílarnir Sjá bls. 10 209. tbl. — Laugardagur 16. september 1961 ÍÞRÓTTIR Sjá bls. 22 Á fyrsta fundi yfirnefndar í 12 ár, sem haidinn var í gær. Á myndinni eru talið frá vinstri: Sverrir Gislason, fulltrúi framleiðenda, Torfi Ásgeirsson, ritari nefndarinnar, Einar Gíslason, fulltrúi neytenda, og Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, sem er oddamaður nefndarinnar. — (Ljósm.: Hannes Pálsson). Verðlagsgrundvöllurlnn Meðalhækkun á veröi til bænda Niðuriagningarveit- smiðja á Siglufirði í tilraunaskyni YFIRNEFND kom saman til fundar í gærmorgun til þess að fjalla um verðlagsgrund- völl landbúnaðarins, þar sem samkomulag hafði ekki náðst milli fulltrúa framleiðenda og neytenda í sex manna nefnd- inni. Lauk nefndin störfum seint í gærkvöldi. Verður meðalhækkun á afurðaverði til bænda samkvæmt hinum nýja grundvelli, sem nú hefur verið ákveðinn, 14,5%, en verð til bænda á kjöti, mjólk og kartöflum hækkar heldur minna, eða um 13,5% að meðaltali. Þar sem sex manna nefndin á eftir að fjalla um nýtt verð til hænda á einstök- um afurðum og um þann vinnslu- og dreifingarkostnað, sem leggst á afurðirnar á þessu hausti, er þó ekki hægt að segja neitt um væntanlegt útsöluverð einstakra landhún- aðarvara. Tilkynning hag- stofustjóra um ákvörðun yfir- CHpumaðiiriim útrekni MAÐUR nokkur hér í bæ vakn- aðí við það kl. hálffjögur aðfara- nótt föstudag.s, að maður var á ferli i íbúðinni. Hann snaraðist fram úr, opnaði fram og sá ó- kunnugan mann í forstofugang- inum .úlpuklæddan'. Hafði hann engar vöflur á því, heldur skip- aði manninum að hypja sig þegar í stað út, hvað hinn og gerði. Skömmu síðar varð manninum Ijóst, að hann hafði verið held- ur fljótfær, því að horfin var úlpa hans af snaga í forstofunni, en í vasa hennar voru 80 krónur. Meðfylgjandi AP-mynd er af flaki Caravelle þotunnar frá Air France, sem hrapaði ofan í gil í námunda við Rabat í Marokko. — Með flugvélinni voru 77 manns, en enginn komst lífs af. nefndar á verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara 1961—1962 fer hér á eftir: Sex manna nefnd, sem skipuð er fulltrúum framleiðenda og neytenda og hefur það hlutverk að ákveða verð á landbúnaðar- vörum, náði að þessu sinni ekki samkomulagi um verðlagsgrund- völl landbúnaðarvara fyrir verð lagsárið 1961—62. Þrjú fyrstu ár- in, sem nefndin starfaði (1947— 49), varð hún ekki sammála um verðlagsgrundvöll, en síðan 1950 hefur alltaf orðið samkomulag um hann þar til nú. — Þegar fulltrúar framleiðenda og neyt- enda í Sex manna nefnd koma sér ekki saman um verðlags- grundvöll ganga ágreiningsat- riðin til yfirnefndar, sem fellir um þau fullnaðarúrskurð. í yfir nefnd á sæti einn fulltrúi fyrir hvom nefndarhluta Sex manna nefndar, en hagstofustjóri er oddamaður. ákveðinn: afuröa- I l IV / u Þá er fyrir lá, að Sex manna nefnd mundi ekki ná samkomu- lagi um verðlagsgrundvöll 1961 —62, vísuðu fulltrúar framleið- enda í nefndinni málinu til yfir- nefndar. Tók Einar Gíslason sæti í henni sem fulltrúi neytenda, en Framhald á bls. 23. HAFNARFJARÐARBÆR og skipulagsnefnd ríkisins hafa á- kveðið að efna til samkeppni um skipulag að miðbæ Hafnarfjarð- ar og höfninni að svo miklu leyti sem það hefur áhrif á skipu lag svæðisins í miðbænum. Fyrstu verðlaun verða eigi lægri en 50 þús. kr., en alls er Á FUNDI hæjarstjórnar Siglu fjarðar í gær, var samþykkt heimild til handa Síldarverk- smiðjum ríkisins að reisa hér niðurlagningarverksmiðju í tilraunaskyni og hef jast bygg ingarframkvæmdir á þessu hausti. Er hér stigið merkilegt spor í átt til nýs fiskiðnaðar, sem væntanlega á eftir að setja svip sinn á þjóðarbúið. Hefur komið til mála, að erlent fjár- magn fengist til slíks iðnaðar hér, fjármagn, sem jafnframt hefði aðgang að mörkuðum fyrir afurðirnar, en hvort tveggja er, að hér skortir lög- gjöf um réttarstöðu erlends Jafntefli hjá Friðrik BLED, 14. sept. — I 8. umferð gerði Friðrik jafntefli við Trifunovic. Biðskákir urðu hjá þessum: Fischer og Matanovic, Bertok og Gelier, Udovicic og Tal, Darga og Bisquier. Keres vann Ivkov í 33 leikjum, Petrosjan vann Najdorf í 40, Parma vann Germek í 35. Jafn- teflj varð hjá Gligoric og Port- isch, Donner og Pachman. verðlaunaupphæðin 100 þús. kr. Dómnefnd er einnig leyfilegt að ráðstafa 25 þ s. kr. til þess að kaupa tvær til þrjár úrlausnir. í dómnefnd eru. Stefán Gunn- laugsson bæjarstjóri, bæjarverk- fræðingur Hafnarfjarðar, Aðal- steinn Júlíusson vitamálastjóri og arkitektarnir Gunnlaugur Pálsson og Ágúst Pálsson. fjármagns og að los á kaup- gjaldsmálum laðar ekki fjár- magn til landsins. En hér er tvímælalaust ónotuð matarhola fyrir Siglufjörð og fleiri byggð- ir. — Stefán. Gangnamenn hreppa vont veður HÚSAVÍK, 14 .sept. — Hér er versta veður, hvöss norðan og norðaustan átt með mikilli rign- ingu. Er því vont veður fyriE gangnamenn, sem nú eru hér víða á heiðum. í gær fóru t. d. 15 Keldhverfingar í göngur upp með Jökulsá á Fjöllum, og koma þeir ekki aftur til byggða fyrr en seinni hluta dags á morgun. Þeir hafa aðsetur í gangna- mannakofa við eyðibýlið Svína. dal og gista þar tvær nætur. í dag hefur verið norðaustan stormur, 6—8 vindstig, og mikil rigning á þeim slóðum, þar sem þessir menn eru í göngum. Ekki virðist haustveðráttan ætla að bæta fyrir slæmt sum- ar. — Fréttaritari. Namrilega komizt hjá slysi Á FIMMTUDAGSK V ÖLD var maður á ferð í sendiferðabíl norður Grensásveg. Kveðst hann skyndilega hafa blindazt af ljós- um á bifreið, sem kom á mótil honum, svo að hann dró úr ferð- inni. í sömu mund sá hann tvær stúlkur, sem gengu á undan bílnum norður veginn. Snar- beygði bílstjórinn þá til hægri, til þess að komast hjá slysi, en lagði svo hart á stýrið, að bíllinn valt út af veginum og stór- skemmdist. Stúlkurnar sakaði ekki, en bílstjórinn meiddist lít- ils háttar. Bíllinn er afar mikið skemmdur eins og fyrr segir. Sképulagssamkeppni um miðbæ Hafnarfjarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.