Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. sept. 1961 MOHGVNBLAÐIÐ 13 SJÁVARÚTVEGUR SVÍAR HAFA ákveðið að byrja í haust mikla auglýsingaherferð fyrir mjög aukinni fiskneyzlu. Meðal ársfiskneyzla á mann í Sví jþ j óð er nú um 18,6 kg, en til sam anburðar má geta þess, að meðal ársfiskneyzla á mann í Noregi var 52 kg á síðasta ári. f Svíþjóð eru nú um það bil 15 þús. fiskimenn er hafa fiskveið ar að aðalatvinnu og eiga flestir fiskibátana sjálfir, segir Georg Aaberg form. Vestkustfiskarnes Centralforbund í blaðaviðtali. En flóttinn frá fiskveiðunum fer stöðugt vaxandi — fiskimennirn ir fá betur launuð störf í landi. Sjómenn vantar á danska fiskibáta ' Vegna skorts á sjómönnum á danska fiskibáta, hefir komið til tals, að ráða Grænlendinga til slíkra starfa. Knud Schröder for maður útvegsmannafélags Es- Ibjerg, hefir látið 1 ljós, að slíkt vseri mjög æskilegt, því að á þann máta kynntust Grænlendingarn ir meðferð nýtízku veiðarfæra og skipa við fiskveiðar, en yrði jafn framt til þess að bæta úr yfir- standandi vandræðum danska bátaútvegsins. Sj ávarútvegsmiálaráðuneytið hef tr tekið þessum tillögum vel. Síldartogbátar í Norðursjó Um 250 sænskir síldveiðitogbát ar eru nú að veiðum í Norðursjó. Meirihluti þessara báta hefir ihaldið sig norðarlega í Norður- sjó. Afli hefir verið þar í meðal lagi, en síldin feit Og góð. Marg- ir þessara báta landa afla sínum erlendis, einkum 1 Vestur-Þýzka- landi. Síldveiði sænskra báta við Skagerak, hefir gengið heldur treglega segir í „Svenska Vest- kustfiska>ren“. Fiskveiðar Færeyinga I Á síðustu 30 árum hefir orðið stórfelld aukning í fiskveiðum Fsereyinga. 1029 var fiskafli Fær eyinga við Grænland um 10 þús. tonn, en 1960 var hann um 50,500 tonn. Miðað við sömu ár voru fiskveiðar þeirra við Nýfundna- land 9 þús. tonn og 10 þús. tonn. Árið 1929 fiskuðu Færeyingar á Iheimamiðum um 1800, en 1960 var heimamiðaaflinn 19.500 tonn. Fiskveiðar Færeyinga við fs- Xand hafa hinsvegar á sama tíma bili minnkað stórlega eða úr 64 þús. tonnum árið 1929 niður í 14,300 tonn 1960. Panskar fiskveiðitilraunir Tvennskonar fiskileitartilraun- |r sem Danir hafa stofnað til að endanförnu til breyttra veiði- aðferða hafa misheppnazt. Til- raun til selveiða við Nýfundna Jand, á norska veiðiskipinu „Opo“ »em leigt var til þessara tilrauna um tveggja ára skeið, hefir kom ið út með verulegu reksturstapi. Fyrra árið Dkr. 560.000 (fsl. kr. 8,5 millj.) og um 200.000 D kr. (ísl. kr. 1,2 millj.) síðara árið. iÞrátt fyrir þetta mikla reksturs tap, hefir verið ákveðið að halda tilraununum áfram. Við hina tilraunaveiðina voru tveir stálbátar frá Skagen, er reyndu fiskveiðar með flotvörpu og botnvörpu við vestur-Græn- Jand. Þessar tilraunir misheppn- Uðust einnig og varð reksturtap af þeim um 300.000 d kr. (ísl. ki . 1,8 millj.). Fiskimjölsverksmiðja í Esbjerg Fyrir stuttu síðan hækkaði fiski mjölsverksmiðjan í Esbjerg inn kaupsverð sitt á síld til mjöl- vinnslu um 1 eyri á kg. 6 aura isl. og er þá innkaupsveiðið 22 tiurar á kg (ísL kr. 1,37) Annar fiskur til mjöivinnslu er keyptur á 16 aura pr. feg. (isL kr. 1.00). „Aqua-pökkun“ Neyziuvörur í plastpoka inn- pökkun ryðja sér nú til rúms í Bandaríkjunum, einkum þó sú matvara sem er þannig tilraeidd, að ekki þarf annað en láta pokana beint niður í sjóðanai vatn. Heil- ar miðdagsmáltíðir — að mestu samsettur matur — er nú hægt að fá í slíku formi. Það segir sig sjálft, að það er ákaflega auðvelt vinnulag, að stinga máitiðinni í umbúðum ofan 1 sjóðandi vatnið í pottinum. Félagasamtök er nefna sig — „Modern Foods Councii“ hefir beitt sér fyrir því að fá samheiti fyrir slíka pökkun og framleiðslu. Var ákveðið á sameiginiegum fundi í Dallas í marz s.l. að þessi matvæla pökkun yrði nefnd „Aqua-pack“. Vaxandi smíði skuttogara Við vestur-þýzkar fiskiskipa byggingarstöðvar er nú sem stend ur eingöngu skuttogarar í smíð um. Unterweser skipabygginga- stöðin hafði nýlega fengið tilboð um smíði 5 nýrra venjulegra tog ara, en byggingarsamningnum var breytt í 5 skuttogara. • Brezk fiskiskip fá rekstursstyrki Frá því var nýlega skýrt í„Fish ing News“ að fyrir breska þingið hefðu verið lagðar fram tillögur um áframhaldandi fjárhagsstuðn ing tii breskra fiskiskipa, og þar á meðal væru nú einnig tillögur um fastan rekstursstyrk til djúp hafsveiðiskipa (togara). Er áformi að að þeir fái greitt 17 stpd. (um 2000.00 ísl. fer.) á dag hvern, sem þeir eru við fiskveiðar frá 1. ág. þ.á. til 31. júlí 1962. Þessi styrfcur er byggður á því, að þrengt hefir verulega að afla möguleikum brezkra togara með útfærslu landhelgislínu Rúss- lands, fslands, Noregs og Fær- eyja. Formaður félags togaraeigenda í Hull, Mr. Fairbairn lét í ljós í blaðaviðtali, að hann teldi þetta eðlilega ráðstöfun, sem bráða- birgðaaðstoð þar til tími hefði unnist til þess, að gera langtíma áætlun um afkomu útvegsins. Það eru 140 Hull-togarar sem njóta þessa stuðnings, en tveir kola- kynntir togarar sem einnig ættu rétt til hans, eru ekki í reksr.ri. Mr. Fairbairn skýrði eir.nig frá því, að daglegur reksturskostnað ur á hvert skip væri mjög mis- munandi mikill, en ætla mætti að eðlilegur meðalkostnaður væri um 280 stp. á dag, svo að styrkur- inn væri aðeins lítið brot af heild arkostnaðinum. (Meðal kostnað- ur Hull togara er því 36 þús. fer. ísl. á dag). [S v b. >. .S. - 5.-. S& Sandhóllinn, þar sem sprengjunni var komið fyrir. anatilræði EINS og sagt hefur verið frá hér í blaðinu, var de Gaulle Frakklandsforseta sýnt banatilræði sl. föstu- dag. Var hann í bifreið á leið frá París til sveitaset- urs síns, Colombey-les- deux-Eglises, um 225 km frá höfuðborginni. Um 75 km frá París beið tilræðismaðurinn í runna skammt frá þjóðveginum og við hlið hans rafhlaða, en úr henni lá rafmagnsvír, sem tengdur var við benzínbrúsa. Við benzínbrúsann lá 10 kílóa plastsprengja og var hvorutveggja komið fyrir í smá sandhól rétt við veg- kantinn. SPRAKK EKKI Þegar bifreið de Gaulles kom að sandhólnum, hleypti tilræðismaðurinn rafmagni á leiðsluna og kveiknaði þá í benzíninu. En sprengjan sprakk ekki. Varð það for- setanum til lífs. Þegar kveiknaði í benzín- inu, lagði logana þvert yfir veginn og bræddu þeir lakk- ið af bíl forsetans og gler í annarri framluktinni brotn- aði. • Tilræðismaðurinn náðist á flótta stuttu síðar og hefur hann játað á sig glæpinn. — Þetta er þrítugur maður, fyrrverandi þulur útvarpsins í Saigon og meðlimur í leyni- félagi herforingja, sem nefn- ist SAO. — Maðurinn heitir Martial de Villemandy. Fjöldi háttsettra herfor- ingja hefur verið handtekinn í Frakklandi í sambandi við tilræðið, meðal þeirra tveir Martial de Villemandy. (AF-mynd) hershöfðingjar, þeir Paul Vanuxem, sem gat sér mik- illar frægðar í stríðinu í Indó-Kína, og Paul de Creve- coeur, fyrrverandi yfirmaður franska hersins í Kóreu. f þessu sambandi mæti skjóta því hér inn, að þetta mun vera svipaður kostnaður eins og nú er hjá íslenzkum meðaltogara á dag. Meðalverð á fiski (án tillits til fisktegunda) til brezkra togara í fyrra var um 7,00 kr. pr. kg. en til íslenzkra togara hér um kr. 2.50. Undanfarið hefur ársafli afla hæstu brezku togaranna verið um og yfir 2.500 tonn, en íslenzku toigaranna um og yfir 5000 tonn. Til annarra fiskiskipa í Bret- landi er einnig veittur styrkur í mismunandi formi. Til „near and middle water“ flotans eru veittir fastir dagstyrkir fyrir hvern veiði dag, mismun'andi eftir stærð og gerð skipanna. Kolakynt gufu skip fá 10 stpd. á dag (1200 ísl. kr.) án tillits til stærðar. Olíu- kynnt gufuskip byggð fyrir 1952 fá 15 stpd. á dag. Styrkgreiðslum til miótorfiski- skipa hefir einnig verð breytt og fá þau frá 6 til 10 stp. á dag, eft- ir stærð. Dragnótabátar sem eru lengur en 7 daga í veiðiferð fá nú frá 8—10 stpd. á dag. Dagróðra- bátar fá greitt á hvert „stone“ af fiski 1 sh. 2d. fyrir slægðan fisk og 1 sh fyrir óslægðan. Styrkveitingum til síldvieiði- skipa hefir einnig verið breytt fyrr næstu 12 mánuði frá 1. sept. að telja, mótorskp undir 60 fetum £á 12—14 stpd. eftir stærðum, einnig hefir verið ákveðið að gufu fcnúin skip fái 12—14 stpd. eftir stærðum. Ríkisstjórnin hefir einn ig ákveðið að uppbótargreiðslur á umframmagn á síld í mjöl- vinnslu haldist áfram til 31. ágúst 1962. Nýjar hljómplötur á vegum Fálkans ÞESS hefur áður verið getið hér í blaðinu að Fálkinn h.f. hefur um alllangt skeið haft með hönd- um útgáfu á hljómlpötum með íslenzkri hljómlist. Skipta plöt- urnar, sem fyrirtækið hefur gef- ið út nú hundruðum. í fyrstu var aðeins um 78 sn. plótur að ræða, en eftir að hæggengu plöturnar með 45 eða 33% snúningshraða komu til sögunnar hefur Fálk- inn gefið út slíkar plötur með ís- lenzkri tónlist og söng og hljóð- færaleik íslenzkra listamanna. Þessi starfsemi Fálkans hefur að verðleikum hlotið miklar vinsæld ir enda hafa „upptökurnar" yfir- leitt heppnast mjög vel. Heldur Fálkinn þessari starfsemi áfram með miklum myndarbrag, enda hefur hinn ötuli áhugasami for- stjóri fyrirtækisins Haraldur Ólafsson ekkert til sparað að út- gáfan mætti verða sem bezt og fullkomnust. Nýlega eru komnar út á veg- um Fálkans þessar plötur: 1. Rögnvaldur Sigurjónsson, píanósóló: Ballade A-Flat Major Op. 47 eftir Chopin. Polanaise A- Flat Major Op. 53 eftir sama (Ein plata, 45 sn.). 2. M. A. kvartettinn 2 plötur 45 sn. Er þetta endurupptaka. Söng kvartettinn umrædd lög inn á 78 sn. plötur (4) fyrir réttum tuttugu árum. Fór sú upptaka fram hjá Ríkisútvarpinu fyrir atbeina þáverandi útvarpsstjóra, Jónasar Þorbergssonar, alls 8 lög, sem nú hafa verið gefin út á 2 E. P. plötum. Voru hinar gömlu upptökur hreinsaðar og endur- bættar hjá H. M. V. í London. 3. Ein plata 45 sn. með „O, guð vors lands“ og „Ó, guð þú sem ríkir“. Er þetta endurupptaka á 78 sn. Columbiaplötu, endurbætt og hreinsuð. 4. Ein plata 45 sn. með „Heims um ból“ og „í dag er glatt í döpr- um hjörtuin*. Er vissulega mikill fengur að þessum plötum öllum, því bæði er það að hér er um afbragðs- góðan söng og hljóðfæraleik að ræða og auk þess hafa upptök- urnar tekizt með miklum ágæt- um. M. A. kvartettinn hefur alla tíð notið almennra vinsælda hér á landi, enda eru raddir þeirra fé laganna prýðilegar, ágætlega sam stilltar og söngur þeirra mjög fágaður og undirleikur Bjarna heitins Þórðarsonar öruggur og smekkvís. Þá er og glæsilegur píanóleikur Rögnvalds Sigurjóns- sonar og næm túlkun hans á þess um tveimur fögru tónverkum Chopin’s er gera hinar ítrustu kröfur til píanóleikarans. — Plata nr. 3 hér að ofan er sungin af blönduðum kór með hljómsveit undir stjórn Sigurðar Þórðarson- ar Og plata nr. 4 er sungin af Dómkirkjukórnum í Reykjavík undir stjórn Sigfúsar Einarssonar með undirleik Páls ísólfssonar. Er hér um mjög tilkomumikinn og fagran kórsöng að ræða. Þá má geta þess að bráðlega koma á markaðinn frá Fálkanum 2 plötur 45 sn. með söng. „Fóst- bræðra“ undir stjórn Ragnars Björnssonar og með undirleik Carls Billich. Á annarri plötunni eru: Bára blá, Grænlandsvísur, Sé ég eftir sauðunum (í útsetn- ingu Emils Thoroddsens) og Brim, eftir Pál ísólfsson við kvæði Einars Benediktssonar. Á hinni plötunni eru hin góðkunnu lög: Landkjenning eftir Grieg, „Ja vi elsker dette landet, og Slaa ring um Norge. Einsöngvarar eru Kristinn Hallsson, Sigurður Framhald á bls 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.