Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.09.1961, Blaðsíða 8
8 MÖRGVtiBLÁÐIÐ Laugardagur 16. sept. 1961 IMýjar myndir frá A P UM síðustu helgi myndaðist fellibylur á Mexíkóflóa, sem færðist hægt í átt tii lands. Á mánudag var fellibylurinn kominn yfir suðurströnd Texasríkis í Bandaríkjunum og olli þar gífurlegu tjóni. Um 500.000 manns^er bjuggu á þeim svæðum, sem búizt var við að fellibylurinn gengi yfir, • flýðu heimili sín. Fellibylurinn, sem var nefnd ur Carla, reif hús upp af grunnum og sendi flóðbylgju inn yfir Texasströnd á 320 km breiðu svæði. Vitað er að a.m.k. 17 manns biðu bana í fellibylnum og eignatjón er metið á búsundir milljóna króna. Meðfylgjandi myndir era teknar í Texas á mánudag og sýna eyðileggingar fellibylsins í borgunum Galveston og La Porte í Texas. Efsta myndin sýnir skemmti- báta og bátabryggju í La Porte. Næst er mynd af fjölbýlishúsi í Galveston. Útveggurinn er hruninn og sést inn ,í herbergi. Að lokum er svo yfirlitsmyndl yfir hluta af Galveston. Borgin er á stærð við Reykjavík og hrundu þar hundruð húsa. — Unnt hafði verið að flytja flesta íbúana á brott, svo „aðeins“ 6 manns létu lífið. Fellibylir hafa einnig herjað stór svæði á Kyrrahafi. í gær gekk fellibylurinn Nancy yfir Suður-Japan og hafa þegar bor- izt fréttir um manntjón og einga. Búizt er við að fellibyl- urinn nái til Tokyo í dag. Á miðvikudag gekk fellibyl- urinn Pamela yfir Formósu og varð rúmlega 100 manns að bana. Auk þess hrundu þar um 6.000 hús en 13.000 hús önnur löskuðust. Unnið er að tilraunum 1 Bandarikjunum til að „temja“ fellibyli. Tilraunirnar eru í því fólgnar að flugvélar eru látnar dreifa efni í miðju fellibylsins, sem þéttir rakann og orsakar það að fellibylurinn „rignir niður“. Norskir línubátar á Siglufirði ENGINN ufsi hefir borizt hing- að þessa viku og er nú þeirri veiði að verða lokið. Nokkrir bátar héð an fóru inn á Eyjafjörð til kol- krabbaveiða og fiskuðu vel og var hann allur frystur til beitu. I dag er austan stormur og liggja hér inni vegna veðurs 14 norskir línuveiðarnar, sem allir fiska I salt á lóðir og hefur afli verið sæmilegur. Sagt er að þeir fái eina krónu og 70 aura norskar fyrir kg upp úr skipi þegar heim kemur. Hér er talsverð vinna á plönum við að meta og ápakka síld, sem á að fara næstu daga. — Guðjón,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.