Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. okt. 1961 Dagsbrúnarfundur samþykkti að segja upp samningum A FUNDI Dagsbrúnarverka- manna, sem haldinn var í Iðnó á sunnudag, var samþykkt álykt- un þess efnis, að segja upp kaup- gjaidsákvæðum gildandi samn- inga og að leitað yrði eftir því, að kaupmáttur launa yrði eigi minni en hann var 1. júlí s.l. Þá var og samþykkt, að sett yrðu ákvæði í samningana, er tryggi varanleik kaupmáttarins. Jafn- framt lýsti Eðvard Sigurðsson því yfir, að stjórn Dagsbrúnar hefði ekki áætlanir um, að gripa til verkfallsréttarins að svo komnu máli. í upphafi fundarins stjórnaði Eðvard Sigurðsson form. Dags- brúnar kosningum í uppstilling- ar- og kjðrskrárnefnd, eins og lög gera ráð fyrir. f uppstillinganefnd voru kjörnir Pétur Lárusson og Bjöm Sigurðsson, en Jón G. Einis í kjörskrárnefnd. Þeir voru allir sjálfkjörnir. Þá tók Eðvard til máls og mælti fyrir ályktun þeirri, sem fyrr er getið. Komst hann m. a. svo að orði, að kjörin hefðu a. m. k. verið skert um 25% í vor samkvæmt opinberum skýrslum, og í áframhaldi af því gat hann þess, að vísitalan hefði hækkað um tíu stig frá því í júnímánuði og væri þess vegna allt 10% dýrara. Vöruhækkanirn ar væru því langtum meiri, en áhrif kauphækkananna gæfu til- efni til, þar sem einungis 4 vísi- tölustig væri til þeirra að rekja. Þá fullyrti hann, að stjórnar- völdin hefðu sett sig upp á móti því, að samið yrði í vor, og bannað það. Tilganginn með því, sagði hann að lama verkamenn. Þá komst hann svo að orði í ræðu sinni, að ekki væri nóg að fá hærra kaup S/ysið verði rannsakað NEW YORK, 16. október — t dag kom fram á Alsherjarþing- inu ályktunartillaga um aS þing ið kjósi nefnd til þess að rann- saka flugslysið, sem varð bani Hammarskjölds. Það eru Ghana, Indland, Nepal, Arabíska sam- bandslýðveldið og Venezuela, sem stóðu að tillögunni. Jafnhliða lögðu sömu ríki fram tillögu um að vaentanlegri nefnd bæri fyrst og fremst að athuga: 1. Hvers vegna flugferðin var farin að næturlagi og án fylgdar. 2. Hvers vegna komunni til Ndola seinkaði svo mjög sem raun ber vitni. 3. Hve lengi flugvélin var sam bandslaus við Ndola eftir að hún hafði verið í sambandi við flug- völlinn — og hvers vegna ekki varð kunnugt um slysið fyrr en mörgum klukkustundum síðar. 4. Hvort flugvélin var í not- hæfu ástandi, þegar lagt var af stað — Krúsjeff Framhald af bls. 1. fyrra, þegar fulltrúar 81 komm- únistaflokks leiddu saman hesta sína. Síðan hefur það gerzt, að Al- baníustjórn hefur látið taka hóp herforingja af lífi — og voru þeir fundnir sekir um njósnir fyr ir Rússa. Albanía hefur einnig kvatt hernaðarráðunaut sendi- ráðs sín í Moskvu heim. — ★ — Meðal erlendra fulltrúa, sem boðið hefur verið, eru flokks- bræður frá Ghana. — Kínverjam ir komu í dag og hafði Krúsjeff svo mikið við að fara sjálfur á flugvöllinn til þess að taka á móti þeim. aftur, það yrði að fá tryggingu fyrir því, að kauphækkunin yrði varanleg. Ekki tóku fleiri til máls og var fundi slitið um kl. 3. Fundurinn var all-fjölmennur en daufur, atkvæði um ályktun- ina féllu þannig, að einn greiddi atkvæði gegn henni, en allmargir sátu hjá. Ályktunin fer í heild hér á eftir: „Fundur í Verkanjannafélaginu Dagsbrún, haldinn 15. október 1961, samþykkir eftirfarandi: 1. Að segja upp kaupgjalds- ákvæðum í gildandi samningum félagsins við atvinnurekendur. 2. Að leitað verði eftir breyt- ingum á samningunum með það fyrir augum, að kaupmáttur launanna verði eigi lægri en hann var 1. júlí s.l. og að sett verði ákvæði í samningana, er tryggi varanleik kaupmáttarins“. Fyrsti snjórinn á Bíldudal BlLDUDAL, 16. okt. — Hér snjóaði í fjöll í nótt í fyrsta sinn á þessu hausti. Föl var niðri í byggð í morgun en tók fljótt upp. Heiðin Hálfdán milli Bíldu- dals og Patreksfjarðar er nú að- eins fær bílum með keðjur. — Hannes. Sveinn Þormóðs- son kominn heim SVEINN ÞORMÓÐSSON, er fyr- ir hálfum þriðja mánuði brennd ist illa er hann var í myndatöku ferð fyrir Morgunblaðið á þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum, kom heim úr sjúkrahúsi á laugardag. Á sunnudag tók Daníel Guðna- son, læknir á Landsspítalanum hann með sér í bíl sínum út á íþróttavöll, þar sem hann fylgd ist með kappleiknum milli Akra ness og Keflavíkur. Sveinn á þó enn langt í land að ná heilsu, er m.a. eftir að græða skinn á hluta af vinstra handlegg hans. Hefur þurft að færa skinn á allan handlegginn og höfnina fram á fingur. En hægri handleggur, fætumir og andlitið hefur gróið furðuvel og ætlar Sveinn að sleppa við and- litslýti, aðeins lítið ör verður á nefi. Myndin var tekin við anddyri ráðhússins í Johannesborg dag- inn eftir að dr. Louw, utanríkisráðherra S.-Afríku flutti ræð- una frægu í Allsherjarþinginu. Blökkumennirnir eru þarna að brenna brúðu, sem þeir hafa skírt dr. Louw. Aðalfundur Heimdallar í gær AÐALFUNDUR Heimdallar FUS var haldinn í gærkvöldi í Sjálf- stæðishúsinu. Fundarstjóri var Þór Vil- hjálmsson og fundarritari Magn ús Þórðarson. Fráfarandi form., Birgir ísl. Gunnarsson, flutti skýrslu um starf félagsins á liðnu starfsári og fráfarandi gjaldkeri, Kristján Ragnarsson, las reikninga félagsins og skýrði þá. Voru skýrslur þeirra sam- þykktar í einu hljóði. Bjarni Beinteinsson, fráfarandi vara- form., las tillögur stjórnarinn- ar til lagabreytinga og skýrði þær. Voru þær samþykktar sam hljóða. Kristján Ragnarsson, form. uppstillingarnefndar, las tillögur um næstu stjórn félagsins. Þær voru einróma samþykktar og samkv. þeim skipa næstu stjórn Heimdallar: * Birgir ísl. Gunnarsson, form. Bjarni Beinteinsson, Einar Sindrason, Jón Sigurðsson, Kristinn Ragnarsson, Magnús L. Sveinsson, Magnús Þórðarson, Páll Stefánsson, Ragnar Kjartansson, Sigurður Hafstein, Steinn Lárusson, Styrmir Gunnarsson. Þá var gengið frá kjöri nýs fulltrúaráðs. Að lokum urðu nokkrar umræður. Heybruni á Þórusföðum Súrefnisskortur lagoi slökkviliðsmenn oð velli KL. 5,30 í fyrrakvöld varð elds' og rofið gat á hlöðuþakið. Fóru vart í heyhlöðu á Þórustöðum í Ölfusi. Vann fjöldi manns að slökkvistarfi um nóttina og síðan aftur í gær. Er blaðið hafði sam- band við Pétur Guðmundsson bónda þar um 5 leytið í gær, sagði hann að búið væri að króa af eld inn og hefðu menn hann á valdi sínu. Hefðu verið bornir út um 400 hestar af heyi, en talsverð aska væri inni í hlöðunni og meira hey skemmt af vatni og reyk. Fjós og svínahús eru áföst hlöðunni, en eldurinn barst ekki þangað og skepnur sakaði ekki. Er tilkynnt var um eldinn kom slökkviliðið í Hveragerði á vett- vang og sveitungar Péturs brugðu fljótt og vel við. Var unnið að því að rífa út úr hlöðunni um nóttina NA /5 hnúfor X Snjó/coma \7 Skúrir y////,R»3n- KuUath! H Hat *r SV 50 hnútor » Úði K Þrumur //X/tvali ZS* Hittski! L LaqÍ ÞANNIG lítur kortið út í fyrstu snjóum á Norðurlandi þetta árið. Um hádegið snjó- aði frá ísafjarðardjúpi austur um allt suður á Austfirði. Á Norðurlandj var vonzku veð- ur, því að hvassviðri og stormur með frosti fylgdi hríðinni. Lægðin, sem þessu veldur, fjarlægist landið, svo að veðrið á að ganga niður og létta jafnframt til í dag. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Suðvesturland til Breiðafjarðar og miðin: N- gola, léttskýjað. Vestfirðir, Norðurland og miðin: N-kaldi, léttir til. Norð,austurland og miðin: N-kaldi, léttir til. Norð austurland og miðin: Allhvass NV og slydda og rgining, en batnandi veður í dag. Aust- firðir, Suðausturland og mið- in, NV-kaldi, léttskýjað. flestir heim um 7 leytið í gær- morgun, en slökkviliðsmenn voru á verði. Síðan var aftur tekið til við að rífa út úr hlöðunni upp úr hádegi. Gasmyndun í heyinu Þegar slökkvistarfið var að hefj ast var svo mikil gasmyndun í heyinu, að þá sem fóru inn í reyk hleypt ut. inn skörti súrefni, Og féllu þeir niður er þeir komu aftur undir bert loft. Urðu 8 menn fyrir þessth. Var fenginn læknir frá Hveragerði Og súrefnistæki hjá lögreglunni á Selfossi. Náðu allir mennirnir sér ágætlega. — Það hafa farið um 400 hest- ar af heyi, og það er tjón að missa það undir veturinn. En það er vátryggt og þetta er betra en leit út fyrir á tímabili, sagði Pétur í lok samtalsins í gær. Þess má geta að svínin voru öll flutt burt úr húsunum og kúm Hátíðin reis hæst á hljómleikunum er frumflutt voru 2 verk eftir sr. Bjarna 3IGLUFIRÐI, 16. okt. — Hvert mannsbarn, sem vettlingi veldur, tók þátt í Bjarnahátíðinni hér á laugardag og sunnudag. í kirkju, kirkjugarði, á hljómleikum og í samkvæmum var meira fjöl- menini en ég mann dæmi um við hliðstæð tækifæri. Sól skein á himni laugardag og sunnudag, en í dag er kominn. kuldi og hríð. Hátíðahöldunum var fram haldið með hátíðamessu kl. 2 á sunnudag. Sr. Kristján Búason las ritningarorð, vígslubiskup Sig urður Stefánsson predikaði, sr. Óskar J. Þorláksson, dómkirkju- prestur ög Ragnar Fjalar Lárus- son, sóknarprestur þjónuðu fyrir altari, dr. Páll ísólfsson var við orgelið, Lúðrasveit Siglufjarðar lék við undirleik Sigursveins Kristinssonar Og Páll Erlendsson Og dr. Róbert A. Ottósson stjórn- uðu kórsöng. Um kvöldið var kvöldverðar- boð að Hótel Hvanneyri á veg- um bæjarstjórnar. Var það hið virðulegasta. Þessir tóku til máls: Sigurjón Sæmundsson, bæjarstjóri, sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sóknarprestur, dr. Páll ísólfsson, dr. Róbert A. Ottósson, sr. Óskar J. Þorláksson, dóm- kirkjuprestur, Jón Kjartansson, forstjóri, Beinteinn Bjarnason, út gerðarmaður, sem þakkaði allan þann margvíslega sóma og virð- ingu, sem bæjarstjórn Siglufjarð ar og Siglfirðingar í heild hefðu fyrr og síðar sýnt föður hans, Bjarna Þorleifssyni lífs og látn- um. Hápunktur hátíðahaldanna hygg ég að hafi verið konsertinn á laugardagskv., þar sem kirkju- kórinn og Vísir sungu sitt í hvoru lagi og saman lög sr. Bjarna. Þegar karlakórinn söng „Vakið- vakið“ og kórarnir saman tví- söngslagið við „Börn þín ísland“, hvorttveggja úr Alþingishátíðar ljóðum Davíðs, en þessi verk hafa ekki verið sett upp fyrr hér á landi, þá reis hátíð þessi hæst í snilld Og list í söng undir stjórn meistarans Róberts A. Ottóssonar. Einsöngvarar á hljómleikunum voru Anna Magnúsdóttir og Sigur jón Sæmundsson. Stjórnendur kóranna voru Páll Erlendsson og Róbert A. Ottósson. Dr. Páll ís- ólfsson flutti hátíðarræðu á hljóm leikunum um líf og starf sr. Bjarna. Listrænar skreytingar á bíósal og Hótel Hvanneyri annað- ist Sigurður Gunnlaugsson. Hátíðar þessarar mun lengi minnzt á Siglufirði, bænum, sem sr. Bjarni starfaði í tæpa hálfa öld og þar sem hann skóp sín verk. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.