Morgunblaðið - 17.10.1961, Side 13

Morgunblaðið - 17.10.1961, Side 13
Þriðjudagur 17. okt. 1961 MORGVNBLAÐtÐ 13 óðir farþegar Flugfélag I.Jiinds býður yður velkonm ÉG LYFTI munnvikunum rétt hæfilega svo að sæist á tennurnar, en ekki þó svo mikið að áber- andi væri hve þær eru skakkar. Eg þóttist vita nákvæmlega hvern ig á að framleiða mitt fegursta bros, enda hafði ég æft mig lengi fyrir framan spegilinn kvöldið áður. Eg var sem sagt á leiðinni út á flugvöll, þar sem ég ætlaði að vera flugfreyja á Skýfaxa Flugfélags íslands eina ferð til iLondon. Þarna um morguninn trúði ég því, að ef mér bara tæk- ist að brosa eins fallega og hin- ar flugfreyjurnar væri vandinn leystur. Um kvöldið var ég bú- inn að komast að raun um að flugfreyjur þurfa að vera búnar ýmsu fleiru, t. d. fótum á við meðal hlaupagarp, beini í nefi, engils þolinmæði o. fl. En þarna var ég ekki komin lengra en að lokaæfingunni að brosa. Allt í einu sá ég að leigubílstjór- inn var allur farinn að iða í sæt- inu og gjóa til mín augunum. Hann hefur víst séð þessa æfingu með andlitsvöðvana í speglinum eínum og hálfvegis búist við að þá og þegar mundi farþeginn grípa fyrir kverkar honum. Klukkutíma fyrir brottfarar- tíma var ég komin í eftirlitsferð með Hólmfríði Gunnlaugsdóttur, yfirflugfreyju hjá Flugfélaginu. Allt verður að vera um borð, sem hugsanlegt er að þörf verði fyr- ir. Það er víst ekki gott ef eitt- hvað vantar, þegar á að fara að hera fram mat og drykk uppi í himingeimnum. Framtakssamir „buisnessmenn" eru ekki enn ■búnir að finna ráð til að koma upp sjoppu við alfaraleiðir í há- loftunum, þó undarlegt megi virðast. Þess vegna verður að taka allan mat, tilbúinn í hita- dunkum, í eldhúsinu sem Flug- íélagið hefur rekið á Reykjavík- urflugvelli í tvö ár. Þar hefur ver ið unnið frá kl. 7 þennan morg- un undir stjórn Helga Jónssonar. Þá þarf að taka pelana hjá Inga Jónssyni. Þeir hafa verið taldir Ofan í kassa og innsiglaðir af toilinum. Það þarf talsvert magn af vökvanum, geta farið allt upp í 140 pelar í ferð. Og ekki er hægt að bæta á í London, því flug- freyjan má ekki eiga eftir nema innan við 10 pela, til að fá leyfi til að bæta við 15 þar. Það er mikið að gera hjá vínstjóranum. Hann hefur orðið að bíða eftir flug- vél til kl.' 1,30 um nóttina og af- henda í aðra kl. 7. — Það er mesta furða hvað hann er skap- góður þessi elska, segir Hólm- fi'íður. Mjólkurbilakvabb Og við höldum áfram undir- búningnum. Dagblöðin þurfa að fara um borð, eyðublöð fyrir flug stjórann að útfylla áður en lent er í London, um að engin eitur- lyf séu um borð, engir sjúkdóm- ar o. s. frv., skipsskjölin fyrir flugvélina, líta þarf í sjúkrakass- ann, athuga hvort vatn er í flug- vélinni, hvort allt sé í lagi á ealernum o. s. frv. Nú fannst mér tími til köminn að fara að setja upp fallega bros- ið. Hólmfríður þurfti líka sann- arlega á sínu að halda. Til henn- ar kemur kona: — Það er nefni- lega svoleiðis að hún dóttir mín kemur með ykkur heim og hefur enga íslenzka peninga. Þér vild- uð víst ekki fá henni þetta um- slag, þegar hún kemur um borð? -— Sjálfsagt, segir Hólmfríður. — Svo er það annað, bara taka þetta hangikjötslæri með út. Það er handa fólkinu, sem hún hefur verið hjá. Það þarf aðeins að láta afgreiðslumanninn taka það með inn í bæ og láta skrifstofustúlk- una bara hringja og þá verður það áreiðanlega sótt. Hólmfríður heldur brosinu- og segist reyna þetta, ef brezku tollverðirnir taki ekki lærið af henni. Það sé ekki alltaf svo gott að koma hangi- kjöti inn í Bretland. Mjólkurbílakvabbið nær sýni- lega líka til þessara nútíma far- ártækja, flugvélanna. Fyrir jólin streyma mæður út á flugvöll með heila kökukassa, sem þær ætla bara að biðja flugfreyjurnar að taka með til barna sinna út um heim. Það hlýtur að vera dálítið erfitt að vera flugfreyja með stafla af kökukössum í fanginu, því í vélunum er hvergi smuga ætluð fyrir slíkar sendingar. Farþegarnir eru komnir í sæti sín. Flugfreyjurnar fullvissa sig um að hurðir séu vel læstar. Það Hólmfríður yfirflugfreyja athugar hvort allur matur sé í hitakössunum, áður en þeir fara út í flugvélina. Eg geri eins Og hinar flugfreyj- urnar, hún Rúna Birna Sigtryggs- dóttir og Jóna Friðfinnsdóttir og tipla fram eftir flugvélinni með litla kókett svuntu Og sparibros- ið á sínum stað. Farþegunum og flugfreyjunum finnst víst vélin ekki hreyfast, en reynið þið bara að tipla á háum hælum með mOrgunverðarbakka handa að- stoðarflugmanninum Bjarna Jens má sjá gegnum gler við læsing- syni í annarri hendi og sóda- Fjölbreytilegar samræður Eg hefi alltaf haldið að einn skemmtilegasti þátturinn í starfi fiugfreyjanna væri að hitta margt fólk og eiga uppbyggilegar sam- ræður við það. Eg byrjaði á yngstu farþegunum, 1% ára göml um strák og 2% árs gamalli syst- ur hans, sem fram að þessu höfðu helzt haft það sér til dund- urs að skríða fyrir fætur flug- freyjanna á mjóa ganginum milli sætanna, er þær komu með bakk ana. Eg brosti, spurði hvað þau hétu, hvað þau væru gömul Og lagði fyrir þau aðrar álíka gáfu- legar spurningar. Þau horfðu á mig stórum augum, stungu upp í sig puttunum og sögðu A-a-a! Það kom í ljós að þau voru kanadísk að þjóðerni og að auki ekki talandi á nokkurt mál. Engin stórslys urðu á leiðlmri fram eftir flugvélinni með bakkana. arnar. Flugstjórinn, Aðalbjörn Kristbjarnarson bíður eftir merki frá þeim um að allt sé í lagi. Þá fyrst er hægt að leggja af stað. Flugfreyjurnar ganga um og taka þunga handfarangurinn ofan úr netunum, svo að ekki hrökkvi þungir hlutir ofan á kollinn á far- þegunum, þó hnykkur komi á vélina. Svo taka þær sér líka sæti. Flugvélin er ekki full, svo þær fá sæti. Annars er tveimur ætlað sæti á salerninu í flugtaki og lendingu og einni á aukastól. Góðir farþegar! Flugfélag ís- lands býður yður velkomna um borð í Skýfaxa . . . Ladies and gentlemen . . . Mine damer og herrer.... Gg svo vilja farþeg- arnir fara að fá morgundrykk- inn sinn. Það er ekki á hverjum degi sem þeir fá tvöfaldan sjúss fyrir 10 kr. Ef ég væri útlending- ur og ferðaðist með íslenzkri flug- vél, mundi ég vafalaust draga þá ályktun að mestur hluti ís- lendinga byrjaði daginn með nokkrum sjússum. Þetta hljóti að vera mestu berserkir. vajt Stórslysalaust Þá eru það skyldustörfin. Mat- ardunkunum er stungið í sam- band í heilu lagi og maturinn skammtaður snyrtilega á bakka. vatnsflösku, morgunverð flug- stjórans, í hinni. Það var mesta mildi að einn farþeginn fékk ekki allt saman Ofan á kollinn á sér, þegar smáhnykkur kom á vélina. Þetta gekk þó allt stór- slysalaust, nema hvað mjaðmirn- ar á mér voru svolítið aumar eftir snögga viðkomu við sætabökin og líklega hefur sparibrosið mitt ver ið orðið að samanbitnum tönnum. Mér er sagt að flugfreyjur séu mjög eftirsóttar á hjónabands- markaðnum. Eg er ekki hissa á því. Ekki af því þær séu svo miklu glæsilegri en aðrar stúlk- ur, heldur af því hvers konar þjálfun þær fá. Haldið þið að það sé munur að fá snyrtilegan morg- unverðarbakka og bros í ofaná- lag á heimilinu á morgnana, og að auki „Sjálfsagt“ við hverri beiðni. Að vera búin að venja sig á að vera rösk, aðlaðandi á hverju sem gengur og snyrti- mennskan sjálf hlýtur að vera fullt eins gott fyrir hverja hús- móður eins Og að kunna að brod- era og laga flókna rétti. En þarna er einn hængur á. Flugfreyjurn- ar hafa vanizt því að geta dembt matarleifum og óhreinum ílátum inn í skáp og komið að öllu hreinu aítur. Eftir þessar hrakfarir, gaf ég mig á tal við Axel Einarsson, stjórnarmeðlim Knattspyrnu- sambandsins og Unni Óskarsdótt- ur konu hans. — Þið eruð auð- vitað á leið til London, til að sjá landsleikinn milli íslendinga og Breta. — Nei, svaraði frúin. — Ja, sko, fyrst er það sumarfrí, en eftir að Unnur er farin heim, þá sit ég fund Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, segir Axel til skýringar. — Nú, já Og auð- vitað lofað frúnni fríi frá allri knattspyrnu fyrst um sinn! — Já, einmitt, sögðu bæði. Frúin hafði alla mína samúð. En mér finnst eins og ég hafi síðan les- ið einhver viðtöl við íslenzku knattspyrnumennina í Mbl., undir rituð Axel. Það getur þó auð- vitað verið misminni. Nú sá ég að hæstvirtur fjár- málaráðherra, Gunnar Thorodd- sen, og frú Vala, höfðu opnað augun eftir væran blund. Fjár- málaráðherra kvaðst vera á leið á aðalfund Álþjóðabankans í Vín- arborg. Nú sé útlit fyrir að við getum aftur farið að fá lán hjá bankanum eftir 8 ára hlé vegna ótrausts fjármálaástands í land- inu, fáum 2 millj. kr. lán til hita- veituframkvæmda í haust. Þess- vegna eigi íslenzkur fjármálaráð- herra ennþá brýnna erindi á fund inn en undanfarin ár. Flugfreyjurnar dra <a nú fram koníaks og wiskypela, sígarettur, súkkulaði og ilmvötn og fara að selja. Þetta virðist í fljótu bragði einfalt verk. En þegar borga má whiskypelann með 80 ísl. krón- um, 11 sænskum, 15 dönskum, 15 enskum shillingum, 8 mörkum og 50 eða tveim dollurum og pund ið er reiknað á 106 kr„ dollarinn á 40 krónur, markið 10 kr., sænska krónan á 7,50 o. s. frv. og umreikna þarf í huganum í hvell- inum og gefa til baka, ja, þð getur nú farið að vandast málið. Og svo þarf að fá kassann til að stemma, telja allar birgðir sem eftir eru handa enska tollinum að innsigla meðan staðið er við í London, telja hverja sígarettu sem áhöfnin hefur í vasanum í land, til að geta gefið það upp, Og ganga frá ýmsum pappírum. Það er sem sagt nóg að gera. í útlandinu Farþegarnir fara í land, þakka fyrir góða ferð. Tollvörðurinn kemur og rífst yfir hangikjöts- pakkanum Og gerir ýmsar athuga semdir í krafti valds síns. Þá er að fara í eldhúsið á flugstöðinni, til að panta það sem þarf til ferðarinnar heim. Hólmfríður ílugfreyja hefur sínar skoðanir á því hvernig þetta eigi að vera, brezki kokkurinn skilur ekki að það megi ekki bara vera ein- hvern veginn, og virðist ekki hafa hugmynd um hvernig hitaútbún- aði og bökkum er fyrirkomið í flugvélinni. Að hálftíma liðnum fer Hólmfríður aftur í eldhúsið til að sjá hvað gerzt hefur. Auð- vitað er það ekki eins Og það á að vera, og ég sé að auk annarra kosta þurfa flugfreyjur sannar- lega að hafa bein í nefinu. Loks á allt að vera í lagi. Flugvélin á að snúa við eftir 3 tíma. Það er ekki nægur tími til að fara inn í borgina. Hvað er þá hægt að gera? Áhöfnin finnur biðsalinn fyrir áhafnir erlendra fiugvéla á Lundúnaflugvelli og flugstjórinn lítur ekki við sér- stökum dvalarstað fyrir flug- stjóra. í þessari nýju glæsilegu flugstöð er áhöfnum ætlaður skuggalegur kjallarasalur með borðum og stólum, þar sem eng- in þjónusta er, en maður getur skemmt sér við að hlusta á glamrið í peningum á borðunum. Ekki svo að skilja að flugáhafn- irnar, sem þarna éru, spili pen- ingaspil. Nei, sænskar ísraelskar og hollenzkar flugfreyjur sitja kófsveittar yfir smámyntarhrúgu og eru í örvæntingu að gera upp söluna í ferðinni hjá sér. Þannig líður tíminn. Eina til- breytingin er að fara upp og kaupa svolítið súkkulaði og te- Framhald á bls. 15. Axel og Unnur: Algert frí frá. knattspyrnu um sinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.