Morgunblaðið - 17.10.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.10.1961, Qupperneq 3
Þriðjudagur 17. okt. 1961 MORCUISBL 4 ÐIÐ 3 TolJeringarnar í Mennxaskól anum í Reykjavik eru exns konar inntökupróf, sem bus- arnir verða áð taka hjá efri- bekkingum. En það falla eng- ir á því profi, nema hvað sum- ir falla niður á jörðina, eftir að hafa verið hent upp í loftið. f>að sást líka greinilega í gær, að sumir voru hálf-smeykir og þeirri stundu fegnastir, þegar þeir voru búnir að taka inn- tökuprófið hjá efribekkingum og komnir heilu og höldnu nið ur aftur. Mikill fjöldi unglinga var saman komin á lóð Mennta- skólans á fjórða tímanum í gær ekki aðeins nemendur skólans, heldur margir aðrir, sem langaði til að horfa á að- farirnar. Meira að segja var krökkt af áhorfendum vestan megin á Lækjargötunni. Það var mikil eftirvænting Tolleringar í Menntaskólanum í loftinu, áður en tolleringarn ar byrjuðu. Nær tuttugu efri- bekkingar stóðu á grasflötinni fyrir framan skólann, á skyrt unni og með uppbrettar erm- ar og biðu þess að skólabjall- an hringdi, svo þeir gætu góm að fórnarlömbin. Þetta var harðsnúið lið og ekki líklegt til að láta nokkurn sleppa úr greipum sér. Einn skar sig úr hópnum, því hann hafði farið í gallabuxur og þykka peysu, sennilega til að skitna ekki út. Kannski hefur hann verið á togara í sumar og lært þar að taka í nefið, því hann tók upp stóran klút og snýtti sér hressi lega. Stúlku-busarnir horfðu á hann með forvitni og hrolli í senn. Allt í einu gullu við heróp inni í skólanum og skömmu síðar hringdi bjallan. Það var þá annar hópur efribekkinga inni í húsinu, sem tók nú að handlanga busana út. Flestir börðust um á hæli og hnakka, en nokkrir voru leiddir út eins og þæg lömb til slátrunar. Einn, tveir. þrír og ...... svo sáu busarnir andartak yfir hópinn, þeir sem ekki lokuðu augunum, og lentu svo aftur í höndunum á efribekkingum, sem reyndu að gæta þess vel, að þeir lentu ekki harkalega niður. Skrækir og handapat, svo voru þeir búnir, einn af öðrum. Þegar einhverjum var hent mjög hátt upp í loftið, gullu við hrifningaróp frá nemend- um. Einn busanna tók upp prógram og þóttist vera niður sokkinn í að lesa það, á meðan hann var tolleraður. Það var eins og hann væri flötum bein um uppi í rúmi að lesa. Þetta vakti mikla kátínu, ekki síst þegar bíómiðar duttu úr vasa hans. Stúlkurnar höfðu flestar klæðst síðbuxum af skiljanleg um ástæðum. Þeim var yfir- leitt kastað hærra upp en strákunum, því efribekking- um var auðvitað í mun að sýna manndóm sinn gagnvart þeim, svo voru sumar nokkuð léttar. Þær voru yfirleitt óþæg ar, en það borgaði sig illa, því handtök piltanna voru þeim mun ómjúkari, og skyrt- an eða peysan fór upp úr bux- unurn og upp undir brjósthöld. ' — Guð. ekki tollera mig á stéttinni, hrópaði ein. Hún týndi báðum skónum í ösinni, en einum busanna tókst að finna annan þeirra og færði henni hann auðmjúkur á svip. Það mætti búa til þjóðsögu um þetta: Ef þú finnur báða skóna mína, busi, þá máttu eiga mig. Ein stúlka var svo skelkuð, að henni lá við gráti, enda var hún smávöxnust. Piitarnir sýndu henni sérstaka nær- gætni, sem var þó blandin fyr irlitningu, en það er ekki óeðlilegt á þessum aldri. Flest um stúikunum var þó ekki eins leitt og þær létu. Ein og ein eftirlegukind var alltaf að finnast. Einhverir höfðu læst sig inni, en urðu fyrr eða síðar að koma fram í dagsljósið og taka sitt inn- tökupróf. Einn piltur var svo erfiður, að taka varð á honum fantatök, unz hann var eins og í spennitreyju. Nokkrir hlupu undan, alla leið 'að Kron við Bankastræti, en voru eltir uppi og dregnir til baka. Efribekkingar blésu eins og stórhveli, en enga bilgirni var að sjá í svip þeirra. Það var hressandi og gam- an að fylgjast með ærslunum. Þetta var glöð og heilbrigð æska, sem ekki er líkleg til að láta innisetuna í vetur veikla sig á sál og líkama. Aðeins eitt skyggði á ánægj una: Einhverjir ófrómir ná- ungar notuðu tækifærið, með- an nemendur Menntaskólans voru önnum kafnir við toller- ingarnar, að læðast inn í Iþöku og stela þar tveim peninga- veskjum úr jökkum. sem héngu þar í fatahengi. I veskj unum voru samtals um 500 kr. Þrír efribekkingar týndu svo úrum sínum í hamagangn um. Ef einhverjir hafa fundið þau, eru þeir góðfúslega beðn ir að skila þeim í Menntaskól- ann. Eltingaleikurinn barst niður á Lækjargötuna. Bæjarstjóri hraktist i 4 klst. á Djúpinu „Book-a-month- Club“ MR. DONALD Brander, M.A., sendikennari við Háskóla íslands og Snæbjörn Jónsson & Co. h.f., The English Bookshop hafa í hyggju að stofna í Reykjavík bókaklúbb til þess að kynna ensk ar bókmenntir. Meðlimir klúbbs ins kaupa eina ákveðna bók í byrjun hvers mánaðar, lesa hana og hittast svo í lok mánaðarins og ræða innihald hennar. í vet ur yrðu lesnar 3 vasabrotsbækur og 3 nýjar bækur og umræðu- kaffifundir haldnir sex sinnum, en bækurnar munu meðlimir klúbbsins fá með 10% afslætti hjá Bókaverzlun Snæbjarnar. — Nóvember-bók klúbbsins verður „Eating People is Wrong“ eftir Malcolm Brandbury. Gert er ráð fyrir. að 20 manns verði í flokki og mun Mr. Brander verða for maður klúbbsins og stjórna um ræðu-kaffifundunum og fara um ræður fram á ensku. Þeir, sem áhuga hefðu á að gerast með- limir, eru beðnir að skrifa sig á lista, sem liggur frammi í Bóka verzlun Snæbjarnar, Hafnar- stræti 9, og er siðasti innritunar- dagur, laugardagurinn 21. októ- ber. Isafiröi, 16. óktóber. BÆJARSTJÓRINN á ísa- firði, Jón Guðjónsson, lenti í hrakningum á laugardags- kvöldið og var útlitið orðið æði tvísýnt, þegar lijálpin barsí. o—★—o Jón á jörð handan Djúpsins, Sandeyri á Snæfjallaströnd. — Þangað hélt hann síðdegis á laugardag í opnum báti, göml- um nótabáti, sem hann notar til að komast á milli. Með hon- um var eiginkona hans og Guð- mundur Maríassón frá Isafirði. o—★—o I ljósaskiptunum var bátur þeirra undan Arnarnesi. Þá stöðvaðist vélin skyndilega og tókst ekki að koma henni í gang aftur. Rak bátinn fyrir sjó og vindi út Djúpið, en með kvöld- inu fór veður versnandi og þá tók að rigna. Loks tókst bæjar- stjóra og Guðmundi að búa til kyndil, því það var hið eina, sem þeir gátu gert til þess að vekja athygli á sér. Laust fyrir miðnætti varð skipstjórinn á mb. Valdís, Óskar Þórarinsson, sem Frh. á bls. 23 stakstMar „Auðmýkiandi ^etli- styrkir“ Eins og áður hefur verið getið um hér í blaðinu, birtast nú dag- lega í Þjóðviljanum fullkomnar taugaveiklunargrein. i sunnu- dagsblaðinu er geggjunargreinin undirrituð G.J.G. og er þessi málsgrein einna skemmtilegast vitlaus: „Auðvaldsherrarnir hafa ekki áhuga á því að bæta kjör þess fólks, því að þeirra börn eru ekki annað en „pabbakrútt", sem eiga hægan aðgang að arðsráns- sjóðum foreldranna og auðmýkj- andi betlistyrkjum Atlantshafs- bandalagsinis!“ Að stóryrðunum fráskildum er uppistaðan sú, að nú sé lifað á „auðmýkjandi betlistyrkjum Atlantshafsbanidalagsins“. Menn minnast þess væntanlega, að í tímum vinstri stjórnarinnar var beinlínis leitað eftir samskotum hjá Atlantshafsbandalaginu. Sam skotaféð fékkst og framlengdi lífdaga vinistri stjórnarinnar nokk uð. Þá var einskis svifizt til að afla fjár og þá gleymdust þau orð að „betra væri að vanta brauð en hafa her í Iandi“. Viðreisnar- ráðstafanirnar miða aftur á móti að þvi, að íslendingar standi á eigin fótum, afli sér gjaldeyris- varasjóða og tryggi fjárhagslegt sjálfstæði sitt. Það m. a. skilur algjörlega á milli stefnu vinstri stjórnarinnar og viðreisnarstjórn arinnar. Hefði þvi mátt ætla, að kommúnistar minntu ekki á hina fjárhagslegu niðurlægingu Iþeirrar stjórnar, sem þeir í upp- liafi fögnuðu mest. Stalin off Þorvaldur Þorvaldur Þórarinsson, lög- fræðingur, mininti á tilvist sína með ritun geggjunargreinar Þjóð- viljans fyrir nokkrum dögum. Að því tilefni er gaman að rifja upp hvað sá goði maður sagði á prenti vorið 1953. Þá birtist eftir hann grein í Nýja stúdentablaðinu, þar sem m. a. sagði: „Þó að söknuð ur hafi vætt ná- lega hverja brá við hinn svip- lega dauða Stal- ins, skal ekki refcja hér harm- tölur, heldur minnast hins, Fyrirmyndin“ hvílik «æfa hað er að hafa verið samtímis þvílíkum manni, að hafa átt þess kost að virða fyrir sér verk hans, kynnast ritum hans, sjá sköpun hanis ná þroska“. „Slíka fyrirmynd eiga ungir menntamenn að kjósa sér.“ Þorvaldur Þórarinsson er sýni- lega enn með grátstafinn í kverk unmrn yfir því að Stalin skyldi falla frá. Hitt finnst honum vafa- Iaust Iítilræði, þótt hann myrti nokkrar milljónir manna, eftir þeim upplýsingum, sem Krúsjeff hefur gefið. Fé innlánsdeildanna Timinn er enn farinni að ympra á því, að Seðlabankinn „frysti" fé innlánsdeilda Kaupfélaganna. Þessar fullyrðingar voru ein megirauppistaðan í áróðri Fram- sóknarflokksins fyrst eftir að við- reisnarráöstafanir voru gerðar. Var þá sagt, að með þessum ráð- stöfunum ætti að flytja allt fjár- magn úr hinum dreifðari byggð- um og skapa þar neyðarástand. Morgunblaðið spurði þá, hversu mikilli upphæð það fé næmi, sem kaupfélögin hefðu greitt til Seðlabankans. Við því fékkst aldrei svar frá Tímanum, og var það að vonium, því að innláns- deildirnar höfðu ekkert eða lítið sem ekfcert greitt. Má því gjarn- an spyrja að því enn einu sinni, hversu mikil þessi upphæð sé.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.