Morgunblaðið - 17.10.1961, Side 6

Morgunblaðið - 17.10.1961, Side 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. okt. 1961 Deilt um sölu- skaft á þingi J } Stefnt að sameiningu aðflutnings- í gjalda og lækkun þeirra NOKKRAR umræður urðu í Efri deild Alþingis í gær um frumvarp til Iaga um bráða- birgðabreyting og framleng- ing nokkurra laga. Felst í frumvarpinu ákvörð- un um að innheimta tiltekin gjöld á árinu 1962 með sömu viðauk- um og undanfarin ái. Ennfremur heimild til að fella niður aðflutn- ingsgjöld af nokkrum nauðsynja- vörum Og loks er í frumvarpinu gert ráð fyrir að 8% viðbótar- söluskattur á innfluttum vörum, sem ákveðinn var með lögum nr. 10/1960, skuli gilda áfram til árs- loka 1962. Það var einkum síðastnefnda atriðið, sem orðaskipti urðu út af, milli fjármálaráðherra, Gunn- ars Thoroddsen,sem fylgdi frum varpinu úr hlaði, og Ólafs Jó- hannessonar. „Gamall kuniningi“ í alllangri ræðu, sem Ólafur Jó hannesson hélt, að framsöguræðu lokinni, komst hann svo að orði, að frumvarpið væri „gamall kunningi" a. ö. 1. en því, að upp í það væri tekið ákvæði um fram- lengingu 8% við- bótarsöluskatts- ins í innflutn- ingi, sem stjórn- in hefði í ársbyrj un 1960 lýst yfir, að aðeins ætti að vera til bráða- birgða. Með því að taka hann með í frumvarp- ið virtist ríkisstjórnin ætla að láta hann gilda til frambúðar. Yfirlýsingin um að hann yrði aðeins til bráðabirgða hlyti því að hafa verið algjör blekking — eða stórkostleg reikningsskekkja að hafa átt sér stað. Val milli tekjuleiða Fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, svaraði ræðu þing- mannsins og kvað báðar ofan- Hagstofan reikni út Tjón af völdum vinnustöðvana Þingsályktunartillaga borin fram á Alþingi t GÆR var útbýtt á Alþingi þingsályktunartillögu, erJón Þorsteinsson flytur, um að Hagstofu íslands verði falið að reikna út eða áætla tjón af völdum vinnustöðvana. — Segir svo í tillögunni: „Skal hagstofan í fyrstu reikna út tjón vegna vinnustöðvana á árinu 1961. Framvegis skal hag- stofan svo reikna þetta tjón út árlega og birta niðurstöður sín- ar. Einkanlega skal leitazt við að reikna út ananrs vegar fjölda tapaðra vinnustunda og heildar- upphæð tapaðra vinnulauna hjá öllum þeim launþegum, er lagt hafa niður vinnu eða beinlínis misst af vinnu vegna vinnu- stöðvana, og hins vegar þá skerðingu á verðmæti útflutn- ingsframleiðslunnar, sem ætla má að vinnustöðvanir hafi leitt af sér.“ Öruggar upplýsingar æskilegar 1 greinargerð með tillögunni kemst flutningsmaður m. a. svo að orði: „Það hlýtur að vera æskilegt, að þjóðin geri sér glögga grein fyrir því tapi, sem af vinnu stöðvunum leiðir, svo að hún geti metið það réttilega til frá- dráttar þeim ávinningi eða kjara Framh. á bls. 23. greindar staðhæfingar hans jafn staðlausar. Eins og margsinnis hefði verið greint frá, væru ástæðurnar til álagningar viðbót- arsöluskattsins allt aðrar. Þegar fjárlög hefðu verið samin um ára- mót og í byrjun janúar 1960 hefði verið áformað að afla tekna með söluskatti í smásölu, sem síðar var ákveðinn 3%. Þegar kom að samningu frumvarps um þann skatt nokkrum vikum síðar, varð ljóst, að hann mundi ekki gefa af sér nægar tekjur. Var það sök- um þess, 1) að ákveðið var við frumvarpssamninguna að undan- þiggja skattlagningu miklu fleiri vörutegundir en í öndverðu hafði verið ráðgert, þ. á. m. alla mann- virkjagerð í landinu, 2) að ekki var unnt að láta skattinn ganga í gildi fyrr en 3 _ mánuðir voru ISmmm liðnir af árinu Og 3) að ljóst var, að söluskattur- inn í smásölu yrði að vera hærri en 3%, þ. e. 4—5, ef hann ætti að duga. Að öllu þessu athuguðu, þótti eftir atvikum rétt ara að leggja á viðbótarsöluskatt í innflutningi. Mikill misskilningur Fjármálaráðherra kvað með öllu ósanna þá fullyrðingu, að gefið hefði verið loforð um, að skatturinn gildi aðeins út árið 1960. Þvert á móti hefði hann tek ið skýrt fram — og það oftar en einu sinni — að um það atriði yrði ekki hægt að segja með vissu, fyrr en við samningu fjár- laga. Þó að í þetta 'sinn væri gert ráð fyrir að skatturinn gilti áfram, væri það mikill misskiln- ingur, að ríkisstjórnin hyggðist láta hann öðlast varanlegt gildi. Því væri fjarri. Stefnt væri að því, að sameina öll aðflutnings- gjöld í eitt — eða a. m. k. mjög fá — og væri það von sín, að um leið mætti lækka áíögur á inn- fluttar vörur, sem sífellt hefðu vaxið og væru nú hærri hér á landi en í nokkru öðru landi Vestur-Evrópu. Til nefndar Að lokum ítrekaði Ólafur Jó- hannesson nokkur fyrri ummæli sín, en að því búnu var frum- varpinu vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar með samhljóða atkvæðum. Bráðabirgðalögin um millilandaflug: Afstýrðu gjaldþroti og tryggðu álit félaganna Frá umræðum í Nebri deild BRÁÐABIRGÐALÖGIN, sem gefin voru út í sumar, um bann gegn stöðvun milli- landaflugs, voru rædd lítið eitt á fundi Neðri deildar Al- þingis í gær, en þá kom til l. umræðu frumvarp ríkis- stjórnarinnar um staðfest- ingu á þeim. ■ Bráðabirgðalögin voru i sam- ræmi við ákvæði stjórnarskrár- innar, lögð fyrir Alþingi, þegar það kom saman. Flugmálaráðherra, Ingólfur Jónsson, fylgdi framvarpinu úr hlaði, gerði grein fyrir efni þess og rakti málavexti. Sagði hann m. a., að ástæður til setningar lag anna hefðu fyrst og fremst verið tvær: Annars vegar að afstýra því, að fjárhagur flugfélaganna færi í kaldakol — og hins veg- ar að koma í veg fyrir, að þau fyr irgerðu því trausti, sem þau hefðu áunnið sér í alþjóðaflugsamgöngum. — V egalagaf rumvarp I GÆR komu fram á Alþingi all mörg frumvörp og tillögur um breytingu á gildandi vegalögum, en eitt slíkt frumvarp var áður komið fram á þingi því, er nú situr. Eru frumvörpin ýmist flutt af þingmönnum eins tjórnmála- flokks eða fleiri í sameiningu — og koma þar við sögu allir ilokk ar nema Alþýðuflokkurinn. Frum vörpin taka til nokkurra tuga vega Og vegaspotta á Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Hvort tveggja þetta hefði veriS í húfi, ef þau hefðu neyðzt til að leggja niður flugferðir vegna verkfallsaðgerðanna í sumar. — Setning bráðabirgðalaganna hefði heldur ekki haft áhrif á gang verkfallanna eða niðurstöður vinnudeilunnar út á við. , Ráðherrann kvað sérstaka á- stæðu til að fagna því, hvers flugfélögin, þrátt fyrir fámenni ís lenzku þjóðarinnar, hefðu reynzt megnug. Þau störfuðu hér án nokkurra beinna styrkja af opin- berri hálfu og væri öll starfsemi þeirra hin þýðingarmesta. Eðvarð Sigurðsson sagðist verá ósammála ráðherranum um þa5, að bráðabirgðalögin hefu ekki haft áhrif á vinnudeilurnar. Hann rakti nokkuð gang kjarabarátt- unnar fyrir síðustu verkföll og kvað kröfur verkalýðsfélaganna hafa verið aðeins réttmætar og sanngjarnar. Þa3 væri hlægilegt að segja, að flug félögin hefðu orðið gjaldþrota, ef bráðabirgða- lögin hefði ekki verið sett. Þau hefðu ekkert munað um að ganga að kaup- hækkunarkröf- unum Og afstýra stöðvun með þeim hætti. Ríkisstjórnin hefði lýst því yfir, að hún ætlaði ekki að hafa afskipti af vinnudeil- um, en engu að síður gert það. Það út af fyrir sig teldi hann ekki ámælisvert. Hún hefði hina vegar ekki reynt að koma á sætt um — heldur sett lög, sem verka lýðsfélögin teldu hrein ofbeldia lög. Skoraði hann á þingmenn að greiða atkvæði gegn frumvarp- inu strax við 1., umr. — Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var atkvæðagreiðslu frestað. Hvernig vcrður hnötturinn 1962? Velvakanda berast bréf um margvisleg efni. Nýlega kom Sigurþór Runólfsson í Hvera- gerði og bað okkur fyrir eft- irfarandi bréf, sem hann kvaðst vera búinn að afhenda sendiráðunum í Reykjavík: Eg, sem þessar línur skrifa, er 54 ára gamall og hefi því nokkra reynslu að baki. A lífsleið minni hefi ég alloft orðið fyrirfram viss um ýmsa hluti, með vísbendingum í draumi. Og því er það, að ég skrifa þetta. T. d. fyrir síðustu styrjöld varð ég margs vísari um gang hennar, sem síðar kom allt fram. Arið 1948 átti ég heima á Suðvesturlandi, nánar tiltek- ið í Keflavík. Þá er það, að mig dreymir aðfaranótt hins 1. júní, að ég sé hnöttinn okkar, eins og hann muni líta út 1 næstu styrjöld. Sá ég hann á norðvesturlofti, frá Keflavík ,og er hann að mestu hulinn geysistórum kolsvört- um krossi, eins og meðfylgj- andi mynd sýnir. Aðeins tvær eyður sáust á hnettinum, og virtust. þær hafa sloppið að mestu leyti við sprengju- regnið, þó voru nokkrir dökk ir blettir á þeim. Eg vaknaði við þennan vonda draum, og fór strax fram úr rúminu og dró upp mynd af sýn minni, eins nákvæma og mér frekast var unnt. Að vísu var ég tæp lega nægilega viss um stað- setningu svörtu blettanna á eyðunum til þess að ég treysti mér til að staðsetja þá á upp- dráttinn. Það er venja mín. et mig dreymir einkennilega drauma, að skrá þá niður og geyma, og er því á sama hátt farið um þennan. En um það bil tveim árum síðar, dreym- ir mig enn að þessi umgetni draumur muni koma fram 1962. • Vonandi draumur MBnBOMHKnnnw- ? ~i Við vitum að allir íbúar jarðarinar, sem nokkuð hugsa, vona að til nýrrar heims’styrjaldar komi ekki. Og allir treystum vér því, að forustumenn stórþjóðanna séu ekki svo illa valdir, að þeir fremji slíkan glæp, sem nútíma styrjöld væri, er myndi leiða af sér tortímingu stórs hluta eða jafnvel alls mannkyns. Og ég leyfi mér að fullyrða, að engan veginn getur nokkur aðili unnið slíkan glæp, nema sjálfum sér til hörmungar. Vonandi er þessi draum- sýn aðeins fyrir slæmu útliti í heimsmálunum, en ekki styrjöld. Og í því trausti leyfi ég mér að senda öllum sendi- ráðum stórþjóðanna, í Reykja vík, frásögn þessa, ásamt mynd af uppdrættinum er ég gerði sjálfa dnaumnóttina, og bið þau að koma því á fram- færi við leiðtoga þjóða sinna, ef það mætti verða til þess að þeir aðilar, er mestu ráða um gang mála í heimi hér, gerðu allt hvað þeir geta til að forða veröldinni frá slíkum hörm- ungum. I fullri vinsemd og virðingu, Sigurþór Runólfsson Hveragerði, ísland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.