Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 24
Uppreisn í Portugal? Sjá bls. 10. 235. tbl. — Þriðjudagur 17. október 1961 IÞROTTIR Sjá bls. 22 Fyrsfta veftrarhreftið: Hríö og f oráttu- brim nyrðra 1 GÆRMORGUN vöknuðu Norðlendingar við það að fyrsta vetrarhretið var kom- ið, snjóaði allt frá ísafjarð- ardjúpi og austur um, allt allt suður á Austfirði. Fylgdi veðrinu mikill sjór og áttu bátar sums staðar í erfiðleik- um að komast inn. En í gær- kvöldi var veðrið að ganga niður. Hér fyrir sunnan boðaði vetur einnig komu sína, snjóaði víða í fjöU, féll fyrsti snjórinn t. d. í Esjuna um helgina, en það má teljast óveiiijulega seint. Nokkrir fréttaritarar símuðu fregnir af veðraskiptunum: Bátar komust ekki inn á Húsavík HÚSAVÍK, 16. okt. — I nótt urðu hér snögg veðrabrigði. í gaer var þíðviðri, en í morgun var kominn norðan og norðvestan störmur Og alhvítt orðið milli fjalls Og fjöru. Hefur verið hér snjókoma öðru hverju í dag. Óveðri þessu fylgdi foráttubrim og mun ekkL um árabil hafa komið annað eins brim hér á Húsavík. Þegar verst var braut alveg framan við höfn- ina, svo að ófært var inn í hana, en það er sjaldgæft. En inni í höfninni urðu aðeins örðugleikar með opnu bátana, sem fylltust af sjávarroki ef ekki var staðið í austri. 4 bátar höfðu róið í gær- kvöldi. Mb. Helga var að veiðum aust- ur í Axarfirði, og kom hingað heim kl. 4.30 í dag, en varð að halda sjó rúmar þrjár klukku- stundir fyrir utan höfnina eða þar til kl. 17.30 að sjór var það genginn yfir, að hún áræddi að sigla inn og gekk það ágætlega. Hagbarður og tveir minni dekk bátar voru að draga línu við Flatey, en um kl. 10 í morgun urðu þeir að hætta drættinum Og sigla í var við Flatey og hafa legið þar í dag. Útlit er fyrir að þeir verði að liggja þar áfram í nott. Skemmdir af þessu brimi hafa aðeins orðið þær, að steypuslætti fyrir brjóstvörn, sem eftir er að steypa á fremsta kerið á hafn- í kvöld: Utvarpað trá Alþingi 7. umrœðu um fjárlög 7962 1 KVÖLD verður útvarpað frá sameinuðu Alþingi 1. umræðu um fjárlög ársins 1962, en frumvarp um þau var lagt fram í þingbyrj- un. Mun fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, fylgja frumvarpinu úr hlaði, en siðan fá fulltrúar annarra þingflokka en Sjálfstæðis- flokksins Mi klst. ræðu- tíma hver. Að síðustu hef- ur svo ráðherra stundar- fjórðung til andsvara. — Útvarpsumræðan hefst kl. 8 e. h. argarðinum, sópaði sjórinn alveg burtu. Veður virðist frekar hafa farið batnandi með kvöldinu, en þó er hér hríðarhraglandi og veður- stofan spáir áframhaldandi norð- an hríðarveðri. — FréttaritarL Bílar komust yfir Siglufjarðarskarð SIGLÚFIRÐI, 16. okt. — Hér er nú hríð og kuldi og urðu snögg umskipti. eftir góða veðrið undan Framhald á bls. 23. 18 hafa meiðst í umferö- arslysum í mánuðinum Drengur slasast illa og telpa meiddist i gær GEYSIMIKIÐ er nú um umferð- arslys. Hafa 18 manns slasazt meira og minna síðan um mán- aðarmót og árekstrar eru orðnir 113. A föstudagskvöldið slasað ist 13 ára drengur illa á Sund- laugavegi, sama kvöld handleggs brotnaði hjúkrunarnemi í bíl- slysi á Reykjahlíðinni og í bær morgun varð 10 ára telpa á reið hjóli fyrir bíl á Kleppsveginum og meiddist nokkuð. ' Þrettán ára drengurinn heitir Jón Benediktsson og á heima á Hraunteigi 15. Hann var að koma úr íssjoppu um kl. hálf ellefu Síld söltuð á Akranesi AKRANESI, 16. okt. — Eins Og sagt var í fréttum í sunnudags- blaðinu, fengu tveir hringnóta- bátar síld sem þeir lönduðu seint á laugardag. Skírnir fékk 214 tunnur, og Haraldur 145 tunnur. Síldina fengu þeir 43—45 sjó- mílur út af Jökli. Ingimundur skipstjóri á Haraldi sagði að lóð- að hefði á síld á svolitlu svæði, en síldin hafði staðið djúpt. Síldin er smá, og mældist fita hennar 15—19%. Síldin var söltuð í þetta sinn. Talsvert gekk úr af þeirri smæstu. Haraldur Og Skírnir fóru báðir út á síldveiðar í dag. Einn línubátur, Ver, er á sjó í dag. — Oddur. á föstudagskvöldið og hélt vest ur Sundlaugaveginn. Bar þar að stationbifreið, er ekið var greitt. Mun drengurinn hafa hlaupið fyr ir bifreiðina, lent framan á henni og borizt með henni góðan spöl, áður en hann lenti á götunni. Drengurinn liggur á Landakoti, og er mikið slasaður enda var bíll inn í óökufæru standi eftir á- reksturinn. Bíll ók á systur. í gærmorgun var 10 ára telpa, Sólborg Pétursdóttir á ferð með mjólkurflöskur í tösku austur Kleppsveginn á reiðhjóli. Hljóp 5 ára gömul systir hennar með hjólinu. Kom station-bifreið eft ir veginum og var ekið í sömu átt. Sá bifreiðarstjórinn ekki telp una fyrr en um seinan. Lenti bíllinn aftan á hjólinu og ýtti því nokkurn spöl á undan sér, áður en hann stöðvaðist og telp an féll á götuna. Reiðhjólið eða Sprungurnar sjást úr flugvél UPP ÚR hádegi á sunnudag flaug Bjöm Pálsson, flugmaður, yfir Öskju. Segir hann að þar sé svip að umhorfs, en þó hafa dálitlar breytingar orðið á hverunum frá því hann flaug þar yfir s.l. fimmtudag. Einkum hafa sprung urnar, sem liggja þvert á hvera línuna, aukist, því nú sjást þær greinilega úr flugvél. I gær var komin hríð þar inn frá. bíllinn munu einnig hafa rekizt eitthvað utan í minni telpuna. Sólborg, sú eldri, var flutt á Slysavarðstofuna marin og hrufl uð og var látin vera þar í gær, til að ganga úr skuga um að hún hefði ekki hlotið alvarlegri meiðsli. Hjúkrunarnemi fyrir bíl. Þá varð Hreindís Guðmunds- dóttir, hjúkrunarnemi fyrir bíl á Reykjahlíðinni á föstudags- kvöld, og var hún flutt hand- leggsbrotin á Landspítalann. Akureyrl 12. 10. 1961. Hinn svokallaði þurrafúi í J skipum, er að verða allhvim • leiður hér á landi. Slippstöðin ’ á Akureyri hefur haft nokkur slík tilfelli til aðgerðar und- anfarin ár. Myndin sýnir m.b. ' Þráin frá Neskaupstað. Sund- ursagaðan rétt framan við vélarrúm. Hann stendur nú í slipp á Akureyri, frampartin um hefur verið hent, og þarf því að byggja skipið upp að 3/4 hlutum. Þráinn er byggð- ur í Svíþjóð fyrir fáfum árum. — st.e.sig. Vinningar í happdrættisláni HÆSTU VINNINGAR í A-flokki happdrættisláns Ríkissjóðs er dregið var út 15. þ.m. 75 þús. kr. komu á nr. 133.289, 40 þús. kr. á nr. 93189 og 15 þús. kr. á nr. 59551 og 10 þús. kr. á nr. 43518 og 122764 og 135915 (Birt án ábirgðar) Lá v/ð stórslysi á Hatnarfjarbarvegi: Stúlka lenti í skurði undir bíl A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ var bifreið ekið út af Hafnarfjarðar veginum, og valt hann ofan í skurð eftir að hafa brotið ljósa- staur. Kastaðist einn farþegi út úr bílnum og kona lenti- undir honum í skurðinum.. Hinir fimm, sem í bílnum voru, fóru veltuna með honum. Var mesta mildí að þarna varð ekki stórslys, en fólk- ið slapp furðulega lítið meitt. Slys þetta var tilkynnt á lög reglustöðina um ki. 1.20 um nótt ina. Hafði 6 manna bifreið verið Karmoy náðist upp óskemmd ÍSAFIRÐI, 16. okt. — Vélbátur- inn Karmoy, sem fórst í innan- verðu Isafjarðardjúpi í haust, hefur nú náðst upp. Báturinn virðist lítið skemmdur, mastrið brotið, en aðrar teljandi skemmd ir er ekki að sjá. Sem kunnugt er fórust tveir menn með bátnum, feðgarnir Simon og Kristján Olsen. — Eft- ir að báturinn hafði verið athug aður komust menn helzt að þeirri niðurstöðu, að honum hefði hvolft í hafrótinu — og hann sokkið á svipstundu. Báturinn var á réttum kili á 7 faðma dýpi skammt utan við Þernuvík. Björgunarleiðangur fór á laugardaginn inn í Djúp á mb. Vin og var Guðmundur Marzelíus arson, kafari, með í förinni. Kaf- aði hann og kom vírum í Kar- moy og dró Vinur b átinn síðan upp á vindunni. Maraði Karmoy í kafi, þegar komið var með bát- inn til ísafjarðar, en við bryggj- una var sjónum dælt úr bátnum. Ole N. Olsen, sonur Símonar hejtins, keypti Karmoy af trygg- ingafélaginu. AKS. ekið suður Hafnarfjarðarv. með um 70 km. hraða, skv. frásögn bílstjórans. Fór hann fram úr öðrum bíl rétt norðan við Foss- vogslaékinn og missti stjórn á bílnum stuttu seinna. Slengdist bíllinn þá sitt á hvað á veginum^ þangað til hann fór út af og lenti á sverum ljósastaur. Þver- brotnaði staurinn og rafmagns- línan slitnaði. í bílnum voru 7 manns og sátu karlmaður og kvenmaður í fram sæti hjá bílstjóranum. í einni sveiflunni á bílnum mun karl- maðurinn hafa slengst á hurðina og ýtt með handleggnum ofan á hurðarhúninn. Opnaðist hurðin við það og kastaðist hann út, en bar fyrir sig hendurnar og slapp með meiðsli á þeim. En hann var að staulast á fætur, fékk hann í sig straum, er rafmagnsstrenig urinn slitnaði og féll ofan i blauta götuna. Þeir sem í bílnum voru, gera sér ekki fyllilega ljóst hvernig bíllinn valt, eftir að hann lenti á staurnum en hann lenti á toppinum í vegarskurðinum aust an megin brautarinnar. Þegar fólkið fór að reyna að komasit Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.