Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 17. okt. 1961 Dorothy Quentin: Þög! aey , Skdldsaga ar hún var lítil, og hló. Þú ert ekki mikið þyngri en þá.... fékkstu ekki almennilega að éta í Bandaríkjunum? Hættu þessu bulli og settu mig niður, Bill. Ég þarf að fá bíl, og það góðan bíl, ef slíkur fyrir- finnst sagði hún, þegar hún hafði náð andanum, og svo kynnti hún Rex. Bill brosti breitt og sagðl síðan lágt: Vertu viss, ég hef einmitt bílinn, sem þig vantar. Hef ég kannske ekki verið að smyrja hann og snurfusa síðan ég heyrði að þú værir að koma heim. — Komdu bara og sjáðu. Hann fór með hana í skúr að baki verkstæðinu og hratt upp báðum hurðunum hátíðlega. — Hananú! Taktu hann út og reyndu hann. Ég þarf ekki neina sölumennsku til að selja þér þennan bíl. Það mundi heldur ekki þýða neitt, svaraði hún brosandi. Ef stjúpi minn hefur getað kennt mér nokkurn hlut, þá er það að dæma bíla. Auðvitað. Því var ég búinn að gleyma. Ég er mest hissa á, að þú skyldir ekki koma með einn Sanders-bíl með þér. Ég flaug til Trinidad, svaraði hún, eins og utan við sig. Svo hrifin varð hún af þessum fallega Renault-Dauphine. Hann minnti mest á prinsessu í svínastíu, þarna í beyglaða skúrnum. Já, hann er fallegur, sagði Rex og strauk létt yfir bílinn. Frankie varð hrifinn af bíln- um um leið og hún sá hann. Þetta var bersýnilega hennar bíll. En samt hikaði hún um leið og hún snerti hurðina, því að þá mundi hún eftir beyglaða Cit- roenbílnum hans Andrés, sem faðir hans hafði átt á undan hon- um, og hlaut að vera orðinn tvít- ugur.... ■ Hefurðu ekki neitt annað? spurði hún og nú brá fyrir ofur- litlum amerískum hreim í rödd- inni. Eitthvað sem hentar betur vondum vegum? Bill yppti öxlum, vonsvikinn. Jú, ég á hérna einn jeppa, en ég vil nú samt, að þú reynir þenn- an, því að þá veit ég, að þú lítur ekki við jeppanum. Frankie vissi mætavel, að ef hún settist við stýrið á þessum, kæmi enginn annar til greina. En hún gat ekki fengið af sér, að gera þessum tveim mönnum, sem þarna voru staddir, von- brigði. Hún gat sér þess til, að Rex mundi langa til að koma upp í þennan bíl og jafnvel að aka honum. Sá, sem var hrifinn af bílnum mundi varla geta stað- izt freistinguna. Þú getur fengið hann fyrir tvö þúsund dali, ef þú átt nokkra dali, sagði Bill, lokkandi, og svo geturðu líka fengið hann til reynslu í viku. Betur get ég ekki boðið. Gott og vel, Bill. Settu benzín á hann. Rex hló og settist við hliðina á henni í bílnum. Ég ætti nú að réttu lagi að fá þig ofan af svona eyðslusemi, sagði hann, en ef ég væri ekki að fara til London, þegar þessi mynd er búin, mundi ég kaupa hann sjálfur. Hún ók Rex til Irishtown og til baka eftir strandveginum, af því að hún vildi ekki fara með hann til Laurier heldur láta hann koma þangað með hinu fólkinu daginn eftir. Hann var þegar farinn. að sækjast fullmik- ið eftir návist hennar. Hún kunni ágætlega við hann, en hún vildi ekki flækja málin með því að gera hann ástfanginn af sér. __ Komdu góða. Flugvélin er lent í Róm! Eins og var hafði hún nóg á sinni könnu þar sem voru viðskiptin við André. í Irishtown, skildi hún hann eftir í veitingahúsi og fór til að hringja í sjúkrahúsið. Á þessum tíma átti André að hafa lokið við stofuganginn. Hún fann, að hönd hennar skalf þegar hú greip síma tólið inni í litlu skonsunni. Lík- lega mundi Andfé firrtast af þessari hringingu hennar, svona í miðjum vinnutímanum, en hún vildi hafa allt á hreinu. Hún sagði við nunnuna, sem kom í símann, að þetta væri einkasam- tal, svo að hún skyldi ekki ó- náða lækninn, ef hann væri önn- um kafinn. Ef herran er í skrifstofunni sinni, getið þér vel talað við hann. Viljið þér bíða rétt á með- an? Það var erns og rólega rödd- in í símanum, væri að hasta á óróna og spenninginn, sem ríkti í hjarta Frankie. Og það var eins og hún gæti engu orði upp kom- ið þegar hún loks heyrði djúpu röddina í honum í símanum. Og þessi rödd sagði svo tilfinningar- laust og ópersónulega, að hún gat einskis getið sér til af henni um tilfinningar hans. Francoise? Er nokkuð að? Nei.... ég er bara stödd í Irish- town, heyrði hún sjálfa sig tafsa, .... og ég ætla að borða hádegis- verð með hr. Newman og hinum. Ég ætlaði bara að vita, hvort það stendur við það sama, að við förum út að ríða um landareign- ina í dag? Það varð stutt þögn og svo heyrði hún smelli í símanum. Hún sá í huga sínum André vera að hleypa brúnum. Laurier þolir að bíða ef þú hefur eitthvað annað betra fyrir stafni í dag, svaraði hann loks- ins, eins og honum væri algjör- lega sama um þetta. Svo bætti hann við, þurrlega: Það er það gott við akrana, að þeir hlaupa ekki burt. Ég átti alls ekki við það, flýtti hún sér að segja og hallaði sér upp að veggnum, eins og hún væri öll máttlaus. Ég vildi bara láta þig vita, að ég ætla ekki að selja Mendozafeðgunum Laur- ier. Ég veit nú ekki hvort þeir eru eins slæmir og þú segir, en ég varð bara svo hvínandi vond þarna í gærkvöldi.... Það varð ég lika, sagði hann og hló og henni létti stórum. Ég var búin að gleyma, hvaða varg- ur þú getur verið ef þér er gert eitthvað á móti. En ég kæri mig ekkert um Garcia Mendoza, sagði hún og hló. Hann sagðist ætla að líta á Laurier, ef ég byði sér, e:i ég ætla bara alls ekki að bjóða honum. Hún gat ekki að því gert þó að þetta léti í eyrum eins og full uppgjöf af hennar hálfu. En Garcia Mendoza gat nú ekki jafnazt við samfélag Andrés. Henni var full alvara með þess- um orðum sínum. Þá þykir mér leitt, að ég skyldi stökkva upp á nef mér og gleyma, að þú ert orðin fullorð- in, sagði André vingjarnlega. Ég ætla þá að koma með hryssuna klukkan fjögur. Og þreyttu þig nú ekki ofmikið í borginni, væna mín. Bless! Þegar Frankie hafði lagt frá sér símann, dokaði hún dálítið við til þess að jafna sig, áður en hún hitti Rex aftur. Hún var frá sér numin af gleði, af því að í þessu samtaii höfðu þau André nálgazt hvort annað svo mjög aftur — meira en nokkurntíma síðustu tíu árin. Það var náttúr- lega ekki rétt að vera með svona tilfinningar gagnvart manni, sem var trúlofaður ann- arri, en hún gat ekki að því gert. Nú eru komnar stjörnur í aug- Un þín aftur, sagði Sol og leit á stúlkuna með auga leikstjórans, þar sem hún sat við stýrið á nýja bílnum. Er það af því þú ert bú- in að fá nýjan bíl eða af því að þú ert nýbúin að tala við fallega lækninn? Hann er trúlofaður annarri; það er einhver frönsk frænka, sem á heima hjá þeim.... Frankie vildi ógjarnan eyða gleðinni, sem var í andlitssvip Sols, en hinsvegar var betra, að hann vissi um Simone frá önd- verðu. Hún lét sem hún væri önnum kafin við bílinn og væri ekki að horfa á hann. Snemma í gærmorgun hafði hún opinber- að litla Pólverjanum huga sinn allan og nú vildi hún að þau gætu bæði gleymt þeim trúnað- armálum, sem allra fyrst. Svo að skólastúlku-ævintýrið er á enda, sagði hún hressilega og setti bílinn í gang. Og bíllinn á að verða huggarinn minn. Ég hitti þig á morgun, Sol, og fæ að heyra, hvað þér finnst um Laurier. Hann lyfti lömuðu hendinni í kveðju skyni en lét hana falla aftur þegar stóri bíllinn skauzt niður eftir rykugum veginum. Þrátt fyrir ljómandi sólina, fannst honum allt í einu eins og allur heimurinn væri orðinn grár og tómur. Og var það þó heimska, af manni, sem hafði gert sér lífið að góðu, sagði hann við sjálfan sig, mann, sem hafði í gær verið að segja Frankie, frá því, hvernig eitt gæti bætt annað svo dásamlega upp. Það var líka heimska af honum að vera að hugsa svona mikið um velferð stúlku, sem hann hafði hitt í fyrsta sinn á ævinni fyrir einni viku — rétt eins og hún væri dóttir hans. En hann gat ekki að því gert, að hann hafði áhyggjúr af Frankie Laurier, Hann hafði séð André, þegar hann var að gefa farþegunum heilbrigðisvott- orðið, og jafnskjótt kannazt við manntegundina. Stoltur, greind- ur, niðursokkinn í starf sitt — og heiðarlegur. Þessi Ijómi í aug um Frankie og svo hitt að André var trúlofaður annarri, stóð ein- hvernveginn ekki rétt af sér, fannst honum, og hann óttaðist, að vinkona hans væri að komast í einhver vandræði. Frankie vissi vel að það var vitleysa að aka sama sem nýjum bíl svona hratt í þessum steikj- andi sólarhita, en hún ók nú samt eins og glanni á leiðinni heim. En hvort sem bíllinn var nýr eða nýr ekki, þá stóðst hann raunina prýðilega og flaug eins og vængjuð vera yfir allar hol- urnar og gegnum hvíta rykið. Frankie gat ekki skilið í sjálfri sér að hafa enzt til að sitja við hádegisverðinn með kvikmynda- fólkinu og hlusta á ráðagerðir þess um könnunarferðina um eyna daginn eftir. Maturinn hafði verið vondur, því að koma Tonys, * * >f GEISLI GEIMFARI >f Xr * okkur? tekur enga stund, svo ég legg til að Þessi handjárn meiða mig, en.. — Jæja, Geisli.... Þá er að senda þú skemmtir þér við það.... Þú — En við losnum ekki úr þeim! boðin til öryggiseftirlits jarðar! Það deyrð um leið og sendingunni lýkur! sem var kynblendingur, var ekkl sérlega útfarinn í matreiðslu og venjulega voru þarna ekki nema fáir gestir. Frankie hugsaði með tilhlökkun til matarins, sem þau skyldu fá í Laurier. Ef ráða mátti nokkuð af viðhafnarmáltíðinni, sem Rose hafði gefið henni eirmi í gærkvöldi, þá bjó hún til ágæt- is mat, jafnvel þótt hún væri ung og lagleg. , Frankie andvarpaði ósjálfrátt, er hún hægði á sér til þess að komast yfir sérlega slæman veg- arkafla. Það var bersýnilegt, að Joseph var afar ástfanginn af Rose. Claudette hafði sagt henni, að ef hún héldi þeim ófram í vist inni í Laurier, þá mundu þau sennilega gifta sig. Og Joseph virtist vera prýðis drengur, kurt- eis. rólegur og duglegur. Claud- ette, sem var eitthvað skyld Rose, sagði að hún væri munað- arleysingi, sem nunnurnar hefðu alið upp og kynni vel til hús- verka og matreiðslu. Það kann að vera, að hún sé dálítið heimsk og feimin ennþá, hafði Glaudette sagt í gærkvöldi, en ef hún giftist Josep lagast hún. áreiðanlega og verður góð eigin- kona. Og þau verða þér áreiðan- lega trygg, ef þú gerir þeim fært að gifta sig. 5 Já, það ætti ég að minnsta kosti að geta, sagði hún háðs- lega við sjálfa sig, um leið og hún beygði inn í hliðið heima hjá sér. Já, ástin var svo einföld, þegar hún kom til fólks eins og Josephs og Rose! SHÍItvarpiö Þriðjudagur 17. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón leikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp. v 12:55 „Við vinnuna": Tónleikar. 15::00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veð- urfregnir). 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: „Le Cid“ ballettmús- ik eftir Massenet (Sinfóníuhljóm sveit Lundúna leikur; Hobert Irv ing stjórnar). 20:20 Erindi: A meðan líkamlnn sefur. (G-rétar Fells rithöfundur). 20:45 Fiðlutónleikar: Leonid Kogan leikur mazúrka í a-moll eftir Ysaye Slavneskan dans nr. 3 eftir Dvorák-Kreisler og Stef og tilbrigði op. 15 eftir Wieniawski. 21:10 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvar- an leikari). 21:30 Söngvar og dansar frá Júgó- slavíu (Þarlent listafólk flytur), 21:45 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson), 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga flóksins ( Guðrún Svaf arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18. október. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Oskaí ar J. Þorláksson. — 8:05 Tónleik- ar. __ 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar), 12:55 „Við vinnuna”: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:03 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og til- kynningar. — 16:05 Tónleikar. -* 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum* 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurír. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Strengjakvartett 1 B-dúr (Stóra fúgan) op. 133 eftir Beethoven (Köokert-kvartettinn leikur). 20:20 Frá liðnu sumri: Gestur Þorgríma son rabbar við listafólk, sem brá sér í ýmis konar sumarvinnu. 20:50 Operumúsik eftir Verdi: a) Hljómsveitin Philharmonla leikur forleik að „Aidu“ og „Meynni frá Orleans*'; Tullio Sarafin stjómar. b) Hilde Giiden og Carlo BeP» gonzi syngja aríur. 21:20 Tækni og vísindi; XII. þáttuPt Kjarnorkuvopn (PáU Theódórs- son eðlisfræðingur). 21:40 Islenzk tónlist: a) Fjögur lög eftir Ama Bjöms- son við ljóð eftir Kristján frái Djúpalæk (í>jóðleikhÚ9kórinn syngur; dr. Victor Urbancio stjórnar). b) Prelúdía, sálmur og fúga f d-moll eftir Jón Þórarinsson (Dr. Páll Isólfsson leikur á orgel). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „I mánaskimu" eftlp Stefan Zweig, í þýðingu Þórar* ins Guðnasonar; fyrri hluti (Ey- vindur Erlendsson). 22:30 A léttum strengjum: Ambrose og hljómsveit hans leika haustlög eftir Peter de Rose. 23:00 Dagskrárlok,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.