Morgunblaðið - 17.10.1961, Side 17

Morgunblaðið - 17.10.1961, Side 17
Þriðjudagur 17. okt. 1961 MORCV1SBL4ÐIÐ 17 Sextugur í dag Marel Eríksson í DAG er Marel Eiríkssön, fyrr verandi formaður og útgerðar- maður, frá Byggðarenda í Grindavík 60 ára. Þeim sem hann þekkja persónulega finnst Jietta að vísu ótrúlegt, svo ung- legur og léttur í spori sem hann er, en staðreyndirnar tala sínu máli, því Marel er fæddur hinn 17. október árið 1901, að Byggð- arenda í Grindavík, en þar bjuggu foreldrar hans þau Rósa Samúelsdóttir og Eiríkur Guð- mundsson. Þau Rósa og Eiríkur eignuðust 7 börn, sem öll eru á íífi Og er Marel þeirra elztur. Eins og tíðkaðist í þá daga fór hann snemma að létta undir með íöður sínum við forsjá heimilis- ins, Og þótt Eiríkur faðir hans væri annálaður dugnaðarmaður mun ekki hafa veitt af, enda börnin mörg og veraldarauður af skórnum skammti hjá þeim, eins Og flestu alþýðufólki á þeim tímum. Marel lá heldur ekki á liði sínu, því 14 ára gamall fór hann að stunda sjóróðra á vetr- arvertíðum, og þá fyrst á opnum árabátum, því um aðra farkosti var ekki að ræða. Frá þeim degi má segja að líf Og starf Marels hafi verið tengt sjósókn og út- gerð um 40 ára skeið. Er Marel komst til vits og ára fékk hann fljótt áhuga fyrir út gerð, sá hann réttilega að þar /voru auknir möguleikar fyrir öuglega menn að koma sér áfram. Ekki byrjaði hann þó stórt því árið 1926 kaupir hann 6. part í (báti Guðjóns Einarssonar á Hliði, 'þannig að Guðjón átti helming á móti þeim Þorsteini Símonar- syni, Sigurgeir Jónssyni og Mar- el. Var hann í félagsskap með þeim 4 vertíðir, en selur- þá sinn part og stöfnar útgerðarfé- lag með þeim Guðjóni Gíslasyni frá Vík og Lárusi Jónssyni frá Bræðraborg. Allir voru þeir fé- lagar ungir, en mjög dugandi sjó- menn og framsæknir. Haustið 1929 kaupa þeir sér hýjan bát, 7 tonn að stærð, var þetta opin bátur með vél, en þilfarsbátar þekktust þá ekki í Grindavík. Báturinn var hinn vandaðsti að allri gerð Og hlaut hann nafnið Sæborg, átti hann eftir að reynast hin mesta happa- fleyta. Guðjón var fórmaður fyrstu ár- in og reyndist mjög aflasæll, t.d. var hann aflakóngur þær ver- tíðir, sem hann var með bátinn, en að þrem árum liðnum seldi hann Bjarna Guðmundssyni sinn part í útgerðinni Og sagði skilið við þá félaga. Nú var úr vöndu að ráða, eng- inn þeirra félaga var formaður. enda þótt allir væru prýðis sjó- menn, það varð þó að ráði að Marel tæki við bátnum, og þótti það meiri vandi en vegsemd, þar sem sæti Guðjóns var vandfyllt. Þetta lánaðist þó afbragðsvel, því næstu vertíð urðu þeir félagar aflahæstir, sem fyrr, og var Marel síðan aflakóngur samfleytt í 7 vertíðir, eða þann tíma, sem þeir félagar áttu bátinn saman, þá hafði Sæborgin verið afla- hæst 10 vertíðir í röð og þótti það einstakt. Sem dæmi um aflasæld Marels skal það tekið fram að mesti afli, sem hann fékk, á einni ver- tío var 500 skippund af fullverk- uðum fiski, þetta er þeim mun athyglisverðara þegar það er haft í huga, að báturinn var aðeins 7 tonn að stærð. Þennan afla all- an verkaði skipshöfnin sjálf, sem þá var 9 menn, má nærri geta að þar hafa handtaksgóðir menn verið að verki, enda hafði Marel alltaf úrvalsmannskap. Því var viðbrugðir í formanns- tíð Marels hversu árvakur hann væri og svefnléttur og var það vissulega rétt, því oft svaf hann ekki mikið meðan stóð í róðr- um, enda oftast fyrstur á sjóinn, en hann taldi mikilvægt að geta lagt veiðarfæri sín ótruflaður þar sem helzt var aflavon. Mun hann eiga árvekni sinni samfara góðum sjómannshæfileikum að þakka velgengni sína sem for- maður. í Grindavík er brimasöm lend- ing, sem kunnugt er, og verða bátarnir oft að bíða tímum sam- an eftir skarði í brimgarðinn til að kömast í höfn, er þá þung ábyrgð, sem hvílir á formannin- um að ákveða rétt lag, eins Og það er kallað, því mistök geta varðað líf allrar skipshafnarinn- ar. Marel var mjög farsæll formað- ur, bæði hvað snertir aflabrögð og ekki síður það að aldrei kom neitt óhapp fyrir bát eða mann- skap undir hans stjórn, enda þótt hann sækti sjóinn af kappi eins og þeirra er vandi er mikið afia. Árið 1934 réðust þeir félagar í það að setja þilfar í Sæborgina og varð hún fyrsti þlifarsbátur, sem gerður var út frá Grinda- vík. Þetta framtak þeirra veitti bátnum aukna sjóhæfni og skips- höfninni þar af leiðandi meira öryggi, en erfiðleikar fylgdu því jafnframt, því þá voru allir bát- ar dregnir á land að lokinni sjó- ferð og til þess notuð handknú- in spil, en í þá daga var ekkert öruggt bátalægi til í Grindavík. Enda þótt báturinn væri ekki stækkaður.þá þyngdist hann að sjálfsögðu við yfirbygginguna og varð erfiðari á höndum, var jafn- vel talið vafamál að takast mætti að róa honum frá Grindavík við þær aðstæður, sem þar voru og að framan er lýst. Þetta tókst þó giftusamlega, að vísu með auknu erfiði, en það töldu þeir félagar ekki eftir sér, og ekki leið á löngu þar til þilfars bátar fóru að ryðja sér til rúms í Grindavík. Útgerðarfélag þetta var svo leyst upp kringum 1939, eftir 10 ára farsælt samstarf þeirra fé- aga. Ekki var Marel samt af baki dottinn hvað útgerð snerti, því árið 1943 stofnsetur hann annað útgerðarfélag ásamt þeim bræðr- um Ágústi Og Kristjáni Sigurðs- sonum og Magnúsi Guðmunds- syni, þeir keyptu sér 9 tönna þil- farsbát, hina traustustu fleytu. Það skal haft til marks um hafn- arskilyrði í Grindavík á þeim tíma, að þessi bátur þótti alltof stór fyrir þau litlu hafnarmann- virki, sem þá voru á staðnum. Þessi stórhugur þeirra félaga kom þó ekki að sök Og gekk útgerð þeirra vel. Marel var ekki fórmaður á þess um báti, en tók að sér fjármál félagsins og alla umsjón í landi Og fórst honum það vel úr hendi, sem vænta mátti, formaður var aftur á móti Ágúst Sigurðsson hinn duglegasti sjómaður og reyndur formaður. Útgerð þeirra félaga gekk vel, enda Ágúst afla- sæll. Hafnarskilyrði fóru nú óðfluga batnandi í Grindavík og þá stækkuðu bátarnir að sjálfsögðu, þeir félagar fylgdust með þróun- imii og keyptu sér stærri bát 1950, var hann 24 tonn að stærð, þennan bát gerðu þeir út 1 4 ár en þá slitu þeir félagsskapnum. Marel var þá búinn að vera út- gerðarmaður með góðum árangri í um það bil 28 ár. Síðan Marel hætti útgerð og sjósókn hefur hann verið starfs- maður í Hraðfrystihúsi Grinda- víkur h.f. og er þar vel látinn af öllum. Marel var heppinn formaður, en ég tel hann ekki síður hepp- inn í einkalífinu, því árið 1955 giftist hann Guðbjörgu Guðlaugs dóttur, hinni ágætustu konu og eiga þau eina dóttur, einnig al- ast upp hjá þeim tveir synir Guðbjargar frá fyrra hjónabandi. Marel er dulur í skapi og flík- ar lítt tilfinningum sínum, en hann er ófeiminn að segja mein- ingu sína ef því er að skipta og heldur þá fast fram sínu máli, stiiltur er hann og traustvekj- andi. Eg vil að endingu óska Marel hjartanlega til hamingju með dag inn, megi gæfan fylgja honum hér eftir, sem hingað til. — G.E. Einar Risberg málarameistari SÚ KYNSLÓÐ, sem sleit barns- skóm sínum handan aldamótaár- anna, er sem óðast að hlýða kalli klukkunnar og hverfa út í garð- inn með þeim nafnlausa fjölda, sem lyfti þjóðinni á fáum ára- tugum, frá steinöld í verklegum efnum upp í véla- og atómöld. Eflaust sú dugmesta kynslóð sem hefir byggt þetta land. Einn þessara manna, var Ein- ar Guðmundsson Risberg, sem var jarðsundinn í Fossvogi sl. mánudag. Hann var fæddur að Hóli í Lundarreykjadal, 30. júlí 1880 Hann var þríburi. Voru hin börn- in stúlkur, og lifðu þau öll, og náðu háum aldri. Var það víst fátítt á þeim árum. Einar var af góðum borgfirzk- um bændaættum, en foreldrar hans voru jarðnæðislaus, og var þetta stór hópur fyrir efnalítið fólk að sjá fyrir á þeim hallær- isárum, þegar sumarið gleymdi að koma og fimbulveturinn ríkti miestallt árið. Föðursystir Einars tók hann í fóstur, og með henni fluttist hann út á Akranes og var þar fram um fermingaraldur, síðast hjá móð- ur sinni, en föður sinn missti hann ungur. Strax eftir fermingaraldur réð- ist hann á skútu og stundaði sjó- mennsku fram yfir tvítugt. Ekki voru það alltaf sældarkjör fyrir óharðnaða unglinga, og ekki all- ar sögur fagrar sem hann sagði frá þeim árum. Þegar Völundur byrjaði starf- semi sína 1904, réðist Einar þang að sem trésmíðanemi, og var þar þegar fyrstu trésmíðavélarnar sem til Reykjavíkur komu, voru teknar í notkun. Ekki líkaði hon- um samit sá starfi, og eftir árs dvöl þar, réðist hann sem nemi til Lange málarameistara og tók hjá honum sveinspróf í iðninni. SvO var hann tvö ár í Noregi við málaraiðn. Hugðist hann ílengjast þar, en huguririn þráði heim og brennandi áhugi á, að verða sínu landi til einhverra nöta. Rétt fyrir heimsstyrjöldina fyrri settist Einar að í Hafnar- firði og stundaði þar málaraiðn þar til hann fluttist til Reykja- víkur 1930. Var hann nær tvo áratugi aðalmálarinn í Hafnar- firði, og hafði oft marga menn í vinnu. Einar Risberg var vandvirkwr og smekklegur málari svo af bar, jafnframt því sem hann var frá- bær afkastamaður. Hann lagði sig allan fram til að vinna verk sitt sem allra bezt, en hirti minna um þó hann alheimti ekki sín dag- laun að kveldi. Hann var gleði- maður og hrókur alls fagnaðar hvar sem var. Það kom öllum í gott skap að hitta hann og tala við hann. Það sem amaði að hon- um bar hann einn. Hann var til- finningamaður mikill, trúmaður þó hann bæri ekki trú sína á torg, og alltaf boðinn og búinn að gera öðrum greiða. Hann var greindur vel og bókamaður mik- ill. Sérstaklega þótti honum gam an af ljóðum, jafnt hnittnum tæki færisvísum ög ljóðum sem tala til dýpstu tilfinninga mannlegrar sálar. Þó mörgum hafi fundizt, að þær örlagadísir sem snúa örlaga- vef einkalífs manna, hafi ekki verið sérlega örlátar við Einar Risberg, þá er mér þó í grun að þær hafi gefið honum margar bjartar stundir, þó skuggar vildu stundum falla á leið. Arin eftir 1930 er hann fluttist til Reykjavíkur voru honum erf- ið ár, þegar kreppan lagði dauða hönd á allt til lands og sjáfar. Hann var einmana og fann skugga ellinnar færast nær. 1939 var Einar svo heppinn að kynnast konu sem hann var hjá æ síðan, sem gerði honum elliárin björt og farsæl, og hugsaði um hann til hins síðasta. Hann hjálp- aði henni til að ala upp drenginn hennar þá ungan, og hann gekk honum í föður stað og fékk þar uppbót fyrir að hafa sjáifur aldrei eignast barn. Síðasta ár ævinnar var Einar Risberg á sjúkradeild í Hrafn- istu. Hann var glaður og hress þrátt fyrir sín veikindi. Það sem þjáði hann mest var að sjónin var farin, og hann var þar með sviptur félagsskap góðra bóka. Það er bjart yfir minningu Einars Risbergs, og þar hefur góður drengur gengið sitt skeið. V. K. .ÆM ?S glfev ý- V H fe k iE ^S****^*^, ''******>*# I $ !<>S* w AXMINSTÉR — vefnaðurinn er heimskunnur AXMINSTER — gólfteppin eru eftirsótt hér á landi sem annarsstaðar. Pantið AXMINSTER — gólfteppið sem allra fyrst því senn líður að jólaannríkinu. Veljið yður mynstur Og liti úr hinu ótrúlega fjölbreytta úrvali hjá AXMINSTER. Þér veljið RÉTT ef þér veljið AXMINSTER.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.