Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17. okt. 1961 MORGVNBL4Ðlb 15 Hólar í Hjaltadal Takmark mltt a5 komið varði uop á HóEum héraðs- gagnfræðaskóla — Segir Gunnar Bjarnason skólastjóii ENNÞÁ segjum við Skagfirðing- ar „Heirn að Hólum“, ög hefi ég sem betur fer ekki trú á að það breytist, staðurinn á það mikil ítök í hugum okkar að allt, sem þar gerist er raunar okkur við- komandi, sársauki eða gleði eftir því sem þar gengur. Undanfarin haust hefi ég skroppið heim á staðinn til frétta öflunar. t þetta skipti fannst mér raunar meiri ástæða en áður þar sem nú eru þar nýir húsbændur, nýr skólastjóri, sem raunar þarf Gunnar Bjarnason ekki að kynna, Gunnar Bjarna- son, sem áður er landskunnur maður. Ég lagði á hest sem raun ar er nú orðinn að bíl, ók í gegn- um Hofsós litla sjávarþorpið með sína 300 íbúa, sem eru að um- breyta sinni byggð í vel byggi- legt aðsetur. Um Óslandshlíð var ekið þéttbýla, gróðursæla sveit þar sem túnin eru að ná saman á mörgum bæjum, vel hýst og vinaleg sveit, sem endar við stór- býlið Sleitustaði, sem allir kann- ast nú við vegna hins mikla bíla- reksturs, sem þar er rekinn af dugmikilli fjölskyldu. Og fyrr en varir sjáum við Hóla, og ósjálf rátt hlýnar mér í sinni og svo er það alltaf, er ég kem heim á staðinn. Hjá Biskupagarðinum stendur Gunnar skólastjóri og ræðir við Guðmund bónda í Hlíð. Hvar sem Gunnar sést er hann alltaf jafn hressilegur, áhuginn og krafturinn skín úr hverri hans hreyfingu. Með þéttu hand- taki býður hann mig velkominn á staðinn og leiðir mig heim í íbúð sína. Þegar ég segi hon- um að ég hafi heyrt svo mikið um hans brölt Og breytingar á Hólum að mig langi með eigin augum að sjá og heyra, þá hlær hann við og segir að ekkert frek- ar vilji hann en menn komi, og sjái og dæmi svo. Með þessari byrjun hefjum við langt samtal þar sem hann skýrir mér frá draumum sínum um framtíð skólans og fyrirætlanir um þær breytingar, sem hann telur nauðsynlegar. Gunnar segir eitthvað á þessa leið: Það sem knúði mig frekast til að taka þetta að mér var að í lögum um skólann er sagt að reka eigi skólann svo til fyrir- myndar sé. Mig langaði til að spreyta mig á þessu, nú eru al- þýðuskólarnir fainir að taka verk efnin af yngri deild bændaskól- anna, Og er það því takmark mitt að komið verði upp á Hólum hér- aðs-gagnfræðaskóla, samanber að Laugum og Reykholti. Þangað séu teknir piltar ög stúlkur í 2ja ára skyldunám, en geti að því loknu valið um landspróf, tækni- menntun, bændaskóla og kvenna skóla. Hólaskóli á að verða og skal verða stór skóli, segir Gunn ar, og getur ekki setið kyrr í sæti sínu fyrir áhuga. Sunnlend- ingar eru að byggja upp Skálholt með miklu fjármagni en að því er virðist litlum hugsjónum. — Allt Norðurland er hinsvegar fullt af hugsjónum um Hóla en ekkert fjármagn. Ég veit ekki til að Sunnlendingar hafi skrifað nein- ar fræðibækur um Skálholt en fimm hafa verið skrifaðar um Hóla á þessari öld. Jæja, Gunnar minn, segi ég nú, þú ert stórhuga og duglegur ekki vantar það, en segðu mér nú eitt- hvað um búskapinn og fram- kvæmdir á því sviði. Hvernig er fjósið? Það er nokkuð gótt en gamaldags, segir skólastjóri. Beztu fjós, sem ég veit um eru með járnristarflóra, þá hugmynd farm ég upp og eru nú víða að koma upp í öllum nýrri fjósum. Væri mér ekki ofborgað þó ég fengi að setja upp þessa uppfynd- ingu í Hólafjósið. Beitarhúsin á Hagakoti er merkileg tilraun hjá Kristjáni Karlssyni. Þetta er ódýrt og reynist líklega vel. í vetur ætlum við að hafa 500 fjár eða ekki meira en það sem einn maður getur hirt, annars hefi ég hug á að bæta svo að- stöðu við hirðingu sauðfjárins að einn maður geti hirt 800. Nautgripir verða 80 í vetur, af þeim hefi ég keypt af Þorgeiri í Gufunesi 45. Góðan bola keypti ég þar einnig, sem ég kalla Þor- geirsbola. Annan bola keýpti ég einnig af Ólafi Jónssyni á Akur- eyri. Nefni ég hann Ólafsbola. Hross verða um 100. Til hirðing- ar á þessu búi ætla ég að hafa: cinn mann við sauðfé, einn mann við hrossin, tvo við fjósið og einn til afleysinga og snúninga. Hænsnahús og svínahús þarf að byggja, ég hefi þurft að ljúga því að útlendingum, sem hingað koma, að það sé þarna langt í burtu. Einnig þarf ég að fá lítið kennsluverkstæði, þar sem hægt er að læra það nauðsynlegasta í viðgerðum, hirðingu véla og að meðhöndla venjuleg viðgerðar- verkfærL Gamla skólahúsið er byggt fyr- ir svö löngu að það þarf mikillar breytingar og lagfæringar við. En til alls þessa, sem ég hefi þeg ar látið gera og ætla mér að gera þarf mikla peninga. Eg heimta að eftirlit sé haft um allt, sem ég læt gera hér og hvernig pening- um þeim er varið, sem hingað er varið, sem hingað er veitt af því opinbera. Stundum eru þeir að kalla mig suður til skrafs og ráðagerða, en ég vil láta þá koma hingað norður til að sjá með eig in augum, því að áður hafa stór- menni gist Hóla, segir Gunnar. En hvernig verður svo með skólann og kennaralið í vetur, spyr ég. í vetur verður aðeins bænda- deild starfrækt og í henni verða 20 til 25 nemendur. Mun hún því verða fullskipuð, kennaralið verð ur hið sama, en nú er Vigfús Helgason að ná 70 ára aldri og hættir því á næsta ári og líklega hættir Árni Pétuísson á næsta ári líka og ræðst til Búnaðarfé- lags fslands. Það er bæði fróðlegt og gaman að spjalla við Gunnar skólastjóra þennan kraftmikla Og áhugasama landbúnaðarfrömuð, en sem bet- ur fer stendur hann ekki einn uppi við starf sitt. Eg hafði ekki áður séð konu hans, Svöfu Hall- dórsdóttur, skólastjóra Hvann- eyri, en eftir fyrstu kynni mín af henni get ég fullyrt að þar er ein af þessum góðu dugmiklu ís- lenzku sveitakonum, sem allt vilja bæta og öllum gott gera. Það eru þær, sem ala upp og leggja til kjarnann í þjóðarheild- ina. — Björn. — Flugfreyjur Framhald af bls. 13. bolla. Og svo hefst ferðin heim. Flugfreyjurnar þurfa að halda á spöðunum að bera fram mat á leið inni frá London til Skotlands, Og síðan selja varning sinn og veita kaffi á leiðinni heim. Og þær Ijúka starfsdeginum um 12 leytið um kvöldið, er þær hafa skilað af sér heima á Reykjavíkurflug- velli. Langur vinnudagur Starfsdagurinn getur jafnvel Orðið lengri. Þannig var það t. d. hjá þeim Kirstenu Thorberg og Helgu Zoega í næstu Lundúna- ferð á eftir. Töf varð á brott- för. Þær sátu úti í flugvélinni frá kl. 8 um kvöldið á Lundúnaflug- velli og til kl. 12 á miðnætti. Þá var haldið heim með viðkomu í Prestvik og komið heim um 5 leytið um morguninn. Og er þær höfðu gert upp kassann, voru þær búnar að vera nærri sólarhring- inn að starfL Ef ég ætti aftur að fara sem flugfreyja í slíka flugferð, mundi ég ekki eyða miklum tíma í að æfa mig að brösa. Eg mundi nota tímann til að sofa vel og hvíla mig, því það • sem gildir er að vera óþreytandi eftir að lagt er af stað —.Og láta engan bilbug á sér finna hversu langur sem vinnudagurinn verður. — E.Pá. Úr ýmsum áttum Framhald af bls. 12. blóðugu alvöru að baki hug- myndum Galvaos um innrás í Portúgal. f sl. mánuði setti Galvao Salazar einvalda úrslitakosti. Krafðist hann þess, að boðað yrði til frjálsra kosninga í Portúgal innan mánaðar — ella yrði látið til skarar skríða að steypa stjórninni með valdi. Þessi frestur rennur út á morg un, hinn 18. Einvaldinn hefir ekki virt „sjóræningjann" svars, en orðrómur hermir, að honum sé engan veginn rótt að vita hina tvo harð- snúnu andstæðinga sína komna í næsta nágrenni við Portúgal. — Og fréttamenn í Lundúnum hafa látið í það skína, að portúgalskir útflytj- endur þar búist við uppreisn heima í Portúgal þá og þegar. Císli Einarsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. HPINGUNUM. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 1,0 A — Sími 11043 HILMAR FOSS Iögg. skjalþ. og dómt. Hafnarstræti 11 — Sjmi 14824. Lynghaga 4. Sími 19333. Þetta sýnir nauðsynina á því, að Sicgnal innihaldi hvort tveggja í senn ríkulegt magn hreinsunar-og rotvamarefna í hverju rauðu striki Ferskur og hreinn andardráttur er hverjum manni nauðsynlegur. Það er þess vegna, að Signal tannkremið inniheldur hreinsandi munnskol- unarefni—sem gerir munn yðar hreinan. Munnskolunarefniö er í hinum rauðu rákum Signals — rákum, sem innihalda Hexachloro- phene hreinsunarefni. Signal gerir að halda tönnum yðar mjallahvítum, þaÖ heldur einnig munni yöar hreinum. Signal heldur munni yöar hreinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.