Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORCV1SBLAÐ1Ð Þriðjudagur 17. okt. 1961 Ru'ssneski fiskveiðiflotinn breiöir úr sér á heimshöfunum MÖNNUM hefur orðið tíðrætt um rússnesk fiskveiðiskip við strendur íslands að undanförnu. Kr fróðlegt fyrir íslenzka út- vegsmenn og fiskframleiðendur, sem og alla landsmenn, að vita nokkuð um hina ævintýrlegu þró un sovézka sjávarútvegsins frá stríðslokum. Árlegur afli hefur aukizt að meðaltali um 135.000 smálestir á síðustu árum. Rúss- ar reka mikla tilrauna- og rann- sóknastarfsemi, — starfsemi, sem í framtíðinni á án efa eftir að hafa mikil áhrif á okkar ei-gin sjávarútveg og fiskiðnað. Útþensla og yfirgangssem! Rússnesk verksmiðjuskip eru orðin hversdagslegt fyrirbæri á heimshöfunum, og járntjaldið hefur verið dregið frá þessum þætti í sögu sjávarútvegsins. Eftirstríðs tímabilið hefur ein- kennzt af mikilli útþenslu í út- hafsfiskveiðum Sovétríkjanna. Nýtízku og vel útbúinn fiski- floti hefur verið settur á fót. Víðs vegar um heim hafa Rúss- ar látið smíða fyrir sig nýtízku flota af verksmiðjuskipum fyr- ir frystingu, söltun og niðursuðu á öllum helztu fisktegundum. Enn virðist lítið lát vera á þess- ari miklu uppbyggingu á fisk- veiðiflota Sovétríkjanna, því að nýjar pantanir eru gerðar í skipa smíðastöðvum beggja vegna járn tjaldsins. Á síðari árum hafa stórir veiði flotar, roinnst 50, og stundum 100 fiskiskip verið á sveimd um svo til öll þýðingarmestu mið heimsins, langt frá ströndum heimalandsins, — ebki aðeins á gömlum veiðisvæðum, eins og fyr ir utan Noreg, Nýfundnaland, Labrador og Grænland, fsland og Færeyjar, heldur einnig við strendur Afríku, í Guinea-flóa, úti fyrir ströndum Suður-Afríku og einnig á suður- og millisvæð- um í Mið-Atlantshafinu, þar sem Japanir hafa tekið virkan þátt í að byiggja upp fiskveiðar Brazilíu og Argentínumanna. Okhotsk-hafið og Beringshafið eru orðin svo til hrein, rússnesk fiskveiðisvæði, eftir að Rússar hafa hrakið í burtu og þrengt mjög að japönskum fiskimönn- um á þessum höfum. En Rússar hafa ekki látið hér staðar numið, heldur hafa þeir einnig, ásamt Kínverjum, Norður-Kóreumönn- urn. og Norður-Viet-Nan-mönn- um, byggt upp stóran Og nýtízku legan djúphafstogveiðiflota, sem veiðir út af SA-Asíu. Rússar hafa gert sig mjög heimakomna í kringum Aleuta-eyjamar, í Al- askaflóa og á veiðisvæðunum í kringum Filippseyjar, svo að ekki sé minnzt á athafnasemi þeirra í Suðurhöfum. hróun í aflabrögðum Án efa liggja efnahagslegar og stjórnmálalegar, svo að ekki sé sagt hernaðarlegar, ástæður að baki þessari stórkostlegu upp- byggingu. Það er vitað, að sumar Evrópuþjóðir, eins og t.d. Bretar Og Þjóðvarjar hafa í áratugi álit- ið það mjög þýðingarmikið fyr- ir sjóher sinn, að ungir menn fengjust til þess að vera í fisk- veiðiflota þeirra. Fyrir sjóveldi hefur það að sjálfsögðu mikið gildi, að væntanlegir sjóliðar og sjóliðsforingjar fái sem fjölbreytt asta reynslu og menntun í sjó- miennsku. En burt séð frá þess- um röksemdum, þá er þörfin fyir- ir aukna fæðu að sjálfsögðu þyngst á vogarskálinni. Fyrir byltinguna árið 1917 var íbúa- fjöldi Sovétríkjanna talinn vera um 130 milljónir manna. Fimm sjöttu hluta landaðs fisks kom úr innhöfum, áim og vötnum, og það litla, sam kom frá úthöf- um, var veitt við strendur Sovét- ríkjanna. í dag eru íbúar Sovét- ríkjanna taldar vera um 215 milljónir. Á þessu tímabili hef- ur veiðimagnið ekki aðeins marg- faldazt, heldur kemur um % hlut inn frá úthöfunum og verulegur hluti þess frá veiðisvæðum, sem eru fleiri þúsund kílómetra í burtu frá heimahöfnum skip- anna. Heildarafla«nagnið árið 1960 var um 3 milljónir smálesta. — Lengstum voru Kyrrahafs- veiðarnar þýðingarmestar í sjávarútvegi Sovétríkjanna, og það er ekki fyrr en í kringum 1950 og á árunum þar á undan, sem Atlantshafssvæðið verður þýðingarmesta veiðisvæði Rússa. Ásamt Eystrasalti kemur % hlut inn af heildaraflamagninu úr Atlantshafinu. Sovétríkin skipa þriðja sætið í heildarársafla- magninu af fiski, næst á eftir Kína og Japan. Hvað viðvíkur aflamagni af fiski á hvern íbúa, þá er afli Sovétríkjanna 2,5 sinn- um meiri heldur en Bandaríkja N-Ameríku. Aflinn árið 1959 skiptist sem hér segir milli veiðisvæða (í milljónum tonna): Úthafsafli ......... 1914 Atlantshafið .. 920 Eystrasalt .... 185 Kyrrahafið .. 720 Önnur höf .... 89 Innhöf, ár og vötn 1150 Satmtals: 3064 Innhafsfiskveiðar hafa staðið í stað. Stafar það fyrst og fremst af iðnvæðingu landsins. Þeim staf ar hætta af alls konar úrgangs- vökvum og efnum, sem berast til Rússa séu meiri heldur í hrað frystihúsum á landi. Þessi nýtízku skip kom.a árlega heim með um 5000 smálestir af fiski eftir fjórar veiðiferðir, og hafa þau athafnaradíus, sem er allt að 6000 ferkílómetrar. Nýj- ustu skipin koma heim með um 10.000 smálestir á ári, — einnig í fjórum ferðum og geta þar af leiðandi verið í burtu frá heima höfn í um 70 daga. Tilraunir munu nú vera gerðar í þá átt að auka Oig nýta betur þessi fram- leiðsluafköst, með því að hafa flutningaskip, sem flytja hina unnu vöru heim, þannig að út- haldstíminn geti orðið allt að 100 dagar í hverri ferð. Stórbrotnar tilraunir Það er ekki kleift að auka svo stórkostlega fiskveiðar, svo seim hér um ræðir, án þess að auka jafnframt geymslumöguleika fisks meðan á veiðiferð stendur. Eins og kunnugt er, hefur verk- smiðjiurekstur til sjós ætíð verið nokkrum vandkvæðum bundinn, vegna mikilla tæknilegar og efna hagslegra örðugleika, svo sem dæmi sanna frá hinum ýmsu lönd um. Það eru tæplega meira en 20 ár síðan, að Mikojan stuðlaði að því, að settar voru á fót margar fiskirannsóknarstofnanir. Á þess um árum hafa verið gerðar til- raunir á hinum ýmsu stigum sjáv arútvegs og fiskiðnaðar, — ekki hvað sízt með tilliti til fljótandi f iskvinnsluverksmiðjureksturs. Eitt tilraunaskipið af öðru hef ur hlaupið af stokkiunum, Og reynsla og árangur í rekstri fyrri skipa hafa síðan ráðið miklu við sérhverja nýbyggingu. Þetta er tilraunastarfsemi í stórum stíl, ; ««> :< ■- eitt nýjasta og nýtízkulegasta móðurskip rússneska fiskveiðiflotans. ,Julia Sjemaite' þeirra úr áim, við hverjar verk- smiðjúr og iðjuver standa. Þetta hefur m.a. ýtt undir það átak að verða sjálfum sér nógir um veiði fisks úr heimshöfunum. Hefur það geypimikla þýðingu fyrir þjóð, sem fjölgar um meira en 3 milljónir á ári hverju. (Er það hér um bil eins mikið og öll íbúa tala Noregs er). Fljótandi verksmlðjur Stækkun fiskveiðiflotans skýr ir betur en aflatölur framtíðar takmarkið í aukningu úthafsfisk veiða Sovétríkj anna. Við lok stríðsins áttu þau varla meira en 300 sæmilaga útbúna togara. Nú er flotinn um það bil 3000 skip. Þar að auki eru þeir með í gangi nýtízku, fljótandi vinnsluverk- smiðjur á flestum höfum heims. í flestum þessara verksmiðju- skipa fer fram vinnsla og frysting á fiski, en mörg þeirra eru út- búin með tækjum og vélum til þess að sjóða niður hluta af afl anum í dósir, þurrka hluta af aflanuim og vinna úrganginn í fiskimjöl. Talið er, að frystiafköst in til sjós á verksmiðjuskipum sem kostar milljónir — tugi milljóna, ef ekki hundruð millj. króna. Mikil áherzla hefur verið lögð á vélvæðingu í þessum skip um til þess að gera það unnt að hafa áhafnirnar sem minnotar. Flest þessara eftirstríðs-skipa krefjast 100 manna áhafnar, en nýjustu verksmiðjuskipin erti þannig útbúin, að vegna fisk- veiðanna' er ekki þörf fyrir meira en 80 manns. Árangurinn af þessari rann- sókna- og þróunarstarfsemi Sovét ríkjanna var sá, að eftir lok stríðs ins gátu Rússar lagt inn stórar pantanir á nýtízku skipum hjá helztu skipasmíðastöðvum heims ins. Mörg hinna stærstu skipa eru þannig byggð í V-Þýzkalandi, Bretlandi og Danmörku, og stöð- ugt er verið að láta byggja ný og fullkomin minni skip. Vestur-þýzk skipasmíðastöð hef ur byggt 24 svonefnda Pushkin- togara, en stærð hvers er 2450 smálestir. Skip þessi eru byggð með tilliti til eigin reynslu og einnig þeirrar, sem fékkst af hin um svonefndu Fairtry-togurum, en þeir eru bæði fiski- og frysti- skip. Frystiafköstin eru um 50 (Jthale Norðvestur-höf (913 1930 1940 194* 1950 1955 ‘960 Linuritið sýnir þróunina í úthafsfiskveiðum SovétríkJanna i þúsundum smálesta. tonn á sólarhring. Geta skipin auðveldlega annað 70—80 smá- lesta veiði á sólarhring, sem ■gæfi um það bil 30 smálestir af flökum. Niðursuðutæki og útbún aður er einnig í skipunum. Lestar taka 700 tonn af frosnum fiski ásamt 200 tonnum af niðursoðn um fiskafurðum. Allur úrgangur, sem til fellur við vinnsluna, fer í fiskimjölsvinnslu. Áhöfnin sam anstendur af bæði körlum og kon um, og er 102 manns. Hraðskreið flutningaskip Smíðuð hafa verið hraðskreið flutningaskip, sem eru notuð til iþess að flytja aflann heim frá fjarlægum veiðisvæðum. Skip þessi taka um 1000 tonn af frosn um fiski. í Osaka í Japan er ver ið að byggja síldarniðursuðuverk smiðjuskip, 4950 smálestir að stærð, sem mun vera með algjör- lega sjálfvirkar vélar. Fram- leiðsluafköst þessa útbúnaðar eru gefin upp 120 smálestir á sólar- hring. Nýverið hafa verið tekin í notkun ennþá stærri skip, 15.200 smálesta að stærð, fyrir síldar- söltun í Norðursjó og Norður-At- lantshafi. Skip þessi ganga 14 hnúta og geta athafnað sig á 6000 mílna svæði og verið við veiðar í allt að 2 mánuði. Verksmiðja þessi getur saltað í 35.000 tunnur af síld í hverri ferð. Jafnframt eru skip þessarar teg undar notuð sem birgðaskip fyrir um það bil 70 smærri fiskiskip og sjá þau þeim fyrir tunnum, bræðsluefni, vatni og fiskveiði- útbúnaði eftir þörfum. Þessi stóru skip geta tekið samtímis við afla frá f jórum togurum. Margar fleiri nýjar tegundir af skipum eru í sovétflotanum. Sum eru gerð með sérstöku tilliti til síldveiða, eins og t.d. skipið „Sevyerodvinsk", en það er 142 m að lengd og hefur m.a. um borð þyrilvængju og sér- stakan lendingarpall fyrir hana. Þá er viðgerðarskip, eða verk- stæðiskip, látið fylgja flotanum, til þess að unnt sé að gera við úti á sjó. Þekktast af þessum skipum er skipið „Neva“. Norður-Atlantshaf og Norðursjór. Brezkir fiskimenn skýrðu frá því haustið 1960, að þeir hefðu orðið varir við allt að 1000 rúss- yiesk veiðiskip á veiðisvæðunum norður og austur af fslandi. Þessi tala kann að vera nokkuð ýkt, en því er ekki að leyna, að hundruð rússneskra veiðiskipa munu stöð- ugt vera á veiðum umhverfis fs- land á svæðunum á milli íslands og Bretlands. í haust hafa ís- lendingar orðið áþreifanlega var ir við þennan mikla flota, sem hefur ýmist leigið inn með fjörð um landsins eða verið við veið ar. Hann heldur sig nokkurn veg inn um kyrrt hér við strendurnar en hraðskreið fiutningaskip eru látin flytja aflann til heimahafna. Þessum veiðum hefur ekki verið gefinn nægilega mikill gauimur af fiskveiðiþjóðum Norður- og Vestur-Evrópu fyrr en á síðustu árum, og er vissulega ástæða til fyrir slendinga, sem og aðrar þjóðir, að verða með nokkurn ugg út af þessari þróun. Ný veiðisvæðl. Það mun vera almennt álit rússneskra vísindamanna, að um verulega aukningu frá núverandi aflamagni verði varla að ræða í Barentsafi, Norður-Atlatnshafi, Norðursjó og Eystrasalti í fram tíðinni. Skýrir þetta, hvers vegna Rússar hafa lagt svona mikla á- herzlu á að finna nýja möguleika á öðrum svæðum. Þessi aukna starfsemi hófst skömmu eftir dauða Stalins, fyrst í Davidssundi vestur af Grænlandi, á veiði* svæði, sem Rússarnir fundu aust ur af Nýfundnalandi og þeir skýrðu „Sverdlovsk“-bankann, á samt imikilli rannsóknarstarfsemi suðvestur af Afríku. í framhaldi af þessum vísindalegu rannsókn um hafa jafnframt verið byggð ir sérstakir flotar á síðastliðnunrs þremur árum til þess að veiða á þessum svæðum. Stórir flotar eru sendir á þessi veiðisvæði fleiri þúsund kílómetra í burtu frá heimalandinu á hverju veiðitíma bili. Rússneska vísindastofnunin tilkynnti, að ekki minna en 19 rannsóknaskip skyldu árið 1960 vera send til ýmissa svæða vest ur af Grænlandi til þess að kort leggja fiskigöngur ög til að gera aðrar hafrannsóknaathuanir. I norðri héldu þeir sig einkum í Davidssundi, vestur af Græn- landi, landgrunninu suður »af Labrador ásamt hinum stóra Nýfundnalandsbanka, sérstak- lega í kringum Flemish Camp. í auiknum mæli hefur fjöldi rússneskra veiðiskipa, með aðsetri í Murmansik og Kaliningrad, leitað á þessi veiði- svæði, sem hafa í aldaraðir verið eggjahvítuforðabúr Evrópu- manna. Haustið 1960 voru 160 rússneskir togarar við Nýfundna land og þeim til aðstoðar voru sérstök birgðaskip, hraðfrysti- verksmiðjuskip, fljótandi síldar- söltunarstöðvar o.s.frv. Um 25.000 manns munu hafa verið í þessumi flota. í þessari grein hefur verið dreg ið upp í stórum dráttum, hvernig Sovétríkin hafa byggt upp hinn risavaxna fiskveiðiflota sinn, og bendir allt til, að með honum geti þeir fullnægt fiskneyzluþörf Sovétþjóðanna í framtíðinni. G. H. G. Greinin er byggð á upplýsingum úr tímaritinu Norges Utenriks- handel, nr. 10 1961, Commercial Fisheries Review og Fiskets Gang. I. O. G. T. Ungtemplarastúkan Hrönn nr. 9. Fundur og skemmtun að Frí- kirkjuvegí 11 kl. 8V2 í kvöld. Félagar fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Æt. NÝJA LJÓSPRENTUNAR- STOFAN, Brautarholti 22 (geng ið inn frá Nóatúni) Sími 19222. Góð bílastæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.