Morgunblaðið - 17.10.1961, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. okt. 1961
Otgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ái>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Krisiinsson.
Ritstjórn: 4.ðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
SAGAN ENDURTEKUR SIG
k sunnudaginn birtist hér í
** blaðinu grein eftir G. F.
Hudson um sálufélagana
Hitler og Krúsjeff. Með ó-
hrekjanlegum rökum sýnir
greinarhöfundur fram á, hve
náskyldar baráttuaðferðir
Krúsjeffs í dag eru aðferð-
um Hitlers, þegar hann var
að undirbúa síðari heims-
styrjöldina. Báðir ræddu
þeir um frið, hvenær sem
tækifæri gafst og ekki þarf
annað en skipta á orðinu
Þýzkaland og Sovétríkin til
þess að ræður beggja verði
nákvæmlega þær sömu. Til
dæmis sagði Hitler einu
sinni, að Þýzkaland væri
„reiðubúið til að afsala sér
öllum árásarvopnum, ef hin-
ar vopnuðu þjóðir vildu að
sínu leyti eyðileggja öll árás
arvopn.... Þýzkaland er
reiðubúið til að leggja niður
allar hernaðarstofnanir sín-
ar og eyðileggja hinar miklu
vopnabirgðir, sem enn eru
til, ef nágrannalöndin vilja
gera hið sama.... Þýzka-
land er tilbúið til þess að
gerast aðili að hátíðlegum
sáttmálum, þar sem ríki
skuldbinda sig til að gera
ekki árás hvert á annað, þar
sem það hefur ekki í huga
að ráðast á neinn, heldur
einungis að öðlast öryggi“.
Nokkrum mánuðum eftir
að Hitler viðhafði þessi orð,
kallaði hann sendinefnd sína
á afvopnunarráðstefnu skyndi
lega heim og tilkynnti úr-
sögn Þýzkalands úr Þjóða-
bandalaginu. — Nákvæmlega
sömu ræður hefur Krúsj eff
æ ofan í æ haldið að undan-
förnu, og einnig hann hefur
kallað heim fulltrúa sína af
ráðstefnum þeim, sem reyndu
að finna leiðir til afvopnun-
ar og banns við kjamorku-
sprengjutilraunum. — Hinar
stórfelldustu tilraunir hóf
hann svo þegar í stað, og
hafði raunar undirbúið þær,
meðan hann flutti sínar
„friðarræður“.
Þýzkaland vill „frið vegna
grundvallarsannfæringar sinn
ar“, sagði Hitler. „Við gerum
engar landakröfur í Ev-
rópu“, sagði hann einnig.
„Þýzkaland mun aldrei rjúfa
friðinn". Krúsjeff segir: Sov-
étríkin í dag „berjast fyrir
friði“, og „beita sér fyrir því
að frelsa mannkynið frá
styrjaldarbölinu með því að
krefjast algjörs allsherjar af-
náms vopna, hverju nafni
sem nefnist“.
Fullkomnari samlíkingu á
baráttuaðferðum tveggja ein-
valdsherra og ofbeldismanna
er hvergi að finna í verald-
arsögunni.
LÍKA Á ÍSLANDI
k íslandi gáfu nazistapiltar
á sínum tíma út ræður
Hitlers; einni þeirra var
valið nafnið „Friðarræðan“.
Hér á landi eru enn í dag til
samtök, sem kenna sig við
frið og andstöðu við hernað.
Þau gefa í dag út „friðar-
ræður Krúsjeffs“ og lof-
syngja vizku hans og göfug-
mennsku.
En þetta er ekki í fyrsta
skipti, sem íslenzkir komm-
únistar snúast á sveif með
ofbeldisöflum. — í upphafi
styrjaldarinnar fylgdu þeir
nazistum dyggilega að mál-
um, enda höfðu húsbændur
þeirra í Moskvu þá gert sér-
stakan vináttu- og friðar-
samning við Hitler. Þjóðvilj-
inn nefndi þá vinnu, sem
unnin var fyrir Breta hér-
lendis, „landráðavinnu“, og
hinn 30. júlí 1940 segir þetta
blað, sem kallar sig íslenzkt:
„Hvaða ástæða er til að
halda að sigur Vesturveld-
anna verði nokkuð vitund
betri en sigur Þjóðverja?“
Þorri íslenzku þjóðarinnar
stóð þá — eins og nú — við
hlið lýðræðisríkjanna. Þjóð-
viljinn taldi það þá megin-
skyldu sína að reyna að rýra
stuðning almennings við
stefnu lýðræðisins. Þá eins
og nú var lögð á það áherzla,
að reyna að fá menn til
hlutleysis. — Lengra treysti
blaðið sér ekki til að ná.
Sami söngurinn hljómar í
dag: Lýðræðið er ekki vit-
und betra en kommúnism-
inn.
En þegar því marki hefur
verið náð að gera nægilega
marga hlutlausa, þegar tek-
izt hefur að rjúfa tengsl okk-
ar við aðrar lýðræðisþjóðir,
þá á auðvitað að herða áróð-
urinn fyrir því að við hopp-
um yfir í sælu kommúnism-
ans.
ÓLÖGLEG
VERKFÖLL
jl/íeðal réttinda þeirra, sem
lýðræðislegt stjórnskipu
lag leitast við að tryggja
þegnum sínum, er verkfalls-
rétturinn. Víða sætir hann
þó nokkrum takmörkunum
og sumsstaðar hefur honum
verið misbeitt svo hrapallega,
að samúð manna með þess-
um réttindum hefur mjög
þorrið.
En verst er þó, þegar grip-
ið er til ólöglegra verkfalls-
Uppre'sn í vændum í Portúgal?
Helztu andstæðingar Salazar, sem nú
dveljast í Marokkó, eru sagðir vera að
leggja rdðin um að steypa einvaldanum
FYRIR nokkrum dögum birti
yfirmaður portúgalska hersins
í Angóla yfirlýsingu, þar sem
hann sagði, að herinni hefði
náð fullum tökum á ástand-
inu. — Uppreisninni er lokið,
sagði hershöfðinginn, — óvin-
urinn hefir verið gersigraður,
og herinn hefir öll tök í land-
inu. Uppr«isnarmenn hafa
sáralitla möguleika til þess að
halda áfram manndrápum sín
um og skemmdarverkum. Eft
ir sex mánaða stríð hafa „her-
menn menningarinnar náð full
um sigri!“
Þótt tregt sé um áreiðan-
legar fréttir frá Angóla, draga
kunnugir þessar fullyrðingar
hershöfðingjans í efa. Kunn-
ugt er að vísu, að Pórtúgalar
hafa undanfarið barizt í kapp
við tímann til þess að kveða
niður uppreisn innfæddra.
Regntíminn er að hefjast þar
syðra — og regnið er banda-
maður hinna svörtu. Vætutíð-
in gerir hinum hvítu ,herrum‘
örðugt um vik að beita bryn-
drekum sínum — en auðveld-
ar um leið skæruhernað inn-
fæddra. — Margir telja ósenni
legt, að uppreisnarmenn séu
brotnir svo á bak aftur, að
þeir reyni ekki að notfæra sér
regntímann til þess að hefja
nýja sókn gegn hinum hötuðu,
hvítu landsherrum.
Ef raunverulega er um að
ræða þá ró í landinu, sem
Portúgalar vilja vera láta,
verður henni einungis líkt við
þá þvinguðu þögn, sem ríkir
í fangelsi. — Andspyrnan gegn
hinum portúgalska einvalda,
Salazar, er áreiðanlega fyrir
hendi eftir sem áður — og
ýmislegt bendir til þess, að
hún kunni að láta meira til
sín taka en áður á sjálfum
„heimavígstöðvunum", áður
en langt líður.
Tveir nafnkunnustu and-
stæðingar Salazars eru nú
staddir í Marokkó — og þótt
þeir vilji fátt segja um erindi
sitt þangað, hefir kvisazt, að
MUMBERTO
DELGADO,
hinn útlægi leið
togi andstæðinga
Salazars, sem
hér sést halda
ræðu á fjölda-
fundi, er talinn
eiga miklu fylgi
að fagna heima
í Fortúgal.
aðgerða. Slíkar aðferðir eru
hættulegastar fyrir þá, sem
þeim beita og firra félög sín
samúð þeirri, sem þeim er
nauðsynleg í heilbrigðri
kjarabaráttu.
Hvað sem öllum kjaramál-
um líður, þá hlýtur Morgun-
blaðið að fordæma það til-
tæki, að, hefja ólöglegar
verkfallsaðgerðir við Reykja
víkurhöfn. Með þeim að-
gerðum skaða verkamenn
einungis málstað sinn.
Fyrir þessum aðgerðum
standa harðsnúnustu Moskvu
kommúnistar, sem segja að
nú verði að hefja skæru-
hernað, úr því að ekki sé
hægt að koma á víðtækum
verkföllum. Hagur verka-
manna og samúð með bar-
áttu þeirra skiptir þessa
menn engu máli frekar en
fyrri daginn. Þar sitja hags-
munir Moskvu ætíð í fyrir-
rúmi.
HENRIQE GALVAO—
setti Salazar úrslitakosti
í undirbúningi sé „hernaðar-
áætlun“ gegn einvaldanum. —
Annar þessara manna er
Humberto Delgado hershöfð-
ingi, sem verið hefir landflótta
í Brazilíu um nokkurra ára
skeið, en flestir líta á hann
sem foringja andspyrnunnar
gegn Salazar. Hinn er Henri-
que Galvao, sem frægur varð
í byrjun þessa árs af hinu ein-
stæða „sjóráni“, er hann her-
tók portúgalska lystiskipið
„Santa Maria“. — Þótt Galvao
yrði að skila skipinu og hætta
við frekari uppreisnaraðgerð-
ir að sinni, tókst bragð hans
að því leyti vel, að hann vakti
athygli alls heimsins á hinni
hörðu Og óbilgjörnu einræðis-
stjórn, sem ríkir í Portúgal.
Og segja má, að uppreisnin í
Angóla, sem fylgdi í kjölfar
„sjóránsins", hafi sýnt hina
Fmmhald á bls. 15.