Morgunblaðið - 17.10.1961, Page 22

Morgunblaðið - 17.10.1961, Page 22
22 MORCUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. okt. 196i Akranes marði sigur yfir Keflavík lllæfir KR í urslitum um næstu helgi Benedikt Waage og Börge Jónsson telja peninga úr knetti Ríkharðs. Fleiri hafa skilað smáum og stórum upphæðum í Ríharðssjóð og verður framlaga getið á morgun. Knötturinn yaf Rík- harði rúmar 1000kr. A SUNNUDAGINN fór fram und anúrslitaleikur í Bikarkeppni KSÍ og áttust þar við utanbæjar Iiðin Akranes og Keflavík. Fyrir fram mátti ætla, að Akurnesing ar mundu fara með auðveldan sigur af hólmi, en svo fór, að þeir sigruðu með tveim mörkum gegn einu, eftir jafnan, en ekki að lama skapi vel leikinn leik. Framan af leiknum voru Akur nesingar heilsteyptara liðið og mun ágengari við markið, en þófkennd voru upphlaupin og lítið skipulag ríkjandi. Oft skall hurð nærri hælum við mark Keflavíkur, en yar bjargað á síð- ustu stundu. Eina mark hálfleiksins kom úr hreinasta upphlaupinu og var það Þórður Jónsson, sem batt á það endahnútinn með góðu skoti af stuttu færi. 1 síðari hálfleik voru Keflvík ingar betra liðið og ekki hafði liðið langt, áður en þeir jöfnuðu. Var þar að verki Hólmbert, sem fékk skotið úr þröngri stöðu og af stuttu færi. Bridge-keppni Breiðfirðinga BRIDGE deild Breiðfirðingafé. lagsins hefur hafið starfsemi sína fyrir nokkru og er nú lokið ein- menningskeppni, sem alls 48 manns tóku þátt í. Efstir urðu: Jón Þorleifsson .... með 313 st. Kristín Kristjánsd. — 303 — Asmundur Guðnason — 300 — Haraldur Briem .... — 300 — Oskar Bjartmarz .. — 299 — Þórarinn Alexanderss — 295 — Jón Stefánsson .... — 293 — Amundi Isfeld .... — 291 — Ingólfur Olafeson .. — 290 — Magnús Björnsson .. — 289 — Jón Oddsson ........ — 288 — Kristján Jóhannsson — 288 — Bergsveinn Breiðifj. — 288 — Þorsteinn Laufdal .. — 285 — Þórarinn Sigurðss. . — 285 — Olafur Þorkelsson .. — 284 — I kvöld hefst tvímennings- keppni og þeir, sem ekki hafa látið' skrá sig, eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til stjórnar- innar. Færðist nú nokkurt líf í leik- inn, en um betri knattspyrnu var þó ekki að ræða. Sóttu liðin til skiptis, en Keflvíkingar þó meira. Voru þeir furðu seinheppnir í sumum upphlaupum sínum og þá sérstaklega miðherjinn, Jón Jóhannesson, sem skorað hefur flest mörk Keflavíkur í sumar. Við eitt gullvægt tækifæri innan vítateigs var engu líkara en bless aður pilturinn væri frosinn fast ur. Hann hafði knöttinn fyrir fót um sér, sneri að markinu og eng- inn mótherji tiltakanlega nálægt. Jón „þiðnaði" of seint og varnar maður komst á milli hans og marksins. Fleiri góð tækifæri fengu þeir Suðurnesjamenn og geta sjálfum sér um kennt, að bæði stigin fóru með Akraborg inni upp á Skaga. Þórður Jónsson skoraði einnig síðara mark Akurnesinga og það með hressilegu skoti frá víta- teig, en markvörður Keflvíkinga gerði enga tilraun til að verja. Liðin: Lið Keflavíkur er nú léttara en oftast áður, enda marg ir ungir og frískir. Þeir eiga þó margt ólært ennþá, bæði hvað viðvíkur öllu skipulagi og upp- byggingu og svo meðferð knattar ins. í návígi eru þeir oft bein- línis hættulegir vegna þess hversu harkalega þeir ganga til verks. Þeir mega temja sér að hugsa meira um að sparka knett inum en mótherjanum. Sama má reyndar segja um Akurnesinga, þeir voru oft litlu betri í árásum sínum. Dómarinn, Magnús Péturs son sleppti óþarflega oft ólögleg um brögðum, sem færðust í vöxt er á leikinn leið. í liði Akraness ber ekki mikið á neinum einstökum um þessar mundir. Gamla kempan Sveinn Teitsson má muna sinn fífil fegri og ber ekki af hinum yngri og óreyndu. Þórður Jónsson er ávallt hættulegur sóknarmaður og sann aði það einnig í þessum leik. — Hann er að vísu ekki mikill sam leiksmaður, en getur skorað mörk og það á ólíklegustu augnablk- um. Þótt sumum kunni að finnast það undarlegt, virtust KR-ingar heldur vilja fá Akraness á móti sér í úrslitinn, a.m.k. svelgdist einum þeirra á kaffisopanum, er Keflavík jafnaði. — Ko r m á k r. f GÆR komu á Mbl. Ben G. Waage ojr Börge Jónsson. Börge hafffj meffferffis lítinn gúmmí- knött sem var fuliur af pening- um. Börge sem rekur Mjólkur- barinn ú Laugavegi. hafffi séff knöttinn í verzlun og dottið í hug aff útbúa hann sem söfnunar bauk — og safna í hann á veit- ingastaff shiurn handa Ríkharffi Jónss'mi. Árangurinn varð rúmar þús- und krónur. Og Benedikt bað okkur fyrir eftirfarandi orð vegna þbssa skemmtilepa og nýstárlega fram taks Börge. BÖRGE JÓNSSON, bryti varð fimmtugur þanrt 12. október s.l. Hann er fæddur í Kaupmanna- höfn (Fredreksbergi). Hingað til íslands kom hann 1927 — og ver ið búsettur hér frá árinu 1931. — Hann kvæntist hér árið 1936 á- gætis konu, Unu Jónsdóttir, og eiga þau myndarlega dóttur. Börge Jónsson hefir á þessum 34 árum, sem hann hefir dvalið hér, reynst hinn nýtasti borgari, auk þess, sem hann hefir tekið mikinn þátt í félagslegu starfi, bæði í félaginu Dannebrog og knattspyrnufélaginu Þrótti. Hann hefir verið í stjórn beggja þess ara félaga um margra ára skeið — og er enn; hann er t.d. núna formaður Dannebrog. A fimmtugsafmæli hans, sást bezt hve vinsæll hann er, þá heim sóttu hann fjöldi gesta og hon- um bárust mörg heillaskeyti, blóm og gjafir. Var þar sannar- lega setinn bekkurinn. Margar ræður voru honum haldnar til heiðurs og þökkuð mikilsverð störf, ekki sízt félagslegu störfin, sem hann hefir rækt með prýði, eins og lífsstarfið. Eitt ljósasta dæmið um ræktar semi hans og hjálpsemi, er söfn un sú, til Ríkarðar Jónssonar, knattspyrnumanns, sem hann hef ir að undanförnu safnað í sér- stakan knattspyrnuknött, bæði í Mjólkurbarnum og heima hjá sér og afhent Mbl. um helgina, sem taldi féð, sem reyndist vera kr. 1004.55. Fyrir þetta drengskapar bragð Börge eru allir íþrótta- menn honum þakklátir, hann virð ist hafa í huga orð skáldsins (Fr. G.), sem sagði: „Alla þá sem eymdir þjá, er yndi að hugga. Og lýsa þeim, sem ljósið þrá, en lifa í skugga“. Það var glatt á hjalla á heim ili Börga Jónssonar, Meðalholti 15 á afmælisdaginn. Þar samein uðust bæði Danir og Islendingar að hylla þennann ágætisdreng. KR-samloka Fram-sneið í VEITIN G ASTOFUNNI Aðal- barnum (Adlon fyrrverandi) hef ur undanfarna mánuði verið fram reitt brauð, sem ber nafnið KR- samloka, sennilega vegna þess, að KR-ingar snæddu það í stór- um stíl að keppni lokinni, enda svangir eftir erfiði leiksins. Fæddist þessi réttur eftir sigur KR yfir Val, 6:0, en þá gaf veit- ingastofan öllu liðinu að borða. Nú er á döfinni nýr réttur, sem ætiað er að verða keppinautur KR-samlokunnar, og heitir hann „Framsneiðin". Sverrir Þorsteins- son (sundkappi úr ÍR) annar eig andi matstofunnar, sagði í gamni við fréttamann Mbl. „að þessu nýja afreki hafi loks verið náð eftir þrotlausár tilraunir í allt sumar og miklar matvælafórnir. Er meiningin, að Framarar dafni nú og verði betur búnir til keppni gegn samlokusöddum KR-ingum. Knattspyrnu- maðnr gerist veltlngomaðnr HILMAR Magnússon úr Val, sem knattspyrnuunnendur kannast við og séð hafa í rauða búningn- um á vellinum, hefur nú skipt um búning. Ekki svo að skilja, að hann sé genginn úr Val, heldur hefur Hilmar gerzt eigandi við annan mann að lítilli veitinga- stofu, Espressokaffi í Aðalstræti 18. Er fréttamaður Mbl. hitti Hilmar að máli, kaffiuppáhellinga og kókótilbúnings, kvaðst Hilmar vongóður með viðskiptin. Kvað hann leiðinlegt hvað staður þessi hafi fengið slæmt Orð á sig fyrir nokkrum árum vegna rótarlegra Og tilhæfulausra skrifa um eitur- lyfjasölu og skuggaleg viðskipti, sem þar færu fram. Lætur Hilmar vel yfir viðskipta vinum sínum og væntir þess að sjá sem flesta íþróttamenn í kaffi í vetur. Samherji. Heimsmetið í há- stökki brátt 2.30 Matthews var „settur af“ STANLEY Matth^ws — einn frægasti knattspyrnumaffur heimsins var s.l. laugardaer „sett ur af“ í liði sínu Blackpool. Liff- iff mætti þá Boiton og Matthews fékk ekki aff vera meff. Matthews er 46 ára gamall og hefur leikið 56 landsleiki fyrir England. Þetta er í fyrsta sinn á 30 ára ferli hans í at innu- mennsku. sem hann fær ekki að leika með. „Ég vil ekkert segja um þenn an atburð“ sagði Matthews við blaðamenn á hótelinu sem hann á og rekur í Blaekpool. „Ég er í góðri þjálfun og vel upplagður til að leika. Ég býst við að ég horfi þá bara á leikinn 1 stað- inn.“ Matthews var ekki með fyrsta mánuðinn er enska knattspyrn- an byrjaði í haust, vegna meiðsla í hné. Síðan lék hann með Black pool og átti sinn drjúga bátt í sigri yfir Chelsea 4—0 En fyrra laugardag átti hann slakan leik gegn Arsenal sem vann 3—0. Þá meira að segja púaði fólkið á þennan gamla og margreynda knattspyrnumann sem þetta sama fólk hefur dáð og hampað um árabil. Framkvæmdastjóri Blackpool sagði aðeins að hann væri með þessu að reyna að finna „beitt- ari“ framlínu en Blackpool hefði getað sýnt til þessa. Hé/ væri að eins um tilraun að ræða. segir sœnski methafinn, Patterson SÆNSKI methafinn í hástökki1 Stig Patterson hefur látið þau orð falla, að eins gott sé að hætta öllu tali um takmörk þess, hve hátt sé hægt að stökkva. Brátt muni heimsmetið komið í 2.30, en fyrir tiltölulega fáum árum, var það almenn skoðun, að ekki væri mögulegt að stö'kkva hærra en 2.10 m án hjálpartækja. Með hinum gamla saxstíl var að vísu ekki hægt að stökkva meira en rúma tvo metra, en síðan hefur tækni og kunnáttu fleygt fram. Patterson setti metj sitt í sumar, en það er 2.15 mj eins og skýrt hefur verið frá j nýlega hér í blaðinu. Hann hef-j ur hingað til æft lyftingar millij keppnistimabilanna, en kveðst muni framvegis æfa lyftingar allt árið. Um árið í ár segir hann, að sé aðeins milliár hjá sér, en von. ast til að ná enn lengra á næsta ári, þá verður næsta Evrópu- meistaramót haldið, • og hagar hann þjálfun sinni eftir því. Stig j Patterson er 26 ára gamall, 1.90' m á hæð og býr yfir miklum stökkkrafti. Ef að líkum lætur verður hann skeinuhættur Rúss- unum á Evrópumeistaramótinu. Sýna fimleika í allan vetur MED flugvél Loftleiða, sem í gær kvöldi hafði viðkomu á Kefla- víkurflugvelli var danskur úrvals flokkur fimleikama'nna og kvenna. I flokknum eru 16 karlar og konur. Flokkur þessi er á leið til Bandaríkjanna, en þar mun hann sýna fimleika í allan vétur. Er hér um óvenjulegt sýningar- ferðalag að ræða og hefur íþrótta fólkið æft lengi Og búið sig vel undír förina, en þjálfarar þeirra heita Rosa Níelsen og Gunnar Andersen. Áður hefur þessi sami hópur farið í sýningarför tii Grikklands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.