Morgunblaðið - 08.02.1962, Síða 14

Morgunblaðið - 08.02.1962, Síða 14
14 MOECTINTÍT. 4Ð1Ð Fimmtudagur 8. febr. 1962 Ellen Emilíe Josefsson ELLEN E. Josefsson andaðist á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur þ. 31. janúar sl. og verður jarð- sett í dag. Ellen var fædd í Stafangri í Noregi þ. 20. ágúst 1895. For- eldrar hennar voru þau hjónin Tönnus og Henrikke Næsheim. Ellen ólst upp í foreldrahús- um og dvaldist þar, unz hún giftist Jóni Þ. Jósefssyni hinn 3. október 1914, en hann var þá við vélstjóranám í Stavangri. Jón var sonur Jósefs Jónsson- ar frá Hrísum í Helgafellssveit og konu hans, Guðríðar Össur- ardóttur. Ungu hjónin bjuggu í Stav- angri fyrstu 8 hjúskaparár sín. Eignuðust þau 7 mannvænleg börn og eru 2 hin elztu fædd í Stavangri. Árið 1922 fluttust Ellen og Jón heim til íslands og bjuggu í Hafnarfirði, unz þau fluttust til Reykjavíkur árið 1928. Heimili þeirra var á Skóla- vörðustíg 26 A, en það hús keypti Jón nokkru eftir að þau fluttust hingað. Jón var oft að heiman um lengri tíma, því að skyldustörf sjómannsins hafa slíkt í för með sér. Það varð því hlutverk eigin- konu hans að hugsa um börnin og heimilið. Ég dáðist oft að því, hvemig þessi útlenda kona, fjarri öllum ættingjum og gjörókunn öllum hér, gat unað hag sínum sem innfædd væri. Hlutverk sitt leysti Ellen af hendi með trúmennsku og dugn- aði, enda kunni eiginmaður hennar að meta vel unnin störf konu sinnar. Öll bömin sjö að tölu, eru á lífi, dugnaðar- og reglufólk, og eru þau búsett hér í borg, að undanskildum elzta syninum, Henry, sem er kvæntur og bú- settur í Stavangri og stundar þar húsgagnasmíði. í september árið 1948 missti Ellen eiginmann sinn eftir 34 ára ástúðlegt hjónaband og var henni og börnum hennar mikill Konan mín PÁLÍNA E. ÁRNADÓTTIR Hlíðarvegi 11, KópaVogi, andaðist í Bæjarspítalanum þriðjudaginn 6.. m. Kristinn Á. Ásgrímsson. Maðurinn minn og faðir okkar , John S. Jónsson Efstasundi 18 andaðist þriðjudaginn 6. febrúar. Xristín Pálsdóttir og börn ÓSKAR SÆMUNDSSON frá Eystri-Garðsauka lézt að heimili sínu Háteigsvegi 9 að kvöldi 6. febrúar. Utförin fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 10,30. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Athöfninni verður útvarpað. Ásgerður Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn Litli drengurinn minn H R A F N andaðist 1. febrúar. — Jarðarförin hefur farið fram. Þakka auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda. Sveinbörn Hafliðason Móðir okkar ELLEN EMILIE JÖSEFSEN f. NÆSHEIM, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag fimmtudaginn 8. febrúar kl. 2 e.h. Gerd Hlíðberg, Henry Jósefsen Ástrós Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Berith Lindquist, Emil Jónsson, Ingrid Hlíðberg Jarðarför mannsins míns HERMANNS ÞÓRÐARSONAR kennara, Týsgötu 1 fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. febrúar kl. 1,30. — Þeir sein vildu heiðra minningu hans, eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Ragnheiður Gísladóttir Alúðarþakkir til allra nær og fjær, er sýnt hafa mér samúð við fráfell og jarðarför eiginmanns míns, ÞORKELS ÞORKELSSONAR Lyngheiði 17, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. HaHdóra Sigurðardóttir Alúðar þakkir flytjum við öllum, er auðsýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför sonar okkar JÓHANNSTRAUSTA Ingihjörg Halldórsdóttir, Torfi Guðbjartsson Faxatúni 7, Garðahreppi. söknuður að svo umhyggjusöm- um og góðum heimilisföður. Eftir það lifði Ellen algjör- lega fyrir börnin sín, sem voru heima hjá henni, þangað til þau giftust og eignuðust heim- ili. — Það var rétt fyrir síðastliðin jól, að Ellen var að undirbúa heimili sitt undir hina miklu hátið. Allt átti að vera fallegt og fágað. Og tilhlökkunin um heimsókn barnanna og barnabarnanna (sem eru 16 að tölu) var mikil. En nú fór allt á annan veg. Þegar Ellen var rétt í þann veg að ljúka þessum undirbún- ingi, hneig hún niður, þar sem hún var að störfum. Hún var flutt í skyndi í sjúkrahús og þar var hún um jólin. Aldrei heyrðist eitt möglunarorð af vörum hennar, þó að draumur hennar um jól í návist barna sinna tæki þessum breytingum. Hún tók þessu eins og svo mörgu öðru í lífinu, með geð- prýði og ró. Eftir rúmlega mánaðardvöl í sjúkrahúsinu, átti hún að fá að fara heim aftur, en einmitt þennan ákveðna dag breyttist líðan hennar og líf hennar fjar- aði út, eins og útbrunnið kerti, sem lokið hafði hlutverki sínu að fullu. Ellén var heilsteypt kona, sem átti örugga trú á Guð og handleiðslu hans. Á unga aldri eignaðist hún lifandi trú á Jesúm Krist og vitnisburðinn um lífið í honum bar hún djarflega fram, bæði í orði og athöfnum. Blessuð sé minning hinnar góðu konu. Svava Gísladóttir. Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17 ho” weiNCUNUM. (JgUkfrfW* Gröndal og gleymskan AF SÖGUHETJUNUM tveimur í grein Kristjáns Albertssonar í Mbl. 4. þ.m., er Benedikt Grönd- al önnur. Ef hann af vangá taldi sér ritsmíð sem hann átti ekki, má vel láta hitt geymast að hann sór fyrir aðra, sem hann sannan- lega átti. Þegar W A. Craigie (síðar Sir William Craigie) dvaldist hér í fyrsta sinni (1905), kynntist hann flestum hinna fremstu menntamanna, er þá voru í Rvík, og þá að sjálfsögðu Benedikt Gröndal, því að hér var hann aðallega á vegum mágs hans, Geirs T. Zoega-fólksins sú vinátta er aldrei bilaði. Hann sagði þá Gröndal að hann ætti eiginhandar þýðingu hans á dönsku af Heljarslóðarorrustu, hefði eignast handritið í Kaup- mannahöfn. Þetta sagði Gröndal að væri bull, sem ekki næði nokkurri átt; Heljarslóðarorrustu ‘hefði hann aldrei þýtt. enda væri ekki unt hana að þýða (sem ef- laust er í strangasta skilningi al- veg satt). Um þessa vitleysu vildi hann ekkert heyra. En sennilega hefir hann haft ánægju af að ræða við Craigie, því báðir voru þeir öðrum mönnum fjölfróðari, og að skilnaði gaf hann Craigie Kvæðabók sína (Rvík 1900), árifcaða á sex tungum, að mig minnir. Hefir hann fyrst skrifað á þrem málum þvert yfir síðuna, en síðan á hinum þrisvar langset- is eftir síðunni, og þannig ofan í hinar fyrri áritanir, þó að ekki komi að sök. enda jafnframt skift um liti á blekinu. Þetta eintak^er nú án efa í Dublin. Craigie var þá þegar búinn að kaupa bókina og er það einfcak nú í ininni eigu með áritun frá honuna. En Grön- dal gaf hann áritað eintag af bók sinni, Primer of Burns, einni hinna beztu bóka er ritaðar hafa verið um þetta öndvegisskáld Skota. Það eintak er nú einnig í minni eigu. Dönsku þýðinguna af Heljar- slóðarorrustu sá ég fyrst hjá Craigie í Oxford 1918. En í des- ember 1922 fór ég til Englands og var þar fram í janúar 1923. Þá bað Craigie mig að taka með heim þetta sérstæða handrit og færa það Landsbókasafni að gjöf frá sér. Þar mun það því vera nú, og mun enginn, sem annars stað- ar hefir séð rithönd Gröndals, vera eitt andartak í efa um að með hans handbragði er það, og einskis annars. Svolítið mætti segja þessa sögu lengri, en líklega réttast að sleppa þvi og draga ekki fleiri inn í hana. Það mun síður en svo sjald- gæft að skáld eða rithöfundar villist á því, hvað er þeirra eigin. verk og hvað annarra. Þarf enda ekki sjikar kynjaverur til, því að þetta getur líka hent okkur hversdagsmennina. Þrásækilega hefi ég á síðari árum fundið ýmislegt smádót í fórum mínum, sem ég gat ekki með nokkru móti munað hvort ég hafði sjálf- ur sett saman, eða skrifað upp annarra verk, og ef ég þóttisf; öruggur um að það væri að vissu' leyti mitt, þá ekki hvort þýtt vai eða frumsamið. Páll Ólafsson hefir verið vítt- ur fyrir að taka upp í Bleiksvís- ur sínar eitt erindi sem örugg- lega er eftir Björgu Sveinsdótt- ur, ömmu þess fræga „Nonna“ (Sagnakver mitt, bls. 175). Ekki þurfti Páll að leita tilfanga á þann hátt og hefir án alls efa gert þetfca í grandleysi (ætli ekki að hér verði prentað grandaleysi og ég svo talinn hafa skrifað þannig?). Samskonar dæmi eru fyrir víst fleiri en ilestir mundu vænta. Sn. J. VINN A Húshjálp Stúlka óskast til að búa hjá fjölskyldu. Tvö börn. Nýtízku hús, dagleg hjálp. Skrifið Mrs. Ross, 8 Crescent Gardens, Al- woodley, Leeds 17, England. Innilegar þakkir sendi ég kvenfélaginu Fjallkonan fyrir auðsýnda vináttu. Sömuleiðis frændfólki og kunn- ingjum fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á 70 ára aímælinu mínu. — Guð launi ykkur öllur. Dýrfinna Jónsdóttir, Eyvindarhólum Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og góðar óskir, sem mér bárust að heiman með símskeytum og sendi- bréfum þann 19. janúar s.l. Hugurinn dvaidi, og dvelur oft, hjá ykkur öllum, góðu, gömlu tryggu vinir, og hjá Víkinni okkar vænu. Karachi, Pakistan í janúar 1962 ívar Guðniundsson. SIAM-TEAK Orðsending frá Ludvig Storr & Co. Vér viljum hér með tilkynna heiðruðum viðskíptavinum og öðrum sem hafa áhuga fyrir að kaupa TEAK, að vér munum framvegis fá í byrjun hvers mánaðar lagerlista frá A/S Det Östasiatiske Koinpagni, Köbenhavn, yfir TEAK í ýmsum stærðum. A/S Ö.K. hefur venjulega fyrirliggjandi um 4000 c.u.b.m. á lager og ættu því að vera góðir möguleikar á að útvega strax, það sem vantar. Verð og aðrar upplýsingar á skrifstofu vorri: Einkaumboð fyrir: A/S DET ÖSTASIATISKE KOMPAGNI, timburdeild. LUDVIG STORR & CO. sími 1_16-20 -3 ,inur-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.