Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. febr. 1962 Barbara James: 21 Fögur og feig Þér sögðuð hr. Wingrove og ungfrú Lorraine, að þér hefðuð ekki komið í íbúðina og reynduð að leggja áherzlu á það. En þér fóruð þangað nú samt. Svo að hann hafði þá spurt baeði Tony og Vandy. Á hverju stendur það, hvort ég hef farið þangað eða ekki? Við komum að því bráðum. Það vildi nú svo til, að þjónustu- stúlkan í Axminsterhúsinu sá yður, þegar þér voruð að fara þangað inn, síðdegis á þriðjudag. Hún tók alveg sérstaklega eftir því, hvernig þér voruð klæ-dd og var afskaplega hrifin af bláa hattinum yðar. Mér finnst það engum koma við, hvort konan mín hefur farið í íbúðina eða ekki, sagði Rory. Hún er á engan hátt við þennan hörmulega atburð riðin, hvort sem er. Vonandi ekki. En ég vona, að þér játið, að þér hafið farið inn í íbúðina milli hálffjögur og fjög- ur á þriðjudaginn. Já. Viljið þér segja mér ástæðuna tiíl þess, að þér sögðuð ósatt um það. Nú var tónninn vingjarn- legur. Þú þarft ekki að svara þessu, Rosaleen, sagði Leó og horfði á mig rólegum augum Það er rétt. En viljið þér leyfa mér að segja yður nokkuð: Ung- frú Hugo lét ekki eftir sig neitt kveðjubréf. Það er dálítið óvenju legt og við urðum hissa á því. Hún var skotin hægra megin í höfuðið — en ekki með kúlu. Byssan var hlaðin með kúlulaus- um skotum, eins og notuð eru í leikhúsi. Og það fannst okkur óvenjulegt. Hann þagnaði og beið eftir áhrifunum af þessu. Og þau létu ekki á sér standa. En er hægt að drepa nokkurn mann með kúlulausu skoti? spurði Rory. Það er hægt, ef því er skotið á nógu stuttu færi. Og það átti sér stað þama. Og læknarnir drógu út úr heilanum ofurlítið af einhverju efni, sem hlýtur að hafa komið úr skothylkinu, og hefði getað gert skotið enn ban- vænna. Hinsvegar mundi sá, sem ætlaði að ráða sér bana, aldrei fara að nota skot heldur kúlu- skot. Það var grunsamlega lítið blóð á koddanum þó að mikið af því væri í hárinu á henni. Svo að ekki sé farið út í smáatriði, þá var stelling hennar í rúminu líka einkennileg, og fingraförin á byssunni voru heldur ekki á réttum stað. Ég segi ekki, að hún hafi ekki getað haldið byssunni þannig, en það er mjög ótrúlegt. Hvað eruð þér eiginlega að fara spurði Leó rólega. Skiljið þér það ekki, hr. Gunt- er? sagði Wood og leit sakleysis- legu augunum á Leó. Það var vafi um dánarstundina. Læknarn ir halda því eindregið fram, að hún hafi dáið fyrir klukkan fimm á þriðjudag. Við vitum, að stúlk- an hjá henni var þar í húsinu klukkan hálfsjö, og líkið var þar áreiðanlega ekki þá. Þetta bendir allt til þess, að hún hafi dáið annarsstaðar og síðan verið flutt heim. En það er alveg óhugsanlegt, sagði Rory. Það er ekki auðvelt að flytja þannig lík gegn um þvera Lundúnaborg. Það er ótrúlegt, en annað eins hefur nú gerst. En svo að ég haldi nú áfram. Við höfum spurzt nákvæmlega fyrir, en eng- an getað hitt, sem hefur séð ung- frú Hugo eftir að þér yfirgáfuð hana í íbúðinni á þriðjudag, hr. Day. Og auðvitað leiðir það at- hygli okkar að Axminsterhúsinu og fólkinu, sem þar er. Ég talaði við konuna, sem tekur til í íbúð- inni yðar. Ég gerðist svo forvit- inn að spyrja hana, hvort hún saknaði nokkurs úr íbúðinni, ef til vill úr línskápnum, og hún sagði mér, að hún saknaði eins kodda, eins koddavers og einnar ábreiðu. Ennfremur hafði hún tekið eftir, að stór fatapoki var horfinn úr fataskápnum. Ég lokaði augunum og fann að blóðið hvarf úr andlitinu á mér. Þarna mátti sjá. Það þýddi ekk- ert lengur að vera að reyna að leyna neinu. Jæja, frú Day, kannske þér segið mér nú frá því þegar þér komuð í íbúðina á þriðjudaginn. Þú þarft þess ekki, Rosaleen. Leó gekk til mín og greip um axlirnar á mér. Það þýðir ekki neitt, Leó. Hann kemst að þessu hvort sem er. Ég sneri mér að lögreglumannin- um. Já, hún var þarna — lá á rúminu og hárið blóðugt, en skammbyssan lá á gólfinu undir hendinni á henni. Aftur gat ég séð hana, eins og hún væri þarna fyrir framan mig. Rosaleen! Rory horfði á mig með skelfingarsvip. Leó hélt enn í öxlina á mér, en lögreglumað- urinn lét eins og ekkert væri um að vera. Þér vissuð, að hún var dauð, frú Day? Já. Hversvegna kölluðuð þér þá ekki á lögregl una? Ég var farin til þess. Ég var komin í símann, þegar dálítið kom fyrir. Æ, hvernig gat ég út- skýrt þetta Jó, haldið þér áfram. Hún var þarna um alla íbúð- ina — ilmvatnið hennar — lyktin af vindlingunum hennar — jakk- inn og hanzkarnir. Og svo hún sjálf dauð í rúminu. Ég varð al- veg yfirkomin.... æ, ég veit, að þér skiljið þetta ekki... .ég varð að komast burt. Ég hafði engan þátt átt í þessu og ég vissi, hvað þetta gæti orðið manninum mín- um skaðlegt. Ég vissi,' að hann myndi lenda í stórfenglegu hneyksli og það mundi aðeins gera illt verra, ef ég sjálf fyndi hana. En ég þoldi ekki við og gat ekkert hugsað um annað en komast burt. Svo fór ég bara án þess að vita hvað ég gerði. Ég varð að fara. Ég varð að fara, endurtók ég. Ég horfði á andlitið á Rory, sem var eins og þrumu lostinn og vildi ekki trúa sínum eigin eyrum. Lögreglumaðurinn horfði á mig eins og hugsandi. Ég skil. Og svo fóruð þér heim? Ekki alveg strax. Ég gekk án þess að vita, hvert ég var að fara. Og áður en ég vissi var ég komin út í Charing Cross Road. Þar hitti ég Tony. Hr. Wingrove. Það er ein- kennilegt, að hann skuli líka vera við mál ungfrú Hugo riðinn, þótt ekki sé nema óbeint. Já, víst er það. Ég drakk svo te með honum og konunni hans, og fór síðan heim. Við skulum hverfa aftur að því, frú Day, þegar þér komuð inn í íbúðina. Hvað var klukkan þá? Og þér funduð ungfrú Hugo strax? Nei, það leið dálítil stund áður en ég fór inn í svefnherbergið. Svo sagði ég honum allt, sem ég gat munað. Frá jakkanum hennar og hönzkunum og glösun- um tveim, sem höfðu verið notuð. Hvernig ég dokaði þarna nokkra stund, opnaði útvarpið, þvoði glösin. Ég lagði einnig áherzlu á smellinn sem ég þóttist heyra í hurðinni. En hann virtist ekki hafa sérlegan áhuga á því. Svo að klukkan hefur verið næstum fjögur þegar þér fóruð inn í svefnherbergið? Já, það hlýtur hún að hafa verið. Hr. Day, þér yfirgáfuð ungfrú Hugo í íbúð yðar klukkan tíu mínútur yfir þrjú. Já, því sem næst. Rory svaraði eins og hann varðaði ekkert um þetta. Frú Day kom þangað tuttugu til þrjátíu mínútum seinna. Á þessari stuttu stundu hefur ung- frú Hugo dáið — það er að segja ef þér hafið þá skilið við hana lifandi, hr. Day, bætti hann við, eins og honum dytti það nú fyrst í hug. Vitanlega var hún lifandi. Hvað eruð þér að gefa í skyn? spurði Rory, höstuglegur. Ekkert — ég vildi bara vera viss. Hún var lifandi klukkan tíu mínútur yfir þrjú. Eruð þér al- veg viss um, að hún hafi verið dáin þegar þér komuð þarna, frú Day? Vitanlega! Að sjálfsögðu hefði ég heyrt ef hún hefði skotið sig eftir að ég var komin inn. Vitanlega. Ef hún þá hefur skotið sig sjálf. Áherzlan í síð- asta orðið var rétt aðeins heyran- leg, en hún nægði samt. Loks varð mér Ijóst, hvað hann var að gefa í skyn. Ég held ég verði að segja ykk- ur, að byssan, sem notuð var — lítil Webley-skammbyssa — var ein af þremur, sem var notuð í þessum söngleik, sem ég var bú- inn að minnast á: „Gullársöngn- um“. Eftir að hætt var að leika hann, kom það í ljós, að byssan var horfin. Hún fannst aldrei framar. Leikflokkar eru stundum kærulitlir um skotvopn, sem þeir nota, þrátt fyrir allar reglurnar, sem þar gilda. Nú það er þá þessvegna sem þér notuðuð kaffitímann til að veiða upp úr okkur, að við stæð- um í einhverju sambandi við þann leik, sagði Leó ónotalega. Það var engin gildra, ég reyndi bara að fá hjálp ykkar. Það hefði hver sem var getað stolið byssunni, sagði Rory. Þarna voru um fjörutíu á svið- inu, auk starfsfólks. Hún hefði getað gengið á milli tíu manna á þeim tíma, sem síðan er liðinn. Það er nú samt sýnilegt, að hún hefur verið komin í hendur Crystals, sagði Leó. Hún getur hafa þekkt einhvern úr þessum leikflokki. Þér þurfið sjálfsagt oft að hleypa úr byssu á leiksviðinu, hr. Day, hélt Wood áfram. Ekki kannske oft, en það kem- ur fyrir. En þér, frú Day? Það er nú orðið langt síðan, en það kom fyrir þegar ég var að- stoðar-leiksviðsstjóri í leikflokki. Aftur leit hann á mig eins og forvitinn. Ég gat alveg séð, hvað hann var að hugsa. Ég var af- brýðisöm eiginkona. Ég hafði séð myndina af Crystal og Rory í blaðinu á þriðjudagsmorguninn. Ég hafði komið til borgarinnar, hitt Leó, farið í íbúðina, hitt Crystal þar og skotið hana í bræðikasti og síðan reynt að láta svo sýnast sem þetta hefði verið sjálfsmorð. Það v»r óskiljanlegt, að honum skyldi geta dottið það í hug — of ótrúlegt til þess að ég gæti orðið hrædd. Það var næst- um til að hlæja að því. En nú komum við að þessarl torráðnu gátu, hvernig líkið var flutt. Wood leit af Rory og á Leó. Hvor ykkar gerði það? spurði hann hógværlega. XI. I sama bili kom Tim þjótandi inn um dyrnar, rétt eins og hon- um hefði verið gefið merki. Hann var klæddur í búning sirkusfífls, en það var afmælisgjöfin frá Leó. ailltvarpiö Fimmtudagur 8. febrúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-* ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón* leikar. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,A frívaktinni"; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.00 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 17.40 Framb ’rðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð* rú»*. Steingrímsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfréttir, — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Um erfðafræði; VII þáttur: Stökk breytingar (Dr. Sturla Friðriks* son). 20.15 Einsöngur: Heinz Hoppe syngur óperuaríur. 20.30 Erindi: Um Svartadauða; síðari hluti: Drepsóttin á Islandi (Páll Sigurðsson læknir). 21.00 Utvarp frá Háskólabíói: Fyrrl hluti tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Stjómandi: Jind** rich Rohan. Einleikari á píanó: György Vasarhelyi. a) Forleikur að „Brúðkaupi Fig- arós“ eftir Mozart. b) Píanókonsert nr. 4 í G-dúir op. 58 eftir Beethoven. 21.45 Af blöðum náttúrufræðinna** (Örnólfur Thorlacius fil. kand.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Orímuð ljóð eftir Comte de Laut- rémont og Arthur Rimbaud. þýtt hefur Jón Öskar (Svala Hannesdóttir les). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Arnason), 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 9. febrúar. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). (10.00 12.00 Hádegisútvarp (Tónletkar. — 12.25 Fréttir og ..tilkynningar), 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16.00 Veðurfregnir. — Tónleikar — 17.00 Fréttir. Endurtekið tónlistarefni). 17.40 Framburðarkennsla í esperanto g spænsku. 18.00 ,,I»á riðu hetjur um héruð“j Ingimar Jóhannesson segir aftur frá Njáli á Bergþórshvoli og sonum hans. 18.20 Veðurtfregnir. — 18.30 Þingtfrétt- ir. — Tónleikar. 19.o0 Tilkynningar. — 19.30 Fréttlr. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarssoit cand. nuj.). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.35 Frægir söngvarar; XIII: Kristen Flagstad syngur. 21.00 Ljóðaþáttur: Snorri Sigtfússon fyrrum námsstjóri les kvæði etftir Bólu-Hjálmar. 21.10 Tónleikar: Prelúdía, kóral og fúga eftir César Franok (Witold Malcuzynski leikur á píanó). 21.30 Útvarpssagan: „Seiður Satúm- usar'* eftir J. B. Priestiey; XI. (Guðjón Guðjónsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Upptök Islandsglímunn- ar og áhrif hennar (Helgi Hjöirv- ar rithöfundur). 22.30 A 9íðkvöldi: Létt-klassásk tón- list. a) Atriði úr „Töfratflautunni** eftir Mozart (Wilma Lipp# Irmgard Seetfried, Anton Der- mota, Erich Kunz, Ludwig Weber og kór syngja með Fílharmoníusveit Vínarborg- ar; Herbert von Karajan stj.) b) Ungverskir dansar efltir Bra- hms (Konunglega fílharmon- íusveitin í Lundúnum leiikurj Rafael Kubelik stj.), 23.20 Dagskrárlok. — Það er sonur okkar, sem er að fá heimsókn, ekki við! >f X- X- GEISLI GEIMFARI X- X- >f •— Verið öll róleg. Það er ekkert dularfullt lengur við Mystikus. Gar læknir og starfsfólk hans fékk upp- lýsingar um ykkur eins og allir aðr- ir spámenn. Síðan lék Pétur það fyr- ir ykkur úr Mystikusi, er hann not- aði sem felustað þegar hann þurfti að „hverfa“ og þegar hann skaut á mig úr geislabyssunni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.