Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 1
24 síður
49. árgangur
73. tbl. — Miðvikudagur 28. marz 1962
PrentsmiSja Morg’inblaSsins
Frásögn skipstjórans á norska selfangaranum:
sjaki braut skipið
sökk á nokkrum mínútum — gengu
á ísnum — selfluttir meÖ þyrlu
KL. 12:20 í DAG lagðist norska hjálparskipiS Salvator aS
Tangabryggjunni á Akureyri, en þar um borð voru skips-
brotsmennirnir af Söndmöringen. Þeir eru 14 talsins, og
björguðust þeir með naumindum, er skip þeirra sökk skyndi-
lega í vesturísnum s.l. laugardagskvöld.
Fréttamaður Mbl. fór um borð og átti tal við skipstjórann
á Söndmöringen, sem heitir Sandvik. Skýrði hann svo frá
tildrögum slyssins:
þegar radíósambandi við björg-
unarskipið Salvator, en bað
hafði haldið sig utan við strönd
ina. Er ég hafði tilkynnt Salva-
tor-mönnum, hvernig komið
væri, var skipið tekið allmikið
Frásögn skipstjói-a
„Við vorum komnir alllangt
inn í vesturísinn og búnir að
vera bar nokkra daga. Veiðin
var mjög treg, og mun svo hafa
verið hjá allflestum norsku sel-
veiðiskipunum. Að þessu sinni
var ísinn mjög þéttur og erfitt
fyrir skipin að færa sig nokkuð
til. Söndmöringen var gamalt
skip, smiðað 1912, en endur-
byggt fyrir fáum árum. Það var
hátt á annað hundrað lestir á
6tærð, og var talið gott skip.
lsjaki skellur á skipinu
Seint á laugardag var skipið
Btatt í lítilli völc. Það ló upp við
ísinn öðrum megin, en nokkur
auður sjór var á hitt borðið.
Veður var kyrrt og gott, en
nokkur hreyfing á ísnum. —
Skyndilega fór stór jaki á ferð,
eennilega af völdum strauma,
og stefndi á skipið aftanvert.
Sökum þrengsla í vökinni var
engin leið að víkja skipinu til,
6vo að jakinn skall af miklu
afli á skipshliðina. Byrðingur-
inn brotnaði, og sjór féll þegar
inn í skipið.
Skipið yfirgefið
Við vissum af öðrum selföng-
urum í námunda við okkur, en
sáum ekki til þeirra. Ég náði
Sendiherra
kominn
heim
Paris, 27. marz
NTB-Reuter
SENDIHERRA Frakklands i
IMioskvu, M'aurice Dejean, kom
til Parísar í dag, en hann var
kallaður fm Moskvu sökum
(viðurkenningar Rússa á út-
lagastjórninni í Alsír. Þá hef-
|ur rússneski sendiherrann
[Paris verið beðinn að „taka
ipp beint samband við stjórn
fsína", en á „diplómatamáli“
)ýðir það nánast að nærveru
lans sé ekki lengur óskað. —
[Mun rússneski sendilherrann]
talda heim á laugardag.
r Áður en Dejean fór frá
ÍMoskvu, átti hann fund með
jVasily Kuznetsov, aðstoðar-
[rtanrikisráðiherra Rússa. Til-[
Itynnti Kuznetsov að ákvörð-J
un frönsku stjórnarinnar
myndi hafa það í för með sér
lið sambúðin milii landanna,
[nyndi versna, og væri hún1
[skki of góð fyrir. Myndui
'’ralkíkar vera álbyrgir fyrir1
lluan afleiðingum í þessu
lambandi.
að sökkva. Gaf ég þá fyrirskip-
un. um, að allir skyldu yfir-
gefa skipið og forða sér upp á
ísinn.
Áður en ég fór frá borði,
fékk ég vitneskju um það um
talstöðina, að selfangarinn Pol-
aris væri staddur í þriggja til
fjögurra kílómetra fjarlægð. —
Þetta var um kl. 20 eftir norsk-
um, eða um klukkan 18 eftir
íslenzkum tíma. Allir af áhöfn
inni komust upp á ísinn, en
sumir voru ekki of mikið klædd
Framh. á bls. 23
Verkfall lamar Al-
geirsborg og Oran
Yfirmaður OAS í vesturhluta Alsír hand-
tekinn í gær — 2300 handteknir
í Bab E1 Oued
Algeirsborg og Rabat, 27. marz.
— (NTB — AFP — Reuter) —
K Y R R Ð rikti að heita
má í Algeirsborg og Or-
an í dag, og bregður mönn-
um við eftir óeirðirnar þar
síðustu daga. Undir niðri ríkti
þó mikil spenna, enda báðar
borgirnar lamaðar af allsherjar-
verkfalli Evrópumanna í samúð-
arskyni við þá. er látið hafa lífið
í átökum við öryggislögregluna
að undanfömu. Eina lífsmarkið
ið, sem gat að líta í borgunum í
dag, voru brynvarðir vagnar, sem
óku um götur og beindu byssum
sínum að húsum. Talið er að
OAS-menu hafi ekki enn jafnað
sig eftir það áfall, sem þeir urðu
fyrir, er Jouhaud hershöfðingi,
einn helzti forsprakki þeirra, var
handtekinn og fluttur til Parísar.
OAS-menn urðu fyrir öðru áfalli
í dag er tilkynnt var að Pierre
Guillaume, fyrrv. hershöfðingi í
landgönguliði flotans, og yfirmað
ur OAS í vesturhluta Alsár, hefði
verið handtekinn og fluttur tif
Parísar.
Ræðast við um
samstarf í geim-
vísindum
New Yorlk, 27. marz
NTB-Reuter
BANDARÍSKIR og rússneskir
geimvísiiidamenn komu saman til
ótformlegs viðræðufundar í fyrsta
sinn hér í dag. Eru viðræður þess
ar í framihaldi af bréfaviðskipt-
um Kennedys og Krúsjeffs um
samivinnu Bandaríkjamanna og
Rússa á sviði geimivísinda. Munu
vísindamennirnir eiga með sér
marga slíika fundi á næstunni.
Bkki var þó með öilu tíðinda-
laust í Alsír í dag. OAiS-menn í
hverfi Evrópubúa í Oran hófu
skothríð með sprengjuvörpum á
nærliggjandi hverfi Serkja og
Frh. á bls. 23.
Evrópumenn í Algeirsborg mynda keðju niður tröppur, sem
liggja niður frá aðalgötu við Bab EI Oued hverfið. Kassar með
matvælum eru selfluttir manna á milli niður tröppurnar og
síðan lyft yfir gaddavírsgirðingar öryggLslögreglunnar. Mat-
vælalaust hefur verið að heita í hverfinu síðan um helgi, en
þar er eitt höfuðvígi OAS manna í Algeirsborg, og munu m.at-
vælin þeim ætluð. (AP)
Atómsprengjuheld skýli
gerð austantjalds
Almannavarnir i Póllandi
TILRAUNIR til þess að veikja
varnarmátt vesírænna þjóða eru
rauði þráðurinn í öilum áróðri
Sovétríkjanna. Svo langt er
gengið, að sjálfsagðar almanna-
varnir (borgaravarnir) á Vest-
urlöndum og ráðstafanir til að
draga úr áhrifum hugsanlegrar
styrjaldar, eru fordæmdar. —
„Þjóðviljinn“, opinbert mál-
gagn Sovétríkjanna á fslandi,
hefur að vonum tekið þennan
áróður hráan upp, og finnst það
hin mesta fásinna og vottur um
„hernaðaranda", þegar rætt er
hér um það, hversu bjarga megi
mannslífum, ef til þess kæmi
einhvem tíma, að árás yrði
gerð á -ísland.
Smíði neðanjarðarskýla í ýms
um ríkjum Atlantshafsbanda-
lagsins tiil hlífðar íbúimum í
loftárásum er fordæmd af
kommúnistum hér eins og ann-
ars staðar á Vesturlöndum. Ekki
er þá minnzt á gerð slíkra
byrgja í Svíþjóð, og sízt af öllu
á þá staðreynd, að í ríkjum
Varsjárbandalagsins er vitan-
lega lögð áherzla á að koma
slíkum skýlum upp. Stefnan er
því þessi hjá kommúnistum:
Loftvarnabyrgi eru æskileg í
ríkjum undir stjórn kommún-
ista, en eiga ekki að koma til
mála 1 lýðfrjálsum löndum. Þar
má fólkið farast í sprengjuárás-
um. Hörmulegt er til þess að
vita, að blað, sem gefið er út á
íslandi, þótt aðalritstjórinn sitji
austur í Kreml, skuli taka
undir þennan söng.
Kjarnasprengjuheld byrgi
gerð í Póllandi
19. marz sl. birtist í pólska
tímaritinu „Zolniers Polski“,
Frh. á bls. 23.
Jouhaud fyrir
herrétt
París, 27. marz NTB-Reuter
TILKYNNT var í París í kvöld
að De Gaulle Fralkklandsforseti
muni á morgun undirrita fyrir-
skipun um að Edmond Jouhaud,
fyrrum heráhöfðingi, verði leidd
ur fyrir herrétt. Joulhaud var
ihandtekinn í Oran á sunnudag-
inn, en hann er einn æðsti mað-
ur OAS hreyfingarinnar í Alsír.
Jouhaud var dæmdur til dauða
að honum fjarstödduim eftir upp-
reisnartilraun hershöfðingjanna 1
Alsír í fyrra, en samkvæmt lög-
um skal áfrýjunanherréttur fjalla
um mál þeirra, sem dæmdir eru
í fjarveru.
Frönsk blöð eru mjög hvassyrt
í garð Jouihauds og vilja að hon-
um verði engin vægð sýnd. Telja
blöðin hann vera aðal hvatamann
að hryðjuverkum OAS gegn
Serkjum og löghlýðnum Evrópu
búum í Álsír, og beri hann
ábyrgð á öllum hryðjuverkum
þar síðustu mánuði.