Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 28. marz 1962 MORGVNBL4ÐÍÐ £3 — Brezkur Framih. aí bls. 24. auk þess hluti af vörpurmi, sem dróst niður í sjó og flaksaði þar til“. Um umibúnað veiðarfæranna kl. 23.48 bera þeir: „Var þá enn höfuðlínubugt og net utan við og á lunningu, sennilega aftan við afturkvartinn, og einnig nokk uð framan á síðumni, og báðir hlerar, eins og fyrr getur“. Þessi frágangur veiðarfæranna og ann- að atferli ákærða veitir eigi fulla sönnun fyrir því, að hann hafi verið að veiðum innan fiskveiði- takmarkanna í umrætt sinn. Ber því einungis að dæma honum sekt fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfæra og var refsing fyrir brot það ákveðin sekt til land- helgissjóðs að upphæð kr. 100. 000,0C. Tilraun til ásiglingar Um síðara ákæruatriðið segir svo í forsendum Hæstaréttar- dómsins: „í áðurgreindri skýrslu varðskipsmamna segir um sigl- ingu ákærða kl. 23.48: „Togar- inn var nú á hægri ferð og beygði þá allt i einu í stjórnborða á varðskipið. Var orðið það stutt bil milli skipanna að setja varð á fulla ferð aftur á til að forða árekstri." Um þetta atferli ákærða ber skipherra Guðmund- ur Kærnested, nánar, „að varð- skipið hafi verið að renna fram með stjórmborðssíðu botnvörp- imgsins og var ekki nema um það bil skipslengd milli skip- anna, þegar botnvörpungurinn beygði skyndilega til stjórn- borða og án þess að gefa hljóð- merki. Varð árekstri naumlega forðað.“ Varðskipsmenn bera, að togarinn hafi þá verið með venju- leg siglingaljós, en eigi togljós. Enn segir í skýrslu varðskips- nrianna: ,.K1. 23:49 gefið annað Jaust skot, Setti þá togarimn á fulla ferð og beygði í bakborða og hélt út um og sást þá að verið var að vinna við afturhlerann. Frá kl. 23.50 til kl. 23:54 gefin sex laus skot. Kl. 23.55 beygði togarinn á stjórmborða og á várð- ekipið. Var þá varðskipinu vik- ið í bakborða og .togaranum hleypt fram hjá stjómborðs meg- in.“ Síðar segir í forsendum dóms- ins: „Uoftskeytamaðurinn á varð skipimu kveðst tvisvar sinnum hafa femgið þau skilaboð um tal- Stöðina frá ákærða, að hann myndi reyna að sökkva varð- skipimu, ef eigi yrði hætt að ekjóta. Ákærði játar, að hann hafi einu sinni látið loftskeyta- mann sinn senda þá hótun til varðskipsins, að hann myndi reyna að sökkva því, ef eigi yrði hætt að skjóta. Ákærði bar tvímælalaus skylda til að nema staðar, samkvæmt skipun yfirmanna varðskipsins. í þess stað hagaði hann siglingu þannig, að mönmum, bæði á varð ekipinu og togaramum var bráð- ur háski búinn. Varðar þetta at- ferli hans refsingu samkvæmt 4. mgr. 220. gr. hgl. 19/1940 og þyk- ir hún hæfilega ábveðin fangelsi í fimm mánuði." Þá skyldi hann og greiða allan áfrýjunarkoistnað sakarinnar. — Atomsprengju- held.... Framh. af bls. 16. sem fjallar um hernaðar- mennsku og herstjómarlist, við- tal við Aleksander Cesarski ofursta, en hann er yfirmaður loftvamaliðs pólska hersins. — Þar skýrir ofurstinn frá því, að „allverulegur fjöldi" kjarnorku- sprengjuheldra skýla hafi verið byggð í Póllandi undanfarin sjö ár. — Hann kvað byrgjagerðina vera hluta mikillar áætlunar um almannavarnir í Póllandi, sem 400.000 sjálfboðaliðar ynnu að. — í viðtalinu („New York Times“ hefur birt úrdrátt úr því) gerir ofurstinn gys að smíði slíkra skýla til varnar borgurum í Bandaríkjunum. Af- greiðir hann byrgjagerð í Vest- urálfu einfaldlega með því að segja, að þar sé hún eingöngu þáttur í gróðabralli fégráðugra fésýslumanna. „En það þýðir alls ekki, að b y g g i n g atómsprengjuheldra hlífðarbyrgja sé út í hött“, bæt- ir Cesarski ofursti við. „Þvert á móti gera menn sér fulla grein fyrir mikilvægi slíkra skýla í Póllandi. Gerð loftvarnabyrgja er mál hins opinbera, mál ríkis- stjómarinnar, og ég get fullyrt, að til er allverulegur fjöldi þeirra“. Yfirlýsing Cesarskis hefur vakið mikla athygli, því að hún stangast algerlega á við nýleg- ar fullyrðingar háttsettra emb- ættismanna í varnarmálum í Sovétríkjunum þess efnis, að loftvarnaskýli séu gersamlega tilgangslaus og fánýt í kjarn- orkustyrjöld. Þennan áróður hafa svo kommúnistapennar á Vesturlöndum verið látnir skrifa í „þjóðviljana" sína. Lín- an frá Moskvu skipar þeim að reyna að hindra eftir megni, að meðborgarar þeirra megi gera ráðstafanir til þess að koma upp varnaskýlum, svo að mannslíf- um megi bjarga. Fyrir austan jámtjald eru svo auðvitað gerð- ar sams konar ráðstafanir og farið er nú að gera á Vestur- löndum. —. Tvískinningsháttur þeirra í þessu máli er eitt versta dæmið um yfirdrepsskap og samvizkuleysi í áróðri komm únista. Ofurstinn sagði, að áætlunin um almannavarnir eða borgara- varnir í Póllandi væri nú ellefu ára gömul. Hingað til hefur aðaláherzlan verið lögð á að þjálfa starfsfólk í stómm verk- smiðjum í borgaravörnum. Ces- arski sagði, að nær hálf milljón iðnaðarverkamanna hefði verið þjálfuð til þess að geta stuðlað að vörnum í kjarnorkustyrjöld. „Yfirvöld almannavama í Pól landi fræða almenning reglu- bundið um það, hvernig bjarga megi mannslífum og eignum“, sagði Cesarski enn. „Mjög mik- ið er hægt að gera í þessu skyni“ Mánaðarkaup á fjórum KLUKKAN rúmlega 9 í gærkvöldi kom Garðar Sigurðsson, kennari í Vestmannaeyjum í sím- ami og við ræddum við hann skamma stund. — Hann hafði, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, farið um horð í vélbátinn Ófeig II. meðan stóð á fríi í gagnfræðaskólanum í Eyjum og mannekla var á bátunum sökum inflú- enzunnar. — Komdu sæll, Garðar. Hvernig gekk í dag? — Þetta hefjr gengið vel. Við höfum nú fengið um 80 tonn á Ófeigi II. þessa fjóra róðra, sem ég hef verið með. — Og hver heddurðu að hluturinn verði? — Eg get etkíki sagt um það enn. Það fer svo mikið eftir því hvernig fiskurinn verður í matinu. — Sigurgeir Jónasson sagði okkur í gær að þú hefðir haft um 3.500 kr. eftir tvo fyrstu róðrana, en þá veiddust 42 tonn. Má þá ekki gera ráð fyrir að heildarhluturinn þinn verði um 6—7000 krón- ur? — Eg geri ráð fyrir að hann verði alltaf 6 þúsund. — Og þú varst að taka stýri mannspróf þarna í Eyjum í vetur. Var það ekki erfitt með kennslunni? — Nei, ekki svo mjög. Eg var ekkert á námskeiðinu. Gat það ekki vegna anna við vinnuna. Eg tók bara prófið. — Þú hefir stundað mikið sjóinn áður? — Já, talsvert. Var á 3 vetr- arvertiðmm og 10 síldarvertíð- um. Svo var ég á annað ár á togurum hér áður. Skrapp auk þess nokikra túra þegar ég var í skóla. — Hvað ertu gamall, Garð- ar? — 28 ára. — Og stúdent? — Já. Útskrifaðist 1953. — Og þú ert að hugsa um að taka próf í stýrimanna- skólanum í vor? — Já. Eg ætla að reyna það. Annars er ég ekki búinn að fá frí hér til að taka prófið. — Þarítu langt frí? — Ætli það verði nema 4 dagar fyrir Skriflegu prófin. Svo fæ ég vonandi að taka öll munlegu prófin saman á eftir. — Og ertu búinn að lesa und ir þetta allt? — Já. Það er aillt í lagi með það. — Þótti þér gaman að bregða þér á sjóinn núna? — Nei. Eg held að þetta geti varla talizt gaman, þegar menn eru búnir að vera lengi þessu. — En kaupið getur verið gott? — Já, þegar maður er hepp- inn. Eg var náttúrlega sórstak- lega heppinn. Eg efast um að aðrir séu búnir að hafa meira á þessum tíma. Þetta er svona ámóta og maður hefir í föst laun á mánuði sem kennari. — Hvernig er kaupbætir- inn. Eg á við sinaskeiðabólg- una? — Blessaður. Hún er alveg horfin. — Ætlarðu fleiri róðra? — Eg hugsa ekki. Skólinn á að byrja á fimmtudaginn og ég verð að undirbúa mig á morgun. — Jæja, ég má varla vera að þessu öllu lengur. Við erum rétt komnir að og verð- um að fara að landa. — Nú, ertu þá í öllum galla að tala við mig? — Já, já. Maður er í spari- peysunni, stakknum og með vettlinga. — Og hvað átt þú að fara að gera’ — Fara niður í lest og pikka þessi kyikindi upp. — Bless- aður. Kvikindin voru raunar 3,300 fiskar, eða 25—28 tonn, svo það var ekki að furða þótt Garðar flýtti sér úr síman- um. %*■ "%*■ — Isjaki Framh. af bls. 1. ir. Þó voru flestir sæmilega búnir til fótanna. Skipið sökk fyrst mikið að aftan, og tor- veldaði það okkur að ná í hlífð- arföt. Sökk fljótlega Ég hygg“, segir Sandvik skipstjóri, „að fimmtán til átján mínútur hafi liðið, frá því að ísjakinn rakst á skipið og þar til okkar gamla og góða fley var horfið í hafdjúpið. Við tókum nú stefnu að Polar is og gengum í þéttum hópi, en þótt ísinn væri samfelldur og engar vakir á milli jaka, var hann mjög erfiður yfirferðar, sökum mishæða. Eftir u. þ. b. eina og hálfa klukkustund komum við að Polaris, og var okkur tekið vel þar um borð, fengum mat og aðhlynningu. Ekki var þó sýni- legt, hvernig við kæmumst út úr ísnum, því að sama gilti hjá Polaris og verið hafði hjá okk- ur: Skipið var fast í ísnum. Fljótlega höfðum við sam- band við Salvator, sem hélt sig utan ísrandarinnar. Taldi skip- stjórinn ekki að svo komnu rétt að hætta skipinu inn í ísinn, en kvaðst mundu vera um 30 til 40 km frá slysstaðnum. Myndi hann senda þyrlu næsta dag og freista þess að flytja okkur um borð til sín. Þyrlan kemur A sunnudag eygðum við þyrl- una, og settist hún á ísinn hjá Polaris. Hún er lítil, tekur að- eins 2—3 menn. Við vorum 14, og mun hún hafa farið fimm eða sex ferðir á milli skipanna. Meðan á flutningimum stóð, hafði Salvator þrengt sér eins langt inn í ísinn og unnt var. Þegar allir af áhöfn Söndmör- ingen voru komnir um borð í Salvator, var haldið til Islands og ákveðið að taka höfn á Ak- ureyri. — Hingað erum við nú komnir“, segir skipstjóri, „og ég er mjög ánægður yfir því, að allir mennirnir björguðust heil- ir á húfi“. Þetta samtal fór fram í íbúð Gaasö, skipstjóra á Salvator, og samdi hann skýrslu sína um slysið á meðan. Við ónáðuðum hann örlítið eftir samtalið, en hann kvaðst engu geta bætt við það, sem Sandvik skipstjóri hefði sagt. Sagðist hann þó vilja benda á, að hve miklum notum þyrlan hefði komið í þetta sinn. Hann tók fram, að jafnvel þótt mennimir hefðu aðeins bjargast upp á ísjakann, hefði með engu öðru móti verið hægt að ná þeim en með því að senda þyrilvængju. Slysið varð á 71 gráðu og 10 mínútum norðurbreiddar, vest- an við Jan Mayen. Vegalengd- in, sem Salvator flutti skips- mennina, mun vera á þriðja hundrað mílur. Salvator lagði sjúkan mann á land úr áhöfn skipsins, og var hann fluttur í fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Salvator fer til gæzlustarfa á íssvæðinu kl. 20 í kvöld, en áhöfn Söndmör- Spilakvöld H AFN ARFIRÐI: — Sjálfstæíí- isfélögin spila félagsvist í kvöld og hefst hún kl. 8,30. Er það seinasta spilakvöldið fyrir páska og verða þá veitt heildarverðlaun. ingens hefur verið komið fyrir á Hótel Akureyri. Mun hún fara til Reykjavíkur á morgun. —• St. E. Sig. - Alsír Framh. af bls. 1 biðu fimm Serkir bana en um 20 særðust. Öryggislögregla og herlið umkringdu þegar hverfið. Tilkynnt var af opinberri hálfu í Oran í dag að lögreglan hefði fundið mikið magn vopna og skotfæra við húsleitir. í Algeirsborg hófst skothríff í Des Glieres-hverfinu í dag, en þar biðu 41 maður bana og 130 særðust í átökum á mánudag. — Öryggislögregla og herlið komu þegar á vettvang og setti upp tálmanir í hverfinu. Lögregla og herlið halda áfram að leita í húsum í hverfinu Bab E1 Oued. Hafa 2.300 manns verið handteknir og yfir 1000 skotvopn af ýmsu tagi hafa fundizt. Þá bar það til tíðinda í Algeirs borg í dag að svissneskur blaða- ljósmyndari var skotinn til bana í einu úthverfi borgarinnar. Christian Fouchet, landsstjóri i Alsir, flutti í kvöld útvarpsávarp þar sem hann varaði Evrópubúa við því að hafa samvinnu við launmorðingja OAS. Undirstrik- aði hann í ræðu sinni að tilraun- ir OAS í þá átt að hindra vopna- hlé í Alsír væru með öllu von- lausar. Fyrrv. forseti landsþingsins í Alsír, Abderrahman Fares, til- kynnti í Rabat, höfuðborg Mar- okkó, í dag, að hann hafi tekið að sér að gegna embætti forseta bráðabirgðarstjórnar 12 manna, sem fara skal með völd í Alsír þar til allsherjaratkvæðagreiðsla um framtíð landsins hefur farið iram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.