Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 20
20 MORCVNBL4ÐIÐ Miðvikudagur 28. marz 1962 GEORGE ALBERT CLAY: INA Saga samvizkulausrar konu ------------ 20 ----------- fiðrið, drógu sig siðan til baka og settu fuglana á jörðina með nokkurra feta bili á milli þeirra. Fuglarnir stóðu þögulir og horfðu hvor á annan og biðu þess, að húsbændur þeirra fjar- lægðust ofurlítið. Sjálfir vissu (þeir, að þeir urðu að hreyfa sig fram, því að hörfa til baka er sama og tapa leiknum. Uppörv- unar- og hæðnishrópin gullu við og nú lyftu eigendujsiir aftur fuglunum, neru þeim saman og ýfðu þá, drógu sig síðan í hlé og skildu hanana eftir á jörðinni. Horfðu nú á, sagði Luisa liágt, í hléinu, sem nú varð. Stundum tekur þetta ekki nema andartak. Samstundis hófst bardaginn. Hanamir flugu á loft samtímis, og brjóstin á þeim skelltust sam- an, en þá duttu þeir báðir til jarðar og biðu næsta tækifæris. Þeir skeyttu ekkert um allan háv aðann, sem kring um þá var og litu alls ekki til hliðar. í hanaati þarf að hafa skilningarvitin hjá sér, heil og óskipt; þetta er bar- dagi upp á líf og dauða. Svo flugu þeir saman aftur og nú sást betur bardagaaðferð þeirra, sem var í því fólgin að fljúga hærra en andstæðingur- inn sveigja hann aftur á bak og nota svo fæturna með hnífunum, til að vega að honum á bak, eða ef það brygðist, þá á brjóst. Öskur frá áhorfendum gaf til kynna, að blóð rynni, og nú sást ofurlítill blóðblettur á brjósti hins hvíta. Aftur flaug sá rauði upp og nú sást blóð á baki hins hvíta, og bletturinn stækkaði jafnt og þétt. Þeir, sem höfðu veðjað á þann rauða, tóku að gera upp gróða sinn í huganum. Filipseyjardrengurinn brosti í sigurgleði sinni, en þá tók sá hvíti sig á loft áður en andstæð- ingnum var það Ijóst, að hann var enn lífs. Hann varð ofseinn að sjá hætt una og blaðið fór á kaf í bakið á honum. Nú tókust fuglarnir á og veltust um á jörðinni, en reyndu að komast á loft, árangurslaust, og alltaf var sá hvíti ofan á hin- um. Svo Iosnuðu þeir sundur aftur, en héðan af virtist sá rauði eiga bágt með allar hreyfingar, höf- uðið seig og með miklum erfiðis munum gat hann lyft því nægi- lega til þess að horfa á andstæð- inginn. Enn flaug sá hvíti, og nú var hinn of máttfarinn til að veita nokkra mótstöðu þegar hvasst blaðið tók honum meira blóð. Ekkert hljóð heyrðist frá fugl- unum og lítið frá áhorfendun- um. Ennþá var sá rauði ekki frá, enda þótt mjög væri að draga af honum. En þá lagði hann höfuð- ið á troðna moldina og eigandi hins hvíta seildist eftir sigurveg aranum sínum Sviðið fylltist nú af fólki, veð- málin voru gerð upp og kostir keppendanma rökræddir. Eigend- ur hananna sem næstir áttu að koma fram, nálguðust með fugla sína, eigandi hvíta hanans, hvarf í mannþröngina og Filipseyja- drengurinn hélt þeim rauða upp að brjósti sér, en blóðið úr hon- um rann niður hárlausa bringu drengsins og vætti óhreina og rifna lendaklæðið á honum. Drengurinn grét, ekki af því að hann hefði tapað leiknum, held- ur vegna þess að hann hafði misst vin sinn. Hann sneri sér til að yfirgefa sviðið, en þegar hann steig á blettinn þar sem ihaninn hafði dáið, vall blóðið upp milli óhreinna tánna á hon- um. Þetta sá Gina, og þá leið yfir hana. XIV. Fyrsta daginn eftir að Gina kom aftur til borgarinnar, voru þau Vicente á gangi í garðin- um og jómfrú Alverez rétt á hæl um þeirra, því að nú trúði mey- kerlingin ekki Maríu frænku lengur fyrir henni. Ég þarf að tala við þig, Vicen- te, sagði Gina, þegar þau voru komin nógu langt frá jómfrúnni. Ég þarf að segja þér nokkuð áríðandi. Þá er ekki öllu lokið hjá okk- ur, sagði hann og hún gat lesið út úr brosínu, að hann hafði ver ið viss um, að hún mundi leita til hans aftur. Það er þá ekki endirinn, eins og þú sagðir mér einu sinni! Viltu ekki lofa mér að hafa orð ið? sagði Gina og leit um öxl til jómfrúarinnar. Það er ekki víst, að ég fái annað tækifæri nógu snemma. Ég er að reyna að segja þér, að ég er með barni. Hvað eigum við að gera, Vicente. Við höfum alltaf strandhúsið, sagði hann. Ég sk#f flytja Betetu burt og þú getur fætt barnið þar. Enginn þarf að vita neitt. Og við getum átt yndislegar stundir þar, Gina, undir stjörnuhimnin- um við sjóirm. Hefurðu nokkurn tíma legið í sandinum og látið öldurnar klappa þér, og haft ein hvern til að halda þér fast og . . . Sleppum því, Vicente. Við er- um að- tala um annað, meir er áríðandi .... ég er að tala um hjónaband. Vicente stanzaði á göngunni, og leit niður á hana langa stund. Þú gleymir því víst, að ég á að ganga að eiga Luisu Sffredo eft- ir viku, sagði hann dræmt. Og ég þarf aldrei að gera neitt, sem ég vil ekki sjálfur. Þú virðist eiga bágt með að muna það. Það verður nú að breytast, Vi- cente, sagði Gina rólega. Luisa gengur ekki með barnið þitt, en það geri ég. Það getur nú verið hvort- tveggja til, að ég eigi það eða ein hver annar. Þú ættir að skilja það, Gina, að ef ég ætti að gift- ast hverri kvenpersónu, sem ætl- ar að kenna mér krakka, þá ætti ég fleiri konur en blómin eru hérna í garðinum. Ég neita alger leg a að taka á mig neina ábyrgð á þessu og ef út í það er farið Iþá ert það þú, sem ert í vandræð unum en ekki ég. Hann ætlaði að ganga burt, eins og hann hefði misst allan áhuga á þessu umræðuefni, en Gina greip f handlegginn á hon- um. Litla stund gat hún hvorki hugsað né talað, en svo rann upp fyrir henni þýðing orða hans. Henni varð heitt og kalt á víxl og henni sló fyrir brjóst. Ég skil ekki hvernig þú getur farið að því að tala svona. Hún átti bágt með að koma upp orð- unum, er hún reyndi að stilla skap sitt Þú sagðist elska mig og svo viltu ekki giftast mér. Ég sagði, að ég girntist þig en alls ekki, að ég elskaði þig. Aug un voru svört og reiðileg, eins og jafnan er honum var mótmælt. Og hjónaband. Hvað kemur hjónaband þessu við? Konur taka svona hluti allt of hátíð- lega, hélt hann áfram eins og hann væri að tala um fyrir krakka. Við höfum löngum, sem er eins eðlileg og þorsti eða hung ur og við svölum þeim gimdum og höfum ánægju af. Það er al- veg eitt út af fyrir sig og er öllu hjónabandi óviðkomandi, þó að kvenfólkið sé alltaf að setja það tvennt í samband hvort við ann- að. Þetta er alls ekki svo mikils vert, að það geti breytt neinu um hjónaband okkar Luisu. Ég er nú ekki ánægjusamur bjáni eins og Luisa, sagði hún hvasst og ég er heldur ekki ein af Filipseyjakonunum þínum, sem láta fleygja sér. þegar búið er að hafa gaman af þeim. Þú sleppur ekki svona hæglega, Vi- cente. Ég er amerísk, eins og þú skalt fá að sanna. Hvað viltu þá? spurði hann þreytulega. Ætlarðu kannski að fara til ameríska ræðismanns- ins? Ég ætla að segja foreldrum þínum frá barninu og eins hinu, hvernig þú hefur alltaf verið að ásækja mig síðan ég kom hing- að. Og þau munu skipa þér að giftast mér. O, þau trúa þér ekki, svaraði hann, með furðulegri þolinmæði, . . . af því að þau vilja ekki trúa þér. Þeim getur kannske grun- að, að þú sért að segja satt, en þetta mundi kosta að breyta öll- um fyrirætlunum þeirra og það samþykkja þau aldrei. Ég segi það nú samt. Gina vissi, að hún öskraði þetta upp. Þau verða að gera eitthvað í málinu. Eins og þú vilt. Hann gekk burt frá henni. í sama bili var jómfirú Alverez komin við hlið hennar. Þú ert í einhverjum vandræðum, sagði hún í hvössum rómi. Ef þú vildir segja mér frá því, gæti ég kannske hjálpað þér. Ég er ekkert óhþflega hrifin af Vic- cente, og...... Nei, svaraði Gina, snöggar en hún hefði viljað, því að hugur hennar var annarsstaðar. Nei, það er ekkert, sem þú getur gert. Ég verð að gera það sjálf. Þú skalt ekki vanmeta mig, sagði meykerlingin, en Gina var þegar komin á sprett heim að húsinu. Daginn eftir skrifaði Gina unga Diego langt bréf og grét Iþegar hún las svarið frá honum: ...... þessveigna vil ég ekki koma til Cebuborgar, .... ekki í þetta sinn Tilstandið í húsi de Aviles má ekki hafa áhrif á dómgreind þína. Brúðkaup geta verið smitandi. Ef þú ert enn saman sinnis, getum við gift okkur um jóla- leytið......það er happatími í minni ætt , . . Þegar þessi innilokunarkennd hjá henni var komin á það stig, henni fannst vonlaust að sleppa úr gildrunni, fór hún til Banos og sagði einkaritaranum, að hún ætlaði að fá hjá honum upplýs- ingar um skipaferðir. Hann gaf henni nægan tíma til að segja söguna og hann bauð henni einka skrifstofuna sína til að gréta í x næði, en frekari hjálp gat hann ekki veitt henni. Skrifstofan var lítil og borðið þakið ryki og vindsnældan sner- ist svo letilega, að hún gerði lít- ið til að eyða hitanum. Blas hafði 'haft vit á að láta hurðina í aðalskrifstofuna stanxja í hálfa gátt og skrifaramir létu eins og þeir væru önnum kafnir en hlust uðu vandlega eftir hverju hljóðd. Vicente er ekkert handa þér, sagði Blas við hana, það er að segja til að giftasf honum. Hann, verður að giftast Sffredoættinni. Já, en ég geng með baroið hans, mótmælti Gina, og ég yrði honum góð kona. Hvað á ég til bragðs að taka, Blas? Það eru til læknar, ágætir læknar ,sagði hann rólega, og það eru öll ráð tii að koma þessu í kring. Eí til vill gæti ég hjálp- að þér. Nei, svaraði Gina einbeitt. Ég ætla að fæða barnið mitt! SHÍItvarpiö Miðvikudagur 28. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. —• Tónleikar. — 17:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga bamanna: „Leitin að loftsteininum“ eftir Bern- hard Stokke; V. (Sigurður Gimn arsson þýðir og les). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt ir — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — . 19:30 Fréttir. 20:00 Varnaðarorð: Friðþjófur Hraun dal eftirlitsmaður talar um með ferð rafmagnstækja á sveita- býlum. 20:05 Harmonikulög: Picosarnir tveir leika. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; XIV. (Helgi Hjörvar rithöfundur). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Sig fús Einarsson. c) Dr. Sigurður Nordal prófess or les gamlar og nýjar þjóð sögur; II: Sagnir af sýnum og draumum. 21:15 Föstuguðsþjónusta í útvarpssal (Prestur: Séra Emil Björnsson. Organleikari: Jón G. Þórarins- son. — í lokin les séra Sigurð ur Stefánsson vígslubiskup úr passíusálmum (32). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Veraldarsaga Sveins frá Mæli- fellsá; IX. lestur (Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri). 22:30 Næturhljómleikar: Frá tónlistar hátíðinni 1 Liége í Belgíu í sept. s.l. (Sinfóníuhljómsveit borgar- innar leikur og kór belgíska útvarpsins syngur. Einsöngvar ar: Raymonde Serverius og Pierre Mollet. Einleikari á píanó: Marcelle Mercenier. — Stjóm- andi: Bruno Maderna). a) „í minningu um Gesualdo di Venosa“ eftir Stravinsky. b) Þættir fyrir píanó og hljóm sveit eftir Stravinsky. c) „Espana en el Corazon" eftir Luigi Nono. d) Canbone Septimi Toni eftir Monteverdi. f) Tónlist fyrir strengjasveit, á sláttarhljóðfæri og klukku- spil eftir Béla Bartók. 23:55 Dagskrárlok. Fimmtudagur 29. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Á frívaktinni“, sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar. ■— 17:00 Fréttir -» Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla 1 frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð rún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt ir — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Af vettvangi dómsmálanna (Há kon Guðmundsson hæstaréttar- rítari). 20:20 Lög úr óperunni „La Traviata'* eftir Verdi (Antonietta Stella, Tito Gobbi og Giuseppe di Stef ano syngja; hljómsveit Scala óperunnar í Milanó leikur með; Tullio Serafin stj.). 20:35 Erindi: John Mac Murray og heimspekiviðhorf hans (Gunn- ar Ragnarsson cand. mag.). 21:00 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Háskólabíói; fyrri hluti. Stjórnandi: Jindrich Rohan. Einleikari á píanó: Guð- rún Kristinsdóttir. a) „Manfreð", forleikur eftif Schumann. b) Píanókonsert í d-moll eftir Bach. 21:45 Upplestur: Grétar Fells rithöf undur les óbundin ljóð, frumort. 22:00 Fréttir og veðurfregnir — 22:10 Passíusálmur (33). 22:20 Up'plestur: „Valsinn** smásaga eftir Dorothy Parker, þýdd af í»orgeiri Þorgeirssyni (Svala Hannesdóttir). 22:40 Harmonikuþáttur (Högni Jóna- son og Henry J. Eyland), 23:10 Dagskrárlok. W jTP T' T 1 l 2-SVS Skipt um hlutverk. GEISLI GEIMFARI •— Verið þér rólegar, frú Preston. Segið mér frá ógnuninni við líf yðar og um hitt morðið, sem er yfirvof- andi. — Hvers vegna leitið stoðar lögreglunnar ? — Vegna þess að þetta varðar dura- bilium, Geisli höfuðsmaður. . .. Og það er mál öryggiseftirlitsins! Leikið þetta segulband og þá skiljið þér hvað ég á við!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.