Morgunblaðið - 28.03.1962, Síða 10

Morgunblaðið - 28.03.1962, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. marz 1962 iUIUUIIi ímsMj .. .. :Æí!ÍÍÍÍÍÍÍÍ!ÍÍÍá^Í ******* WW y? • (/-Jorain ohhar t HAUST og vetur hafa borg-aryfirvöld Reykjavíkur lokið við að úthluta þehn 108 íbúðum, sem byggjðar hafta verið á vegum Reykjavikur- borgar. Eru 48 íbúðir við Skálagerði og 60 við Grenás- veg. I»etta eru 33 tveggja her- bergja íbúðir og 75 þriggja herbergja. Við úthlutunina höfðu þeir forgangsrétt, sem þá bjuggu í bröggum eða heilsuspiliandi húsnæði. Nú verða á næst- unni um 30 íbúðir, sem flutt verður úr, hreinlega rifnar, en gert verður við aðrar und- ir eftirliti borgarlæknis, ef nauðsynlegt reynist að taka einhverjar þeirra í notkun aftur. • Litið inn í eina af nýju íbúðunum. >AÐ var eitt kvöldið ný- lega að við hringdum á* einn hnappinn við dyrasímann að Skálagerði 13. Það er eitt af nýju borgarlhiúsunjum og þar býr m.a. Höskuldur Jónsson, verkamaður, ásamt konu sinni og fjórum ungfoörnum. — Spyrjandi rödd kemur úr hátalaranum, hver er þar? — Það eru blaðamaður og Ijósmyndari fná Mbl. Megum við koma upp og líta á íbúð- ina hjá þér, Höskuldur? — Gjörið svo vel, segir hús ráðandi, og sdðan kitlar suð- andi rafstraumur skrána og lýkur upp fyrir komumönn- um. íbúð Höskuldar er á ann- arri hæð. Kona hans Elín Gísladóttir býður okikur að ganga í bæinn og börnin, Guðný, 8 ára, Gísli, 7 ára, Ragnar, 4 ára og Ármann 1 árs, þyrpast í kringum ljós- myndarann og virða forvitnis- lega fyrir sér tæki og mæla, sem hanga um hálsinn á hon- um. sem á að greiðast með jötfn- um afborgunum frá 1. júlí n.k. Það eru 12.600 kr. á ári, það þætti billega sloppið með árshúsaleigu, myndi varla duga fyrir einu her- bergi. • Þetta er allt annað. NÚ er Elín húsfreyja búin að hella upp á könnuna og við sitjum stundarkorn yfir kaffibolla með þeim hjónum. Þau segja okkur frá reynslu sinni af leiguhúsnæði. Þau höfðu reynt fyrir sér með aug lýsingum, en það gekk erfið- lega vegna barnanna. Það er erfitt fyrir barnmargar fjöl- skyldur að fá leigt, svo kem- ur til há húsaleiga og miikil útborgun. Við göngum út á avalirnar úr stofunni og virðum fyrir okkur hið dásamlega útsýni. HöSkuldur bendir okkur á heljarmikinn bita yfir svöl- unum og spyr okkur, hvort við getum ímyndað okkur til hvers hann sé. Er þetta ekki bara upp á stælinn, segir ljós myndarinn og glottir. Þegar við kveðjum, spyrjum við hvort ekki sé munur að búa í eigin íbúð. — Blessaðir veriði, segir frúin, þetta er allt annað. J.R. Höskuldur Jónsson, kona hans, Elín Gísladóttir, og böm þeirra. Ör bragga í eigin íbúð Hafði þó hresst upp á hann fyrir 25 þúsund, sem ég fékk lánaðar og ég vona að ég fái þessa peninga endurgreidda, ekki veitir af, þegar maður stendur í þessu basli. • Stærð og skilmálar. ÍBÚÐ Höskuldar er 67 fer- metrar, þrjú herbergi, eldhús og baðherbergi, auk smá- geymslu í kjallaranum. íbúð- irnar eru afhentar tilbúnar undir trévedk og málningu. — Hvemig gengur með inn réttinguna? — Þetta mjakast, segir Hös kuldur, ég stend mest í þessu sjálfur, en vinir mínir hafa einnig lagt gjörfa hönd á verkið. Þetta er eiginlega ekki annað en íkáparnir og svo málning. Ég er búinn að fá húsnæðismáilastjórnarlán fyrir innréttingunni, 35 þús- und og vonast til þess að fá þetta 40 til 50 þúsund í við- bót og þá er ég sloppinn. Þessi lán eru til 25 ára. — Á hvaða kjörum fékkstu srvo íbúðina, spyr ég Höskuld. — Við skulum sjá, við út- hlutunina varð ég að greiða rúmar 73 þúsund krónur, en svo fylgir með 50 ára lán, — Hvenær fluttirðu, Hösk- uldur? — Ég flutti inn viku fyrir jól, sótti um íbúðina í júli. Ég var eiginlega á götunni, bjó . bragga s.l. fjögur ár. Húsin við Skálagerði. Jónas Pétursson alþm. Frumvarpið um lausaskuldir bænda orðið að lögum Merkilegt nauðsynjamál bænaa- stéttarinnar HINN 23. marz s.l. var frurnv. um lausaskuldir bænda afgreitt *em lög frá Alþingi. Lögin eru merkilegur þáttur í þeirri end urreisn í efnahagskerfi landisins, Sem nú fer fram. Undangengið verðbólgutímabil markaði spor «m allt þjóðlífið, líka meðal bænda landsins. Lausaskuldir þeirra voru orðnar meinsemd, sem varð að lækna. Nokkrir þeirra voru komnir í vonlausa aðstöðu með að geta haldiö áfram búskap. Nú hefir Skapast nýtt viðhorf og nýir möguleikar. Á naestu vikum verða þær lánaumsóknir af- greiddar, sem nú liggja fyrir í Veðdeild Búnáðarbankans. Má ætla að þannig verði allt að 80 millj. kr. af lausaskuldum um 1000 bænda færðar í fast horf í 20 ára lánum. Sem betur fer reyndust lang flestir af umsækjendum eiga nægilegt veð að setja í jörð og mannvirkjum. Þeir, sem áð- ur sáu litla eða enga möguleika að komast úr ógöngunum finna nú fast land undir fótum, og sér stakilega, ef það tekst, sem von er tii, að fella í þennan farveg svo til allar lausaskuMir hvers þess bónda er lánið fær. En um leið og ný öryggiskennd fer þann ig um þá bændur, er lánanna njóta, er mikil nauðsyn að þeir gefi sér tóm tiil að kanna aðstöð una. Treysta framleiðslu búsins sem bezt, athuga hvar veilur eru og hvar styrkur. Nema burt veil urnar og efla hina betri þætti, einkum það að auka afurðirnar eftir þann bústofn, sem nú er. Gera sér rólega grein fyrir þeim framkvæmdum og umbót- um, sem fyrir liggja, athuga fjár hagsaðstöðuna til þeirra. Sækja fram í umbótaviðleitninni og leit ast við að tryggja fjárhagsað- stöðuna * á grundvell þeirrar auknu og bættu aðstöðu til stofn lána, sem fram undan er á næstu árum, ef frv. um stofn- lánadeild landbúnaðarins sem nú liggur fyrir Efri deild nær sam- þykki Alþingis. Þeir, sem að þessuan lausa- skuldamálum hafa unnið og þeirri lausn sem fengin er, hefðu að vísu kosið að unnt hefði ver ið að hafa vaxtakjörin nokkru hagstæðari. Þess var ekki kost- ur, ef ná átti því marki einnig að koma svo til öllum lausa- skuldunum í föst lán, með við- unandi lánstíma. Við samanburð á vaxtakjör- um til sjávarútvegs og land- búnaðar verður að hafa í huga vaxtakjör af stofnlánum þess- ara atvinnugreina í heild. í grein Jóns Pálmasonar, formanns bankaráðs Búnaðarbankans í Mbl. 21. marz eru upplýsingar um stofnlán og vaxtakjör í rækt unar- og byggingarsjóði um síð ustu áramót. Ef gert er ráð fyr ir 80 millj. kr. lánum vegna breytinga lausaskulda bænda í föst lán verða meðalvextir af stofnlánum landbúnaðarins, eins og þau eru nú tæplega 5% ',ea. 4,8—4,9%). Eg hefi ekki aflað mér hliðstæðra upplýsinga fyr ir stofnlán sjávai'útvegsins, en ég tel ekki líklegt að þeir með- alvextir verði lægri. En þeir, sem vilja hafa uppi meting milli þess ara atvinnugreina, verða að gera þennan smanaburð á þeim grund velli, að bera saman vaxtakjör af stofnlánum atvinnuveganna f heild. Eg tel líklegt að vextir af sjávarútvegslánum sóu frek- ar hærri. Tel ég einnig eðlilegt að fremur væri munur á þ4 hliðina en hina, samibvæimt eðli þessara atvinnugreina. Jónas Pétursson. Söngkonur Óskum eftir söngkonum, einkum sópranrðddum. Uppl. gefa Páll Halldórsson organl., sími 17007, og Gunnar Jóhannesson póstfltr., sími 17158. Kór Hallgrímskirkju. Flugfreyjur Aðalfundur Flugfreyjufélags íslands verður haldinn í Giaumbæ miðvikudaginn 28. marz kl. 4. STJÓRNIN. Verkfrœðing Viljum róða nú þegar vélaverkfræðing tll starfa á teiknistofu. Einnig kemur til greina vélfræðingur. Upplýsingar um fyrri störf sendist blaðinu fyrir föstudag merkt: „4246“. Þagmælsku heitið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.