Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVISBLAÐÍÐ Miðvikudagur 28. marz 1962 movipitsMðfrifr CTtgefandi: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áUm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: íVðalstræti 6. Augiýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÖÐLUMST ÁLIT AÐ NÝJU 'C’ins og kunnugt er hafði ^ hin stöðuga verðbólgu- þróun og óstjórn íslenzkra efnahagsmála gjörsamlega firrt íslendinga trausti er- lendis, enda var svo komið, að vonlaust var að leita eftir lánum hjá peningastofmm- um eins og Alþjóðabankan- um. íslendingar voru orðnir meðal skuldugustu þjóða heims, og engar árangursrík- ar tilraunir voru gerðar til að rétta efnahaginn við. Þegar viðreisnarráðstafan- imar voru gerðar 1960 og sýnt þótti, að íslendingum væri loks alvara að treysta fjárhag sinn, fengust yfir- dráttarheimildir hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðniun og Ev- rópusjóðnum, samtals að upphæð 20 milljón dollara. Yfirdráttarheimildin hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðmmx var að miklu leyti notuð, en þó voru aldrei notaðar 1,6 millj. dollara. Heimildin til að hag- nýta þá upphæð, ef þörf kref ur, hefur verið framlengd, og þegar sú framlenging var veitt sagði í tilkynningu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að í febrúar 1960 hefði íslenzka stjómin tekið upp víðtæka viðreisnarstefnu, sem síðan hefði verið hmndið í fram- kvæmd við erfið skilyrði. „Hefur hún leitt til síbatn- andi efnahagsafkomu lands- ins og bættrar gjaldeyris- stöðu", segir í tilkynningu Alþ j óðagj aldeyriss j óðsins. Yfirdráttarheimildin hjá Evrópusjóðnum var upphaf- lega 12 milljón dollara. Af henni vom notaðar alls 7 millj., en þær hafa nú að fullu verið greiddar. Ný yf- irdráttarheimild var fengin að upphæð 5 millj. dollara, svo við værum viðbúnir að mæta óvæntum óhöppum, en gætum samt haldið áfram að auka viðskiptafrelsi. Enginn eyrir hefur þó enn verið not- aður af þeirri upphæð og ekki er útlit fyrir að til hennar þurfi að grípa. Þannig er nú öllum, bæði erlendum og innlendum mönnum, sem ekki em staur blindaðir af pólitísku ofstæki, ljóst, að viðreisnin hefur tek- izt og fjárhagur landsins styrkist með hverjum mán- uðinum, sem líður. Stórlán það, sem Alþjóðabankinn hefur veitt til hitaveitufram- kvæmda í Reykjavík, eftir að vera lokaður íslendingum mn langt skeið, ber þess líka vitni, að nú eru íslendingar á ný álitin ábyrg þjóð, sem vill búa við heilbrigt við- skipta- og efnahagslíf. NORRÆNT SAMSTARF lyfýlega hafa tveir norrænir samningar verið undir- ritaðir, annars vegar er nor- ræni samvinnusamningurinn, þar sem lögð er áherzla á góðan vilja Norðurlanda til að halda áfram að auka sam- starf sitt, án þess að bein- línis sé þar um nýjar laga- legar skuldbindingar að ræða. Samningur þessi bend- ir til þess, að Norðurlöndin séu öll staðráðin í því að reyna að efla norrænt sam- starf eins og unnt er. Hinn samningurin er um gagnkvæm stutt gjaldeyris- lán milli Seðlabankanna á Norðurlöndum. Samkvæmt honum er gert ráð fyrir að hvert hinna norrænu landa geti fengið lán, sem svari til 100 millj. sænskra króna, ef það lendir í greiðsluvand- ræðum. Þó er yfirdráttar- heimild íslands miðuð við 10 millj. sænskra króna. Hér er um þýðingarmikið samkomulag að ræða, ekki sízt fyrir land eins og ís- land, þar sem miklar sveifl- ur geta orðið í gjaldeyrisöfl- um vegna árferðis og afla- bragða. Þótt enginn vafi leiki á því, að hin Norðurlöndin vilji auðvelda íslendingum norrænt samstarf, má þó telja öruggt, að við hefðum ekki getað orðið aðilar að slíku samkomulagi, ef hér hefði áfram ríkt sú óreiða í fjármálum, sem hámarki náði við fall vinstri stjómar- innar. Má því segja, að þessi samningur milli seðlabank- anna sé einnig árangur af viðreisnarráðstöfunum ís- lendinga. SAFNAÐAR HEIMILI VÍGT Diskupinn yfir íslandi, herra ” Sigurbjörn Einarsson, vígði sl. sunnudag safnaðar- heimili Langholtskirkju, hin fegurstu húsakynni, sem fyrst um sinn verða notuð til messuhalds og annarra helgiathafna, en síðar fyrst og fremst til margháttaðs fé- lags- og safnaðarstarfs. Ötullega hefur undanfarin )De Havilland vélin eftir 29 ár. Flugmaðurinn lifði í 11 daga eftir nauðlendinguna og sézt lík f taans fyrir framan vélina. TÝIMDUR Í 29 ÁR ÞAÐ var hihn 11. apríl 1933 að William Newton- Lancaster höfuðsmaður í brezka flughermun lagði af stað í einhreyfils tví- þekju af de Havilland- gerð frá flugvelli við London með það fyrir augum að setja nýtt hraða met á leiðinni London- Höfðaborg. Það var ekki fyrr en nú fyrir stuttu að lík hans og brak flugvélarinnar fánnst á Saharaeyðimörk- inni. William Newtón-Lancaster hafði ýmsa hæfileika til að taka að sér þetta langa flug, secm þá var talið. Hann var vanur flugmaður, og að sögn vina hans var hann búinn þeim eiginleikum, sem áttu einn góðan veðurdag eftir að færa húrmm frægð. Og Newtón-Lancaster taldi að frægðardagurinn væri runn inn upp hinn 11. apríl 1933. Nú átti heimurinn að kynnast nafninu Newton-Lancaster á sama hátt og nafninu Oharles Lindberg átta árum fyrr. Bæði fluigmaður og de Havilland- vélin voru viðbúin. Fyrsti áfanginn var frá Lon don til Barcelóna á Spáni. Lék allt í lyndi hjé Newton-Lan- caster Og hlakkaði hann til að Ijúka ferðinni. Hafði þekkt fyrirtæki lofað honum góðri stöðu ef ferðin gengi að ósk- um. Fná Barcelona var ferðinni heitið til Oran í Alsír Og það- an áfram til Reggane í suður- hiluta Sahara. Þangað kom Newton-Lancaster hinn 12. apríl um kvöldið. Hann tók eldsneyti á flugvélina, féikk sér að borða Og vildi halda ferðinni áfram. Hann var var- aður við því að halda áfram þá um nóttina, en hann sinnti engu aðvörunum. Hann vissi vel að hann ætti að fljúga yfir „land þorstans" til Mið-Afríku á leiðinni til Höfðaborgar — og hann taldi sig vel færan um það. Newton-Lancaster ók litlu tvíþekjunni sinni fram að brautarenda. Þar var hópur manns saman kominn. Flug- maðurinn veifaði til þeirra Og brosti. Mennirnir veifuðu á móti, en brostu ekki. Það var hægðarleikur að fljúga yfir „land þorstans“ ef allt gekk vel. En ef ekki allt gekk vel, gebk allt illa. Augnabliki seinna hóf Newtón-Lancaster flugið. SvO sást ekkert fram- ar til hans fyrr en nú fyrir nokkrum dögum. Þá hafði hann verið látinn í 29 ár. Þegar hvarf flugvélarinnar spurðist var strax hafin víð- tæk leit, en án árangurs. Hald ið var áfram að leita meðan talið var hugsanlegt að New- ton-Lancaster gæti lifað á eyðimörkinni. Var álitið að hann gæti ekiki lifað nema í sjö daga og að þeim loknum var leitinni hætt. Og smám saman gleymdist Newton- Lancaster. Og árin liðu. Heimsstyrjöld in síðari skall á. Eftir að henni lauik komu 17 eftirstríðsár. Á þeim árum hófu Frakkar kjarnorkutilraunir á Sahara- eyðimörkinni og sendu þar út eftirlitssveitir um eyðimörk- ina. En þótt brak flugvélar- innar væri í aðeins 70 kiló- metra fjarlægð frá svæði, sem nú var í byggð, var það í fyrsta skipti nú um daginn að menn höfðu stigið fæti á þennan eyðilega stað. De Havilland vélin var ótrú lega vel geymd eftir allan þennan tíma. Hún hafði stung izt á nefið við nauðlending- una og sandur oig rdk hafði rifið klæðninguna af grind- inni. En grindin hafði ekki grafizt í sandinn. Og lík flug- mannsins lá rétt við vélina. Leitin af Newton-Lancaster hafði staðið í sjö daga. Ekki var talið að maður gæti lengur staðizt hita sólarinnar, kulda næturinnar Og þjáningar þorst ans. En Newton-Lancaster lifði enn fjórum dögum eftir að leitinni var hætt. Hann færði dagbók í ellefu daga eftir nauðlendinguna. Hann hélt sig við flugvélina og von- aði allt þar til blýanturinn féll úr hendi hans að kvöldi hins eilefta dags. ár verið unnið að byggingu þessa safnaðarheimilis, sem er hluti Langholtskirkju, undir forystu séra Árelíu^ar Níelssonar, sóknarpersts, og margra annarra. Gjörbreytist nú aðstaða til safnaðarstarfs í þessari sókn, þó að loka- áfanginn, bygging sjálfrar kirkjunnar, sé eftir. Sumir agnúast út af því, að of miklu fé sé varið til kirkjubygginga. Þeir menn verða að fá að hafa sínar skoðanir, og verður raunar að játa, að stundum er fé þessu ekki varið á þann hátt, sem æskilegast er. En allir góðir menn gleðjast, er þeir sjá árangur af ötulu og fóm- fúsu starfi á borð við það, sem við mönnum blasti sl. sunnudag í Langholtssókn. Gramir vegna um- mæla Adenauers London, 22. marz. — NTB — AP — Við umræður í neðri málstofu brezka þingsins í dag kom fram hörð gagnrýni á Konrad Aden- auer kanzlara Vestur-Þýzka- lands, vegna ummæla, sem höfð voru eftir honum í franska blað inu Le Monde um aðild Breta að efnahagsbandalagi Evrópu. Eru þessi ummæli eitthvað á þá leið, að núverandi efnahagis kerfi Bretlanids sé ósamrýman- legt skipulagi efnahagsbanda- lagsins. í opinberri tilkynningu frá Bonn eru þessi ummæli mikluim mun hógværar orðuð og sagði Harold Macmillan forsæt isráðiherra, er hann hafði lesið báðar útgáfur ummælanna, að hann tryði því ekki, að Aden- auer hefði komizt svo að orði. sem sagt var í Le Monde. Gagnrýnin á ummælin i Le Monde komiu bæði frá þingmönn um í ha ldisflofeks i ns og Verka- mannaflokksins. — Þingmaður V erkamannaf lofeksins Ellia Smith sagði ummæilin móðgun við milljónir Breta og ahnar þingmaður sama floíklks Denis Healey sagði, að væru ummœlin í Le Monde réttilega höfð eftir kanzlaranum gerðu þau Bret um ókleift að halda viðræðun- um um aðild að efnahagsbanda* laginu. Robert Tiirton, þingmmður íhaldisflokksins sagði augljóst af viðtalinu í Le Mondte, að annað hvort þyrfti einhverju að breyta í efnahagisskipulagi Bretlanda eða skipan enfahagsbandalags- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.