Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 8
MORGViyrtr 401» Miðvikudagur 28. marz 1962 Heimilt sé að bæta úr jöfnunarsjóði halla vegna landsútsvara Biskupssetur í Skálholti TiSlago fjögurra þingmanna á Alþingi 'Á FUNDI neðri deildar Alþingis íj gær var frumvarp ríkisstjórnar innar um ráðstafanir vegna á- kvörðunar um nýtt gengi sam- 'þykkt við 3. umræðu með þeim breytingum, er meirihluti fjár- hagsniefndar hafði lagt til. Þá urðu og nokkrar umræður um tekjustofna sveitarfélaga. Tókst ekká að ljúka þeim á venjulegum fundartíma deildarinnar, svo að fundi var fram haldið síðdegls í gær. Umræðunni var þó ekki lok ið, er fundinum var slitið, og var henni því frestað. Unnt að hlaupa undir bagga Birgir Finnsson (A) mælti með breytingartillögum meirihluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar við frumvarpið. Kvað hann fyr- irtæki þau, sem ætlað er að greiða landsútsvör, samkvæmt frumvarpinu, hafa að vísu flest greitt nokkur gjöld áður til jþeirra sveitarfélaga, þar sem þau hafa starfrækslu, t. d. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Af því leiði svo það, að mestur ávinn- ingur verður að landsútsvörum fyrir sveitarfélöig, þar sem eng- in slíik starfræksla hefur áður verið, en það eru flest hinna minni sveitarfélaga í landinu. Hins vegar er augljóst, að nokkur sveitarfé lög geta tapað á breytingunni til að byrja með, a. m. k. Siglu- fjörður Raufar- höfn og Patreks- fjörður. Þar sem þannig stendur á, þarf að vera möguleiki fyrir jöfnunarsjóð að hlaupa undir bagga. Þess vegna flytji nefndin •breytingartillögu þess efnis, að til bráðabirgða bætist inn nýr starfsliður þess efnis, að heimiilt sé að bæta úr jöfnunarsjóði að nokkru þann halla, er sveitarfé- lög kunni að bíða vegna ákvæð- anna um landsútsvör á árunum fró 1963—65 Lagt sé til, að heim ildin sé tímabundin við 1965, svo að reynslan geti úr því skorið, hvort þá verði nauðsynlegt að framlengja heimildina. i Ekki af hærri upphæð en nemi brúttósölu í tilefni af þeirri gagnrýni, sem aðstöðugjaldið hefur orðið fyrir, kvaðst þingmaðurinn vilja taka fram, að alls ekki hefði verið til- ætlunin, að aðstöðugjaldinu sé sérstaklega beitt til þess að Iþyngja þeim, sem fyrir óhöppum verða í rekstri sínum. Sveitar- stjórnirnar hafi aðeins heimild til að leggja gjaldið á eins og er um veltuútsvörin en reynsla er fyrir því, að þegar örðugleikar hafi steðjað að einhverri atvinnu grein, hefur heimild þessi ekki verið notuð nema mjög vægilega, þar eð flestir sveitarstjórnar- menn eru nátengdir atvinnulíf- inu Og vita, hvar skórinn kreppir. Fundið hefur verið að því í erindi til nefndarinnar, að sam- krvæmt orðalagi 9. gr. muni verða hægt að leggja aðstöðugjald á eigin fjárfestingu og birgðaaukn- ingu. Kvað hann slíkum aðfinnsl um eytt með breytingartillögu nefndarinnur þess efnis, að 9. gr. orðist svo: „Aðstöðugjald skal miðað við samanlögð rekstrarútgjöld næst- liðið almanaksár, þar með taldar fyrningarafskriftir samikvæmt á- fevæðum skattalaga, svo og vöru- feaup verzlana og efniskaup vegna framieiðslu iðnaðarfyrir- tækja. Aldrei skal reikna að- stöðugjald af hærri upphæð, en sem nemi brúttósölu.“ Þá komu við 1. umræðu fram tilmæli í sambandi við gjalddaga fasteignaskatta og aðstöðugjalds þess efnis, að sveitarstjórnum yrði heimilað að haga innheimtu þessara gjalda á sama hátt Og innheimtu útsvara. Hafa þessi til- mæli verið tekin til greina af nefndinni með breytingartillögu þess efnis, að sveitarstjórnum sé heimilt að breyta gjalddögum þeirra gjalda, sem renna í sveit- arsjóð, tii samræmis við gjald- daga útsvara. Enn fremur leggur nefndin til, að stærð þeirra sveitarfélaga, er heimilað er, að leggja á útsvör án milligöngu skattstjóra, miðist við 500 íbúa í stað 300. Mundi torvelda greiff viðskipti Löks Skýrði alþingismaðurinn frá því, að heilbrigðis- og félags- málanefnd hefði borizt bréf frá LÍÚ, þar sem m. a. er tekið fram, að í 51. gr. frumvarpsins sé þeim, er kaupa fisk eða fram- leiðsluvörur eða annast sölu henn ar, gert að skyldu að viðlagðri ábyrgð að halda eftir 2,5—10% af söluverði vöru til greiðslu gjalda, sem lögð eru á samkvæmt frumvarpi á framleiðenda eða seljanda vöru. Hér væri um að ræða ákvæði, sem gæti orðið til að torvelda greið viðskipti milili aðilja, t. d„ þegar um er að ræða aflakaup af fiskiskipi. Þegar slífc viðskipti fara fram, er reglan, að fyrir liggi krafa frá viðskiptabanka, sem lánað hefur út á óveiddan afla, að fá greidd 35% af aflanum upp í Skuld. Jafnframt er fyrir hendi, t. d. á síldveiðum, að um 55% af aflanum er kaup skipShafnarinn- ar og, af þeim hluta er skips- höfnum greitt upp í kaup sitt og aflahlut. Framan af vertíð er því ©kki nema um 10% af aflanum að ræða, sem hægt er að ráð- stafa til að standa straum af ýmsum útgerðarfcostnaði, svo sem ölíu, greiðslu veiðarfæra og viðhaldi þeirra, viðgerðarkostn- aður á skipi og vél, hafnargjöld- um o. fl. Með frumvarpinu á að taka verulegan hluta eða jafn- vel öll þessi 10%, sem útvegsmað urinn hefur h£ift til að halda út- gerðinni gangandi yfir vertíðina og gæti það leitt til ófyrirsjáan- legra truflana. Kvað alþingismaðurinn því nefndina leggja til, að grein þessi yrði niður felld úr frumvarpinu. Skipting útsvara millt sveitarfélaga falli niður Hannibal Valdimarsson (K), framsögumaður 1. minnihluta nefndarinnar, skýrði frá þvi, að hann stæði að breytingartillögum þess efnis, að aðstöðugjald verði, að því er útgerðar og fiskiðnaðar- fyrirtæki varðar, aldrei miðað við hærri rekstrarútgjöld en brúttó- tekjum rokstrarins nemi og að að stöðugjald verði efcki frádráttar- bært. Þá er og gert ráð fyrir, að landsútsvör verði ekki frádrátt- arbært. Þá er og gert ráð fyrir, að landsútsvör verði látin ná til fleiri aðila, eða yfirleitt á hvers konar fyrirtæki og stofnanir, er ná til landsins al'ls. Enn fremur að öll skipting útsvara mitli sveitarfélaga falli niður, þar sem slík skipting sé í flestum tilfelium óeðlileg, stund- um með öllu ranglát. Auk þess sé lagt til, að útsvar á einstak- linga verði eigi lagt á hærri tekjur en 30 þús. kr. í stað 15 þúsunda, þótt enn sé þar stað- næmst við lægri upphæð, enr í GÆR var lögð fram á Al- þingi tillaga til þingsálykt- unar um biskupssetur í Skál- holti. — Eru flutningsmenn hennar þeir Sigurður Bjarna son, Ágúst Þorvaldsson, Sig- Frá málum á Alþingi Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráffherra, grein fyr- ir frumvarpi þess efnis, að 55. gr. laga nr. 29, 9. apríl 1947, um vernd barna og unglinga, orðist svo: „Um rannsókn og meðferð brota, sem refsing er lögð við í lögum þessum, fer að hætti op- inberra mála“. En eins og grein- in er orðuð nú, tekur hún að- eins til mála samkvæmt 44., 45. og 46. gr. laganna, en engin ástæða er sýnileg til þess, að ekki sé farið að sama hætti með Öll brot gegn ákvæðum þessara laga. Þá gerði ráðherrann og grein fyrir frumvarpi ríkis- stjórnarinnar til staðfestingar bráðabirgðalögum um Seðla- banka íslands. Ólafur Jóhannes son (F) tók einnig til máls um það frumvarp, en honum gafst ekki tími til að ljúka ræðu sinni. Þá var frumvarp um verka- mannabústaði samþykkt við 3. umræðu og sent neðri deild til afgreiðslu. Bjartmar Guffmunds- son (S) skýrði frá því, að meiri h 1 u t i samgöngumálanefndar legði til, að frumvarpi um vega gerð á Vestfjörðum og Austur- landi yrði vísað til ríkisstjóm- arinnar, þar sem vegalög eru nú í endurskoðun á breiðum grund- velli hjá stjórnskipaðri nefnd, sem skila mun áliti og tillögum á næsta fundi. Var samþykkt að vísa frumvarpinu til ríkisstjórn- arinnar, en áður höfðu Sigurvin Einarsson (F) og Hermann Jón- asson (F) talað gegn því. í neðri deild var frumvarpi um Fiskimálasjóð vísað til 2. umræðu og nefndar. Þá skýrði Björn Fr. Björnsson (F), fram- sögumaður allsherjarnefndar, frá því, að nefndin legði til, að frumvörp um eftirlit með skip- um, prentrétti og birtingu laga og stjórnvaldaerinda yrði sam- þykkt, sem og var gert. æskilegt hefði verið. Þá hækki útsvarsfrádráttur vegna ómegðar nökkuð í breytingartillögunum og enn fremur, að um álagningu útsvara gildi áfram þær reglur, er nú eru í giildi. Landsútsvörin til fleiri affila Jón Skaftason (F), gerði grein fyrir breytingartillögum 2. minni •hlutans, en hann stóð jafnframt að breytingartillögum meirihlut- ans. Kvað hann fyrstu breyting- artillögu sína eiga að girða fyrir, að til þess komi, að unnt sé að hæfcka álögur á fyrirtæki sjávar útvegsins frá því sem var, þegar veltuútsvörin voru í gildi. Þá kvaðst hann fylgjandi hug- myndinni um landsútsvör. en teldi, að þau ættu að taka ti'l fleiri aðila og flutti breytingartillögu þess efnis. Enn fremur flutti hann breytingartil- lögu um hækkun persónufrádrátt ar frá og með 4. barni, en þar væri um mikið sanngirnismál að ræða. Alþingisrnaðurinn hafði ekki lökið máli sínu, ei' fundinum var slitið. urður Ó. Ólafsson og Gísli Guðmundsson. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta fram fara í samráði við biskupinn yfir íslandi nauðsynlegan undirbúning að flutningi biskupsseturs að Skálholti, að lokinni þeirri uppbygg- ingu staðarins, ' sem nú stendur yfir. í greinargerð, er fylgir tillög- unni, er komist að orði á þessa leið: Hið forna biskupssetur, Skál- holt í Biskupstungum, hefur nú verið endurreist með byggingu nýrrar og reisulegrar dóm- kirkju, ásamt myndarlegum íbúðarhúsum. Land staðarins hefur verið ræktað, gömul og hrörleg hús rifin og nýr vegur lagður heim á staðinn. Um þess- ar framkvæmdir hefur almenn- ingur í landinu og ríkisvaldið sameinazt. Um allt ísland hefur ríkt almennur áhugi fyrir end- urreisn Skálholts úr langri og niðurlægjandi niðumíðslu. í Skálholti var biskupssetur, frá þvi er biskupsdæmi var fyrst sett'hér á stofn 1056 fram und- ir aldamótin 1800, er biskups- stóllinn var fluttur til Reykja- víkur, þegar ófrelsi og fátækt svarf sem fastast að íslenzku þjóðinni. Sögufrægasti staffur kirkjusögunnar Það virðist nú tímabært að gera sér ljóst, hvort ekki sé rétt að fá biskupnum yfir Is- landi að nýju búsetu í Skál- holti, sögufrægasta staðnum í kirkjusögu þjóðarinnar. Staður- inn hefur verið endurreistur og húsaður þannig, að hann getur innan fárra ára tekið við æðsta kirkjuhöfðingja þjóðarinnar til búsetu. Samgöngur við staðinn í FYRRASUMAR fékk Ferða- málafélagið hingað þrjá menn frá Þýzkalandi, þar á meðal Alfred Erhart frá Hamborg, sem tók hér kvikmyndir. Mbl. fregnaði að kvikmyndir hans væru nú tilbúnar í Þýzkalandi og spurðist fyrir um málið hjá Gísla Sigurbjömssyni. Höfðu Gísli og kona hans einmitt séð þessar myndir í Hamborg sl. fimmtudag, ásamt fulltrúum flugfélaganna íslenzku, sem veittu aðstoð við að fá þessa menn hingað, og fleiri gestum. Gísli sagði, að myndirnar væru ákaflega góðar. Er um að ræða fjórar stuttar kvikmyndir er nefnast á þýzku: Inselflug, eru svo góðar, að þangað er að- eins 1% klst. ferð frá Reykja- vík. Símasamband við staðinn er einnig öruggt. Biskup íslands gæti því auðveldlega unnið þar öll störf sín í þágu kirkjunnar og embættis síns. Ýmis um- boðsstörf, sem biskup og skrif- stofa hans vinna nú, væri sjálf- sagt að fela kirkjumálaráðu- neytinu. Auk þess mundi biskup eins og áður hafa skrifstofu á- fram í höfuðborginni. Raddir hafa verið uppi um það undanfarið, að nauðsynlegt sé, að biskupar séu tveir. Hef- ur þá jafnframt verið rætt um, að annar þeirra hafi búsetu á Hólum í Hjaltadal, hinu forna biskupssetri Norðlendinga. Mjög líklegt er, að þegar þjóðinni hefur fjölgað verulega, verði talið nauðsynlegt að hafa biskupana tvo. Mundi þá einnig eðlilegt, að biskup sæti á Hól- um. En um sinn virðist nægi- legt, að einn aðalbiskup sé yfir íslandi og tveir vígslubiskupar, eins og nú er. Þjóffaratkvæffagreiffsla kemur til greina Flutningsmenn þessarar til- lögu telja einnig koma til greina, að þjóðaratkvæða- greiðsla verði látin fara fram um það, hvar biskupssetur eigi að vera. Virðist sanngjarnt, að þjóðin ákveði það með almennri atkvæðagreiðslu. Það er skoðun flutningsmanna, að vel fari á því, að æðsti kirkjuhöfðingi þjóðarinnar sé búsettur á hinu forna biskupssetri. Með slikri ráðstöfun væru tengslin á ný treyst milli fortíðar og nútíðar, fom arfleifð sögu og hefðar hafin til nýs vegs og virðingar. Biskupsembættið fengi nýjan og traustari grundvöll í skjóli minninga merkilegrar sögu Skálholtsstaðar. Þjóðlegasta og elzta embætti landsins fengi nýtt gildi og aukið sjálfstæði í hugum íslendinga. Vulkanische Antlitz, Gletscher und ihre Strume, og Kampfende Erde. Þetta eru litmyndir og er sýningartími 10—20 mín. Þessar myndir þykja ákaflega vel gerðar og verður ein send frá Þýzkalandi í keppni menn- ingarkvikmynda í Stokkhólmi i aprílmánuði. Er búið að biðja um þessar myndir til sýningar víða um heim, og verið að gera af þeim fjölda eintaka með ensku, þýzku og frönsku tali. til að hægt verði að mæta þeirri eftirspum. Myndimar verða frumsýndar í þýzkum bíóum 15. mai, ei» Gísli sagði, að þær mundu senni lega sýndar hér áður. FATABREYTIIMGAR Breytinj>adeild okkar tekur að sér breytingar á dömu- og herra- fatnaði Setjum skinn á olnboga og framan á ermar. Austurstræti 14, n. Fjórar afbragðs kvilc- myndir frá Islandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.