Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 28. marz 1962 MORGVlSBLÁÐIto 17 Matthías Þórðarson fyrrverandi þjóðminjavörður Fæddur 30. október 1877. Dáinn 29. desember 1961. Þegar ég fréttí lát Mattíhíasar Þórðarsonar, þjóðminjavarðar, vinar rníns, fannst mér ég mega tiil að minnast hans með nokkr- nm orðum, þó búið sé að rita ýtanlega, vel og virðulega um starf hans. — Geri efeki ráð fyrir að auika þar við eða bæta. Við Matthías vorum, ef svo miætti að orði komast, á sömu línu. En línur Mattihíasar voru miú margar. — En þetta var heim- ilisiðnaðurinn. Við vorum eiginlega búin að vinna saman í 50 ár, eða frá því sýningarsumarið 1911, að undir- búin var stofnun Heimilisiðnað- arfélags íslandis. — Öil þessi ár var Matthías sverð og skjöldur beimilisiðnaðarins, ekki ráð ráð- ið nema hann væri spurður. Hann var svo vitur, svo fróður Og ráðagóður. Ég hef dáðst að Matthíasi ötll þessi ár, dáðst að brennandi á- Ihuga hans og þekkingu á ö'llu, sem ísland varðaði. — Maður !kom þar ekki að tómum kof- unum. — Ég dáðist að reglusemi. hans og tilhögun á safninu á loftinu í' þrengslunum. — >ar var hann að finna, seint og snemma. — Þarna í litlu, þröngu ekrifstoifunni sinni kom hann fyrir sæti og vinmustað fyrir þá safnaðargesti, sem þurftu að teikna eða sauma eftir safnmun- um. — Notuðu sér það margir. Stundum flutti Matthías er- indi fyrir almenning í safninu og um safnið. — f>au erindi voru vel sótt, enda fróðleg og skemmti leg, og Matthías í essinu sínu. — Mannfjöldinn fylgdi honum um safnið -og hlustaði á skýringar hans. Eitt sinn hafði Matthíais fengið að láhi, í Konungsbókhlöðu, sjálf sagt Jónsbók, lögbókina frægu, Skrifaða listaverkið. „Það er fengið að láni,“ sagði Matthías. — „Skilið því aldrei“, gali við rödd utan úr mannþröng inni. Matthías brosti í kamipinn. Kannske Lögbókin hafi verið eitt af því marga, sem Matthíasi tókst að draga á land. Margt tókst homum að endurheknta af listaverkum Xslands, sem hrifsað hafði verið úr höndum okkar. — Þökk sé honum! Það var almennt viðikvæði 1961, þegar ég var ytra að svip- ast eftir fágætum íslenzkum vefn aði í söfnum á Norðurlöndum: „Það er farið, það er komið heim til íslands." — Gott og vel! — En n.argt er samt eftir, og það dýrmætasta. Matthías fékk m,iklu áorkað ©g það var tekið tillit til hans. f— Því fannst okkur, vinum hans, að hann mætti vel beita áhrifum eírnum og valdi í þá átt að fá Styirkinn til heimiflisiðnaðairims hækkaðan, því alla Jð átti hann í vök að verjast fjárhagslega, evo eitthvað væri l.ægt að gera. Námskeið, sýningar o.fl. — Sér- Staklega var það tilfinnanlegt eftir að Samband ísilenzkra heimilisiðnaðarfjárlaga var Stofnað með lögum frá Aliþingi. —- Þá voru stofnuð félög í flest- um kaupstöðuim landsins og margt á döfinni. — En Matthías var sparnaðarmaður, sparaði fyrir land og þjóð. — En aldrei sá ég hann glaðari en þegar hann frétti um framtak og framför á einhverju sviði. Matthías var gleðimaður í góð um vinahóp og sagði vel frá. — Eimhverntíma sagði hann okkur sögu af sér á unglingsárunum, þegar hann var látinn troða ull- ina í ballana til útflutnings, stóð þar upp í mitti og tróð og tróð. — Ætli það hafi ekki verið í Hafnarfirði, mig minnir það. — Þetta minnir dálítið á Skú'la fógeta og verzlunarstörf hans á Húsavík, sællar minningar. — Matthías vildi heldur, að ullin væri unnin á íslenzkum heimil- um, en troða benni í Danskinn — Og mikið átti Matthías saman við íslenzku ullina að sælda, sem safnvörður í 40 ár, í klæðum og skrautmunum. Þjóðminjasafninu, Matthíasar ástkæra safni, var líka þröngur stakkur skorinn, oft í fjárþröng. — „Það er ekki efni á því,“ var ust allra viðfangefna, það fann maður alltaf og það bar heimiii hans vott um. Það var gaman að vera gastur þeirra góðu hjóna, þau voru svo gestrisin og svo skemmtileg og frú Guðríður hin elskulegasta húsmóðir. Matthías elskaði starf sitt og fékk miklu afkastað. — ísland sýndi honum líka allan þann sóma, sem það átti yfir að ráða: Prófessors- og doktorsnafnbót, hlaut hann, og æðstu heiðurs- merki, og það átti hann marg- faldlega skilið. — Hann kunni að meta það, en var yfirlætislaus sveitamaður alla tíð í eðli slnu, en um leið virðulegur alheims- borgari. Um það bil sem lýðveldið var stofnað kom fram opinberlega ákaflega skemmtileg tillaga, sumsé: Að ríkið gæfi þjóðinni afmælisgjöf. Jú, en hvað ætti það að vera? Ekkert væri þarfara og betur viðeigandi en virðulegt hús yfir Þjóðminjasafnið. — Matthís átti hugmyndina. g það var eins og öllum fynd- ist þetta sjálfsagt, alliir voru sammála, og þarna mátti ekki sjá í skildinginn! Það var haifizt handa með bjartsýni, dugnaði og stórhug. Og húsið komst upp innan tíðar, íslandi og þjóðinni allri til sóma. Halldóra Bjarnadóttir. Sigurður Sigurðsson Keflavík sjötugur alltaf viðkvæðið hjá Matthíasi, þegar við vildum láta safnið gefa út vandaða uppdrætti af listmunum safnsins, þó ek'ki væri nema einn á ári, handa almenn- ingi, skólum og námsskeiðum, því ekki gátu allir notað sér safnið. „Bkki efni á því,“ og við það sat, því varð ekki þokað. — Þessvegna varð það hlutverk fé- laganna, innan Sambandsins, að gefa uppdrætti út, fátæfclega, að vísu, en betra en ekkert. Koma í veg fyrir, að allit væri útlent. Þegar Samband ísilenzkra heimilisiðnaðarfélaga var stofn- að, var Matthías sjálfkjörinn formaður, og var það þau 20—30 ár, sem það starfaði. Hin síðustu ár hefur heimilis- iðnaðurinn dregizt noklkuð sam- an, af ýmsum ástæðum, en man rétta úr sér aftur. — Tíminn mun leiða það í ljós. — Þegar Sambandið, vegna þess- ara hluta, hætti störfum og var lagt niður, var mér tjáð, að Matthías hefði grátið. — Þvi trúi ég vel, svo sárt var honum um hag þess og gengi, og um leið sóma og heiður íslands, sem hann bar jafnan fyrir brjósti. Það er eflaust rétt álitið, að listin hafi verið Matthíasi kær- SIGURÐUR Sigurðsson er einn þeirra manna, sem ekki gleym- ist þeim, er einhver kynni hafa af honum haft. Það er líka eng- an veginn óeðlilegt, af því að hans líkar eru áreiðanlega vand- fundnir á okkar dögum, og ber þar margt til. Sigurður er borinn og bam- fæddur Horostrendingur. Hann er fæddur að Læk í Aðalvík. Poreldrar hans voru hjónin Sig- urður Priðriksson og Kristín Arnórsdóttir. — Missirisgamall var hann tekinn í fóstur af móð- ursystur sinni, Guðfinnu Arnórs- Lögtök Eftir kröfu Sjúkrasamlags Reykjavíkur og sam- kvæmt úrskurði, uppkveðnum í dag, fara lögtök fram á kost.naS gjaldenda fyrir vangreiddum iðgjöld um til Sjúkrasamlags Reykjavíkur að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík, 23. marz 1962. Kr. Kristjánsson. dóttur og manni hennar Krist- jáni Jónssynd. er þá bjuggu að Höfn í Hornvík. Með þeim flutt- ist hann svo árið 1900 til Hæla- víkur og ólst þar upp I»að var mikið lán fyrir Sigurð að eign- aist slíka fósiturforeldra sem þau KrLstján og Guðfinnu. Kristján var fróðleiksmaður mikill á al- þýðu vísu og átti góðan bóka- kost. — Sigurður var ekki gam- all eða hár í loftinu þegar hann fór að hnýsast í bækur fóstra síns — og hvergi undi hann sér betur en í návist Kristjáns. Hinn margvislegi fróðleikur, er hann teigaði af vörum hans, veitti hon um innsýn í óþekkta ævintýra- heima. Veturin* 1913—1914 dvaldist Sigurður í Noregi og vann á skipasmiðastöð í Bergen. Norð- maður einn, er hann kynntist á hvalveiðistöðinni * á Hesteyri bauð honum með sér. í Noregi átti Sigurður kost á skólanámi. En úr því varð þó eigi. Hin rama taug dró ha-nn til föðurtúna. Heima í Hælavík beið hans sú framtíð, sem hann hafði kosið sér. Árið 1917 kvæntist Sigurður Stefaníu Guðnadóttur leiksystur sinni og æskuvinkonu — frá Hælavík. — Þau hófu búskap á bernskuheimili sínu og bjuggu þar til ársins 1936. Þá fluttusit þau til Hesteyrar og áttu þar heima til ársins 1946. Þá kvöddu þau heimabyggð sína fyrir fullt og allt og héldu suður til Kefla- víkur og þax hafia þau átt heima síðan. Þau Sigurður og Stefanía eign- uðust 13 börn. Tvö létust í bernsku, en 11 eru á lífi. Tvö þeirra eru ógift í heimahúsum, en hin öll gift og búsett víðsveg- ar á landinu. Öll ex-u þau mann- bostafólk hið mesta og góðum gáfum gædd. Við skólanám hafa mörg þeirra skilað frábærvim námsárangri. í byrjun ársins 1952 varð Sig- urður algjör öryrki, Síðastliðin 10 ár hefir hann lengst af verið rúmfastur — og oft sárþjáður. Tvö síðustu árin hefir hann þó getað haft nokkra fótavist inn- anhúss. Hér hefir aðeins verið stikl- að á stærstu atriðunum á hdnum sjötíu ára æviferli Sigurðar. En bakgrunnurinn er saga hetju- legrar baráttu við svo óblíð og erfið kjör, að fæstir gætu nú gert sér grein fyrir hvílík þau voru En baráttan sú var aldrei háð í vonleysi, — ekki heldur í blindu trausti á eigin mátt. Hún var háð í fullri vitúnd — og vissu um þá handleiðsiu og blessun, sem kemur að ofan — frá gjaf- aranum allra góðra hluta. Þess vegna hafa ávextirnir orðið slíkir, sem raun ber vitni um. — Undirritaður kynntist Sig- urði fyrst ef'tir að hann var orð- inn rúmfastur. Eigi að síður varð mér það brátt ljóst, að þar var eng'r.n meðalmaður á ferð. Um margt var rætt þegar fundum okkar bar saman — og ávallt var hann veitandi. Meðan ég hlýddi á mál hans og horfði á han,n, þá hljómuðu í huga mér þessi orð Matthíasax Jochums- sonar: Sigluskógur togaranna ALLTAF fjölgar togurunum, sem bundnir eru við bryggj- ur af völdum verkfalls tog- arasjómanna. Búizt er við, að seinustu togararnir selji er- lendis í næstu viku, en síðan koma þeir heim til þess að leggjast við landfestar, nema deilan leysist áður. Þessa mynd tók Ólafur K. Magn- ússon, ljósmyndari Morgun- blaðsins, niðri við Reykja- víkurhöfn á þriðjudag, og sýnir hún nokkra togara, sem Xagt hefur verið í bráð. „Og andans legi, þar lýsti á brá, sem friðarbogi Guðs festingu’ á“ Þessi maður var í sannleika lif- andi vitnisburður um kraft trú- arinnar. Margur mundi við fyrstu yfir- vegun freistast til að álíta Sig- urð mæðumann, svo mjög sem lífið hefir reynzt honum and- streymt og mótvindasiamt, oft á tíðum. En því fer fjarri að svo sé. Miklu fremur hygg ég að megi telja hann ham in gj uma nn — og iþað mundi hann sjálfur hiklaust gera. Hamingja hans er fyrst og fremst hans góða og göfuga eig- inkona, sem staðið hefir við hlið manns síns í blíðu og stríðu, — hinn glæsiiegi barnahópur þeirra —- og síðast en ekki sízt hin trausta og einlæga Guðstrú, sem hefir verið ljósið á öllum þeirra vegum. — I»essi fátæklegu orð eiga að flytja mínum kæra vini, Sigurði, hlýjar og einlægar afmælisósk- ir. Góður Guð blessi þig og þína, vinur minn, héðan í frá eins og hann hingað til hefir gjört. Bj. J. Fór aftur til Rússlands Haag, 27. marz NTB-Reuter RÚSSNESKI lífefnafræðingurinn Tlexei Golub. sem leitaði hselis í Hollandi í okt. sl. hélt flugleiðis til Rússlands í dag af frjálsum vilja. Hollenzk yfirvöld ræddu einslega' við Golub, tiil þess að ganga úr skugga um að tryggt væri að dr. Golub sneri aftur til Rússlands af frjálsum viilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.