Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.03.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. marz 1962 MORGUISUL AOÍÐ BANDARNIR austast á suður- strönd íslands hafa löngum ihaft <xrð fyrir að vera ótrygg- ir. í*eir láta ®ig ekki miuma um að gleyixa á skömmum tíma heil skip. Það er ekki að fuirða I 'þó vegarstæði sé þar ótrygg, A strandstaðnum 10. marz Gráðugur sandurinn gleypir skip jafnvel langt uppi á landd. Hér á síðunni sjáum við eitt dsemið um aðfarir þessa gráð- • uga sands. Véibáturinn Hafþór frá Vestmannaeyjum strandaði á Mýrdalssandi skammt frá Hjörleifshöfða 17. febrúar. Gekk mjög erfiðlega að ná mönnunum vegna bleytu á söndunum og lentu þeir og björgunarmenn í miklum hrankingum á ferðalaginu. Báturinn stóð eftir á strand- staðnum og nú tók sandur- inn að búa sig undir að gleypa hann. Ekki vildi maðurinn þó láta þetta verðmæti alveg laust við hann, svona án þess að reyna að malda í móinn. Pálmi Sig- urðsson og Eggert Gunnars- son í Vestmannaeyjum keyptu bátinn og fóru austur með j'arðýtu, dælur o. fl. til að bjarga úr bamum Þeir kornu austur 19. marz, skoðuðu allar aðstæður, og tóku til við að grafa sig niður í bátinn, því nú bafði sandurinn haft tals- Á strandstaðnum 24. marz vert forskot og var búinn að hlaða duglega að bátnum og skríða ofan í hann. Eina mynd ina hér á síðunni, þar sem báturinii stendur mest upp úr, tók Ari Þorgilsson 10. marz og sýnir hún hvernig þá var ástatt . Veður var hagstætt meðan unnið var að björguninni á vélum og tækjum úr bátnum og gekk það vel, þó mikill sandur væri til trafala. Grófu björgunarmenn sig niðúr með vélinni, losuðu hana og lyftu henni upp með tækjum. Einn- ig björguðú þeir ijósavél, spil um og öðru lauslegu sem verð mæti er í. Eru myndimar á síðunni, aðrar en sú sem þeg- ar hefur verið nefnd, teknar þann 24. marz og sýna vel hvermig sandurinn var þá bú- inn að leggja undir sig bátinn og hvernig unnið var að því að ná vélimmi. Ljósmyndari er Finnur Bjamason. Um helgina ætluðu björg- unarmenmirnir svo að yfir- gefa staðinn með það sem þeir höfðu náð úr bátnum. En þá var sandurinm af tur fiarinm að síga eitthvað frá honum, svo þeir töldu líklegt að þeim tæk ist að grafa sig niður að skrúf- umni og ná henni einnig. í*annig er sandurinn þarna austur frá óútreiknanlegur, gleypir og gubbar á víxl. Vélinni náð upp úr bátnum Sandurinn skríður alls staðar ofan Fangelsi fyrir fjársvik UM síðustu helgi var kveðinn upp dómur í sakadómi Reykja- vikur af Þórði Björnssyni saka- dómara í máli, seim böfðað hefir verið af saksóknara ríkisins gegn Sigurði Arnbjörnssyni, sjómanni, bér í bórg, fyrir fjársvik. í málinu sannaðist með játn ingu ákærða og öðrum gögnum, sem fram komu, að 1) í fjögur skipti seinni hluta desember 1961 sveik ákærði út ýmist peninga, úr eða vindlinga, að verðmæti samtals um kr. 3,700.00, í einkahúsum og verzl- unum, hér í borginni, með því að látast vera stýrimaður á Gull- fossi eða Dettifossi eða dyravörð- ur í Stjörnubíói, 2) í janúar mánuði sl. sveik hann út peninga o. fl., að verð- mæti um kr. 500,00, austur á Reyðarfirði, með því að látast vera starfsmaður olíufélagsins ESSO, og 3) í sama minuði sveik hann út bifreiðardekk, sem kostaði um kr.1.200,00 í verzlun einni hér í borg, með því að látast vera skipverji á Tröllafossi og greiddi hann síðan ökugjald leigubifreið- ar með dekkinu. Atferli ákærða var talið varða við 248. gr. hinna almennu hegn- ingarlaga nr. 19, 1940 og með tilliti til inargra eldri refsidóma er hann hefir hlotið fyrir hegn- ingarlagabrot, var hann dæmdur í fangelsi í 10 mánuði, og gert að greiða skaðabætur og allan kostnað sakarinnar. (Frétt frá Sakadómara). Geir STAKSTEIIVAR Bætt aðstaða *.v reykvískrar æsku Borgarmálaráðstefna Heiri* dallar er athyglisverð nýjung f félagslífi unga fólksins í höfuS- borgiiuni. Ávarp það sem ráð- stefnan sendi frá sér á vissulega erindi til æskufólks borgarinnar. Var þar m.a. komizt að orði á þessa leið: „Ráðstefnan fagnar sérstak-. lega þeim ráðstöfunum, sem þegar hafa verið gerðar og í undárbúningi eru til að bæta aðstöðu æskunn ar í borginni. Glæsileg skóla- hús hafa risið i hinum ýmsu hverfum, barna heimili og leik- vellir. Myndar- leg íþróttamann virki hafa ver- ið reist eða eru í byggingu og Hallgrímsson uefua íþróttasvæði í Laugardal, Sundlaug Vesturbæj ar og íþrótta- og sýningarhúsið við Suðurlandsbraut. Starfssemi æskulýðsráðs Reykjavíkur hef- ur verið stóraukin og starfa nú þúsundir reykvískra ungmenna innan vébanda þess að þroskandi tómstundaiðja og vinnuskóli Reykjavíkurborgar gefur skóla æsku borgarinnar kost á hollum og menntandi sumarstörfum. Borgarstjórnarkosningar eru nú framundan í Reykjavík. Ung ir Sjálfstæðismenn ganga ótrauð ir fram til þeirrar kosningabar- áttu, búnir góðum baráttumál- um og undir forystu hins unga og. dugmikla borgarstjóra, Geirs Hallgrímssonar. I þessum kosningum verður úr því skorið, hvort ósamhentir og sundurleitir flokkar eiga að taka við stjóm borgarinnar, eðá hvort samhentur meirihluti Sjállf stæðsmanna á að stýra áfram málefnum Reykjavíkur. I»á verður valið milli upplausnar og óstjórnar eða aukinna framfara og vaxandi velmegunar borgar- búa“. Vinstri glundroðinn bessi ávarpsorð eru vissulega tímabær. Aldrei hefur glundroð inn verið meiri en nú í herbúð um hinna svokölluðu vinstri flokka. Þar er ekki aðeins hver höndin upp á móti annarri á milli flokka. Innan Framsóknar flokksins og Kommúnist^flokks- ins logar allt í sundrung og ó- einingu. Þjóðin hefur líka dýrkeypta reynslu af vinstri stjórninni sál ugu. Hún lofaði fólkinu gulli og grænum skógum, útrýmingu dýr tíðar og verðbólgu, auknum kaup mætti launa og framförum og uppbyggingu í landinu. En allt þetta var svikið, og vinstri stjóm in, sem flokkar hennar höfðu svo lengi þráð og útmálað sem hið fyrirheitna land, lagði upp laupana á miðju kjörtímabili. Spádómur Sigurðar Jónassonar Sigurður Jónasson, fyrrver- andi forstjóri Tóbaksverzlunar ríkisins, flutti s.l. mánudags- kvöld þáttinn „Um daginn og veg inn“ í útvarpið. Kenndi margra grasa í máli hans og ekki munu allir hafa verið sammála honum um ýmsar staðhæfingar hans. En þessi roskni vinstri maður spáði því, að um næstu aldamót myndi það sem hann kallaði „Stór-Reykjavík“ ná með sam- felldri byggð allt frá Kollafirða að norðan til Hafnarfjarðar að sunnan. Þar myndu þá búa um fjórðungur úr milljón manna. Var hann mjög bjartsýnn á fram tíð hinnar íslenzku höfuðborgar og íbúa henn.tr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.