Morgunblaðið - 28.04.1962, Blaðsíða 1
24 siður með Barnalesbók
19. Avgangur 96. tbl. — Laugardagur 28. apríl 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Leyniskýrsla til Einars Olgeirssonar
frá íslenzkri kommúnistadeild í Æ-Þýzkalandi
iiosningar „skrípaleikur einn46 — „Ekki heim
ilt að birta neitt án leyffis44 — Lífsk|órin skert
„að ósk verkamanna44 — „Gagnrýni óspart
barin niður44 — „Menn þora vart að setja
nokkra sjálfstæða skoðun fram44 — Ulbricht
óvinsæll af alþýðu manna
.66
99'
„Flokkurinn hefur ríkisvaldið í höndum, og ríkisbáknið er þungt í vöfum hér,
eins og í flestum öðrum ríkjum sósíalismans. Fyrir utan þann fjölda manna, sem vinn-
ur í ríkisvélinni opinberlega, eru aðrir þjónar, sem minna ber á, en munu þó vera álit-
legur hópur, en það er leynilögreglan. Um starfshætti hennar og valdsvið er bezt að
tala sem minnst.“
Þessi orð er að finna í leyniskýrslu til Einars Olgeirssonar, formanns íslenzka
Kommúnistaflokksins frá nokkrum íslenzkum námsmönnum í Austur-Þýzkalandi, sem
þar hafa dvalizt á vegum íslenzka Kommúnistaflokksins, og Morgunblaðinu hefur bor-
izt.
Höfundar þessarar skýrslu eru eftirtaldir menn: Eysteinn Þorvaldsson, nú for-
maður Æskulýðsfylkingarinnar og blaðamaður á Þjóðviljanum, Tryggvi Sigurbjarnar-
son, nú rafveitustjóri á Siglufirði, Þór Vigfússon, einn af hagfræðingum Kommúnista-
flokksins og starfsmaður hans, Björgvin Salómonsson, einn frambjóðandi flokksins í
síðustu alþingiskosningum, Hjörleifur Guttormsson, sem enn þá stundar nám í Austur-
Þýzkalandi og Franz A. Gíslason, er leggur stund á sagnfræði þar í landi nú, en er
fyrrverandi ritstjóri Æskulýðssíðu Þjóðviljans og formaður félags kommúnista í há-
skólanum hér.
Þessir ungu kommúnistar segja enníremur, þegar þeir ræða um „kosningar" í
Austur-Þýzkalandi og hafa lýst þeim með orðunum „skrípaleikur einn“: *En jafnframt
þessu er hamrað á því, að hér ríki miklu betra og fullkomnara lýðræði. Því ekki að
koma til dyranna, eins og maður er klæddUr, segja það opinskátt, að hér ríki „alræði
öreiganna“, sem þrýsti hinum borgaralegu 0g fasistísku öflum niður, á meðan hinir
sósíalisku þjóðfélags- og atvinnuhættir eru enn á bernskuskeiði? Við álítum, að það
væri réttlætanlegt, að þessi leið væri farin, ef hún fylkti þjóðinni betur saman, hefði
jákvætt áróðursgildi innanlands, en um það er því miður ekki að ræða“.
Walther Ulbricht, leiðtoga austur-þýzkra kommúnista, sem
sést hér á myndinni við risastyttu fyrirm.yndar sinnar, Jóseps
Stalín, er lýst svo í leyniskýrslunni til Einars Olgeirssonar, að
„hann sé lítill stjórnvitringur og ekki hinn rétti maður til að
tefla fram i fremstu línu. Til þess skortir hann kraft og per-
sónuleika. Hann er líka óvinsæll af alþýðu manna, enda þótt
innan flokksins mæli fáar raddir gegn honum, enda þar ekki
hægt um vik“.
Onnur sprengja
af meðalstærð
Hér á eftir birtast nokkur sýnishorn af upplýsingum þeim, sem er að finna í þessari athyglis-
verðu skýrslu, en meginefni skýrslunnar er birt á bls. 10 í blaðinu í dag, og mundu kommúnist-
ar einhvern tíma hafa kallað það, sem þar kemur fram „MorgunblaðsIýgi“.
„Allar meiriháttar pólitískar ákvarðanir eru teknar af miðstjórn og settar fram af Ul-
bricht í „referötum“, sem birt eru í málgögnum flokksins. Síðan er það verkefni
flokksdeilda að ræða þessar ákvarðanir og ályktanir, EFTIR AB þær hafa verið fuU-
samdar og komið til framkvæmda“.
„En er tii kastanna kemur er oftast annað uppi á teningnum: Þá er gagnrýnin óspart
barin niður af flokksriturum og fúnktionerum".
„Þar sem ástandið er verst má segja, að menn þori vart að setja nokkra sjálfstæða
skoðun fram af ótta við, að hún verði röng fundin, flokksfjandsamleg, o. s. frv., við-
komandi verði síðan refsað með einhverjum hætti“.
„Ekki er heldur rétt að vanmeta þann arf, sem „ideología" nazismans skildi eftir í hug-
um fjölda manna, og enda þótt þeir séu engir, sem verja málstað nazismans munu
þeir ófáir, sem ennþá búa að fyrra uppeldi".
„Um blöð og tímarit hér í landi er hægt að vera fáorður. Þau eru öll undirgefin rit-
stjóm flokksins og hinum opinberu ritstjórum er ekki heimilt að birta neitt án leyfis
þar tU kjörinna flokksstarfsmanna".
„Á menningarþingi SED (Soeialistische Einheitspartei Deutschlands, þ, e, Sameiningar-
flokkur þýzkra sósíalista. Innskot Mbl.) var lögð rík áherzla á það, að skáld og rithöf-
undar yrðu að beygja sig undir stefnu flokks og ríkis og skrifa í anda þeirrar stefnu,
sem mótuð er af flokknum hverju sinni“.
„Einn maður er hér miklu valdamestur, fyrsti sekretar ZK (þ. e. miðstjórnin. Innskot
Mbl.), Walther Ulbricht . . . Hann er líka óvinsæll af alþýðu manna, enda þótt innan
flokksins mæli fáar raddir gegn lionum, enda þar ekki hægt um vik“.
„Ráðamenn reyna fyrst og fremst með valdi að hindra fólkið í að komast til V-Þýzka-
lands“.
Framh. á bls. 2
Tilraunum mótmælt
Waishington, 27. apríl — AP
BANDARÍKJAMENN sprengdu
aðra kjarnorkusprengju sína í
nánd við Jólaey í Kyrrahafi kl.
11 fjh. í dag. Var sú sprengja af
meðalstærð eins og hin fyrsta,
þ.e.a.s. jafngilti tuttugu þúsund
til milljón lestum af TNT sprengi
efni. Náinairi upplýsingar voru
ekki gefnar, utan að sprengjunni
hefði verið varpað úr flugvél.
★
Víða um heirn hefur kjarnorku
sprengingum verið mótmælt og
fara þar fremst í flokki Ausitur-
Evrópuríkin, sem lýsa þær „glæp
gegn mannkyninu.“ En sem kunn
ugt er boðuðu Riússar í Genf í
gær, að þeir ætluðu að hefjast
handa um tilraunir að nýju inn-
an skaimms.
í Japan fóru um tvö þúsuhiál
stúdentar og félagsmenn Zenga-
kuren fLokksins mótmiælagöngu
til bandaríska sendiróðlsins i
Tókió og urðu þar noikkur átök.
Nokkur hundruð manns komu
saman fyrir framan sendiráðið
við Grosvenor Square í Londön,
settust þar niður og lokuðu al'lri
umferð. 129 voru handteknir. Þá
hafa stjórnir Indlands og Qhana
mótmæilt öilum kjarnorkuspreng
ingum, hvar sem þær séu gerðar.
Loks gengu um það bii áttatíu
nonskar konur mótmælagöngu í
Qsló í dag, — gengu til sendi-
ráða kjarnorkuveldanna og af-
hentu þeim öllum mótmælayfir-
lýsingar.
Norðmenn sækja um
aðild 2. maí n.k.
Osló, 27. apríl. — AP.
RÍKISSTJÓRN Noregs hefur
óskað eftir að hefja viðræður við
forustumenn Efnahagsbandalags
Evrópu 2. maí næstkomandi —
og muni þá verða lögð fram
formleg beiðni Noregs um fulla
aðild að bandalaginu.
Mál þetta hefur verið til um-
ræðu í norska þinginu síðustu
fjóra daga og atkvæðagreiðslu
ekki enn lokið. En fullvíst er,
að 120 þingmenn af 150 muni
greiða atkvæði með aðild að
bandalaginu.