Morgunblaðið - 28.04.1962, Blaðsíða 10
10
MORGWni^ÐiÐ
Laugardag'ur 28. apríl 1962
ÓGNARSTJORN austan tjalds
segja ísienzkir kommúnistar, sem þar eru við
nám, í leyniskýrsiu til Einars Olgeirssonar
En telja þó sjálfsagt að reyna að koma okinu á íslendinga
H É R fer á eftir megin-
efní skýrslu þeirrar, sem
flokksdeild íslenzkra
kommúnistastúdenta í A-
Þýzkalandi sendi • Einari
Olgeirssyni, formanni ís-
lenzka Kommúnistaflokks-
ins, um áramótin 1957—
58, og MorgunblaSinu hef-
ur borizt. — Yfirskrift
þeirra á skýrslunni er:
„Ályktun um innanlands-
mál í þýzka alþýðulýð-
veldinu (send Einari Ol-
geirssyni)“.
Flokksdeildin í Austur-
Þýzkalandi setur þá ósk
fram við Einar Olgeirs-
son, að hann komi „álykt-
un“ þessari „á framfæri
við þá menn aðra, sem þú
þar til kveður“. En álykt-
unina segja þeir byggða
á „skoðun myndaða af
daglegri reynslu okkar
hér í landi, viðtölum við
menn og af almanna-
rómi“.
Uppreisnin 1953
barin niður“
„Efnahagsmál
TBnaðurinn var skipulagð-
ur eftir sovézkum fyrirmynd
um. „Zentralisierung" var
mildl með þar af leiðandi
skrifstofubákni, þar sem boð
leiðir eru allar heldur ó-
greiðar. Þetta leiddi til þess
að ráðamönnum bárust æ ó-
raunhæfari skýrslur um þjóð
félagsóstand. Gek'k svo langt,
að i byrjun árs 1953 höfðu
ráðamenn dregið þær álykt-
anir af röngum skýrslum, að
vel mætti skerða að nokikru
þau „ágætu“ lífskjör, sem í
landinu væru. í byrjun júni
var ákveðið að lækka laun
um 11%, því fylgdu aðrar
ráðstafanir til skerðingar
lífskjara, svo sem hækkim
brauðverðs „að ósk verka-
manna“. En jafnvel Þjóð-
verjum verður stundum nóg
boðið. Með þessu var mælir-
inn fullur. — Porystumenn
flokksins höfðu, — þótt ó-
trúlegt sé, vit til að aftur-
kalla tilskipanir, sem stefndu
í þessa átt, þegar þeir sáu
viðbrögð fólksins. Og til
allrar hamingju var vestur-
þýzka afturhaldið heldur
seint á sér til að æra til ó-
eirða út af þessu. Búið var
að ógilda tilskipanir þessar
þegar það lét til skarar
skríða. Tilskipanirnar voru
gefnar út í öndverðum júní,
en voru ógiltar nokkrum
dögum síðar. Samt sem áður
urðu allmiklar óeirðir í land
inu 17. og 18. júní, einkum
í Berlín. f>ær voru barðar
niður, en urðu til þess, að
ákveðið var að breyta um
stefnu og leggja meiri rækt
við neyzluiðnaðinn. I>að var
þó ekki gert fyrst og
fremst á þann hátt, að reist-
ar væru nýjar verksmiðjur
„Ráðamenn reyna fyrst og fremst með valdi að hindra fólkið í að komast til V-Þýzkalands“
fyrir neyzluvörurnar, heldur
var mælt svo lun, að reistar
skyldu neyzluvörudeildir
(Massenbedarsgúter) við
þungaiðnaðarverksmiðjur án
þess að athuga, hvort það
væri arðbært eða ekki. En
samt varð vissulega mikil
breyting til batnaðar. Ekki
verður þó sagt, að samræmi
sé komið á milli framleiðslu-
greina. Skortur er á ýmsum
neyzluvörum, ýmist vegna
þess, að þær eru hvorki
framleiddar né fluttar inn,
eða tímabundinn skortur,
seni stafar af svifaseinu
dreifingarkerfi, eða þá, að
þessar vörur eru framleidd-
ar og fluttar út, en ekki
seldar á innanlandsmarkaði".
„ Alþýðulýðveldið ....
háð Sovétríkjunum“
„Vissulega er allerfitt að
viðhalda réttum framleiðslu-
hlutföllum í efnahagskerfi,
sem byggir á áætlunarbú-
skap, jafnvel þótt um al-
geran sjálfsákvörðunarrétt
viðkomandi þjóðar sé að
ræða. Og það fengist varla
fram, nema rétt hlutfall sé
á milli yfirstjómar fram-
leiðslunnar og. frumkvæðis
fjöldans, sem að framleiðsl-
unni starfar, jafnt i gerð á-
ætlananna sem í framkvæmd
þeirra. Og þeim mun erfið-
ara er það hér, þar sem
hvorugt skilyrðið er fyrir
hendi. Þýzka alþýðulýðveld-
ið hefur ekki bolmagn til að
mynda sjálfstætt sína efna-
hagsstefnu, en er með hana
að miklu leyti háð Sovét-
ríkjunum, svo og um tilveru
sína sem sjálfstæðs ríkis.
Þar með hljóta að skapast
andstæður milli ráðamanna
hér, sem verða að móta
efnahagslífið á þessum
grundvelli og mikils hluta
þjóðarinnar, sem vill nýta
frarnleiðsluna og fram-
leiðslumöguleikana öðruvísi,
— en þeir eru vissulega
orðnir allmiklir.
Vinna í byggingariðnaði
fyrstu árin eftir stríðið fór
í endurbyggingu og nýbygg-
ingu iðjuvera, svo sem Stal-
instadt. Lítið var byggt af
íbúðarhúsnæði. Einnig fór
geysimikil vinna í rýmingu
rústa. Það sem einkennir
framkvæmdir í byggingar-
iðnaðinum er mjög frum-
stæð vinnubrögð og ljót og
óhentug hús. Mjög lítið er
um vélar, en handverkið
yfirgnæfandi. Einnig hefur
arkitektum hér tekizt að forð
ast allar erlendar nýjungar,
nema þær, sem koma frá
Sovétríkjunum. Og hinn
sovézka byggingarstíl getum
við vart tekið til fyrirmynd-
ar. Greindir menn meðal
húsameistara hafa samt kom
izt að þeirri niðurstöðu, að
þær byggingaraðferðir, sem
notaðar voru um aldamótin,
séu úreltar orðnar. Eftir
langar og kostnaðarsamar til
raunir hafa þeir ákveðið að
stækka dálitið tígulsteinana
og hafa komizt svo langt að
nota steinblokkir í sumum
tilfellum. Einhver aukning
hefur orðið í húsabygging-
um hér upp á síðkastið, en
enn er mjög tilfinnanlegur
skortur í þeim efnum. Hins
vegar er algerlega komið í
veg fyrir húsnæðisokur“.
Bændum „hótað með
fangelsun“ svo að
„horfði sums staðar til
landauðnar“
„Landbúnaður
í landbúnaðinum lágu líka
fyrir vandamál að stríðinu
loknu, enda þótt þau væru
ekki jafnþung á metunum og
iðnaðarvandamálin, þar sem
mikill minnihluti þjóðarinn-
ar stundar landbúnað.
Aðalverkefnið var að
brjóta niður veldi júnkar-
anna og koma þar á sósial-
ískum framleiðsluháttum svo
sem í iðnaðinum. En hér
voru farnar krókaleiðir að
markinu. Byrjað var á því
að skipta jörðinni milli land-
búnaðarverkamanna, smá-
bænda og nýbænda. — Það
var vissulega skref aftur á
bak með tilliti til framleiðni
landbúnaðarins. Vélanotkun
er erfiðari á mörgum smáum
jörðum en einni hæfilega
stórri. Það var flokknum
líka ljóst. Árið 1952 var
byrjað á myndun samyrkju-
búa. Hvernig það fór fram
í einstökum atriðum förum
við ekki inn á ,enda okkur
ekki nógu vel kunnugt. Hins
végar var þeim bændum,
samyrkju- sem öðrum, sem
ekki afhentu sinn „sol'l“ á ár-
inu 1953, hótað með fangels-
un. („Soll“ er það magn af-
urða, sem afhenda verður
ríkisstjórninni gegn ákveðnu
verði. Það, sem umfram er,
má selja á frjálsum mark-
aði). Þetta ákvæði leiddi til
mikillar skelfingar meðal
bænda og landflótta þeirra,
sem ekki höfðu verið fang-
elsaðir og horfði sums stað-
ar til landauðnar, t.d. í
Meoklenburg.
Samyrkjubúskapurinn fær
óhemju styrki frá ríkinu, og
koma þeir fram í hjálp frá
svokölluðum MTS (Maschin-
en- und Traktorenstionen).
Þær leggja samyrkjubúunum
til vélakost og taka leigu,
sem er langt undir kostn-
aði. Mismunurinn er svo
greidaur af ríkinu. T.d. var
okkur tjáð í haust á einu
samyrkjubúi, að leigan fyrir
kartöfluupptökuvél pr. ha.
væri 60 DM, en kostnaður-
inn næmi sennilega um 300
mörkum.
Það var þvi ekki mjög ó-
eðlilegt, að iðulega urðu það
lélegustu til að ganga í sam-
yrkjubúin. Framleiðsluárang-
ur þeirra var og fyrst í stað
mjög lélegur. Þó hefur
ástandið batnað upp á síð-
kastið, og er svo komið, að
framleiðsla pr/ha er í flest-
um tilfellum svipuð hjá
smá- og meðalbændum og
samyrkjubúum, þótt kostnað
ur pr/ha sé langtum meiri á
samy rk j ubúunum“.
„Vörudreifingarkerfið
bákn ofhlaðið
skriffinnsku“
„Vörudreifing
í sambandi við vörudreif-
ingu má geta þess, að henni
er í mörgu mjög ábótavant.
Landinu er skipt í verzlun-
arsvæði og vörunum skipt
milli þeirra, oft án þess að
taka nægilegt tillit til eftir-
spurnar. Þar af leiðir, að
stundum er skortur á einni
vörutegundinni á einum
staðnum, þótt yfrið nóg sé á
næsta svæði. Við skuilum
taka skrifpappír sem dæmi:
Hann er heldur af skornum
skammti í landinu. í tækni-
háskólanum í Dresden er
erfitt að fá hann, enda þótt
nægilegt sé af honum suður
í Thúringen, þar sem íbú-
arnir finna ekki hjá sér
neina hvöt til að nota hann
eins mikið og stúdentar • í
Dresden. Við getum sagt, að
vörudreifingarkerfið sé bákn,
ofhlaðið skriffinmsku og
þungt í vöfum“.
„Munur á hæstu og
lægstu launum er hér
gífurlegur“
„Laun og lífskjör
Kaup er greitt eftir á’kveðn
um launastigum, sem áfcveðn-
ir eru af stjórn verkalýðs-
sarobandsins og eru óbreytan
legir nema af henni. Hinum
einstöku verkalýðsfélögum
er ómögulegt að hafa áhrif á
launin. Það verður aðeins
gert að ofan og þá því aðeins
að flok'kurinn leyfi, þvi hann
hefur bæði tögl og hagldir i
verkalýðshreyfingunni. Verk-
efni verkalýðsfélaganna er
aðeins að sjá um trygginga-
og orlofsmál, sem hvort
tveggja er miklu fullkomn-
ara en við þekkjum úr nok’kru
kapítalísku landi.
Munur á lægstu og hæstu
launum er hér gifurlegur.
Lægstu laun eru mjög lág og
geta aðeins veitt mjög léleg
lífskjör, hin hæstu eru ofsa-
há, svo sem hjá ýmsum vís
inda- og listamönnum.
Tímakaup roun um þessar
mundir vera svipað og í V-
Þýzkalandi að markatölu, en
kaupmáttur minni.
Ef við lítum á efnahags-
stefnuna í heild, finnst okk-
ur ekki sérlega erfitt að skilja
þau rök, sem að henni liggja,
þ. e. sigur Sovétríkjanna yf-
ir þessu landi í styrjöldinni.
Okkur finnst heldur ekki
ýkja torskilið. að Sovétrí'kin
tryggi sér mjög hagstæð við-
skipti við landið á þeim
grundvelli. En okk\ir finnst
erfiðara að skilja nauðsyn
þess að kalla þessi viðskipti
stórmannlega hjálp Sovétrí'kj
anna við þýzka alþýðulýð-
veldið. Ok'kur finnst líka skilj
anlegt, að Mfskjör hér séu
ekki jafngóð og í V-Þýzka
landi. En okkur finnst óskilj-
anlegt, hvers vegna þarf að
telja fólki hér trú um, að líf«
Framlh. á bls. 15.