Morgunblaðið - 28.04.1962, Side 15
Laugardagur 28. apríl 1962
MORGVTSBLAÐl'Ð
15
— Ögnarstjóm
Framhald af bls. 10.
kjör þess séu betri en fyrir
vestan, þar sem lífskjörum
fari stöðugt hrakandi.“
Fólksfækkun 230 þús.
á einu ári
„Ástandið hér er lofsungið
sem fyrirmyndarástand. Að
vísu kemur fyrir, að menn
fara að tala í sjál-fsgagnrýn-
isköstum um galla, sem hér
séu á ýmsum sviðum fyrir
hendi, en það er jafnan gert
í svo „abströktu" formi, að
við erum engu nær, enda eru
hinir konkretu gallar sjaldn-
ast nefndir á nafn. Það heit
ir á kanselímáli að reka nei-
kvæða gagnrýni. sem er for
kastanlegt athaefi: Menn eiga
að reka jákvæða og uppbyggj
andi gagnrýni.
í þessum sjálfsgagnrýnis-
köstum ráðast menn einna
helzt á skriffinnskuna, sem
þeir þó ráða ekkert við. Bkki
mertkjum við, að skriffinnsk-
an verði minni fyrir þessi
köst.
Á eitt vandamál viljum
við minnast, sem fellur að
vissu leyti undir efnahags-
vandamál, en það er flótta
mannastraumurinn. Þann
31/12 1955 var íbúatala DI>R
17.832.232, en 31/12 1956 var
hún 17.603.578, þ. e. fækkun-
in nemur 230 þúsund á þessu
eina ári. Þessi flótti veldur
miklum erfiðleikum í efna-
hagslífi landsins. þar sem
mjög margir faglærðir verka
menn hafa flúið land. Hér er
flóttinn líka einstaklega auð-
veldur, þar sem er V-Berlín.
í mörgum tilfelium hefur
fólk lí'ka ástæðu til að flýja
land, enda þótt oft sé um
að ræða, að fólk líka láti
glepjast af furðusögum um
hið gyllta vestur. Við förum
samt ekki nákvæmlega út í
það vandamál hér.“
Kosningar „aðeins
formsatriði“
„Stjórnskipulag og
lýðræði
JLítum nú á valdaskipting-
una og lýðræðið hér í landi.
Því er haldið fram hér og af
ýmsum félögum í V-Bvrópu,
að í þýzka alþýðuveldinu
sitji samsteypustjórn fimm
flOkka og ýmissa óháðra fé-
lagssamtaka byggð á lýðræð-
isgrundvelli. Þessir flokkar
og félög hafi gert með sér
bandalag og bjóði sameigin-
lega lista fram í kosningum.
Þessi samsteyi>a er kölluð
„Die Nationale Front“, eða
þjóðfylkingin. Allir flokkar
og ýmis fjöldasamtök eiga
fulltrúa í ríkisstjórninni, enda
þótt í mjög ójöfnum mæli
sé. Allir eiga þeir sín eigin
málgögn, en misjöfn að stærð
og upplagi. Þetta lítur prýði-
lega út í fjarska. En þegar
betur er að gáð, er hér að-
eins um sýndarleik að ræða.
Við- munum nú rökstyðja
það nánar. Það þarf engum
að koma á óvart, að það er
SED, sem frá upphafi þessa
bandalags hefur haft tögl og
'hagldir í hendi sér. Þegar
þessi samibræðsla var gerð
árið 1949 ló ekki fyrir nein
vitneskja um styrkleikahlut-
föll flokkanna, þar eð engar
almennar kosningar höfðu
farið fram. SBD réði mestu
um mótun samstarfsflokk-
anna. enda hafa þeir allir
sósíaliska forystu. Það virðist
líka svo sem málgögn þess-
ara flokka séu frekar mál
gögn SED en sjálfstæðra
stjómmálaflokka. í blöðum
hér verður aldrei vart ágrein
ings um leiðir að marki, og
ákvörðun miðstjórnar SED
virðast einnig vera ákvarð-
anir þessara flokka. Svo er
gengið til kosninga fjórða
hvert ár, sameiginlegur listi
er lagður fram aðeins með
jafnmörgum fulltrúum og
kosnir verða. SED er mestu
ráðandi um skipun manna á
listann, þótt það sé formlega
samkomulagsatriði. Á fram-
boðsfundum eru engar deilur
um stefnur eða baráttuaðferð
ir. Kosningabaráttan er aðal-
lega fólgin í því að fá sem
flesta til að mæta á kjördegi,
enda þótt það sé viðurkennt,
að sú athöfn sé aðeins forms-
atriði. f þessa sérkennilegu
smölun fer óhemju undirbún
ingur og vinna, enda þarf eigi
lítið til að fá 99% atkvæðis-
bærva manna til að ganga til
kosninga, sem þegar eru
ráðnar. Mjög er lagt að mönn
um að greiða atkvæði fyrir
opnum tjöldum, enda gera
það flestir."
„Því ekki að koma til
dyranna eins og maður
er klæddur“
„Með þessu móti er reynt
að gefa kosningunum svip
borgaralegra kosninga, enda
þótt hér sé byggt á allt öðr-
um grunni. í augum alls fjöld
ans hlýtur þetta að líta út
sem skrípaleikur einn, en af
hálfu stjórnarvaldanna er
þessu slegið upp til að sýna
einhuginn að baki, — eink-
um gagnvart V-Evrópu. Allir
vita, hvernig til tekst. En
jafnframt þessu er hamrað á
því, að hér ríki miklu betra
og fullkomnara lýðræði. Því
ekki að koma til dyranna eins
og maður er klæddur, segja
það opi.nskátt, að hér ríki
„alræði öreiganna“, sem
þrýsti hinum borgaralegu og
fasistísku öflum niður, á með
an. hinir sósíalísku þjóðfélags
og atvinnuhættir eru enn á
bernskuskeiði? Við álítum,
að það væri réttlætanlegt, að
þessi leið væri farin, ef hún
fylkti þjóðinni betur saman,
hefði jákvætt áróðursgildi
innanlands, en um það er því
miður ekki að ræða“.
Síðan birta skýrsluhöfund
ar skrá yfir skiptingu þing-
sæta í „Volkskammer", og
ræða svo um forystu Austur-
þýzlsa Kommúnistaflokksins:
Ulbricht „óvinsæll af
alþýðu manna“
„Hvernig heldur SED á
þessum málum? Einn maður
er hér miklu valdamestur,
fyrsti sekretar ZK, Walther
Ulbricht. Það er álit okkar,
að hann muni allvel að sér í
bókum marxiskum, en hann
sé lítill stjórnvitringur og
ekki hinn rétti maður til að
tefla fram í fremstu línu. Til
þess skortir hann kraft og
persónuleika. Hann er líka
óvinsæll af alþýðu manna,
enda þótt innan flokksins
mæli fóar raddir gegn honum
endá þar ekki hægt um vik.
Allar meiriháttar pólitísk-
ar ákvarðanir eru teknar af
miðstjórn og settar fram af
Ulbricht í „referötum", sem
birt eru í málgögnum flokks-
ins. Síðan er það verkefni
flokksdeilda að ræða þessar
ákvarðanir og ályktanir, eftir
að þær hafa verið fullsamd-
ar og komið til framkvæmda.
Á ákvarðanir miðstjórnar er
litið sem vísindalegan sósíal-
ima. Mótun stjórnarháttanna
berst því algerlega ofan frá
— um fjöldafrumkvæði er
vart að ræða.
Þessi pólitíska „Zentralisa-
tion“ hefur að okkar dómi
lamandi áhrif á starf^flokks-
deilda, einkum þar sém þar
bætist annað við, sem nú mun
nánar að vikið.
Bftir XX. flokksþing Komm
únistaflokks Ráðstjórnarríkj-
anna var mikið um það rætt
að bæta starf flokksins og
leyfa og örva gagnrýni á
starfi og leiðum hans. Var
mikið rætt um nauðs/n á
gagnrýni og sjálfsgagnrýni og
heldur svo fram enn í dag.
En er til kastanna kemur er
oftast annað uppi á teningn
um: Þá er gagnrýnin óspart
barin niður af flokksriturum
og fúnktionerum undir slag-
orðum svo sem: „óleyfilegur
liberalismus“, „flokksfjand-
samleg starfsemi" o. s. frv.
Sannleikurinn er sá, að ýms-
ir af þessum flokksstarfs-
mönnum eru fljótskólaðir
slagorðasafnarar, sem ekki
þora að hleypa gagnrýni upp,
enda þótt hún sé oft réttmæt
og vinsamleg af ótta við að
verða sjálfir rökþrota og
kveðnir í kútinn. Undantekn
ingar gefur að sjálfsögðu frá
þessu, en þó mun þeim fara
fækkandi, þar sem almennt
er komin upp ný stefna: „Við
verðum að eyða síðustu leyf-
Framh. á bls. 23
4
LESBÓK BARNANNA
Fróði konungur
Skrítla
Prófessorinn: — Fyrir
alla muni takið þér katt
arskrattann og farið með
hann héðan. Eg get ó-
mögiulegia liðið veinið I
honum, þegar ég er að
vinna. Hvar er hann?
Þjónuistustúlkan: —
Prófessorinn situr á non
um.
♦
Viltu skrifa mér?
/ 7. Bræðurnir nálguð-
ttst nú strönd Sjálands,
og njósnarar Eiríks sögðu
bonum, að danski land-
varnamaðurinn, Oddur,
væri þar á verði með
«jö skip. Skipin voru
hálf af grjóti, sem nota
étti til að kasta í óvinina,
«f tii orustu kæmi.
Um nóttina laumaðist
Eiríkur að dönsku skip-
unum í litlurn árabát. —
Hann boraði göt á þau
rétt undir sjólínu, svo að
leki kom að skipunum.
Oddur og menn hans
voru önnum kafnir við
(rnstur, en þeir fengu
ekiki við neitt ráðið. í
«ömu svipan réðust Ei
rHkur og menn hans á
þá og þeir af mönnuim
Oddis, sem ekiki drukkn-
uðu, féllu í bardaganum.
’i I. Eirikur og Hrólfur
lögðu að landi rótt við
lcon ungsbæinn. Greipur
Deið strax niður að strönd
inni, þegar hann frétti
■n gestícotnuna, og hann
■paraði ekki ókvæðisorð-
in, seim hann hrópaði til
þeirra. En Eiríki var létt
um að svara fyrir sig
og svo fór, að Greipi
varð fátt uim svör. Hann
sneri hesti sínum og reið
til konungsbæjarins til
að sækja sér liðsstyrk.
Konunginum fannst ekki
ráðlegt, að hann berðist
við gestina. Þá reyndi
Greipur að beita galdra-
Anna Sigríður Guð-
mundisdóttir. Núpd V.-
Eyjafjöllum, Rang. og
Rúna Bjarnadóttir Skála
koti V.-Eyjaf jöllum. Rang
vilja skrifast á við pilta
og stúlikur 13—lö ára, —
og Arnar Guðjónsson
Hrísateig 26. Reykjaví'k
við pilta og stúlkur 11
til 13 ára.
brögðum. Hann reisti níð-
stöng með gapandi hross
haus, sem snéri gegn Ei-
ríki. En Eiríkur sá líka
við slíkum brögðum og
hann gekík hinn róleg-
asti fram hjá níðstöng-
inni með mönnum sínum,
án þess að nokkur þeirra
sakaði.
Guðmundur Friðjónsson:
6, þú Ijúfi elfar niður,
yndis — þýði lóukliður,
innilegi árdags friður,
ykkur flyt ég þennan brag.
Gott er að lifa glaðan dag.
Þegar áin ísnum ryður,
upp á bakka skvettir,
ólund minni alla jafna iéttir.
Áin bröltir, beljar, niðar,
byltir sér og veltir, iðar.
Fossinn gráa lokka Iiðar,
lætur glymija hörpuslátt;
sýnir list og mikinn mátt.
Æðarkolla fús til friðar
fleygist undan straumi:
blikinn fylgir, bæði móka í draumi.
Þúsund linda þýður niður
þúsund Iækja muna — kliður
hógvær, ljúfur, hljóðs sér biður,
heyrnarskynjun dáleitt fær,
niðar, ymur nær og fjær.
Sérhver buna ræsi ryður
raktfeitt niður í dalinn,
niður á slétu, sem er flóði falin.
Skortir nú ei líf né leika.
Léttfær skýin norður reika,
hröð í förum, hvergi skeika,
hraðbyr sigla um röðuldjúp,
björt og rauð í bláum hjúp.
Um þau sólarleiftur leika.
Ljósgljá blámar fjöllin,
sólargulli sáir niður á höllin.
Duldra strengja hörpu — hljóma
heyri ég í lofti óma.
Horfi ég inn í helgidóma,
horfi, meðan gefur sýn,
hlusta, þar til heymin dvín.
Augað lítur undur — ljóma
inn í sólarskála,
salnum bláa, er sunnanvindar mála.
óumct