Morgunblaðið - 28.04.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 28.04.1962, Qupperneq 17
Laugardagur 28. ápríl 1962 MORCriSBL 4ÐIB 17 Opið afmæiisbréf til frú Asdisar Káradóttur Garðskagavita ' Sæl og blessuð, Ásdís Kára- dóttir. Ég sé í Mörgunblaðinu, að þú hefir orðið fimmtug 16. þ.m. Furðulegt, einu sinni enn, hve tíminn hefir liðið fljótt, — eftirá að hyggja. Ég hrekk oft við, þega'r ég heyri, að þeir eru farnir að eld- ast, sem vöru börn að aldri, þegar ég var fullvaxinn. Það skyldi þó aldrei vera, að ég sé orðinn gamall! Ég man eftir þér nýfæddri í vöggu. Veturinn 1911—1912 hafði verið fremur snjóasamur á Tjör- nesi, en um það leyti, sem þú fæddist, skipti um tíðarfarið og gerði hlývirði og sólbráð. Faðir þinn, sem kunni manna bezt að spinna saiman gull- og silfur-þræði hugsunar, tilfinning ar og ytri abburði, kallaði þig sól- bráðina sína þetta vor og lengi síðan. Það er fallegt orð sólbráð og ttiefir yndislega merkingu í norð- lægri sveit. Vorið tók á móti þér og færði þér í vöggu þína gjafir sínar. Þær beztu voru birtan og hlýjan. Þú fæddist inn í „nóttlaugp vor aldarveröldina þar, sem víðsýmð skín“. Tjörnes er ein af byggð- um þeirrar veraldar. Stephan G. Stephanson hefir manna bezt Ökilgreint þá veröld. Álhrif henn- ar geta verið mikil, víðtæk og yaranleg. Einar Benediktsson, sem var Tjörnesingur í æsku og fram á jþroskaár, yrkir undir áhrifum lágnættissólaiinnar þar: „Mér íinnst ég elska allan heiminn ©g enginn dauði vera til“. Þetta er niðurlag kvæðisins ,,Lágnættissól (Við Grímseyjar- *und) “. Er hægt að komast öllu lengra i ful'lko.mnu lífsviðlhorfi? Væri efkki æskilegt að þeir, sem nú fara með mestu völd í heim- inum, — ráða yfir atomkraftin- um meðal annars, — gengju á vit þessarar voraldarveraldar? Þú fékkst gott uppeldi í for- eldralhúsum, Asdís. Ég efast ekki um, að þú hefir gert þér grein fyrir þvl Þú nauzt þar að vísu ekki ríkisdæanis fjármuna, held- ur voraldarauðsins og víðsýnisins. Faðir þinn var mikill fræðari. Hann ræddi við ykkur börn sín um lífið: gátur þess, undur þess Og fegurð. Hann kenndi ykkur Jíka að sjá hinar broslegu hliðar. Móðir ykkar, mjúklynd og við kvæm, iék fyrir ykkur á gítar •inn og söng, og lét ykkur syngja með sér, svo jafnvel hversdags- leikinn varð hátíðlegur. Gestkvæmt var á Hallbjarn- nrstöðum, svo einangrun þvingaði ekki. Strax á bnrnsaldri varstu dug- Jeg og hjálpsöm við bústörfin úti ©g inni. Það efldi þig að þrótti Og hreysti. Dagar æskunnar færðu þér hamingju þá, sem það veitir að lifa heilbrigðu, náttúrlegu lífi Þú fagnaðir fjólu á hól og fugli Í mó, hlynntir að húsdýrum og Ihlóst með kátum vindum. Hrædd ist ekki frost og snjóa vetrarins. Sveitin þín taldi sig betur Betta og ríkari, af því að þú yarst að koma til liðs hjé henni. Þú gekkst í ungmennafélagið. Þó að þú værir þá ung, — værir með þeim allra yngstu í þeim hópi, — fylgdi þér strax í þeim félagsskap heilbrigt fjör, ósér- Ihlífni og gleði til áhrifa. Ég var |>ér ákaflega þaikklátur fyrir þetta sem formaður félagsins. Hefi víst aldrei látið það í ljós við þig, en flyt þér þakkir mínar aú. En »vo kom ungur maður og glæsilegur, Sigurbergur Þorleifs- son, árið 1929, þegar þú varst aðeins 17 ára, nam þig á brott og fór með þig suður i Garð. Ég varð ekkert undrandi yfir þessu, en ég kenndi í brjósti um ógiftu piltana á Tjörnesi, sem voru á svipuðum aldri og þú. Þeim leið víst hvorki vel í svefni né vöku um þær mundir. Hafðir þú ekki einhverja hugmynd um þetta? Auðvitað er ómögulegt að taka tillit til annars eins, þegar hinn útvaldi er kominn. Engmn getur ætlast til þess. Þú fórst suður 1 Garðinn með vöggugjafirnar þínar frá voröld- inni: birtuna og hlýjuna. Ég hefi verið gestur hjá ykkur Sigurbergi og gengið úr skugga um, að þeir dýrgripir eru þar. Ég hefi kynnzt börnunum ykkar, Sigrunu og Kára, nóg til þess að finna, að þau hafa fengið frá þér hlutdeild í þessum gjöfum. Ég hefi fréttir af þvi, að þú hefir verið í Ungmennafélaginu Garðar, siysavarnardeild kvenna í Garði, kvenfélaginu „Gefn“ og kirkjukór Útskálasóknar. Félags hæfni þín hefir því — sem betur fer — ekki farið forgörðum, þótt Tjörnes sakni hennar hjá þér. Ég hefi heyrt um samúð þína með þeim, sem „örlög hrjá“ á einihvern hátt Og hjálpfýsi þína við þá. Veit, að þú hefir oft tekið börn á heimili þitt lang- tímum saman og verið þeirn nær- gætin sem móðir. Þekki af af- spurn, að bér hefir endst vel hinn mikilsverði dugur til að leggja hönd að hvaða verki, sem vinna þarf, þó að þú hafir ekki verið heilsuhraust um skeið. Þú hefir stýrt gestkvæmu heimili þannig, að gestir hrósa því og vilja þar sem oftast koma. Og þú hefir haldið þeim hætti, sem þú ólst upp við, að tigna bókmenntir Og listir. Þú hefir sjálf ort lög og ljóð. Eg hefi hlustað á lög eftir þig leikin og sungin. Mér finnst hreimur norðlenzkra náttúru- radda í þeim flestum, sem ég hefi heyrt. Máske er það mis- heyrn míns norðlenzka eyra. Ekki er bað samt misheyrn, að þessi vorvísa, sem þú kveður suður á Garðskaga, sé ort af hug, sem er fyrir norðan: „Hrærðir mæna himins til hæstu fjallatindar. Knýja á bjargsins bláu þil biíðir sunnanvindar“. Fyrir norðan er sunnanvindur inn blíðastur vinda, en ekki á Garðskaga. Kvæðið þitt ,,Rósin“ segir fallega sögu um mátt og vald minninganna: „í Ijúfum draumi hjá lækjarstraumi stóð lífs míns rós. Þá strengur bærðist og hjartað hrærðist við himneskt Ijós. Hún hvarf í bláinn mín blíðust þráin, sem bar ég fyr. En yndi hljómsins og ilmur blómsins er ávalt kyr“. Og svo er kvæðið þitt „Bjart er undir sr.i og sjá“. Það kvæði er tær skáldskapur. Þetta segi ég undir votfa og birti kvæðið, hvort sem þér líikar betur eða ver: „Bjart er undir sól að sjá, sé ég turna þína. Hér við skagann báran blá brýtur knerri mína. Bjart er undir sól að sjá, sér til vonaheima. Hér við skagann báran blá bannar mér að dreyma. Bjart er úndir sól að sjá, sigldi ég mínu fleyi. Til þín flytur báran blá brotin, — þótt ég deyi“. Þú varst sólskinsbarn, þegar þú fæddist, og þér var fagnað sem sólskinsbarni. Enn áttu vöggugjafir þínar: birtuna og hiýjuna. Það gleður okkur vini þína norðurfrá. — og auðvitað alla vini þína. Ég hygg. að þú hafir I skap- gerð þinni og gáfnafari tryggingu fyrir því, að þetta breytist ekki, þó að árin færist yfir. Hanmar geta komið tii þeirra, sem þannig eru gerðir, knerrir, sem þeir eiga geta brotnað, en bláar bárur og sólarsýn bjarga brotunum. Hver nlutur er að miklu leyti eins og á hann er litið. Blessuð, haltu áfram að yrkja lög og ljóð. Yrking er sjálfsrækt un — og ganga á sjónarhóla. Tignaðu lífsgleðina, eins og fyrrum, þótt þú sért orðin fimmtug. Lífið er þrátt fyrir allt undursamlega ríkt af gleðiefnum handa þeirn, er eldast að árum. Ég þekki það. Láttu Skopskynið ekki fölkskv- ast. Það er stundum ómetanlega mikils virði, til þess að eyða flónsku og firrum. Og svo er það „krydd i súpuna" ef hún ætlar að verða ofdauf. Það er gaman að lifa, þó að ekki sé eins auðvelt að betrum bæta heiminn, eins og okkur datt í hug, að það væri, þegar við vorum ung heima á Tjörnesi. Mennii-nir eru yfirleitt góðir að eðlisfari, margir skemmtilegir, sumir dálítið skrýtnir, örfáir leið inlegir. En guð er lengi að skapa menn, eins Og Örn Arnarson sagði. Það er tilfellið. • • Sum bréf verða að taka enda fyrr en afnið þrýtur. Þetta er eitt þeirra bréfa. Ég hefi hripað þessar fátæk- legu línur sem afmæliskveðju til þín að norðan frá hinni vorbjörtu æskusveit minni og þinni. Við Pálína, kona min, óskum þér og ástvinum þínum innilega til hamingju á þessum tímamót- um ævi þinnar — um leið og við af alúð þökkum vináttu þína og þinna á iiðnum árum. Lifðu iengi heil og sæl. Karl Kristjánsson. 23/4. — ’62. ÁSDÍS Káradóttir, húsfreyja að Garðskagavita í Garði, er fædd að Hallbjarnarstöðum á Tjör- nesi í Suður-Þingeyjarsýslu, 16 apríl 1912. Foreldrar Ásdísar voru hjónin: Sigrún Árnadóttir Jónssonar, bónda á Þverá í Reykjahverfi og konu hans Re- bekku Jónasdóttur Jóhannesson- ar frá Laxamýri — og Kári Sig- urjónsson Halldórssonar Gott- skálkssonar. Kona Sigurjóns og móðir Kára var Dórótihea Jens- dóttir Nikulássonar Budhs. Sigrún og Kári bjuggu á Hall- bjarnarstöðum á Tjörnesi ail- lengi. Kári var hreppstjóri í sveit sinni. Sat sem landskjörinn vara- þingmaður á Alþingi 1933. Var fjölgáfaður maður, sjálfmenntað- u- vel, m. a. mikill jarðfræðing- ur. Kári andaðist árið 1949, en Sigrún, fíngerð kona og vel gef- in, lifir enn og dvelst hjá Ásdísi dóttur sinni. önnur börn Sigrún- ar og Kára, en Ásdís, vOru: Guðný Hulda húsfreyja í Reykja vík, Dagný dáin 1934, Árni bóndi á Hallbjarnarstöðum I, og Bjarki bóndi á HaUbjarnarstöðum II. Ásdís fluttist úr föðurgarði 1929 suður að Hofi í Garði til heitmanns síns Sigurbergs Þor- leifssonar. Þau giftust 1930. For- eldrar Sigurbergs voru: Þorleif ur útvegsbóndi Ingibergsson og kona hans Júlíana Hreiðarsdótt- ir bæði at skaftfellskum ættum. Sigurbergur er maður mikilsmet- inn. Hefir stundað smíðar, land- búnað og sjómennsku. Er nú vita vörður oo hreppstjóri. Börn Asdísar og Sigurbergs eru: Si.grún barnakennari í Reykjavík, gift Tómasi Sigurðs- syni vélvidkja* og Kári, sem nemur læknisfræði og er í síðasta hluta þess náms. Fósturdóttir þeirra er: Val- gerður Marinósdóttir. Hún er á fermingaraldri. K. K. Axel R. Magnússon kennari sjötugur 27. MARZ síðastliðinn varð einn góður borgari okkar þróttmiklu höfuðborgav sjötugur. Axel kenn ari er fæddur að Fagradal í Döl- um vestur, sonur heiðurshjón- anna Rögnvaldar Magnúsen Og Önnu Oddsdóttur, Axel er því af góðu fólki kominn, Skarðs Og Ormsættum sem eru fjölmennar góðættir við hinn fagra Breiða- fjörð. Axel sleit barnsskónum í Breiðafjarðardölum, og reyndist snemma hneigður fyrir hljómlist og bókmenntir. Eftir fermingu stundaði Axel nám í unglinga- skólanum að Hjarðarholti í Dala- sýslu, hjá hinum kunna mennta- frömuði og brautryðjanda séra Ólafi Ólafssyni. Síðar fluttist Axel til Reykjavíkur og stundaði hljómlistarnám hjá hinum lands- kunna hljómlistarmanni ísólfi Pálssyni. Árið 1921 kvæntist Axel hinni góðu konu sinni Margréti Ólafsdóttur ættaðri af Kjalarnesi, varð þeim 5 barna auðið, öll hin mannvænlegustu. Frú Margrét er nú dáin fyrir nokkrum árum. Margt mætti rita um Axel sjö- tugan, því margt gerist á langri lífsleið, en lítið eitt mun ég hér upp telja. Um lengri tíma, var Axel org- anleikari við Kristkirkju í Landakoti, og þótti organleikur hans með aíbrigðum góður. Axel er trúaður maður, enda fylgj- andi hinnar einu sönnu trúar, Og hefur verið meðlimur móður kirkjunnar um margra ára skeið. Eins og ég hef áður minnzt á, er Axel unnandi hljómlistar og fagurra lista, um lengri tíma stjórnaði Axel Breiðfirðingakórn- um, sem þótti þá og síðar sér- staklega góður kór, og eftirsókn- arvert að hlusta á hann. Axel starfaði fyrir Rafveitu Reykja- víkur í 25 ár, og þótti liðtækur þar sem annarsstaðar. Þá hefur Axel stundað kennslustörf í frí- stundum um margra ára skeið, og þá aðallega kennt hljómlist. Axel er ungur í anda og ungur í útliti og á því sjálfsagt mörg ár og margar sólskinsstundir eftir að lifa hér á ökkar fagra og bless aða íslandi og eins Og Stefán frá Hvítadal segir í sinu fagra kvæði „Vorsól“, Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu, vorsól, inn til mín. Það er sngin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín. Starfsfólkið við Rafveituna, vinir og írændur Axels, óska hon um hjartanlega til hamingju með þessi merkú tknamót í lifi hans. Heill þér sjötugum frændi. Ámi Ketilbjarnar. Ásdís Björg Jónsdóttir t. 1. okt. 1959 — d. 19. apríl 1962. Kveðja frá afa og föður- systkinum. Horfin er rós og höfug sorgiu blikar, harmanna þungi ástvini slær, Lifið oss réttir oft sinn bei/.ka bikar, ber þó um leið oss drottins vilja nær. Lokað i kvöld vegna einkasamkvæmis T rúlof unarhring cu afgreiddir samdægurs HALLUÓK Skólavörðusti g 2 JÓN N. SIGURÐSSON Málflutningsskrifstofa hæstaréttarlögmaður Símj 14934 — Laugavegi 10. Þú, sem varst okkar bjarta ást og yndi, allt var svo hlýtt og gott í kringum þig. Æskunnar töfrar léku þér í lyndl, lýsa þau spor nú oss hin myrku stig. Hljóð lifir minning hlýrra sælla daga, hýrt var þitt bros og augun vonaskær. Lýsir og vermir ljúft þín stutta saga, ljósgeisli þinn er hjarta okkar kær. Fram liggur braut, þó horfin sértu sýnum, þig signa mun drottins ást og verndin • blíð. Stór varstu okkur gjöf með geislum þínum, gjöf, sem mun okkur fylgja lifs um tíð. Um hugi okkar klökkar kveðjur streyma. Guðs kærleikur mun lýsa hin björtu stig. Vertu sælt barn í drottins háu heima, hans hlýja og náð mun leiða og styrkja þig. G. Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.