Morgunblaðið - 28.04.1962, Blaðsíða 20
GEORGE ALBERT CLAY:
GINA
Saga samvizkulausrar konu
-------43-------
Jlf O R G L /V B L A O I *»
Laugardagur 28. apríl 1962
Dálítið, sagði hann. Svo brosti
hann og skríkti. Ekkert sem ég
réð ekki við.
Síðan lagði hann fiskinn á
borðið hjá henni og fann um
leið til ánægju, sem hann hafði
aldrei fundið til áður. Enginn
gjöf, sem hann hafði gefið henni,
öll þessi mörgu ár sýndist eins
dásamleg og stórkostleg og litli
fiskurinn. sem lá á borðinu milli
þeirra.
XXV.
Strax í septemberbyrjun er
nístingskalt uppi í fjöllunum um
sólaruppkomu. Varðmaðurinn
dró sig enn lengra inn í tötra-
legu fötin sín, þar sem hann
stóð í hnipri í golunni uppi á
hálsinum og horfði niður í skjól-
sæla dalinn þar sem tjald'búð-
irnar voru, en hinumegin við
þær var þéttur greniskógurinn.
Hefði hann haft kiki, hefði hann
ef til vill getað séð sveitabæina
handan við skóginn og akrana,
sem teygðu sig enn lengra burt.
Þá hefði hann getað séð þjóð-
veginn og jafnvel járnbrautina.
En hann sá ekkert af þessu og
lét sér nægja að horfa á næsta
nágrenni, og hann fann ekki ann
að en kuldann. Hann var ekkert
hrifinn af hlutskipti sínu. Hann
stóð þarna á verði, aðeins vegna
þess að Orenz skipaði honum
bað, og það var ráðlegra að
hlýða Orenz, því að honum vildi
vera laus höndin og drap þá oft
andstæðinginn.
Honum var kalt á höndunum
og hann reyndi að hlýja þeim
undir handleggjunum. Hann var
í japönskum hermannaskóm,
sem voru honum of stórir og
hann kitlaði í stórutána, þegar
hann reyndi að hreyfa hana í
skónum til að hlýja henni. Hann
viss, að hann átti að ganga
fram og aftur, en þegar hann
gerði það, steig hann á trjá-
greinar sem brakaði og brast í
í kuldanum, svo að hann hrökk
við. sneri sér við í snatri með
byssuna tilbúna og glotti heim-
skulega að sjálfum sér. Jæja,
það hlutu að fara að verða vakta
skipti. >ví gátu þessir bjánar
aldrei vaknað? Kannske Orenz
gleymdi líka að leysa hann af
verðinum. Það kom oft fyrir og
í kuldanum og myrkrinu, sem
nú var, væri það ekki nema lík-
legt.
Allt í einu sá hann fyrsta sól-
argeislann koma upp yfir fjalla
tindana. Honum fór strax að
hlýna. Kannske liði ekki á löngu
áður en hann yrði leystur af
verðinum.
Tim rumskaði þegar sólin
snerti andlitið á honum og sveip
aði þunnu ábreiðunni þéttar að
sér. Hann vild ekki vakna, en
það stoðaði ekki, því að hann
vissi, að hann varð að vakna.
Hann var sveipaður í ábreiðuna
í öllum fötum, svo að aðeins höf
uðið á honum var sýnilegt. Hann
opnaði augun og leit kring um
sig í „litla svefnsalnum“, eins
og þau voru vön að kalla það.
Stór klettur skýldi þeim öðrum
megin og stórt og greinamikið
grenitré var þakið og hann hafði
skorið neðri greinarnar af, svo
að þarna var hægt að standa
uppréttur.
Tim leit á Helen og Hiram, sem
lágu þarna dúðuð í ábreiðunnar
sínar, og lágu í faðmlögum, sem
þó voru ekki ástaratlot, heldur
aðeins til að verjast kuldanum.
Fólk var of þreytt þessa daga,
til þes að vera með nein ástar-
atlot.
Þessi ungu hjón voru Tim til
mikillar afþreyingar, og þegar
hann hitti þau aftur þarna uppi
í fjöllunum, varð honum hugsað
til fyrsta fundar þeirra og veizl-
unnar, sem þau höfðu haldið í
Ameríska Klúbbnum á gamlárs-
kvöld. Nú var það kvöld í óra-
fjarlægð rétt eins og það til-
heyrði barnæsku hans.
Hann kom sér á fætur og fór
út til að lífga eldinn. Hiram
hafði gert það í gær, svo að nú
var komið að honum sjálfum.
Borgarfötin hans voru löngu orð
in ónýt, svo að nú varð hann að
bjargast við það, sem þeir höfðu
tekið af Japönunum. Buxurnar
voru mátulegar, en hann hafði
hvergi getað orðið sér úti um
belti og loks hnýtti hann snæri
um sig miðjan. Einusinni hafði
honum fundist leggvefjur vera
heldur fánýtar, en hann komst á
aðra skoðun þegar hann var að
flýja gegn um skóginn. Striga-
skórnir með sérstakt rúm fyrir
stórutána, höfðu í fyrstunni ver
ið honum kvalræði, en nú var
hann orðinn vanur þeim. í gær
hafði hann átt skyrtu, en svo
hafði hún rifnað á trjágrein, svo
að nú var hann nakinn að ofan.
Sólin var þægileg á beru bak-
inu, þegar hann laut fram til að
kveykja eldinn.
Settu upp vatnið, Tim, kallaði
Helen til hans. Við eigum enn
eitthvað ofurlitið te og ein tvö
egg.
Hann lyfti hend:, til merkis
uom, að hann hefði heyrt, en
sneri sér ekki við. Hann varð
að hafa allan hugann við rjúk
andi eldinn
Hún kom brátt til hans meðan
Hiram var að laga til rúmin,
sem voru úr trjágreinum. Hún
var líka í buxum frá japönsk-
um einkennisbúningi og hún
hafði klippt svarta hárið, án til-
lits til útlits og fegurðar. Hún
sýndist mörgum árum eldri en
fyrir nokkrum mánuðum, en var
þó hressileg í bragði, og Tim
kunni vel við hana. Hún hafði
harðnað við þessa útiveru og
erfiðleika, og allt það hryllilega,
sem hún hafði orðið sjónarvottur
að, hafði veitt henni þroska fyrir
aldur fram,
Þegar þau höfðu deilt með sér
fjórum eggjum og sopið þunna
tegutlið, sátu þau við eldinn og
létu sólina baka sig. Nú heyrðist
mikill- hávaði úr tjaldstaðnum,
en það var bara venjulegur há-
vaði en ekki neyðaróp eins og í
gærkvöldi.
Jæja, hvað finnst ykkur?
spurði Tim, þegar þau höfðu öll
þagað um stund.
í gærkvöldi var það nú það
versta sem það hefur verið, sagði
Hiram. Ég hélt, að maður vend-
ist þessum hryllingi, dag eftir
dag og viku eftir viku, en það
virðist ekki ætla að verða.
Ég heyrði í þessari konu í
alla nótt, sagði Helen. Hún æpti
og veinaði og ég.........
Ég veit það, Helen.
Orenz verður búinn að fremja
fleiri hryllileg illvirki áður en
við erum orðin vön honum, sagði
Tim.
Lopez heyrði útvarp frá Ástra
líu í vikunni sem leið. Tim
horfði í eldinn. Það var lof um
hreystiverkin okkar, en hvergi
minnzt á rán og morð.
Þau voru öll að hugsa um
járnbrautarlestina, sem hafði
verið stöðvuð og rænd kvöldinu
áður, mennina, sem höfðu verið
myrtir eða fluttir í tjaldstaðinn
og píndir og konurnar, sem hafði
verið nauðgað.
Við getum víst ekkert við því
gert, sagði Helen, eftir langa
þögn. Ég ætla að fara og taka
til.
Tim sat eftir við eldinn eftir
að hún var farin og Hiram hafði
farið til tjaldstaðarins til að ná
í mat fyrir daginn. Hann vissi
vel, að hann var þarna eins og
í gildru hjá skæruliðunum, þó
að hann reyndi að loka augunum
fyrir öllum hryðjuverkunum, af
því að hann gat ekki sloppið
burt. Hann hugsaði til dagsins,
þegar hann hafði kvatt Luisu,
með hreystiyrði á vörum. Þau
höfðu talað £ æstum hvíslingum
í kjallaranum hjá de Aviles og
iþeim hafði komið saman um, að
ungu mennimir þarna skyldu að
minnsta kosti, gera Japönunum
sigurinn dýrkeyptan. Og sömu
hvíslingarnar höfðu verið á
hundruðum vara um alla borg-
ina.
Upp í fjöllin, fylkið þar liði og
rænið Japanana. Verið eins og
draugar, sem koma svífandi út
úr skógunum og hefnið fyrir
ranglætið, verndið hina smáu og
látið ekki Japanina hefna sín á
ykkur. Síðar meir skyldu þeir
koma sér í samband við Ame-
ríkumennina og útvega þeim
upplýsingar gegn matvælum. Og
allir skyldu velkomnir í hópinn,
hverrar þjóðar sem væri, hvort
heldur menntaðir eða ómenntað
ir. Spæjarar skyldu vera í hverri
borg og skæruliðarnir skyldu
láta til sín taka hvarvetna.
Upp í fjöllin!
En ungu mennirnir, sem voru
vanir hóglífi í borgunum, fundu,
að það þurfti meira en föður-
landsástina eina saman til að
standast þjáningar og erfiðleika
fjallavistarinnar. Hatrið á Japön
um er ekki nógu heitt til að verja
menn kulda, og heiðarleikur
einn saman gefur ekki matvæli
í aðra hönd.
Hver eftir annan laumuðust
þeir burt og leituðu niður á lág-
lendið, þangað til ekki voru
nema fáir einir eftr, undir stjórn
manna fiá höfninni og úr fang-
elsunum, sem gripu þetta kær-
komna tækifæri til að lifa utan
við lög og rétt. Þetta voru bel-
jakar og illmenni, og stjórnin
fellur þeim sterkasta í skaut hjá
slíkum mönnum.
Og það var heldur ekki neitt
aðalatriði fyrir þessum mönnum
að reka Japanina á brott, heldur
hitt að berjast sín í milli til að
bera hærra hlut, svo að þeir
mættu halda áfram ránskap sín
um í friði. Og hinir, sem voru
heiðarlegir, slógust í hópinn, af
því að þeir áttu ekki annarra
kosta völ.
Eftir því sem óaldarflokkarnir
stækkuðu, urðu þeir djarfari,
þangað til þeir gátu haldið heil-
um byggðarlögum í heljargreip
um sínum, ráðizt á þorp sak-
lauss fólks, brennt og myrt og
nauðgað konum.
Satt var það að vísu, að eng-
inn Japani var óhultur á vegum
úti en sama gilti bara um Spán
verja, Filipseyinga, Ameríku-
menn og kynblendinga. Ríkir
menn gátu horfið af heimilum
sínum einhverja nóttina, og svo
var krafizt lausnargjalds fyrir
þá, sem var greitt tafarlaust, til
þess að ættingjarnir fengju ekki
senda fingur eða tær, eða jafn-
vel eyru. Ungar stúlkur voru
sendar heim til foreldra sinna
kolbrjálaðar og kynfæri af ung-
um drengjum voru send grát-
andi mæðrum. Stór hús við veg
inn byrgðu dyr og glugga, en
það hafði ekki verið gert síðustu
tvö hundruð árin, jafnvel þegar
Japanir kpmu fyrst, því að
skæruliðarnir voru ennþá hræði
legri en Japanirnir sjálfir. En
þeir glottu bara, þar eð þeir
vissu, að skæruliðarnir gerðu
ekki annað en eyða kröftum 1
þessum sífelldu bardögum.
Og menn eins og Tim og
Hiram, Reggie hinn enski og dr.
Marco, læknirinn og aðrir slíkir
gátu ekkert aðhafzt, þar eð fjöldi
þeirra móti föntunum var ekki
nema einn á móti tíu. Og það
sem verra var: þeir voru siðaðir
menn og óvanir siðvenjum fant-
anna. Orenz hafði auga með
þeim, og það vandlega.
Orenz var kynblendingiír af
fjölda þjóðerna og hafði hlotið
galla þeirra allra í vöggugjöf.
Hann var dæmdur morðingi, en
hafði sloppið út úr fangelsinu í
ringulreiðinni, sem varð þegar
Japanirnir komu. Hann hafði
svo brotizt til valda hjá skæru-
liðunum með morðum og of-
beldisverkum.
Höfuðið af fyrsta foringjanum
hafði aldrei fundizt — aðeins
bolurinn. Hann haði verið karl-
menni og ekki alveg laus við
mannlegar tilfinningar, svo að
Tim hafði vonað, að hryðjuverk-
unum mundi hætt og þeir snúa
sér fyrir alvöru að Japönunum
einum.
Annar foringinn hafði verið
skorinn á háls, eina nóttina, með
an Jiann var í svefni, en sá
þriðji og fjórði höfðu flúið, eftir
að þeim hafði leynilega verið
gefin aðvörun um, hvað þeirra
gæti annars beðið. Svo hafði
Orenz staðið að baki hinum
fimmta, þegar hann sat við
kvöldmatinn sinn. Hann hafði
hafið stóran stein á loft með
báðum höndum og fært hann í
höfuð foringjans, sem brotnaði
eins og eggskurn, svo að heilinn
gusaðist í eldinn. Siðan hafði
Orenz lýst sjálfan sig foringja.
Og enginn hafði hreyft and-
mælum.
gjíltvarpiö
Laugardagur 28. apríl.
8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05
Morgunloikfimi — 8:15 Tónleik-
ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónl.
— 10:10 Veöurfregnir).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin — (15:00 Frétt
ir).
15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson)
16:00 Bridgeþáttur (Hallur Símonar-
son).
16:30 Veðurfregnir — Strauss-valsar.
17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra;
Björn Jónsson, frkvstj. velur
sér hljómplötur.
17:40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
18:00 Útvarpssafea barnanna: „Leitin
að loftsteininum“ eftir Bernhard
Stokke; XIV. — sögulok (Sigurð
ur G-unnarsson kennari þýðir og
les).
18:30 Tómstundaþáttur barna og ungt
inga (Jón Pálsson).
18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr,
19:30 Fréttir.
20:00 Leikrit: „Valt er völubeinið'*#
gamanleikur eftir Paul Jones, |
þýðingu Árna Guðnasonar. -w
Leikstjóri: Helgi Skúlason. —•
Leikendur: Jón Sigurbjörnsson,
Herdís I>orvaldsdóttir, Regína
Þórðardóttir, Guðrún Stephen-
sen, Gunnar Eyjólfsson og
Helga Valtýsdóttir.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Danslög, þ.á.m. leikur KK«
sextettinn danslög eftir íslenzka
höfunda. Söngfólk: Díana Magn-
úsdóttir og Harald G. Haralds.
24:00 Dagskrárlok.
._______±
<Kit»AUT(.éRB Kl K I S I NS
M.s. HEKLA
vestur um land til Akureyrar
hinn 2. maí n.k. —. Vörumóttaka
í dag og árdegis á morgun til
Patreksfjarðar, Bíldudals, Þing-
eyrar, Flateyrar, Súgandafjarð*
ar, ísafjarðar, Siglufjarðar og
Akureyirar. Farsoðlar seldir á
mánudag.
— Samkvæmt efnisskránni er þetta lokaatriði leiksins.
GEISLI GEIMFARI
X-
<— Nú skil ég hvað málmþreyta er
John. En — geimskipafélagið gerði
nllar þessar tilraunir með durabili-
um. —
— Geisli, jafnvel mikilhæfum vís-
indamönnum getur stundum skjátl-
azt. I>ess vegna koma enn fyrir svo
mörg óskiljanleg slys úti 1 geimn-
um. Ég skal sýna þér hvað kæmi
fyrir í löngu geimflugi ef geimskipið
væri úr durabilium. Og það verður
ekki fögur sjón!